Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
✝ Jón Halldórs-son fæddist á
Valþjófsstöðum í
Núpasveit í
Norður-Þingeyjar-
sýslu 26. febrúar
1927. Hann and-
aðist á Hvammi,
heimili aldraðra á
Húsavík, 8. sept-
ember 2017.
Hann var sonur
hjónanna Unnar
Árnadóttur húsfreyju, f. 5. des-
ember 1900, d. 12. apríl 1987,
frá Bakka á Kópaskeri og Hall-
dórs Stefánssonar, f. 25. ágúst
1901, d. 20. nóvember 1983, frá
Arnarsstöðum, bónda á Val-
þjófsstöðum, þar sem þau
bjuggu farsælu fjárbúi til ævi-
loka. Einkadóttur sína, Hólm-
fríði Halldórsdóttur, f. 26. febr-
úar 1930, d. 22. febrúar 1942,
misstu þau hjónin úr
botnlangabólgu aðeins 12 ára
gamla og var þá mikill harmur
kveðinn að fjölskyldunni. Jón
var því einungis 15 ára þegar
systir hans lést, 3 árum eldri
upp á dag. Jón naut barna-
granna og vini við ýmis störf
og viðgerð véla, sem hann
hafði sérlega gott lag á. Eftir
andlát foreldranna fór fljótlega
að losna um hann í búskapnum
og flutti síðast til Kópaskers og
bjó sér brátt heimili í Klifagötu
6, gestrisinn og góður heim að
sækja, þar sem hann bjó eins
lengi og heilsan leyfði og naut
á síðari árum þjónustu í Stóru-
mörk, dagvistun fyrir eldri
borgara á Kópaskeri, á virkum
dögum.
Árið 2013-2014 hafði
slæmska í hné, minnisleysi og
fleira ágerst það mikið að ekki
var óhætt lengur fyrir Nonna
að búa einan og fluttist hann
þá á Hvamm á Húsavík í mars
2014, þar sem hann hafði aðset-
ur allt til dauðadags, fékk þar
góða umönnun og varð smám
saman sáttur við að geta ekki
snúið heim aftur. Þar átti
starfsfólk Hvamms stóran þátt
og ekki síst frændi hans á
Húsavík, Sigurður Brynjúlfsson
og fjölskylda, sem leit til hans
reglulega og var honum innan
handar á allan hátt.
Útför Jóns fer fram frá
Snartarstaðakirkju við Kópa-
sker í dag, 16. september 2017,
klukkan 14.
fræðslu í sveitinni
framundir ferm-
ingu og tók jafn-
framt þátt í bú-
skap foreldranna
eftir getu, en vet-
urinn 1945-1946
sótti hann nám í
Héraðsskólanum
að Laugarvatni,
ásamt frændum
sínum, sem var
mikil og góð upp-
lifun á þeim tíma.
Jón, eða Nonni eins og hann
var ætíð kallaður, giftist aldrei
en eignaðist einn son, Braga
Jónsson, f. 2. mars 1962, barns-
móðir Guðný Friðrika Stein-
grímsdóttir frá Hóli við Rauf-
arhöfn, f. 5. nóvember 1937.
Bragi býr á Akureyri og á
hann eina dóttur, Soffíu Mar-
gréti, f. 29. janúar 2004, barns-
móðir Íris Þorsteinsdóttir, f.
19. júlí 1976. Nonni vann heima
við búskapinn að miklu leyti
framundir 1990, ásamt því að
taka íhlaupavinnu á Kópaskeri
við uppskipun, sláturhússtörf
og fleira svo og aðstoð við ná-
Þá er Nonni frændi, eins og við
systkinin kölluðum hann, fallinn
frá 90 ára gamall. Hann var einn
af föstu punktunum í tilveru okk-
ar á Valþjófsstöðum í uppvextin-
um, alltaf ljúfur og góður, tilbúinn
að hlusta á okkur, leyfa okkur að
snudda í kringum sig í skemm-
unni sinni, sitja á gamla Fahr-
traktornum sínum, þar sem voru
þau forréttindi að það voru sæti
með örmum fyrir farþega á báð-
um afturhjólhlífum. Seinna feng-
um við svo að grípa í að keyra hjá
honum, sem var mikil upphefð.
Nonni var með eindæmum ljúf-
ur maður, geðgóður, barngóður
og greiðvikinn og oft sagt að hann
kynni ekki að segja nei. Hann
gerði hins vegar alla tíð ákaflega
litlar kröfur fyrir sjálfan sig.
