Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
var til staðar og reddaði hlutun-
um þegar eitt og annað kom upp.
Fyrir okkur sem þekktum Halla
náið þá er svo mikils að sakna,
traustari vin er ekki hægt að
finna. Skemmtilegur, ráðagóður
og heiðarlegur. Hjálpsemi í dag-
legu amstri var ótrúleg, hann
vissi svo margt og kunni enn
meira. Alltaf mættur til að hjálpa
öllum.
Halli varð strax einn af fjöl-
skyldunni þegar hann hóf að
hitta Helgu og man ég vel þegar
við Elli fengum að skreppa með í
bíóferðir á Novunni. Skíðaferð-
irnar eru líka ofarlega í huga
mínum frá þessum árum. Fyrstu
byggingarvinnuna mína fékk ég
hjá sama fyrirtæki og Halli vann
hjá. Þar lærðum við báðir húsa-
smíði og kviknaði okkar áhugi á
smíðum og framkvæmdum. Frá
þeim punkti og til dagsins í dag
hefur Halli verið einn minn helsti
ráðgjafi, alltaf gat ég hringt í
hann eða kíkt yfir í einn öl og
rætt hin ýmsu mál og við náð
saman lendingu sem oftast gekk
upp. Halli kenndi mér mikið.
Þegar ég hóf rekstur fyrirtækis
þá lagði ég á það áherslu að Halli
kæmi til starfa. Halli kom oft inn
í verkefni með okkur og var sett-
ur í verkhluta sem flóknir voru
og kröfðust útsjónarsemi,vand-
virkni og þolinmæði sem Halli
virtist á tímum hafa nóg af. Hann
leysti hlutina, fann bestu lausn
sem þurfti til að framkvæma
hluti á sem einfaldastan, örugg-
astan og hagkvæmastan hátt,
hnikaði ekki frá nákvæmni og
faglegum gildum sem voru inn-
byggð í hans hug. Samviskusem-
in var mikil og ef lengja þurfti
daginn þá var það bara gert.
Áhugi hans og metnaður á fag-
legum verkum smitaði svo út frá
sér á vinnustaðnum og aðrir sugu
til sín reynslu og tileinkuðu sér.
Halli kenndi okkur margt, var
góður smiður, vandvirkur, iðinn,
ósérhlífinn og þoldi ekkert slór
eða hangs. Góður verkmaður.
Eftir að Halli greinist með
krabbamein er mér efst í huga
hvernig ykkur Helgu tókst að
standa þétt saman og styðja við
bakið hvort á öðru á erfiðum tím-
um og ríghélduð í vonina til loka-
dags. Halli og Helga eiga saman
þrjú börn, sem svo sannarlega
eru stolt foreldra sinna, stoltur
faðir fylgdist náið með öllu því
sem þau tóku sér fyrir hendur og
studdi af fullum þunga. Missir
þeirra er mikill og ósanngjarn.
Erfitt er að kveðja þennan mikla
fjölskylduvin en minningar lifa
og allir muna eftir ferðalögunum,
heimsóknunum, afmælunum,
fjölskyldumatarboðunum, veiði-
ferðunum, grillveislunum og
mörgu öðru skemmtilegu sem við
brölluðum öll saman.
Elsku Helga, Guðbjörg, Gunn-
ar og Elvar, Stefán og Eydís, við
fjölskyldan vottum ykkur okkar
dýpstu samúð og Guð gefi ykkur
styrkt til að takast saman á við
mikinn missi, standið ávallt sam-
an og haldið minningum á lofti.
Við vitum hvað Halli var mikill
klettur í lífi ykkar allra, allir gátu
leitað lausna og hann leysti
málin.
Gestur Már.
Minn kæri vinur og félagi
Hallgrímur Gunnarsson er látinn
eftir harðvítuga baráttu við óvin-
inn illviðráðanlega. Þá baráttu
háði Halli af æðruleysi og ró-
semd.
Halla hafði ég þekkt frá því við
vorum ungir menn á Selfossi en
eiginlegur vinskapur tókst með
okkur eftir að við Helga fórum að
byggja upp aðstöðu fyrir gróður
og búfénað hér í Kjarri. Það vildi
þannig til að Halli smiður, eins
og hann var kallaður af öllum
hér, kom að flestum framkvæmd-
um, fyrst sem smiður í vinnu hjá
öðrum en síðar sem hönnuður og
framkvæmdaaðili.
