Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 26

Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 Hverafold 1-3 | www.fastgraf.is Glæsileg sumarhús til sölu Langanes 7, glæsilegt sumarhús um 5 km fyrir vestan Hvolsvöll, rétt við Rangá. Sannkallaða glæsivillu. Húsið selst með öllu innbúi. Um er að ræða sumarhús af vönduðustu gerð. Það er fjögurra herbergja og selst með öllum búnaði. Húsið er sérstaklega hljóð- einangrað milli herbergja og hurðir eru það einnig. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Í tveimur herbergjum er gengið úr herbergi inn á bað og þaðan er hægt að ganga út á verönd. Eitt herbergi er með baði handan við ganginn og er einnig hægt að ganga út úr því út á verönd. Langanes 8. Glæsilegt sumarhús sem hannað er sem lúxushús með þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Hægt er að ganga út á verönd úr baðherbergjunum. Innra skipulag hússins býður upp á góða nýtingu á rýminu. Húsið er á byggingastigi 4. Nánari upplýsingar veitir Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali s. 863-1126, josep@fastgraf.is Glæsilegt 287 fm einbýlishús með garðskála og glæsilegum garði, bílskúr og auka íbúð með sérinngangi. Eignin skiptist sem hér segir. Efri hæð: For- stofa, gestasnyrting, eitt herbergi og eldhús og stofa í sama rými. Neðri hæð: fjögur herbergi, baðherbergi, þvottahús og garðskáli. Bílskúrinn er sérstæður og undir honum er stúdíóíbúð. Garðurinn er einstaklega fallegur með stórum trjám, fallegum beðum og bæði hellulögðum og timbur veröndum. V. 81 millj. Möguleiki á skiptum fyrir ódýrari eign. Einstök eign til sölu Ásland 14 í Mosfellsbæ Byr fasteignasala, Austurmörk 4, Hveragerði Soffía Theodórsdóttir, lögg. fasteignasali Sími 483 5800/776 5800 www.byrfasteign.is Opið hús – þriðjudaginn 19. september kl. 17.30-18.00 Oft heyrist að hið opinbera eigi að haga sér eins og hin hag- sýna húsmóðir. Hún veit að það kann ekki góðri lukku að stýra að eyða um efni fram og að útgjöld umfram aflafé koma fyrr eða síðar í bakið á viðkom- andi. Á nútímamáli þýðir þetta að huga verði að greiðslubyrðinni með það í huga að forðast verulegar fjárhags- þrengingar í framtíðinni. Hvað þetta áhrærir er ólíku sam- an að jafna, ráði þjóðin eigin gjald- miðli, í því tilviki stendur hún ekki frammi fyrir greiðsluþroti, þar eð hún getur alltaf greitt fyrir útgjöld sín með útgáfu peninga. Þar með er ekki sagt að hið opinbera þurfi ekki að gæta að eigin umsvifum þar eð þau gætu undir vissum kring- umstæðum haft óæskileg áhrif, svo sem á verðbólgu, gengi og atvinnu- stig. Þannig þarf halli á fjárlögum til skemmri eða lengri tíma ekki að vera til vandræða, það fer eftir stöðu í hagsveiflunni, atvinnustigi og ytri jöfnuði á hverjum tíma og ekki víst að endilega sé skynsamlegast að dekka slíkan halla með lántöku fremur en peningaprentun. Ytri jöfnuður er hagstæður í dag. Um síðustu áramót voru erlendar skuldir þjóðarinnar 3.860 milljarðar en erlendar eignir 3.903. Nettóstaða þjóðarbúsins var því 43 milljarðar í plús og á sama tímapunkti var gjald- eyrisvarasjóðurinn 815.7 milljarðar þ.e. hann dekkar, miðað við vöruinn- flutning 2016, 15.3 mánuði, þótt eng- inn væri útflutningurinn. Þessu til viðbótar eru spár um að við- skiptajöfnuðurinn verði jákvæður um 151 milljarð 2017, 138 milljarða 