Hann fullorðnaðist í byrjun vél-
væðingar í sveitum landsins og
varð strax áhugasamur. Vann á
tímabilum á jarðvinnsluvél sem
hann keypti i félagi við frænda
sinn og jafnaldra, Árna Sigurðs-
son. Hann vann einnig talsvert á
jarðýtum við túnrækt, vegagerð
og við flugvöllinn á söndunum
norðan við Kópasker. Hann var
enn fremur mjög natinn við við-
hald og umhirðu véla og tækja
heima á bænum, sem skilaði líka
eindæma góðri endingu þeirra.
Það var því ekkert smáræði sem
ég skammaðist mín þegar ég eitt
sinn sem unglingur fékk lánaða
heyþyrluna hans og braut í henni
drifið með því að kúpla óvarlega
saman.
Ég held ekki að Nonni hafi haft
neinn sérstakan áhuga á búskap
eða kindum, en hann gerði það
fyrir pabba sinn, sem var bóndi af
lífi og sál, að búa með honum með-
an hann lifði. Síðan held ég að
hann hafi haldið áfram búskap
meira og minna af tillitssemi við
móður sína, hana Unnu frænku,
til að hún þyrfti ekki að rífa sig
upp frá heimili sínu.
Einn af eiginleikum Nonna var
þrautseigja og til vitnis um það
eru til dæmis allstór fjárhús og
hlaða sem hann byggði að mestu
leyti einn á löngum tíma kringum
1980, en tvö fjárhús hans úr torfi
voru þá komin að fótum fram. Eft-
ir að hann seldi Birni bróður jörð-
ina 1990 vann hann hjá hreppnum
um tíma og keypti sér litla íbúð á
Kópaskeri. Þar átti hann mörg
góð og áhyggjulítil ár, borðaði og
spilaði í Mörk, aðstöðu eldri borg-
ara, og umgekkst m.a. mikið Ingu
móðursystur sína og Brynjúlf
mann hennar. Var þeim reyndar
stoð og stytta í veikindum þeirra á
tímabili. Þegar heilsan fór að bila
fluttist hann svo í meira öryggi í
Hvamm á Húsavík.
Með brotthvarfi Nonna fer
mjög að fækka þeim sem voru í
umgjörð stórfjölskyldunnar sem
bjó á Valþjófsstöðum upp úr miðri
20. öldinni og skópu mér og systk-
inum mínum ómetanlegar að-
stæður öryggis, hlýju og hvatn-
ingar í uppvextinum. Hafðu heila
þökk fyrir þinn þátt í því, Nonni
frændi.
Sigurður Halldórsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Já er það tilfellið, eins og Nonni
frændi sagði gjarnan, þessi ljúf-
lingur sem nú hefur fengið hvíld-
ina, líkt og þeir bræður og frænd-
ur hans frá Valþjófsstöðum, Árni
Sig. og síðast faðir minn Halli Sig.,
fyrir réttu ári. Mikið saknar mað-
ur þeirra allra, sem með sinni
góðu og hlýju nærveru gerðu lífið
svo miklu betra, hver á sinn hátt,
en hafa nú vonandi sameinast aft-
ur í efra í starfi og leik, sitja ef-
laust við spilaborð á ný, ásamt
fleiri yfirveguðum öðlingum af
Bakkaættinni, auk annars sam-
ferðafólks héðan. Því eins og segir
í vísu einni: „Í kirkjugörðum
heimsins hvílir ómissandi fólk.“
Nonni var ætíð einstaklega
hógvær, nægjusamur og hjálp-
samur, eiginlega helst til meinlaus
og hætti til að láta stjórnast af
öðrum, ekki síst móður sinni, al-
veg fram á fullorðinsár.
Hann bjó lengst af með foreldr-
um sínum á Valþjófsstöðum 2, í
þarnæsta húsi við okkur, og nut-
um við systkinin heldur en ekki
góðs af í uppvextinum, því þar átt-
um við s.s. annað sett af ömmum
og öfum, með nokkurra metra
millibili, sem endalaust spiluðu við
okkur, sögðu okkur sögur eða lásu
og fengum við gjarnan ýmislegt
góðgæti í leiðinni – það var reynd-
ar ekki eins vinsælt heimavið, ef
það gerðist rétt fyrir hádegis- eða
kvöldmat. Við vildum nú halda að
þau hefðu svolítið gaman af þess-
um heimsóknum okkar og von-
andi smá gagn líka þegar við
stækkuðum og gátum rétt þeim
hjálparhönd við eitt og annað.
