Morgunblaðið - 16.09.2017, Síða 44
Nú um mitt ár gaf
Singapore Sling út
níundu breiðskífu sína,
Kill Kill Kill (Songs
about Nothing). Pistil-
höfundur rýnir aðeins í
feril þessarar merku
sveitar.
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign 7.4.2017 - 31.12.2019
HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER
Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017
PABLO PICASSO - Jacqueline með gulan borða (1962) /
Jacqueline au ruban jaune (1962) Langtímasýning
COMPARATIVE VANDALISM 26.8. - 21.1.2018
- Heimildaljósmyndir úr verkefni Asgers Jorn
Scandinavian Institute of Comparative Vandalism
Dr. Selma Jónsdóttir – Aldarminning 22.8. - 22.10 2017
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 15.10.2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 1.12.2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sunnudagur 17. september: Fjölskylduleiðsögn kl. 14
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld
Spegill samfélagsins 1770
Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi.
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.
Listasafnið á Akureyri opnar í
dag kl. 15 sýningu á vídeóverkum
úr safneign í Verksmiðjunni á
Hjalteyri. „Verksmiðjan er afar
hrátt húsnæði og skapar þar af
leiðandi heillandi umgjörð um
þessa tegund myndlistar. Víd-
eóverk hafa ekki verið áberandi í
safneign Listasafnsins en á síð-
ustu árum hefur orðið þónokkur
breyting þar á. Sýningin er liður í
því að sýna verk úr safneigninni í
nýju ljósi og er unnin í samvinnu
Listasafnsins og Verksmiðjunnar
á Hjalteyri,“ segir í tilkynningu
frá safninu.
Listamenn sem eiga verk á sýn-
ingunni eru Arna Valsdóttir sem
vann verkið „Staðreynd 6 – Sam-
lag“ sérstaklega fyrir yfirlitssýn-
ingu á vídeóverkum sínum í Lista-
safninu á Akureyri 2014; Ine
Lamers sem er höfundur „Not
She“ frá árinu 2005 og sýnt var á
sýningu Listasafnsins Fólk 2015;
Klængur Gunnarsson sem sýndi
verkið „Hylling“ á Haustsýningu
Listasafnsins 2015 og Þóra Sól-
veig Bergsteinsdóttir sem sýndi
verkið „Óður til náttúrunnar“
einnig á Haustsýningunni 2015.
Sýningin stendur til 1. október
og verður opin þriðjudaga til
sunnudaga milli kl. 14 og 17.
Ekki hún Úr verki Ine Lamers sem nefnist „Not She“. Þar sýnir hún áhorf-
andanum hvernig raunveruleika og blekkingu er ruglað saman þegar ein-
staklingar reyna að bæta brotna sjálfsmynd með því að fara í gervi annarra.
Sýnt úr safneign Verk-
smiðjunnar á Hjalteyri
Hildur Loftsdóttir
hilo@mbl.is
Sýningin Jack Latham – Mál 214
verður opnuð í dag kl. 15 í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur. Þar
fjallar samnefndur velskur ljós-
myndari um Guðmundar- og Geir-
finnsmálið, en verkið vann hann í
samvinnu við Gísla Guðjónsson,
prófessor í réttarsálfræði, sem þró-
að hefur hugtakið minnisvafa-
heilkenni (e. memory distrust synd-
rome). Áður höfðu þeir unnið
saman ljósmyndabókina Sugar Pa-
per Theories, sem hefur hlotið
tvenn verðlaun sem besta ljós-
myndabók ársins í Bretlandi og er
nú uppseld. Þau fáu eintök sem
Latham á eftir verða til sölu á sýn-
ingunni. Gísli mun kynna ljósmynd-
arann á opnuninni í dag.
Á sunnudaginn kl. 14 verða síðan
Gísli, Latham og Erla Bolladóttir
með fyrirlestur og samræður um
sýninguna og málið.
