Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 41
myndir frá bæjarlífinu og þá sér- staklega myndir teknar um borð í fiskiskipum við mismunandi að- stæður. Hvað kvikmyndir varðar má segja að hann hafi verið með putt- ana í kvikmyndum alla tíð og var í hópi frumkvöðla í kvikmyndagerð á Íslandi. Var frægasta kvikmynd hans, Gilitrutt (1957), meðal annars í hópi þeirra fyrstu í íslenskri kvik- myndasögu. Aðrar kvikmyndir sem Ásgeir hefur gert eru Tunglið, tunglið taktu mig (1955), Íslenskt skart (1968), Lax í Laxá (1969), Virkjun (1972) og Saga um lág- mynd (1990) auk fjölda heimilda- mynda og auglýsinga en hann dvaldi meðal annars á Spáni við upptökur fyrir ferðaskrifstofu. Stuttu eftir Vestmannaeyjagosið stofnaði Ásgeir kvikmyndagerðina Kvik sf. ásamt Páli Steingrímssyni og Ernst Kettler í upphafi árs 1973 og fyrsta kvikmyndin sem fyrir- tækið framleiddi var Eldeyjan en hún hlaut verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Atlanta í Bandaríkjunum. Segja má að Ásgeir hafi verið þúsundþjalasmiður en auk þess að stofna ýmis fyrirtæki og starfa við kvikmyndagerð tók hann fjöldann allan af ljósmyndum, setti upp sýn- ingar, hann smíðaði líkan af gufu- vél líkt og var í togaranum sem hann vann á sem ungur maður, lík- an sem stendur uppi á Sjóminja- safninu. Hann afrekaði að keyra upp á Esjuna árið 1963 ásamt vin- um sínum á jeppa sem hann smíð- aði sjálfur. Auk þess flutti hann inn og setti upp kirkjuklukkur og hringingabúnað í kirkjur á Íslandi. Ásgeir hafði líka unun af ferða- lögum og ferðaðist mikið um landið með fjölskyldu sinni á jeppanum sem hann smíðaði sjálfur. Þá keyrðu þau um landið og hann sýndi kvikmyndir sínar í hverju bæjarfélagi. Fjölskylda Eiginkona Ásgeirs var Guðbjörg Gunnarsdóttir, f. 18.6. 1927, d. 13.7. 2004, húsmóðir. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnar Ingibergur Hjörleifsson, f. 7.8. 1892, d. 2.12. 1941, sjómaður á Sviða, og Björg Björgúlfsdóttir, f. 12.5. 1899, d. 9.3. 1964, húsfreyja í Hafnarfirði. Börn Ásgeirs og Guðbjargar eru: 1) Valdimar Long, f. 10.12. 1958, bátasmiður, búsettur í Hafnarfirði. 2) Björg Long, f. 12.12. 1960, ræsti- tæknir, bús. í Reykjavík. Maki: Karl Þorvaldsson, smiður. Barnabörn Ásgeirs og Guð- bjargar eru Ásdís Björg Jóhann- esdóttir, f. 1980, Ásgeir Ingi Jó- hannesson Long, f. 1984, og Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson, f. 1995, og barnabarnabarn þeirra er Hrönn Bergþórsdóttir Smári, f. 2009. Systkini Ásgeirs: Einar Foss Long, f. 1.4. 1914, d. 5.1. 1983, kaupmaður í Hafnarfirði, og Ásdís Valdimarsdóttir Long, f. 11.2. 1921, d. 26.10. 1927. Foreldrar Ásgeirs voru hjónin Valdimar Sigmundsson Long, f. 9.1. 1884, d. 21.8. 1964, skólastjóri og síðar kaupmaður í Hafnarfirði, var með Verzlun Valdimars Sigmunds- sonar, og Arnfríður Sigurrós Ein- arsdóttir, f. 1.11. 1886, d. 18.3. 