Það kom á daginn þegar við
fórum að þekkja Halla betur að
það þurfti bara að nefna hvað
maður hafði í huga að gera. Eftir
nokkrar vangaveltur og spjall
leið ekki langur tími þar til Halli
kom með riss af væntanlegu húsi
eða hugmyndir um endurbætur.
Þegar svo upp komu spurningar
um efni og annað var nóg að
segja: „Þú gerir þetta bara eins
og þú værir að gera þetta fyrir
sjálfan þig.“
Halli var listasmiður og bera
öll hús í Kjarri vott um það. Mun-
um við minnast hans með þakk-
læti fyrir allt sem hann hefur
gert fyrir okkur.
Það kom á daginn að Halli
hafði gaman af skepnum, ekki
síst kindum. Fyrir nokkrum ár-
um kom til tals að bæta þyrfti að-
stöðu fyrir kindurnar. Halli tók
að sér að hanna verkið og sjá um
framkvæmdina en auðheyrt var
að hann hafði áhuga á að taka
þátt í búskapnum. Haustið sem
aðstaðan var vígð var ákveðið að
Halli yrði fjárbóndi og fékk hann
að velja úr lífgimbrunum það
haust. Var það tilviljun að hann
valdi fallegustu gimbrina? Það
held ég ekki, hann var glöggur á
féð eins og annað, hann valdi
hana Tunnu. Ég er viss um að
fjárbúskapurinn veitti honum
ánægju, ekki síst þegar starfs-
getan þvarr. Það voru ófáar ferð-
irnar sem hann gerði að Kjarri
að líta á kindurnar og að sjálf-
sögðu að fá sér bolla og fara að-
eins yfir málin.
Heilsu Halla hrakaði mjög á
haustdögum og var það okkur
áhyggjuefni hvort hann kæmist í
réttirnar ef heilsan yrði tæp
þann daginn. En það leysti Halli
og teljum við víst að hann hafi
fylgst með því sem þar fór fram
af sama áhuga og endranær.
Við í Kjarri eigum einungis
góðar minningar um Halla vin
okkar og munum hugsa hlýtt til
hans um ókomna tíð.
Helgu, Guðbjörgu, Gunnari og
Elvari sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur sem og öðrum ætt-
ingjum.
Helgi Eggertsson
og fjölskylda, Kjarri.
Hallgrímur Gunnarsson, vinur
minn og vinnufélagi, er látinn,
langt fyrir aldur fram eftir bar-
áttu við krabbamein. Leiðir okk-
ar Halla lágu fyrst saman í öku-
kennaranámi árið 2008. Fljótt
varð maður þess áskynja að Halli
var einstakur náungi, hæfileik-
arnir lágu víða hvort heldur þeir
voru til hugar eða handa, og
munu verk hans ætíð bera vott
um þá. Samvinna okkar og sam-
skipti urðu meiri frá árinu 2011 í
gegnum störf okkar hjá Þráni
Elíassyni, tengdaföður Halla hjá
Ökuskóla Suðurlands. Aldrei rif-
umst við Halli þó að skoðanir
væru ekki alltaf þær sömu, við
áttum vel saman. Ástæða þess
var meðal annars sú að Halli bjó
yfir ró í öllu sínu viðmóti og bar
aldrei hálfkaraðar skoðanir eða
athugasemdir á borð fyrir aðra,
hann hafði góða sannfæringu og
hafði oftar en ekki rétt fyrir sér,
það var nú bara þannig. Alltaf
gat ég treyst því sem Halli sagði
enda vandfundinn nákvæmari
maður til dæmis þegar kom að
túlkun á lögum eða reglugerðum,
hann tók viðfangsefnið á dýptina
og var um leið á móti yfirborðs-
kenndu snakki um það. Húmor-
inn var til staðar þó að ógnvæn-
leg veikindi herjuðu á líkamann.
Engan hef ég fyrir hitt sem gat
glaðst á jafn einlægan hátt og
Halli, ef svo bar undir, oft yfir
fyndnum augnablikum hvers-
dagsins eða aulahúmor, til dæmis
mínum.
Halli var með góða nærveru
og báru ökunemar hans virðingu
fyrir honum, enda orðaði Halli
hlutina vinalega, af alúð og hafði
gott lag á ólíku fólki. Það tekur
mig sárt að samskiptum okkar sé
lokið í bili, þangað til seinna, vin-
ur minn.
Elsku Helga, Guðbjörg, Gunn-
ar, Elvar Elí og aðrir aðstand-
endur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Jens Karl Ísfjörð.
✝ Björg Valtýs-dóttir fæddist í
Bolungarvík 2.