Það var stutt í glettnina hjá
Nonna frænda og góðlátlega
stríðni í góðra vina hópi og það
varði alveg fram á gamalsaldur,
hann hafði gaman af því að spila
og undi sér mikið á efri árum við
að leggja kapal, lesa bækur,
hlusta á útvarp og horfa á sjón-
varp.
Nonni var handlaginn, eins og
áður hefur komið fram, og dútlaði
lengst af sjálfur við viðhald á íbúð
sinni á Kópaskeri og eftir að ára-
langrar aðstoðar Ingiríðar móður-
systur hans þar varðandi fatnað
naut ekki lengur við tók hann til
við að gera sjálfur við flíkur af sér,
m.a. í gamalli saumavél móður
sinnar, enda nýtni í blóð borin,
hann saumaði meðal annars út og
þetta hefur hann eflaust lært af
því að fylgjast með fínlegu hand-
verki hennar í gegnum tíðina. Það
gaf Nonna heilmikið í áraraðir að
geta nýtt sér dægradvöl með eldri
borgurum á Kópaskeri, jafnt fæði
sem félagsstarf, og það gerði hon-
um kleift að búa heima lengur en
heilsan þó leyfði, því gömul
slæmska í baki og hné og fleira fór
að ágerast verulega strax um
2012.
Kunna ættingjar og vinir
Nonna því starfsstúlkum Stóru-
markar og samferðafólki þar, auk
Fríðu frænku, bestu þakkir fyrir
alúð og aðstoð við hann, einnig
starfsfólki Hvamms á Húsavík
fyrir góða umönnun þessi rúm
þrjú síðustu ár sem hann dvaldi
þar, svo og Sigurði Brynjúlfs
frænda hans þar, sem var hans
stoð og stytta allt til enda.
Við minnumst þín, Nonni minn,
með væntumþykju og þakklæti
fyrir samfylgdina, Guð geymi þig.
Rannveig Halldórs
og fjölskylda.
Jón Halldórsson
Við lok seinna stríðs tóku
amma mín og afi Ásthildi móður
mína og Torfa bróður hennar
með sér á skipið Goðafoss í skipa-
lest til New York. Þá var móðir
mín 14 ára en síðar sagði hún mér
af skipunum við jaðar lestar-
innar, sem sökkt var einu á fætur
öðru af þýskum kafbátum. Sigl-
ingin reyndist hinsta för Goða-
foss til að ná á áfangastað, því á
leiðinni aftur til Íslands varð
skipið fyrir tundurskeyti og sökk.
Þetta var þó aðeins sú fyrsta af
fjölmörgum ferðum móður minn-
Ásthildur Jóna
Tómasdóttir
(Gunnarsson)
✝ Ásthildur JónaTómasdóttir
fæddist í Reykjavík
15. júní 1931. Hún
lést í Vancouver í
Kanada 24. ágúst
2017.
Minningarathöfn
um Ásthildi fór
fram 30. ágúst 2017
í Richmond B.C.,
Kanada.
ar yfir hafið. Hún
sneri aftur til Ís-
lands tveimur árum
síðar en í þetta
skiptið húkkaði hún
sér far með annars
tómri flutningavél
fyrir herlið. Sú stát-
aði hvorki af hita,
sætum né salerni.
Hún sagðist aldrei
hafa verið jafn fegin
að lenda og þegar
flugvélin stoppaði í Labrador til
að taka eldsneyti.
Fáum mánuðum síðar hitti
hún föður minn, Snorra Rögn-
vald Gunnarsson. Hún hafði hitt
hann einu sinni áður, þegar hún
var sjö ára gömul, og sagði alltaf
að hún hefði ákveðið þá þegar að
hún myndi giftast honum. Og það
gerði hún. Hann var stóra ástin í
lífi hennar.
Foreldrar mínir giftust árið
1949 og ég fæddist ári síðar. Þau
voru ung, ástfangin og ævintýra-
gjörn svo að þau ákváðu að reyna
aftur við Ameríku. Að þessu sinni
varð þó Kanada fyrir valinu.
Þrátt fyrir að móðir mín væri
með græna kortið var hún föst á
því að hún myndi ekki fara með
son sinn til lands þar sem her-
skylda væri við lýði, og fyrir það
verð ég ævinlega þakklátur.
Eftir að faðir minn átti sín
fyrstu kynni af krabbameini
ákváðu foreldrar mínir að lífið
væri of stutt til að elta ekki
drauma sína. Þau fluttust til
Englands, þar sem þau keyptu
stóran bát. Með tíð og tíma lá leið
þeirra til Mexíkó, þar sem þau
bjuggu í eitt ár.