2018, 155 milljarða 2019 og 166 millj- arða 2020. Að öllu öðru óbreyttu yrði því nettóskuldastaðan í lok 2020 653 milljarðar í plús. Jákvæður við- skiptajöfnuður þýðir að við erum að auka við eignir okkar erlendis, þ.e. sparnaður okkar fer að þeim hluta til út- landa. Með hliðsjón af þeim tölum sem tíndar hafa verið til hér að of- an má velta fyrir sér hvort ekki sé skyn- samlegt að draga úr fjárfestingum/lánum til útlanda segjum næstu fimm árin og auka samneysluna þess í stað. Nú heyrist að peninga vanti í rekstur Landspítalans, að mig minn- ir 16 milljarða, og uppsafnað vanti 23 milljarða í vegaframkvæmdir vítt og breitt um landið. Að því er látið liggja að umræddri fjárþörf verði ekki mætt að sinni, vegna þess að það mundi valda verri afkomu rík- isjóðs, hugsanlega halla. Slík afstaða ein og sér líkist helst trúarlegum kreddum fremur en yfirvegaðri af- stöðu tekinni með heildarhagsmuni og velferð þjóðarinnar í huga. Við ofangreindar ytri aðstæður er ekkert því til fyrirstöðu að hækka útgjöld til annars vegar heilbrigð- ismála og hins vegar vegamála sem nema þeirri upphæð sem keypt er frá útlöndum og greiða fyrir með því að lækka afgang á viðskiptajöfnuði. Árið 2016 voru flutt inn lyf og lækn- ingatæki fyrir 19,8 milljarða, inn- flutningur tengdur vegamálum var rétt undir einum milljarði, samtals er þetta 21 milljarður (upplýsingar frá Hagstofu, Ríkiskaupum og Vegagerðinni, það skal tekið fram að talan um innflutning Vegagerð- arinnar er gróflega áætluð og vísast talsvert hærri). Þar eð innflutt aðföng, hvort sem er til heilbrigðis- eða vegamála, hafa lítil þensluáhrif innanlands er lítið því til fyrirstöðu að auka útgjöld til þeirra á þann einfalda hátt að leggja kaupupphæð inn á bankareikninga viðkomandi söluaðila og til mótvæg- is leggja sömu upphæð inn á reikn- ing viðkomandi banka hjá seðla- bankanum. Þar með er málið afgreitt. Opinberar skuldir, eins og þær eru tíundaðar og samansettar, hækka ekki, þ.e. peningamagn í um- ferð er ekki talið með í skuldum hins opinbera, þar af leiðandi verða áhrif á greiðslubyrði komandi kynslóða, sem margir hafa áhyggjur af, að öðru óbreyttu engin og svigrúm skapast til að eyða 20 milljörðum meira en ella til þessara málaflokka. Þar eð hin auknu útgjöld fara til kaupa á gjaldeyri ætti peninga- prentunin ekki að leiða til aukins verðbólguþrýstings, né til merkjan- legrar aukningar eftirspurnar eftir vinnuafli. Með hliðsjón af núverandi stöðu ytri jafnaðar, gjaldeyrisforða og spá um jákvæðan viðskiptajöfnuð næstu fimm árin er mögulegt að auka opinber útgjöld til kaupa er- lendis án þess að til komi hækkun skatta eða hefðbundin lántaka og án þess að eftirspurn innanlands leiði til óæskilegs verðbólguþrýstings. Hliðaráhrif gjaldeyriskaupanna væru hins vegar lækkun gengis ís- lensku krónunnar og þar með betri afkoma útflutnings fyrirtækja en ella, þar með talin fyrirtæki í ferða- málageiranum. Auk þess að veiking krónunnar styður við áframhaldandi rekstur fyrirtækja, hvort sem er í útflutningi eða í samkeppni við inn- flutning, eykur hún líkur á vexti og viðgangi útflutningsfyrirtækja sem er forsenda, fremur en nokkur önn- ur starfsemi, aukinnar þjóðarfram- leiðslu og atvinnutækifæra og skap- ar olnbogarými til aukinnar opinberrar þjónustu og þá í sam- ræmi við niðurstöðu