Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 32

Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 ✝ Sverrir Vil-helmsson fædd- ist í Reykjavík 18. september 1957. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 14. ágúst 2017. Foreldrar hans voru hjónin Ólína Guðbjörnsdóttir, húsfreyja, f. 1922, d. 1992, og Vilhelm Kristinsson, deildarstjóri hjá Sjóvá, f. 1920, d. 2010. Eftirlif- andi eiginmaður Sverris er Wan- lop Noimor. Sverrir var yngstur systkina sinna sem öll lifa hann. Þau eru: 1) Kristinn verkfræðingur, f. 1946, maki Auður Matthías- dóttir, f. 1945, d. 2016, sonur þeirra er Matthías, f. 1978, kvæntur Liv Önnu Gunnell og eiga þau þrjú börn. 2) Ólöf, f. 1948. Maki Finn Jansen, f. 1947, þeirra börn eru Vilhelm Þórir, f. 1968, maki Hulda G. Guðnadótt- ir, f. 1971, og eiga þau fjögur börn, og Elsa Margrét, f. 1971, gift Helga Þór Ágústssyni, f. 1970, og eiga þau tvö börn. 3) bílum og bílaíþróttum og hann lét að sér kveða í árdaga Kvart- míluklúbbsins, í þá daga þegar spyrnan fór fram á leyndum stöðum á leyndum tímum. Jafn- framt vinnu sinni hjá Shell hóf hann að taka myndir af störfum lögreglunnar og seldi þær mynd- ir í Tímann sem þá var en var seinna ráðinn við blaðið sem al- mennur fréttaljósmyndari. Vorið 1987 hóf hann svo störf hjá Morgunblaðinu og starfaði þar til 2008 að hann lét af störf- um vegna heilsubrests. Sverrir var fjölhæfur ljósmyndari, tók þátt í sýningum blaðaljósmynd- ara og vann til verðlauna á því sviði. Fréttaljósmyndarastarfinu fylgdu einatt ferðalög, oft til átakasvæða heimsins svosem Bosníu og fleiri staða en einnig á hörmungasvæði eins og til dæmis Flateyri þegar snjóflóðið dundi yfir þorpið. Af mörgu er að taka í þessu efni en minnisstæðar eru myndirnar sem hann tók í Taí- landi eftir flóðbylgjuna miklu sem þar skall yfir annan í jólum 2004. Sverrir tók ástfóstri við Taí- land og fólkið í því landi og var meira og minna búsettur í Bang- kok um árabil en seinustu árin var hann búsettur jöfnum hönd- um í Bangkok og Keflavík. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Björn bókbindari, f. 1949. 4) Gunnar ljósmyndari, f. 1951, fyrri maki er Matt- hildur Kristjáns- dóttir, f. 1949, og dóttir þeirra er Gyða, f. 1976, maki Einar Freyr Sverr- isson, f. 1975, og eiga þau þrjú börn. Seinni kona Gunn- ars var Sigríður Vala Haraldsdóttir, f. 1958, d. 2012, þau skildu en eignuðust eitt barn saman, Kötlu Rós Völudótt- ur, f. 1980, gift Ragnari Nikulás- syni og eiga þau eina dóttur. 5) Hafliði kennari, f. 1953, fyrri maki er Anna Dóra F. Theódórs- dóttir, f. 1954. Þau skildu, sonur þeirra er Yannick Víkingur, f. 1978. Núverandi sambýliskona Hafliða er Greta S. Guðmunds- dóttir, f. 1961, og þeirra börn eru Steinunn Ólína, f. 1996, og Tóm- as Vilhelm, f. 2002. Eftir grunnskólagöngu í Hlíðaskóla hóf Sverrir vinnu við bensínafgreiðslu hjá Shell og starfaði við það í nokkur ár en hugur hans beindist snemma að Hjartkær vinur, félagi og leið- beinandi hefur verið kvaddur, hans verður sárt saknað en ég vil hér aðeins minnast hans og þakka leiðsögn hans á lífsleiðinni. Sverrir var einn af þeim bestu í fréttaljósmyndun, hann hafði næmt auga fyrir líðandi stund og atburðum. Meðal atburða sem hann hefur myndað eru Ólympíu- leikarnir í Sydney árið 2000, stríðsátök á Balkanskaganum, náttúruhamfarir á Íslandi og Taí- landi, auk fjölda viðburða í dag- legu lífi á Íslandi og víðar. Hann var fljótur að tileinka sér stafræna