Fyrst og fremst fögnuðu þau
þó lífinu. Um síðir sigldu þau
norður, aftur til Vancouver, í
tæka tíð til að móðir mín gæti hitt
nýja stúlku í lífi mínu – Judy Ko-
onar. Þó svo að ég vissi það ekki
þá var móðir mín viss um að Judy
væri stóra ástin í mínu lífi.
Faðir minn lést 26. mars 1979
og móðir mín stóð ein eftir, 49 ára
gömul.
Hún talaði oft um ævintýri
þeirra og sagði alltaf að þau væru
bestu stundir lífs hennar. Hún sá
aldrei eftir því að hafa kastað ör-
ygginu frá sér í skiptum fyrir
tímann sem hún átti með föður
mínum.
Hún byggði sér nýtt líf sem
fasteignasali í Richmond og sér-
hæfði sig í að hjálpa ungu fólki að
komast inn á markaðinn. Eftir að
fregnin af andláti hennar barst út
bárust okkur fjölmörg bréf frá
fólki sem sagði hana hafa breytt
lífi þess með því að hjálpa því við
kaup á fyrstu eign.
Móðir mín var ótrúlega ósér-
hlífin. Hún lagði áherslu á að
tryggja að ég, Judy og börnin
blómstruðum. Hún hjálpaði okk-
ur að kaupa okkar fyrsta heimili.
Þegar Judy veiktist kom hún til
hjálpar.
Hún gerði okkur Judy kleift að
fara einsömul á kvikmyndahátíð-
ir og í frí, og þakkaði okkur í
hvert sinn fyrir að leyfa henni að
eyða svo góðri stund með barna-
börnum sínum.
Ásthildur lést á eigin forsend-
um í síðustu viku – heima við, um-
kringd ástvinum sínum. Eitt af
því síðasta sem hún sagði var:
„Ég hef reynt að vera góð mann-
eskja.“ Og það var hún. Gjafmild,
ástrík og trygg. Einlæglega góð
manneskja.
Móðir mín var sjálfstæð kona.
Hún gaf mér lífið, kenndi mér
hvernig á að elska og sýndi mér
hvernig á að deyja. Hún skilur
eftir sig hyldjúpt tómarúm í fjöl-
skyldu okkar sem við munum
brúa í sameiningu þar sem andi
hennar lifir í hjörtum okkar.
Sturla Gunnarsson.
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Útfararstofa kirkjugarðanna
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Guðmundur Baldvinsson,
umsjón útfara
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÍÐUR ELÍASDÓTTIR,
Suðurgötu 17,
Sandgerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 9. september.
Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn
22. september klukkan 13.
Ellý Björnsdóttir Magnús Þorgeirsson
H. Svava Sigvarðardóttir Viðar Ólafsson
Vigdís Sigvarðardóttir Sigurður Tryggvason
Jens Snævar Sigvarðarson
Elías Sigvarðarson Kristjana Magnúsdóttir
Guðmundur Sigvarðarson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
KRISTJÁN ERLENDUR HARALDSSON,
lést á Landspítalanum Hringbraut
þriðjudaginn 5. september.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 21. september klukkan 11.
Erla Hjartardóttir
Guðmundur Haraldsson Guðfinna Sigurðardóttir
Þórður Haraldsson Halla Sigríður Þorvaldsdóttir
Marinella R. Haraldsdóttir
Kristján R. Kristjánsson Valgerður D. Jónsdóttir
Krista , Felicia, Ísak
Haraldur Kristánsson
Kristján Haraldsson Audrey Freyja Clark
Kristján Dór, Davíð Örn, Benedikt Björn
Ragnar Orri Benediktsson Helga Sigurðardóttir
Sigurður Atli, Sigrún Björk, Helga Júlía
Erla Heiðrún Benediktsdóttir Guðmundur Rúnar Árnason
Erlen Inga, Guðmundur Árni, Auður María
Guðný Ó. Á. Sveinbjörnsd. Þóra Margrétardóttir
Guðrún Helga Sveinbjörnsd.
Dagur Steinn Sveinbjörns.
Gunnar H. Valdimarsson, Valdimar Valdimarsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÚLFAR BJÖRNSSON
frá Skagaströnd,
Skúlagötu 20, Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum 1. september.
Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 19.
september klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja
minnast Úlfars er bent á Hollvinasamtök Droplaugarstaða eða
Blindrafélagið, Hamrahlíð 17.
Hanna Signý Georgsdóttir
Haraldur Úlfarsson Nom Phonlap
Birna Úlfarsdóttir
Alda Úlfarsdóttir Björn Úlfarsson
Sigurður Úlfarsson Inga Jóna Þórisdóttir
og fjölskyldur þeirra