Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
Nefndarfundir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ætla að
verða örlagaríkir fyrir Bjarta
framtíð og Viðreisn. Á þriðjudag
mætti dómsmálaráðherra fyrir
nefndina og þá
sýndu svör ráð-
herrans og viðbrögð
nefndarmanna að
næturbrölt þessara
flokka í liðinni viku
var fullkomlega til-
efnislaust.
Í gær gerðist þaðsvo að umboðs-
maður Alþingis
mætti á fund nefnd-
arinnar og greindi
frá þeirri skoðun
sinni að dómsmálaráðherra hefði
engan trúnað rofið með því að ræða
tiltekið mál við forsætisráðherra.
Og umboðsmaður lýsti einnigþeirri skoðun sinni að ekkert
tilefni væri til að taka þær embætt-
isfærslur dómsmálaráðherra, sem
vinstri flokkarnir hafa hamast yfir,
til athugunar hjá umboðsmanni.
Hvað ætli sé þá eftir af risastóramálinu sem varð til þess að
tveir ríkisstjórnarflokkar misstu
stjórn á sér og álpuðust út úr rík-
isstjórn?
Og hvað með stóryrðin sem falliðhafa af engu tilefni frá fjölda
stjórnmálamanna, jafnvel um lög-
brot ráðherra?
Munu æsingamennirnir biðjastafsökunar á ósköpunum?
Munu þeir skammast sín í hljóðien láta eins og ekkert sé?
Eða gera þeir ef til vill hvorugt?
Sigríður
Andersen
Örlagaríkir
nefndarfundir
STAKSTEINAR
Tryggvi
Gunnarsson
Ný glæsileg
heimasíða
acredo.is
Hátúni 6a Sími 577 7740
carat.is acredo.is
Trúlofunarhringir
Giftingarhringir
Demantsskartgripir
10%
afsláttur
Veður víða um heim 21.9., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 11 léttskýjað
Akureyri 13 skýjað
Nuuk 4 heiðskírt
Þórshöfn 10 heiðskírt
Ósló 10 léttskýjað
Kaupmannahöfn 14 léttskýjað
Stokkhólmur 14 léttskýjað
Helsinki 13 skýjað
Lúxemborg 15 léttskýjað
Brussel 18 léttskýjað
Dublin 14 léttskýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 16 rigning
París 20 heiðskírt
Amsterdam 18 skýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 16 skýjað
Vín 12 alskýjað
Moskva 14 léttskýjað
Algarve 26 skýjað
Madríd 28 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 24 léttskýjað
Róm 21 heiðskírt
Aþena 25 heiðskírt
Winnipeg 13 alskýjað
Montreal 18 heiðskírt
New York 23 alskýjað
Chicago 24 heiðskírt
Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:12 19:30
ÍSAFJÖRÐUR 7:17 19:35
SIGLUFJÖRÐUR 6:59 19:18
DJÚPIVOGUR 6:41 18:59
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sú leið að gera við veggi vesturhúss
höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) verður líklega ekki farin. Lík-
ur á niðurrifi virðast því hafa aukist.
Þetta má ráða af svari OR við
fyrirspurn borgarfulltrúa Fram-
sóknar og flugvallarvina.
Fyrirspurnin var lögð fram 7.
september og barst borgarráði svar
frá Orkuveitunni 13. september.
„Niðurstaða ráðgjafa OR er sam-
hljóma. Þar sem um alvarlega galla
í veggjum vesturhúss er að ræða er
ekki talið ráðlegt að lagfæra þá.
Svipuð niðurstaða hefði líklega
fengist þótt sú umfangsmikla skoð-
un á veggjum sem nú er að baki
hefði verið gerð sama ár og húsið
var tekið í notkun,“ segir í svari OR.
Vatn kemst ekki úr drenkerfi
Fram kemur að fleiri en ein
ástæða séu fyrir því að veðurhlíf
vesturhúss virkar ekki sem skyldi.