1960, kennari og húsfreyja í Hafn- arfirði. Ásgeir Valdimarsson Long Snjófríður Sigurðardóttir húsfreyja á Merki Árni Árnason bóndi á Merki í Fáskrúðsfirði Vilhelmína Árnadóttir húsfreyja í Fögruhlíð Einar Sigurðsson bókbindari í Fögruhlíð í Fáskrúðsfirði Arnfríður S. Einarsdóttir kennari og húsfreyja í Hafnarfirði Guðfinna Einarsdóttir vinnuk. á Gullberastöðum í Lundarreykjadal, Borg. Sigurður Andrésson Anderson trésmiður á Ísafirði, fór síðar til Manitoba Lárus Garðar Long málara- meistari og verkstjóri í Eyjum Jóhann Matthíasson Long verkamaður á Seyðisfirði Hrefna Péturs- dóttir hjúkrunar- fr. á Ísafirði og í Rvík Jóhannes H. Jóhannsson Long verkstjóri í Vestmanna- eyjum Margrét Einarsdóttir yfirhjúkrunarkona á Ísaf., Kristneshæli og Laugarnesspítala Jóhannes Long ljós- myndari í Hafnarfirði Ásgeir Bolla- son ljós- myndari í Los Angeles Ásdís Ólafsdóttir yfirsetukona og húsfreyja á Litlulaugum Jóhannes Magnússon bóndi á Litlulaugum í Reykjadal Ingibjörg Jóhannesdóttir húsfreyja í Winnipeg Sigmundur Matthíasson Long athafnamaður í Winnipeg Jófríður Jónsdóttir húskona og vinnukona í Múlasýslu Matthías Richardsson Long vinnumaður á Austfjörðum Úr frændgarði Ásgeirs Long Valdimar Sigmundsson Long skólastjóri og síðar kaupmaður í Hafnarfirði Afmælisbarnið Ásgeir Long. ÍSLENDINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 Jón Eysteinn Egilsson fæddist16. september 1917 á Stokk-hólma í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Helga Jónsdóttir húsfreyja, ættuð úr Skaga- firði og Svarfaðardal, og Egill Tóm- asson, bóndi í Bakkaseli, síðar verka- maður á Akureyri, ættaður úr Skagafirði og Eyjafirði. Jón kvæntist 1944 Margrjeti Gísla- dóttur frá Bjargi í Norðfirði, dóttur Fannyjar Kristínar Ingvarsdóttur, húsfreyju frá Ekru í Norðfirði, og Gísla Kristjánssonar, útgerðarmanns frá Sandhúsi í Mjóafirði. Margrjet og Jón eignuðust fjögur börn: Gísla for- stjóra á Akureyri, Fannýju háskóla- kennara í Svíþjóð, Egil tannlækni á Akureyri og Sigríði hjúkrunarfræð- ing í Svíþjóð. Jón lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1935 og réðst þá til verslunarstarfa hjá KEA en stofnaði eigin verslun 1942 sem hann rak í þrjá áratugi. Hann var umboðs- maður Ferðaskrifstofu Íslands á Ak- ureyri 1947 til 1951, er hann stofnaði Ferðaskrifstofu Akureyrar sem hann rak til 1976 er sonur hans, Gísli, tók við rekstrinum. Árið 1980 voru Sér- leyfisbílar Akureyrar stofnaðir upp úr hópbifreiðadeild Ferðaskrifstof- unnar. Jón var umboðsmaður Loftleiða á Akureyri, umboðsmaður Norðurleiða á Akureyri um áratuga skeið og lengi umboðsmaður breskra togara þar í bæ. Ferðaskrifstofa Akureyrar tók á móti fyrstu skemmtiferðaskipum er komu til Akureyrar og skipulagði fyrstu ferðir frá Akureyri til útlanda. Jón Egilsson stofnaði 1957 Stræt- isvagna Akureyrar, en hafði frá 1955 annast rekstur strætisvagna fyrir Ak- ureyrarbæ. Jón var árið 1986 sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálka- orðu fyrir störf sín að ferðamálum. Jón Egilsson var frumkvöðull að stofnun Golfklúbbs Akureyrar og einn aðalhvatamaður að gerð golf- vallar á Gleráreyrum og síðar við Þór- unnarstræti og varð þrívegis Ak- ureyrarmeistari í golfi og Íslandsmeistari í golfi árið 1949. Jón Egilsson andaðist 24.9. 