Um fólkið frekar en málið
„Árið 2014 var ég að klára sein-
asta verk mitt og mig langaði að
vinna verkefni tengt Íslandi. Ég fór
að grúska og uppgötvaði þá þetta
sérstæða glæpamál þar sem sex
manns játuðu á sig, vegna minn-
isvafaheilkennisins, glæpi sem þau
höfðu ekki framið. Það er í sjálfu
sér mjög áhugavert, en um leið sá
ég samlíkingu við hvernig við not-
um ljósmyndun; þá hugmynd að
ljósmynd sé minning. Sem ljós-
myndari er ég vanur að setja sam-
an röð af ljósmyndum til að búa til
sögu, og það sem kom fyrir sex-
menningana er að þeir voru settir í
aðstæður þar sem þeim var sögð
saga nógu oft til þess að þeir færu
að trúa henni. Verkefnið er miklu
meira um sex-menningana og
hvernig við skiljum sögur,“ segir
Latham sem varði tíma með eftirlif-
andi sakborningum, uppljóstrurum,
samsæriskenningasmiðum, sérfróð-
um álitsgjöfum og öðrum sem
tengjast málinu.
Ljósmyndir eru blekkjandi
„Í árdaga ljósmyndunar var litið
á ljósmyndun sem sannleikann, og
sönnun fyrir vissum hlutum, en
núna þegar fólk hefur rannsakað
ljósmyndun skiljum við og vitum að
ljósmyndir eru í raun mjög blekkj-
andi. Þær eru á sama tíma sann-
leikur, skáldskapur og samhengi.
Og allt þetta kom fram í yfirheyrsl-
unum á Íslandi, og ég fékk því
áhuga á málinu í gegnum teng-
inguna við ljósmyndun.“
Latham hafði samband við Gísla
Guðjónsson réttarsálfræðing þar
sem hann hefur þróað hugtakið
minnisvafaheilkenni, og uppgötvaði
að hægt er að beygja og þvinga
minni fólks í yfirheyrslum. Þeir
ákváðu að vinna saman og bjuggu
til bókina Sugar Paper Theories
sem var gefin út sameiginlega af
Here Press og The Photographers’
Gallery, auk þess að hreppa Bar
Tur Photobook Award í fyrra.
„Alltaf þegar ég vinn að verk-
efnum og sýningum fæ ég fólkið
sem sýningin fjallar um til að vera
hluti af verkefninu, og það er ómet-
anlegt fyrir mig að Erla Bolladóttir
og Guðjón Skarphéðinsson voru
með og lögðu blessun sína yfir sýn-
inguna. Í mínum huga er enginn
vafi á því að þau eru saklaus.
Leikna heimildarmyndin Out of
Thin Air sem BBC gerði um málið
hefur gert það að verkum að fólk
utan úr heimi er að beina sjónum
sínum að Íslandi, sem ætti að setja
þrýsting á réttarkerfið í landinu.
Ísland er leiðandi þegar kemur að
því að fólk standi á rétti sínum og
Íslendingar eru mjög meðvitaðir
um að ríkisstjórnin er hér til þess
að þjóna fólkinu en ekki öfugt.
Þetta mál mun ekki hverfa, það
þarf að leysa. Yfirvöld verða að við-
urkenna að það var illa að rannsókn
málsins staðið og reyndar efast ég
um að Íslendingar muni erfa það
við þau, þeir vilja bara að málið sé
afgreitt réttilega.“
Dagbækur Guðjóns til sýnis
Á sýningunni Mál 214 má segja
að ljósmyndir Lathams ásamt efni-
Sannleikur, skáld-
skapur og samhengi
Ljósmyndir og upphafleg málsgögn Leirfinnur til sýnis
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
„Sling deyr með mér,“ sagði Henrik
Björnsson, forsprakki rokksveit-
arinnar Singapore Sling, í einhverju
viðtalinu. Fullgild krafa þar enda
hefur þetta alla tíð verið hans band,
hans lög, hans sýn. Tugir meðlima
hafa runnið í gegnum raðir Sling í
gegnum árin og sumir dvalið lengur
en aðrir, sumir nærfellt frá upphafi á
meðan aðrir
virðast hafa
stoppað í eins
og einni sígó-
pásu.