„Meginástæður eru þó líklega
þær að í fyrsta lagi hefur ekki rétt
verið staðið að frágangi veðurhlífar
á byggingartíma hússins. Í annan
stað er líklega galli í drenkerfi
veggjanna sem gerir að verkum að
mikil hætta er á að það vatn sem
kemst í drenkerfi losni ekki út úr
því aftur. Hætta er á að það fyllist
af vatni sem smitast svo inn í veggi
hússins þar sem það kemst í bygg-
ingarefni sem eru mjög viðkvæm
fyrir skemmdum vegna raka. Dren-
kerfið er ekki hægt að lagfæra
nema með því að endurbyggja vegg-
ina í heild sinni. Ekki er hægt að
minnka áhrif gallaðs drenkerfis eða
rangrar uppsetningar á veðurhlíf
með hefðbundnu viðhaldi,“ segir þar
m.a.
Til upprifjunar efndi Orkuveitan
til blaðamannafundar 25. ágúst. Þar
var fjallað um skemmdir, þar með
talið vegna myglu, á vesturhúsi
höfuðstöðva fyrirtækisins á Bæjar-
hálsi 1 í Reykjavík.
Kynntar voru nokkrar leiðir til að
bregðast við vandanum. Í fyrsta lagi
þrjár útfærslur á viðgerðum: við-
gerð á núverandi veggjum, uppsetn-
ing nýrra veggja og gluggakerfis,
eða gerð nýrra veggja sem væru
hefðbundnir og úr stáli og timbri.
Kostnaður við þessar leiðir var met-
inn 1.500, 2.880 og 2.380 milljónir.
Jafn dýrt og að byggja hús
Í öðru lagi gerð „regnkápu“ utan
um húsið. Kostnaður við hana var
áætlaður 1.740 milljónir. Annars
vegar var bent á að viðgert hús væri
ekki nýtt hús og hins vegar að fyrir
regnkápuna mætti byggja 4-5 þús-
und fermetra skrifstofubyggingu,
auk þess sem sú aðferð væri hvorki
áhættu- né gallalaus. Í þriðja lagi að
rífa vesturhúsið og byggja nýtt og
minna hús á grunninum, eða að rífa
vesturhúsið og koma starfseminni
fyrir í öðrum húsum á Bæjarhálsi.
Kostnaður við þessar leiðir var
áætlaður 3.020 og 2.150 milljónir.
Þá fylgir í svari OR með sundur-
liðaður kostnaður vegna viðhalds og
framkvæmda á Bæjarhálsi 1 árin
2007-2015. Nemur hann um 530
milljónum króna fyrir utan vsk.
Ekki fýsilegur kostur
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga-
fulltrúi OR, segir engan valkost
hafa verið valinn. Það sé þó „lang-
ólíklegast“ að sú leið verði valin að
gera við húsið. „Einn möguleikinn
sem ráðgjafarnir settu fram var að
gera kápu utan um húsið. Þ.e.a.s.
einskonar skerm utan um húsið sem
tekur þá megnið af öllu vind- og
vatnsálagi á það sem undir er. En
að gera við núverandi veggi er ekki
fýsilegur kostur eins og komið hef-
ur fram [á blaðamannfundi Orku-
veitunnar í lok ágúst]. Við höfum
sagt það frá upphafi. Það er niður-
staðan eftir þessa tilraunaviðgerð [á
vesturhúsi hússins]. Hann [sá kost-
ur] er ekki á vetur setjandi. Það
hefur þó enginn kostur verið af-
skrifaður og það hefur enginn kost-
ur verið valinn. Við erum ekkert
komin lengra en það,“ segir Eiríkur
Hjálmarsson.
Líkur á niðurrifi á
húsi OR hafa aukist
OR segir ráðgjafa telja óráðlegt að gera við vesturhús
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfuðstöðvar Orkuveitunnar Málið varðar vesturhús byggingarinnar.