ágúst 1950. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suður-
nesja 17. septem-
ber 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Eva Bene-
diktsdóttir, f. 7.10.
1921, d. 19.1. 2014,
og Valtýr Gíslason,
f. 23.12. 1921, d. 30.8. 2000.
Systkini Bjargar eru Rósa, f.
18.8. 1945, Gísli, f. 21.10. 1946,
d. 17.7. 2001, Bára, f. 19.6. 1948,
Óskar, f. 18.1. 1952, og Bene-
dikt, f. 8.1. 1957, d. 14.1. 2001.
þeirra eru Kristinn, Elías Bjarki
og Elsa Lind.
Björg starfaði við tollgæslu
alla sína starfsævi en hún hóf
störf við afleysingar hjá Lög-
reglustjóranum á Keflavíkur-
flugvelli árið 1971. Hún var fast-
ráðin hjá tollgæslunni árið 1972
og varð hún þá fyrsti kventoll-
vörðurinn á Íslandi. Björg sinnti
ýmsum störfum innan tollgæsl-
unnar, lengi sem deildarstjóri í
fraktdeild og síðan sem
aðstoðaryfirtollvörður í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar.
Björg og Kristinn hafa alla tíð
búið í Innri-Njarðvík. Björg
sinnti margs konar sjálfboða-
vinnu fyrir körfuknattleiksdeild
Njarðvíkur í gegnum tíðina.
Útför Bjargar fer fram frá
Innri-Njarðvíkurkirkju í dag,
22. september 2017, klukkan 13.
Björg giftist
Kristni Pálssyni, f.
8.6. 1949, hinn
29.11. 1970. Börn
þeirra eru: 1) Sig-
rún Eva, f. 3.12.
1971, gift Martin
Hernandez, f. 25.5.
1969. Börn þeirra
eru Sunna Kamilla,
Saga Ísabella og
Andri Thor. 2) Ás-
dís Björk, f. 4.8.
1974, gift Jóhanni Axel Thor-
arensen, f. 24.6. 1974. Börn
þeirra eru Júlía Björg, Thelma
Sigrún og Axel Arnar. 3) Páll, f.
7.7. 1976, kvæntur Pálínu Gunn-
arsdóttur, f. 16.6. 1978. Börn
Elsku, hjartans ástin mín og
besti vinur, lífið verður erfitt án
þín. Þú varst mér allt. Ég mun
halda áfram að hugsa um börnin
okkar og barnabörnin sem eru
okkar fjársjóður.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér,
skrítið stundum hvernig lífið er
Eftir sitja margar minningar,
þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér
og ég veit að þú munt elska mig
og geyma mig og gæta hjá þér.
Þegar tíminn á jörðu hér
liðinn er og þá burtu fer.
Þá veit ég að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir.)
Hvíl í friði, ástin mín, þú verður
ætíð í mínu hjarta. Þinn eigin-
maður,
Kristinn.
Elsku mamma, fyrirmyndin
okkar, kletturinn og okkar besta
vinkona, mikið munum við sakna
þín. Baráttan sem þú háðir svo
lengi hefur nú tekið enda. Þú
tókst á við þessa áskorun með því-
líkum dugnaði og elju eins og þér
einni var lagið. Þú ætlaðir að
vinna þennan óvin, fara aftur til
starfa og hætta þar á þínum for-
sendum en ekki vegna þess að
veikindin neyddu þig til þess. Það
var ekki hluti af þínum persónu-
leika að gefast upp. Þú hugsaðir
alltaf fyrst og fremst um fjöl-
skylduna og þá sérstaklega
barnabörnin sem voru þér allt. Þú
fékkst loksins frið þegar öll
ömmubörnin voru komin frá Am-
eríku og þú gast knúsað allan hóp-
inn.
Yndislega móðir mín,
minning þín mun ætíð lifa.
Unaðsblíðu brosin þín
bjarta hlýja móðir mín.
Aldrei gleymist ástin þín
og gleðin meðan hjörtun lifa.
Blessuð kæra móðir mín
minning þín mun fögur lifa.
Hjartans elsku móðir mín
mig þú leiddir lífs á vegi.
Hlý var ætíð höndin þín
hennar nutu börnin mín.
Heyrðist fagra röddin þín
á hreinum tærum sólardegi.
Undurfagra móðir mín
verndaðu oss á lífsins vegi.