Fyrstu lög
Singapore Sling
voru tekin upp
af Henriki ein-
um, með tilstuðlan trommuheila, og
gaf hann út plötu með slíkum upp-
tökum árið 2000. Fyrsta eiginlega
platan, sem er að finna fremsta í plö-
tulista Sling, er hins vegar The
Curse of Singapore Sling (2002) og í
kjölfarið hefur komið út efni nokkuð
reglulega.
Ég opnaði greinina með setn-
ingu sem felur dauðann í sér og segja
má að níhílísk töffaraára hafi umlukt
Henrik og félaga frá upphafi. Laga-
titlarnir á nýjustu plötunni eru dá-
samleg ýfing á þessu („Fuck Every-
thing“, „Surrounded by Cunts“,
„Nothing and Nowhere“) og platan
Svalur Henrik Björnsson er upphaf og endir Singapore Sling.
er auk þess um ekkert, eins og segir í
titli. Þessi lína hefur haldist óbreytt
alla tíð, sjá nafnið á fyrstu plötunni
t.d. og aðrar bera titla eins og Per-
versity, Desperation and Death
(2008) og Singapore Sling Must be
Destroyed (2010). Tónlistin lúrir í
mjög svo ákveðinni fagurfræði, beint
framhald af eða speglun á sígildu
töffararokki Velvet Underground,
Stooges, Jesus & Mary Chain,
Spacemen 3 og áþekku. Fésbókar-
svæði sveitarinnar birtir á skemmti-
legan hátt nokkuð nákvæman lista
hvað þetta varðar og nöfn eins og
Suicide, Pussy Galore, Cramps og
Martha Reeves and The Vandellas
poppa upp í viðbót við þau sem ég hef
nefnt. Söngrödd Henriks er eintóna
og svöl, kæruleysisbragurinn skrúf-
aður upp í ellefu, sólgleraugu eru
skyldubúnaður sem og svart leðrið.
Plötur Singapore Sling í gegn-
um tíðina eru þá allar innan þessa
ramma, nema hvað. Nú er ég búinn
að dvelja í köldum faðmi þeirra í
nokkra daga og það er athyglisvert
að rýna í þróunina. Meiri hljómsveit-
arstemning á fyrstu plötunum en
Henrik hefur meira og minna sýslað
sjálfur með síðustu verk, en þó með
góðum og gegnum samstarfsmönn-
um. Sveitin er þá virk tónlistarsveit
enn. Síðustu verk bera þannig með
sér svefnherbergislegri brag, að ein-
hverju leyti er Henrik kominn aftur
„heim“, og á þeim plötum er töff-
ararokkið brotið smekklega upp,
a.m.k. stöku sinnum. „You Can Nev-
er Change Your Heart“ á … Must Be
Destroyed er í súrkálsgír, kassagítar
leiðir „You Can’t Compare“ af Never
Forever og „All your Sins“ á The To-
wer of Foronicity er eins nálægt
hugljúfri ballöðu og komist verður.
Nýjasta verkið rúllar á líkan hátt og
nefnd verk, það er gaddavírsrokk
unnvörpum en líka súrari sprettir,
sjá t.d. „Nothing’s Theme“ þar sem
kvikmyndalegir dulúðarstrengir og
brass spila burðarrulluna og lagið
endar í nokkurs konar arabískum
draumi!? Merkilegt.
Ég lýk þessum hugleiðingum á
tilvitnun í viðtal sem ég átti við
Singapore Sling árið 2002, þegar
draugalestin var tekin að bruna.
Takið eftir yndislegri kaldhæðninni.
„Ætli við gætum þá ekki sagt að okk-
ar megináhrifavaldur sé þjóðvegur
1? Og við viljum að það komi skýrt
fram að við höfum aldrei heyrt í
Stooges eða Jesus and Mary Chain.“
» Söngrödd Henrikser eintóna og svöl,
kæruleysisbragurinn
skrúfaður upp í ellefu,
sólgleraugu eru skyldu-
búnaður sem og svart
leðrið.
Þegar lífið þvælist fyrir rokkinu