ljósmyndun og var okk- ur hinum sérlegur leiðbeinandi í þeim efnum. Hann innleiddi með- al okkar ljósmyndara hagnýt for- rit til vinnslu og vistunar mynda og átti stóran þátt í að móta staf- rænt myndasafn Morgunblaðsins og notaði þar þekkingu sem hann aflaði sér hjá erlendum blöðum, meðal annars Verdens Gang í Osló. Sverrir aflaði sér margra vina vítt og breitt um heiminn í fréttaljósmynduninni og var í tengslum við marga þekkta fréttaljósmyndara erlendis. Hann var sannur vinur vina sinna og vandlátur á þá skilgrein- ingu því flestir voru kunningjar hans. Víðsýnn, réttsýnn og bjart- sýnn var hann fram á síðasta dag og er mér í hjarta mikið þakklæti fyrir þær gæðastundir sem við áttum í Svíþjóð í sumar er faðir minn kvaddi þessa jarðvist og Sverrir kom til að vera viðstadd- ur útförina en hann fór helst ekki í útfarir yfir höfuð. Þar aðstoðaði hann mig við að skrá atburðinn í myndum og fá- einum vikum síðar fór hann aðra ferð til Svíþjóðar og sýndi þá móður minni mikla hugulsemi og færði henni blóm. Sverris verður minnst sem ljúfmennis og sérstaks öðlings í alla staði og myndir hans og frá- sagnir í myndum munu lifa og segja komandi kynslóðum sög- una hvernig hlutirnir hafa verið. Hvíl í friði, kæri vinur, og samúð mína votta ég aðstandendum og vinum. Vinarkveðja Tárin væta vanga minn, vinur kær er farinn. Fari hann með frið í hjarta í fjarlægð eilífa bjarta. Tregatárin væta enn, tíminn græðir sárin. Kveðjustundin líður senn með sóma við munum árin. Vinur er því kvaddur hér vinur veraldar og sinna vinur var hann, þó enginn sér vinur minn og þinna. (JS 2017) Jón Svavarsson. Sverrir Vilhelmsson ✝ Martin Steph-en Regal fædd- ist í London 2. ágúst 1951. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. ágúst 2017. Foreldrar hans voru Ivor Regal, f. 4. ágúst 1926, d. 1. janúar 2008, og Daphne Regal, fædd Rifkin þann 9. apríl 1932. Martin á tvo yngri bræður, Jon (Jonathan), f. 30. janúar 1955, börn hans eru James, Zach- arias og Molly, og Barry, f. 23. júní 1962, eiginkona hans er Fran Regal og eiga þau þrjár dætur; Ella, Megan og Martha. Eftirlifandi eiginkona Mart- ins er Kristína Benedikz, f. 3. apríl 1966. Börn Martins eru 1) Baldur Andri, f. 22. september 1977, móðir hans er Jóna Bald- ursdóttir, maki Baldurs er El- ínborg Sigurðardóttir, sonur þeirra er Sigurður Rúnar, f. 28. nóvember 2012, dóttir Baldurs er Petra, f. 22. mars 1999, móðir Ása Hafsteins- dóttir. 2) Kári, f. 17. ágúst 1979, móðir hans er Björg Örv- Davis (UCD) 1983 og Ph.D.- gráðu í breskum og bandarísk- um leikbókmenntum frá sama háskóla árið 1991. Dokt- orsritgerð hans fjallaði um leikritaskáldið Harold Pinter. Árið 1995 gaf MacMillan út bók Martins; Harold Pinter: A Question of Timing. Martin hóf kennslu við enskudeild Háskóla Íslands 1976 og starfaði þar til ævi- loka. Hann var gestakennari við Wolfson College í Cam- bridge 1998 og starfaði einnig við Stokkhólmsháskóla og Konunglega tækniháskólann (KTH) í Svíþjóð. Þá var hann meðlimur í fjölda fé- lagasamtaka, þ. á m. The Dic- kens Society. Rannsóknir hans voru á að- allega á sviði leikbókmennta, söngleikja og kvikmynda. Martin vann ötullega við þýð- ingar og þýddi m.a. Gísla sögu Súrssonar (The Saga of Gisli in The Sagas of the Icelanders, Penguin 1997) og ljóð Sigurðar Pálssonar (Inside Voices, Out- side Lights, Arc Publications 2014). Einnig ritaði hann leik- húsgagnrýni fyrir Morg- unlaðið, RÚV og fleiri fjöl- miðla. Þá var Martin þýðandi og þulur fjölda kvikmynda og sýninga. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. ar, eiginkona Kára er Elín Gísla- dóttir, börn þeirra eru Freyja, f. 30. desember 2005, og Snæbjörn og Arn- grímur, fæddir 11. júní 2010. 3) Vera, f. 29. október 1981, foreldrar hennar eru Hafdís Vilhjálmsdóttir og Sölvi Ólafsson, dóttir Veru er Saga Ásgeirs- dóttir, f. 7. júlí 2014, faðir Sögu er Ásgeir Þórðarson. 4) Sara Björk, f. 27. september 1989, móðir hennar er Hafdís Vilhjálmsdóttir, maki Söru er Saga Líf Friðriksdóttir, dóttir Söru er Ronja f. 1. nóvember 2011, faðir Ronju er Jakob Óm- arsson. Synir Martins og Krist- ínu eru 5) Tristan, f. 17. sept- ember 1990, faðir Svanur Sigurgíslason, 6) Ísak Gabríel, f. 20. mars 1994, 7) Matthías Sólon og 8) Lúkas Stefán, f. 8. maí 1999. Martin fæddist á Royal Col- lege-spítalanum og ólst upp í Barnet í norðurhluta London. Hann lauk B.A.-gráðu frá Reading-háskóla 1975, M.A. í ensku frá Kaliforníuháskóla í Martin Regal er allur, sóma- maðurinn sem kaus fremur að búa í Reykjavík en stórborginni London, okkur til gleði og hagsbóta. Ég hitti hann fyrst snemma á níunda áratug síðustu aldar á meðan hann bjó með vinkonu minni Hafdísi Vilhjálmsdóttur og urðu með okkur góð kynni. Mér til happs vorum við bæði í barneignaleyfi á haust- mánuðum 1989 og urðum fé- lagar í stússinu sem af slíkur leiðir. Undir þeim kringumstæðum varð dálítill vinskapur sem bæði var ánægjulegur og gef- andi eins og öll samskipti við Martin. Það átti jafnt við á öðr- um vettvangi því að það munaði sannarlega um hann á mæli- kvarða þjóðfélagsins. Hann kenndi ekki aðeins nemendum í Háskóla Íslands um árabil heldur lét hann einn- ig að sér kveða í menningarlíf- inu með þýðingum á bók- menntaverkum og starfi í leikhúsi. Margir hafa óafvitandi heyrt rödd Martins því að lengi vel var hann eftirsóttur þulur þar sem þörf var á upplestri á vandaðri ensku. Með sínum þýða rómi lagði hann farþegum öryggisreglur í flugvélum og skýrði undur Þingvalla í nýrri fræðslumið- stöð þar, ásamt því að hann lagði til rödd sína í kvikmynd- um. Merkara er þó hversu fljótt og vel Martin náði tökum á ís- lensku, sem hann talaði nánast lýtalaust og tjáði sig þess utan af nákvæmni sem fæstum er gefin, jafnvel á eigin tungu. Á nýársdag 1988 flutti Mart- in erindi í íslenska sjónvarpinu. Það var inngangur að kynning- armynd um Shakespeare í til- efni þess að uppfærslur á leik- ritum hans voru teknar til sýningar. Ég veit ekki hvort maður af erlendu bergi brotinn hafði nokkru sinni áður flutt erindi í íslensku útvarpi en mig grunar að þarna hafi orðið tímamót. Þau urðu án þess að vekja sérstaka athygli enda lá ekkert beinna við en að einmitt hann yrði fenginn til verksins. Martin varð margra barna auðið auk stjúpbarna. Ég votta þeim, eiginkonu hans Kristínu Benedikz og öðrum aðstand- endum samúð mína. Genginn er góður drengur og hans er sakn- að. Lára Magnúsardóttir. Martin S. Regal Kveðja frá Skátagildinu í Hveragerði Það er komið að kveðjustund. Ástríður hefur kvatt okkur. Hún er farin heim. Ásta gekk í skátagildið 2003 með eiginmanni sínum. Hún tók virkan þátt í starfi gildisins og mætti helst í alla dagskrá Ástríður Hjartardóttir ✝ Ástríður Hjart-ardóttir fædd- ist 25. október 1932. Hún lést 9. ágúst 2017. Útför Ástríðar fór fram í kyrrþey 18. ágúst 2017. félagsins. Við mun- um sakna glað- værðar Ástu, dill- andi hlátursins, vináttu og trygg- lyndis. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta) Félagar í Skátagildinu í Hveragerði kveðja hér góða skátasystur. Blessuð sé minning hennar. Helga Jósefsdóttir. Með Magnúsi Þorsteinssyni bónda í Höfn á Borgarfirði eystra er fallinn frá traustur máttar- stólpi byggðarlagsins um langt skeið. Hann ólst þar upp á ætt- aróðali sem fjórði liður frá Þor- steini Magnússyni, langafa sín- um, sem þar byrjaði búskap 1867 með Önnu Bjarnadóttur frá Breiðuvík. Síðan hafa þar skipst á nöfnin Magnús og Þor- steinn í þrjá ættliði. Bæjar- nafnið Höfn vísar til lendingar í Hellisfjöru innan við Hafnar- hólma, sem veitti dálítið skjól fyrir úthafsöldunni. Bænda- kirkjan í Njarðvík átti hólmann fyrrum og það var fyrst með kaupum á landi í Njarðvík í tíð Magnúsar að Hafnarbændur eignuðust meirihluta í þessari gullkistu við fjöruborðið. Líf hans varð nátengt þessum hólma, þar sem hann hlúði að æðarvarpi og öðrum fugli til hinstu stundar. Hann sat í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps frá 1970 í nær aldarþriðjung og var sveit- arstjóri öllu lengur eða til vors 2006. Hafnleysa stóð fiskveiðum á Borgarfirði fyrir þrifum þar til á síðasta fjórðungi liðinnar ald- ar að úr rættist með lífhöfn fyr- Magnús Þorsteinsson ✝ Magnús Þor-steinsson fædd- ist 1. ágúst 1936. Hann lést 7. sept- ember 2017. Útför Magnúsar fór fram 14. sept- ember 2017. ir smábáta við Hafnarhólma. Jafnframt var í hólmanum komið upp aðstöðu fyrir ferðafólk til að fylgjast með fugla- lífi utan varptíma. Fullyrða má að þessar fram- kvæmdir í tíð Magnúsar hafi skipt sköpum fyrir byggðarlagið. Eftir að leið mín lá fyrst til Borgarfjarðar 1964 hitti ég Magnús ár hvert og átti við hann margháttað samstarf, ekki síst þá áratugi sem ég átti sæti á Alþingi. Hann lét sig ekki vanta á fundi sem ég boð- aði til þar heima fyrir og vakti þar máls á hagsmunamálum byggðarlagsins. Við undirbúning að tillögu um byggðaþróunaráætlun fyrir Borgarfjörð, sem Alþingi sam- þykkti 1980, hafði ég við hann náið samráð, en hún veitti góða viðspyrnu til aðgerða næsta áratuginn. Löngu seinna þegar kom að því að skrifa um Víkur og Borgarfjörð í árbók Ferða- félagsins 2008 gekk ég í smiðju til Magnúsar sem fræddi mig um margt og las yfir texta. Hann var margfróður og hafði yndi af bókum, einlægur nátt- úruunnandi sem galt varhug við hersetu og hernaðarbrölti. Hógværð einkenndi alla hans framgöngu en jafnframt var hann kíminn og léttur í lund. Slíkra manna er gott að minn- ast. Hjörleifur Guttormsson. Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma, RÓSA GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn 1. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu Mörk. Einar Örn Reynisson Ása Sóley Hannesdóttir Ingibjörg Reynisdóttir Ólafur Tryggvason Ragnar Már Reynisson María Gomez Anna Margrét Kristinsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR H. BJARNADÓTTIR, Sléttuvegi 31, Reykjavík, lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 12. september 2017. Guðlaug Lýðsdóttir Bjarni Guðmundsson Þröstur Lýðsson Klara Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA SIGURVINS, Leiðarenda við Hafravatn, verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju mánudaginn 18. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. Halldór Sigurðsson Hólmfríður Halldórsdóttir Kolbeinn Sigmundsson Sigurður Svan Halldórsson Katrín Lóa Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.