við pólitíska goggunarröð alþingismanna. Lyf, malbik, viðskiptajöfnuð- ur og gjaldeyrisforðinn Eftir Þorbjörn Guðjónsson »Eins og nú árar eru tækifæri til að auka opinber útgjöld og minnka afgang eða auka halla á fjárlögum ríkis- ins án þess að kynda undir verðbólgu. Þorbjörn Guðjónsson Höfundur er cand. oecon. Váfregnir herja á hug og hjarta hver á fætur annarri og að- eins frá fáeinum slík- um greint, en vekur alltaf spurningar. Hvar erum við á vegi stödd, hvað hefur til framfara orðið, hvar eru brotalamir enn? Í allri hinni þörfu umræðu um geðheil- brigðismál rifjast upp anzi gömul mynd af tillögu til þingsályktunar um heildarskipulag og úrbætur í geðheilbrigðismálum, reyndar frá árinu 1980, svo því sé nú til haga haldið. Það sýnir líka það sem oft gleymist, af því að margt er ennþá að, hve margt hef- ur þó áunnist á þessum hartnær fjórum áratugum. Til baka litið þá myndum við ekki vilja sjá nú það ástand í þessum málum sem þá ríkti. Þetta var samstöðutillaga fólks úr öllum flokkum þingsins og rétt að greina frá því hverjir voru meðflutningsmenn mínir: Frá sjálf- stæðismönnum voru það Salóme Þorkelsdóttir og Egill Jónsson, frá framsóknarmönnum Davíð Að- alsteinsson og Jón Helgason, frá Alþýðuflokknum voru Karl Steinar Guðnason og Jóhanna Sigurð- ardóttir og svo frá Alþýðu- bandalagi Stefán Jónsson. Eðlilegt var að undirritaður væri þarna að verki hafandi verið í miklu sambandi við bæði Geðhjálp og eins forystumann þessa mála- flokks þá, prófessor Tómas Helga- son. Þess er ekki kostur að gera grein fyrir svo viðamikilli tillögu, en hjá þessum ágætu meðflutn- ings-mönnum mínum mátti mjög vel greina áhuga þeirra á úrbótum í þessum málum, öfugt við það sem oft er haldið fram að aldrei hafi verið að þessu hugað fyrr en nú. Þarna er aðalatriðið það að ljúka sem allra fyrst byggingu geðdeild- arinnar og áherzlan er á það að deildin verði fullmönnuð svo hún geti að öllu leyti stað- ið við hlutverk sitt. Þá verði fullkominni göngudeildarþjónustu komið á svo og að- stöðu til skyndihjálpar og neyðarþjónustu. Fjölgað verði heim- ilum fyrir geðsjúka og sérstök áherzla verði lögð á aðstöðu fyrir unglinga með geðræn vandamál. Í stað fangelsisvistar geðsjúkl- inga komi viðeigandi umönnun á sjúkrastofnunum. Reglur um sjálfræðissviptingu verði rækilega endurskoðunar. Sérstök áherzla verði lögð á at- vinnumál geðfatlaðra og samvinna höfð við atvinnurekendum um þau mál. Þarna er aðeins að nokkrum at- riðum vikið, en ítarleg grein er gjörð fyrir öllu þessu í grein- argerðinni sem unnin var að mestu leyti af Geðhjálp. Ég vona að það teljist ekki til neinnar sjálfs- upphafningar gamals manns að rifja þetta upp með þökk fyrir framlag þeirra ágætu meðflutn- ingsmanna sem ásamt undirrit- uðum fluttu tillögu þessa og freist- uðu þess að ná fram úrbótum. Þvert á móti held ég að hollt sé að athuga hvar á vegi þessi áherzluat- riði eru í dag. Margt hefur verið gjört, en enn er margt þarft ógjört. Megi þar verða á bragarbót sem allra fyrst, því hér á það heima sem sagt var og er í fullu og óskoruðu gildi: Líf liggur við. Gömul tillaga um geðheilbrigðismál að gefnum óteljandi tilefnum Eftir Helga Seljan Helgi Seljan »Margt hefur verið gjört, en enn er margt þarft ógjört. Höfundur er fv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.