Morgunblaðið - 16.09.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.09.2017, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 Sætún - Kjalarnesi/Reykjavík FJÁRFESTINGA- TÆKIFÆRI Eignarland sem er rúmlega 6,5 ha (65.803 fm) og skiptist í fjóra hluti skv. deiliskipulagi. Gott tækifæri fyrir aðila til að kaupa alla eignarhlutana og taka þátt í heildarþróun á svæðinu. Möguleiki að kaupa einstaka hluta, en verð fyrir alla hlutana er kr. 160.000.000. Svæði A: 3.125 fm lóð á spildu við þjóðveginn. Þarna eru fjölbreytilegir nýtingarmöguleikar fyrir þjónustuhúsnæði. Verð 6 millj. Svæði B: 7.159 fm lóð undir iðnaðar/landbúnaðarhúsnæði. Þar er í dag 778 fm alifuglahús (ca 50 fm í kjallara) og að auki er byggingaréttur 2.240 fm. Verð 120 millj. Svæði E: 2.536 fm lóð undir íbúðarhús. Lóðin er með stórum byggingarreit (1.080 fm). Falleg trjárækt er á lóðinni. Verð 14,8 millj. Svæði F: 52.983 fm land sem er skilgreint sem jörð (lögbýli). Landið liggur að sjó með miklu og fallegu útsýni yfir sjóinn til borgarinnar. Verð 25 millj. Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur, lögg. fasteignasali Sóltúni 20, 105 Reykjavík, s. 552 1400 Dapurlegt var það orð sem menntamálaráð- herra, Kristján Þór Júl- íusson, notaði m.a. um nýtt nafn á ensku um nær aldar gamalt félag, og líklega með þeim elstu í heiminum, Flug- félag Íslands, sem allir Íslendingar hafa verið svo stoltir af í gegnum tíðina. Þarna var ekki of sterkt til orða tekið. Nú skal þessu áratuga gamla íslenska nafni breytt í enskuslettuna Air Iceland Connect og borið við markaðssetningu erlendis. Ég hef verið undrandi á að góður drengur, Árni Gunnarsson, forstjóri flugfélagsins, skyldi taka þátt í þessari dapurlegu nafngift. Það er lítill bógur í því fólki sem sér um markaðssetningu hjá félaginu ef því vefst tunga um tönn við að markaðssetja hið fallega ís- lenska nafn, Flugfélag Íslands, því svo auðvelt er að tala um enska nafnið þegar það á við. Allar flugvélar flug- félagsins ættu að vera merktar með stórum stöfum Flugfélag Íslands og þá með smærra letri Air Iceland Con- nect (t.d. í undirfyrirsögn). Nýlega birtist í MBL. grein, sem hafði yfirskriftina „Enskan er orðin alls- ráðandi í miðborginni, undantekning ef versl- anir og veitingahús nota íslensku“. Grein- arhöfundur segir þar „að ganga má Lauga- veginn á enda án þess að finna verslun, krá eða veitingahús, sem er eingöngu merkt á ís- lensku og víða er af- greitt á ensku“. Ljót er sagan. Þessar enskuslettur á auðvitað að banna með lögum tafarlaust og krafan auðvitað sú að aðalheitið verði að vera á ís- lensku með svokallaðri undirfyrirsögn í litlum stöfum á þá ensku. Það er til mannanafnanefnd sem setur veru- legar skorður á nafngiftir íslenskra einstaklinga. Einnig er nýlega orðin til hestanafnanefnd þar sem hesta- eigendur eru ekki frjálsir að því að kalla hesta sína hvaða nafni, sem er. Þar er meira að segja stöðvað nafn á hesti ef það er með greini, sbr. Mósan. Mósi og Mósa eru algeng nöfn. Enskusletturnar á nöfnum fjölda fyr- irtækja í íslensku samfélagi lýsa auð- vitað aumingjaskap þeirra sem þarna geta ráðið. Á meðan eigendur hesta geta ekki ráðið nafngiftinni á eigin hestum er látið viðgangast að enskan sé látin tröllríða íslensku samfélagi. Ekkert heyrist í áhugafólki