Morgunblaðið - 16.09.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.2017, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Áþað var bent í sambandi viðþátttöku heimsmeistaransMagnúsar Carlsen, semóvænt skráði sig til leiks á heimsbikarmótinu í Tíblisi í Georgíu, að hann gæti teflt undir minna álagi en aðrir þátttakendur. Í Tíblisi er keppt um tvö sæti í áskorendamótinu sem fram á að fara á næsta ári og sig- urvegarinn þar öðlast rétt til að skora á heimsmeistarann. Nú eru átta keppendur eftir af þeim 128 sem hófu keppni – og Magnús er ekki þeirra á meðal! Í Georgíu hafa stiga- hæstu skákmenn heims fallið úr leik hver á fætur öðrum; í tilviki Magn- úsar var það Kínverjinn Xiangzhi Bu sem var þessi örlagavaldur og aðrir frægir sem pakkað hafa til heim- ferðar fyrr en reiknað var með eru Kramnik, Anand, Caruana, Nakam- ura, Giri og Grischuk. Kínverjar eru hið nýja stórveldi skákarinnar og Bu hefur lengi verið í flokki þeirra fremstu og nokkrum sinnum teflt hér á landi. Hann virðist hafa gengið óttalaus til þess verk- efnis að mæta heimsmeistaranum, vann glæstan sigur í fyrri skákinni og átti aldrei í erfiðleikum í þeirri síðari – jafntefli og niðurstaðan 1½: ½. Heimsbikarmótið í Tiblisi 2017; 3. umferð: Magnús Carlsen – Xiangzhi Bu Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 Rc6 4. Rf3 Be7 5. O-O O-O 6. Bb3 d6 7. c3 Be6 8. He1 Dd7 9. Rbd2 Ítalski leikurinn nýtur mikilla vin- sælda um þessar mundir. 9. … Hab8!? Dularfullur leikur. 10. Bc2 d5 11. h3 h6 12. exd5!? Tekur af skarið og hirðir peðið en Bu er við öllu búinn. 12. … Rxd5 13. Rxe5 Rxe5 14. Hxe5 Bd6 15. He1 15. … Bxh3! Án þessarar fórnar væri svartur einfaldlega peði undir með litlar bætur. Það kemur á daginn að það er erfitt að þróa hvítu stöðuna. 16. gxh3 Dxh3 17. Rf1 Hbe8 18. d4 „Vélarnar“ eiga erfitt með að finna bestu leið hvíts en þessi leikur er ekki lakari en 18. Bd2. 18. … f5! 19. Bb3 c6 20. f4 Kh7 21. Bxd5? Hér missir Magnús sitt besta tæki- færi, 21. He2!, t.d. 21. … Rxf4 22. Hh2! og svartur neyðist í drottninga- uppskipti með 22. … Dg4+. 21. … cxd5 22. He3 Hxe3 23. Bxe3 g5! 24. Kf2 gxf4 25. Df3 Að gefa manninn til baka bjargar engu en 25. Bd2 Dh4+ og 26. … Hg8! er ekki betra. 25. … fxe3+ 26. Rxe3 Dh2+ 27. Kf1 Hg8 28. Dxf5 Hg6 29. Ke1 h5? Best var 29. ... Kg7! og svartur hef- ur vinningsstöðu. Nú varð hvítur að koma hróknum í spilið og leika 30. Hd1. 30. Kd1 Kh6! 31. Rc2 h4 32. Re1 h3 33. Rf3 Dg2 34. Re1 Dg4+ 35. Dxg4 Hxg4 36. Rf3 Reynir að stöðva h-peðið. 36. … Hg1+! - og hvítur gafst upp, 37. Rxg1 er svarað með 37. … h2 og peðið rennur upp í borð. Gott gengi á EM ungmenna Íslendingar sendu sex keppendur á Evrópumót ungmenna sem lauk í Rúmeníu á fimmtudaginn. Árangur þeirra var með ágætum, en framan af vakti hin 10 ára gamla Haile Batel Goitom mesta athygli eins og rakið var í síðasta pistli. Hún var komin með 4½ vinning af sjö mögulegum en tapaði tveim síðustu skákum sín- um. Hún hafnaði í 41. sæti af 93 þátt- takendum en hækkaði um 74 Elo- stig. Vignir Vatnar Stefánsson náði bestum árangri íslensku krakkanna, hlaut 6 vinninga af níu mögulegum í flokki keppenda 14 ára og yngri og varð í 18. sæti af 125 keppendum. Jón Kristinn Þorgeirsson hækkaði um 44 Elo-stig og og Gunnar Erik Guðmundsson 10 ára hlaut 4 vinn- inga og hækkaði um 20 Elo-stig. Heimsmeistarinn féll úr leik Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Hvernig liði ungu fólki með það þegar leigan hjá því yrði hækkuð um hundrað prósent á einu ári? Ég held að flest fólk myndi sturlast af reiði. Ann- aðhvort fara úr íbúð- inni með fokkmerkið á lofti eða hreinlega kæra málið til lög- reglu. Í þeirri svakalegu hækkun sem hefur orðið á leigumarkaði hjá öllum landsmönnum hafa engir aðrir en aldrað fólk fengið aðra eins hækkun á sig eins og þau sem búa í Seljahlíð í Breiðholti. Það hlýtur að vera hægt að finna sátt á milli minni- og meirihluta í Reykjavíkurborg til að koma í veg fyrir þessa fásinnu. Meðalaldur fólks í þjónustuíbúð- unum í Seljahlíð er um 75 ár. Þegar maður er ungur og fær á sig fráleita reikninga og hækkanir á kostnaði þá bregst maður við með þeim hætti að vinna meira og þræla sér út til að komast yfir vandamálið. En það er engin 75 ára manneskja að fara að gera það, tækifærin eru farin og fólkið hefur þegar skapað samfélag- inu verðmæti yfir ævina og er að reyna að þrauka þá daga sem eftir eru með þá aura sem þau hafa náð að nurla saman. Þeim til varnar, sem ákváðu að hækka leiguna svona rosalega í Seljahlíð, þá hefur hún verið lág um nokkurt skeið hjá mörgum íbúanna. Stjórnendum finnst það réttlátt að allir séu að borga sömu leiguna fyrir sömu aðstöðu og þjónustu. Það er skilj- anlegt viðhorf en það verður að horfa til þess samnings sem er gerð- ur við gamalt fólk sem er að skipuleggja síð- ustu ævikvöldin. Stjórnendur benda einnig á að hægt sé að fá húsaleigubætur á móti, en það á aðeins við um þá sem ekki hafa safnað sér fé yfir ævina. Félagsbústaðir þurfa líklega að hækka leiguna hjá sér um 5-10% á næstu árum og mér sýnist það skyn- samlegt, því að rekstur félagslegs húsnæðis á vegum Reykjavíkur- borgar þarf að komast í betra lag. En að hækka það hjá sumum íbúum um 100% er of mikið. Sérstaklega finnst manni óþægilegt að hugsa til þess að það sé gert hjá gömlu fólki af kynslóð sem bjó til ótrúlega mikil verðmæti í þessu samfélagi. Leigan hækkuð um 100 prósent hjá gömlu fólki? Eftir Börk Gunnarsson » Það hlýtur að vera hægt að finna sátt á milli minni- og meiri- hluta í Reykjavíkurborg til að koma í veg fyrir þessa fásinnu. Börkur Gunnarsson Höfundur er rithöfundur og 1. vara- borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. borkurg@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.