1996. Merkir Íslendingar Jón Egilsson 90 ára Ásgeir Long Birna A. Björnsdóttir Guðrún S. Guðmundsdóttir Hulda Pálmadóttir 85 ára Sigrún Björnsdóttir 80 ára Bára Guðmundsdóttir Björn Kristjánsson Bragi Ingólfsson Edda Vilhelmsdóttir Helga Árnadóttir Reynir Guðmundsson Sergia Doro On Sales Þröstur Marsellíusson 75 ára Axel Ragnar Ström Ágústa Ingibjörg Andrésdóttir Dagbjartur Dagbjartsson Eva Oddgeirsdóttir Ingibjörg Skarphéðinsdóttir Margrét Einarsdóttir 70 ára Kristbjörg Jónasdóttir Ómar F. Þórisson Sigrún Pálsdóttir Sigurður Pálsson 60 ára Auður Fríða Gunnarsdóttir Ásta Stefánsdóttir Finnbogi Hvammdal Lárusson Guðrún Einarsdóttir Gunnar Ingólfur Arnarsson Haraldur Kristófer Haraldsson Helga Klara Alfreðsdóttir Kristinn Hallgrímsson Magnús Axel Hansen Oddgeir Þórðarson Óskar Björnsson Ragna Rún Þorgeirsdóttir Sigurður Friðriksson Steingrímur Jónsson Valur Rúnar Ármannsson Vilhjálmur Karl Jóhannsson 50 ára Aðalheiður Þorsteinsdóttir Andrés Helgi Hallgrímsson Halldór M. Christensen Haukur Karlsson Jóhann Ómarsson Katrín Bich Vu Piotr Ciesielski Ronald Petrus F. Janssen Sigurður Guðmundsson Sigurgeir H. Sigurgeirsson Sólveig Björk Einarsdóttir 40 ára Guðmundur Snorrason Josef Malknecht Karl Sigfússon Kjartan Ásþórsson Kristinn Jónsson Krzysztof Skupien Lillian Jacobsen Nina Anna Dau Sturla Símon Viktorsson 30 ára Anna Linnea Charlotte Ahle Bryndís Eva Sigurðardóttir Freyr Sigurðsson Guðmundur M. Þorsteinss. Gunnsteinn Þórisson Hrannar Páll Róbertsson Ivan Lissnik Joanna Sawicka Karen Ýr Kjartansdóttir Kjartan Þór Þórisson Sahar Safarianbana Ségolene Nicole E. Jacob Sigríður Lilja Skúladóttir Sigrún Agatha Árnadóttir Sindri Tryggvason Sólrún Svava Skúladóttir Sunnudagur 90 ára Páll Sveinsson 85 ára Árni Falur Ólafsson Guðjón Guðmundsson Sigurður Þorsteinsson Sólborg Ingunn Matthíasd. 80 ára Anna Kristín Elísdóttir Birgir Björnsson Ferdinand Alfreðsson Georg Jón Karlsson Hrafnhildur Hallgrímsdóttir Jóhannes Sverrisson Ragnhildur Jóhannsdóttir Sigríður Þ. Bjarnadóttir Svavar Þór Sigurðsson 75 ára Bára Benediktsdóttir Erna Steinsdóttir Guðríður Elíasdóttir Jón Bjarni Jóhannesson 70 ára Bryndís Jóhannsdóttir Erna María Eyland Guðríður Jónsdóttir Hrafnhildur E. Ármannsd. Höskuldur Þorsteinsson Jóhann B. Jónsson Kristín Sigurðardóttir Ólafur Eiríksson Þráinn Rósmundsson 60 ára Elín Theódóra Jóhannesd. Guðrún Valborg Kristinsd. Hallfríður Kristjánsdóttir Helgi Hallgrímur Jónsson Karólína M. Vilhjálmsdóttir Ragnheiður Eggertsdóttir Thu Thi Nguyen 50 ára Berglind Rós Elliðadóttir Einar Björnsson Elena Titova Elvar Þór Þorleifsson Guðrún Bjarnadóttir Halla Björk Reynisdóttir Ingólfur Guðjónsson Jón Geir Pétursson Sigríður K. Kristjónsdóttir Sigrún Nikulásdóttir Sigurður Örn Kristjánsson Þorbjörg Erla Sigurðard. Þórey Sigríður Þórðardóttir 40 ára Arnljótur Bjarki Bergsson Bryndís Elfa Gunnarsdóttir Claudia Kerns Davíð Örn Guðmundsson Eva Arnet Sigurðardóttir Justyna Ondycz Júlíus Örn Ásbjörnsson Karólína Markúsdóttir Magnús Geir Jónsson María Ólöf Sigurðardóttir Piotr Królak 30 ára Angelina Gerald Mande Anna Iwona Sitkowska Henna Johanna Sirén Hildur Sif Sigurjónsdóttir Hjalti Rúnar Oddsson Ívar Orri Aronsson Jevgenij Stormur Guls Jóakim Þór Gunnarsson Nanna Kaaber Árnadóttir Rúnar Þór Sigurbjörnsson Snædís Ylfa Ólafsdóttir Valdís Magnúsdóttir Þröstur Freyr Hauksson Til hamingju með daginn mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón TAKTU ÍSINNMEÐ TRUKKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.