um íslenska tungu Nýlega byggðu húsi var gefið nafn- ið Hús hinna íslensku fræða og kennt við Vigdísi Finnbogadóttur, sem yf- irleitt hefur látið sig tungumálið okk- ar sig miklu varða. Lítið heyrist úr því horni og nær að halda að íslensk tunga hafi verið gróðursett með ein- hverri trjáplöntunni. Einnig vil ég minnast á mjög læsilega pistla eftir ágætan Tryggva Gíslason, fv. skóla- meistara MA, um íslenskt mál. Í mörg ár hefur Tryggvi skrifað í blað- ið Vikudag á Akureyri og nýverið um örnefni. Ég er ekki frá því að honum brygði í brún ef færu að sjást merki og vegvísar hér og þar með fallegum íslenskum örnefnum öll á ensku. Ástkæra ylhýra málið – íslenskan á undanhaldi Eftir Hjörleifur Hallgríms Hjörleifur Hallgríms » Ömurlegt að koma til Reykjavíkur ef það er eins og að koma í borg í enskumælandi landi. Höfundur er eldri borgari. hallgrims@simnet.is Nýlega hafa birst rannsóknir sem sýna að sjálfsvíg eru færri þar sem mikið lithí- um er í drykkjar- vatni, einnig að það geti seinkað heila- hrörnun. Nánast ekkert lithíum er í íslensku drykkjar- vatni þannig að ég fór að athuga hvort fjölvítamínin sæju ekki um þetta. Nei, þar var ekki neitt. Lithíum, sem er léttasti málmurinn, er notað í geðlyf í þúsundföldum æskilegum dag- skammti, það er því á lyfjaskrá og má þá ekki setja í fjölvítamín eða fæðubótarefni. Þangað til lyfja- skrá verður löguð verðum við því að láta okkur duga að nota sjáv- arsalt (frekar en venjulegt borð- salt) og borða söl og rækjur, en einnig innihalda egg og mjólk mikið lithíum, sem virðist því mik- ilvægt þroska ungviðis. Í lyfjaskrá er margt fleira undarlegt. Til dæmis ef njálgur finnst hjá barni þarf að byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni til að fá mest notaða njálglyfið. Hver hefur heyrt um heimilislækni sem skoð- aði upp í endaþarm barns áður en hann skrifað út lyfseðilinn? Toxoplasma er frumdýr sem hefur áhrif á heilann og veldur hækkaðri tíðni glæpa og sjálfs- víga. Það berst með kattaskít í sandkassa og sýkir þar smábörn, en mest óbeint í gegnum hrátt kjöt. Góð frysting drepur dýrið og því er mikilvægt að Ís- lendingar standi fast á því að flytja ekki inn ferskt kjöt, enda ekki auðvelt að greina dýr- ið í kjötinu. En hvern- ig er brugðist við þeg- ar upp kemur lambadauði af völdum toxoplasma hér? Lömbin sem hjarna við fara án eftirlits á markað svo mögulega lendir kjötið léttgrillað á diskinum okkar. Nikótín er mikilvirkt geðlyf. Mörgum sem hugleiddi sjálfsvíg hefur eflaust snúist hugur við það að fá sér rettu. Opinberir forvarnarfulltrúar hafa barist hart á móti reykingum, sem vissulega eru heilsuspillandi, en nú snýst baráttan gegn rafsígarettum. Vitnað er í rannsóknir um hve gíf- urlega ávanabindandi nikótín sé, jafnvel verra en ópíumlyf, það sé verst af öllum fíkniefnum. Það er þægileg tilhugsun fyrir ungling sem er að fikta við hassreykingar, að mamma og pabbi reyki og það sé miklu verra, en kannabis eykur líkur á geðtruflunum og sjálfs- vígum. Aðkoma ríkisins að forvörnum gegn sjálfsvígum Eftir Þorvald Gunnlaugsson Þorvaldur Gunnlaugsson » Lithíum er lífs- nauðsynlegt málsalt en má ekki setja í fjöl- vítamín af því að það er á lyfjaskrá. Höfundur er náttúrufræðingur. thgunn@gmail.com Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.