(Guðmundur Kr. Sigurðsson)
Við getum endalaust talið upp
allt sem þú hefur gert fyrir okkur
í gegnum tíðina, en ósérhlífnari og
sterkari einstaklingi höfum við
aldrei kynnst. Þú vildir hugsa svo
vel um alla. Við verðum ævinlega
þakklát fyrir alla hlýjuna, um-
hyggjuna og ástina sem þú sýndir
okkur alla tíð.
Elsku mamma, takk fyrir allt.
Blessuð sé minning þín.
Sigrún Eva, Ásdís Björk
og Páll.
Elsku besta tengdamóðir. Þá
ertu farin á feðranna fund eftir
langa baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Þú tókst á við sjúkdóminn af
miklu æðruleysi og dugnaði en
svo kom að því að líkaminn gat
ekki meir og þú fékkst hvíldina.
Það er svo margt sem fer í gegn-
um hugann þegar litið er yfir far-
inn veg, en fyrst og fremst er það
þakklæti sem er mér efst í huga.
Mig langar að þakka fyrir yndis-
legu dóttur þína sem ég er svo lán-
samur að eiga fyrir eiginkonu og
einnig fyrir allan stuðninginn og
hjálpina í gegnum árin.
Ég var fluttur inn á heimili
ykkar Kristins átján ára gamall
og varð um leið eins og einn af fjöl-
skyldunni. Dugnaður þinn, hvort
sem það var til vinnu eða að sjá
um heimilið, var okkur öllum sem
á heimilinu bjuggum til fyrir-
myndar.
Samheldni ykkar Kristins var
aðdáunarverð og til eftirbreytni
sem sýnir sig best í börnunum
ykkar þremur sem þið komuð til
manns, því betri einstaklinga er
ekki hægt að finna.
Barnabörnin hafa misst mjög
mikið en þið Kristinn hafið verið
einstaklega dugleg að sinna þeim
og áttu þau einstakan stað í hjarta
ykkar.
Ég kveð þig með sorg í hjarta,
elsku Björg mín, við munum hlúa
að Kristni fyrir þig.
Þinn tengdasonur,
Jóhann Axel.
Þegar ég hugsa um tengda-
mömmu er mér þakklæti efst í
huga, þakklæti fyrir að hafa
kynnst svona frábærri manneskju
sem hefur kennt mér svo ótal
margt í gegnum tíðina. Það má
segja að Björg hafi verið mín önn-
ur móðir, hún átti sinn þátt í því að
koma mér til manns og fyrir það
verð ég henni ævinlega þakklát.
Björg var tengdamamma mín
en jafnframt trúnaðarvinkona,
kona sem hægt var að treysta á
sama hvað dundi á, alltaf gat ég
leitað til hennar. Hún var amma af
guðs náð og fengu öll barnabörnin
að njóta góðs af góðmennsku
hennar og þrátt fyrir að oft hafi
verið handagangur í öskjunni með
öll níu barnabörnin þá var alltaf
pláss fyrir þau öll og hvert og eitt
þeirra fékk sinn sérstaka sess í
hjarta hennar en það var yfirfullt
af ást í garð okkar allra.
Ég tel að Björg hafi verið ein af
þessum kjarnakonum sem ruddu
brautina fyrir okkur hinar, en hún
var deildarstjóri í Tollinum til
fjölda ára og þar sinnti hún starfi
sem hún þurfti stundum að vera
ákveðin í, en svo á hinn bóginn þá
var hún eiginkona, móðir, tengda-
móðir, amma og vinkona þessi
dásamlega trausta og hjartahlýja
kona sem við kveðjum í dag.
Elsku Björg, þín verður sárt
saknað og kveð ég þig með orð-
unum sem ég sagði þér svo oft „ef
ég hefði getað valið mér tengda-
móður þá hefði ég valið þig“.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Þín tengdadóttir,
Pálína (Palla).
Elsku besta amma. Takk fyrir
allar yndislegu stundirnar sem við
áttum saman. Þú studdir okkur
alltaf og varst okkur allt.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Minning þín lifir ætíð í hjörtum
okkar. Þín barnabörn,
Kristinn, Sunna Kamilla,
Saga Ísabella, Elías Bjarki,
Júlía Björg, Andri Thor,
Thelma Sigrún, Axel Arnar
og Elsa Lind.
Elsku vinkona. Þá ertu farin í
Sumarlandið og allar þrautir farn-
ar. Mikið hefur verið gott að eiga
þig að sem vinkonu í hartnær 50
ár þótt fleiri hundruð kílómetrar
væru á milli okkar. Síðastliðnar
vikur hringdir þú oft til að gá að
mér og segja mér að fara eftir
lækninum, já hugsaðir til mín þótt
þín veikindi væru fyrirsjáanlega
mjög erfið.
Við höfum fylgst mikið að síð-
astliðin tvö ár síðan við fórum að
vera meira fyrir sunnan en nú eru
leiðarlok og söknuður mikill hjá
okkur Ingvaldi. Nú fer stellið
fræga, sem veitti okkur ómælda
skemmtun, í kassa, búið að þjóna
tilgangi sínum.
Elsku vinkona, við sjáumst í
ljósinu. Við sendum hjartanlegar
samúðarkveðjur til Kidda, barna
og fjölskyldna.
Djúp og varanleg vinátta
er dýrmætari
en veraldlegar viðurkenningar,
og allt heimsins gull og silfur.
Henni þarf ekki endilega alltaf
að fylgja svo mörg orð
heldur gagnkvæmt traust
og raunveruleg umhyggja.
Kærleikur,
sem ekki yfirgefur.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Gréta Friðriksdóttir.
Reglulega fáum við áminningu
um hversu hverfult þetta líf okkar
er. Mér er efst í huga nú þegar
Björg er horfin á braut þakklæti.
Þakklátur að kynnast þeirri
kjarnakonu sem Björg hafði að
geyma. Þakklátur fyrir þau líf
sem hún bjó til og eru mér svo
kær. Kærar þakkir fyrir sam-
fylgdina og umhyggjuna, elsku
Björg. Megi guðsblessun fylgja
Kristni, ástinni í lífi þínu, og hinni
fallegu fjölskyldu þinni.
Hingað berst mér hljómur skær
heyrið nú hvað klukkan slær
dagleið einni er dauðinn nær
í dag heldur en var í gær.
(Guðfinna Sesselja Benediktsdóttir)
Skúli Björgvin Sigurðsson.
Þegar ég heyrði að Björg Val-
týsdóttir vinkona mín og sam-
starfsmaður til næstum 20 ára
væri látin var mér að sjálfsögðu
brugðið, jafnvel þótt fréttin kæmi
ekki á óvart eftir erfið veikindi
hennar undanfarin misseri. Við
sem urðum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vinna náið með henni um
árabil minnumst hennar með
hlýju, væntumþykju og aðdáun.
Björg var ekki aðeins góður yf-
irmaður, heldur afbragðs emb-
ættismaður, sem var ætíð vinsam-
leg í garð vinnufélaga og
viðskiptavina, en gat engu að síð-
ur verið föst fyrir og ákveðin eins
og oft þarf að vera í starfi toll-
varðar og yfirmanns.
Það fyrsta sem kemur þó upp í
hugann þegar maður minnist
Bjargar er falleg, brosandi kona,
sem var jákvæð jafnt í blíðu sem
stríðu.
Leiðir okkar Bjargar saman á
krabbameinsdeildinni fyrir rétt
rúmu ári, þar sem við bæði vorum
að gangast undir skurðaðgerð.
Við báðum hjúkrunarfræðing að
taka af okkur ljósmynd fyrir fés-
bókina og brostum síðan bæði
okkar blíðasta rétt áður en við
lögðumst undir hnífinn. Á þeirri
stundu var mér hugsað til þess
þegar ég byrjaði að vinna undir
hennar stjórn og var tekið með
brosi, hlýju og væntumþykju.
Björg var einstaklega vinnu-
söm og ósérhlífin kona og enginn
veit hve margar klukkustundir
hún gaf af sínum frítíma til að
sinna óþrjótandi verkefnum á
Keflavíkurflugvelli. Björg gekk í
öll störf og ekkert var fyrir neðan
hennar virðingu.
Þegar ég var í vaktavinnu
blöskraði mér stundum þegar hún
var mætt fyrir klukkan sex á
morgnana á laugardegi þegar hún
átti að vera í fríi. Að sögn hélt hún
þessari venju sinni einnig eftir að
hún færðist yfir í farþegaaf-
greiðslu í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar og var gerð að næst-
æðsta yfirmanni tollgæslunnar á
Keflavíkurflugvelli.
Fyrir hönd samstarfsmanna á
Keflavíkurflugvelli, Reykjavík og
um land allt vil ég votta eigin-
manni hennar Kristni Pálssyni,
börnum og barnabörnum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guðbjörn Guðbjörnsson
yfirtollvörður.
Elsku Björg.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Við þökkum fyrir allar góðu
stundirnar okkar saman. Okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Martin og Alcira.
Björg Valtýsdóttir