Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Við vörum sterklega við þeim
breytingum á iðnmenntun sem
stjórnvöld og hagsmunsamtök at-
vinnulífsins, SA og SI, stefna ljóst og
leynt að. Verði þetta ekki stöðvað
mun samfélagið allt bíða tjón af.“
Þetta segja tveir þjóðkunnir iðn-
meistarar með langa reynslu að
baki, Helgi Steinar Karlsson múr-
arameistari og Sigurður Már Guð-
jónsson, bakara- og kökugerðar-
meistari. Þeir hafa á undanförnum
mánuðum og misserum haldið uppi
harðri ádeilu á þá stefnumörkun á
sviði iðnmenntunar sem mennta-
málaráðuneytið og hagsmuna-
samtök atvinnulífsins hafa unnið að.
Birst hafa nokkrar greinar eftir þá í
Morgunblaðinu og víðar um þessi
mál frá 2015 og þeir hafa einnig beitt
sér á fundum og með beinum við-
ræðum við aðila sem spjótunum er
beint að. Þeim finnst að illa gangi að
fá þessa aðila til að hlusta og taka
málefnalega á gagnrýninni. Þeir
segja að ástandið hafi snarversnað
við það að Samtök iðnaðarins tóku
yfir báða iðnskólana á höfuðborgar-
svæðinu, Iðnskólann í Reykjavík
2008 og í Hafnarfirði 2015, og stefna
að breytingum á námsskipulaginu
undir hatti Tækniskóla atvinnulífs-
ins án samráðs við iðnmeistara.
Þá eru þeir félagar mjög ósáttir
við það hvernig öflugur aðili eins og
Viðskiptaráð Íslands beitir sér fyrir
afnámi lögverndunar starfsréttinda
iðnaðarmanna. Þeir segja að lög-
verndunin sé kjölfesta allra handiðn-
aðargreina. Án hennar sé voðinn vís
þegar kemur að vönduðum og
traustum vinnubrögðum sem sam-
félagið allt reiði sig á.
„Samtök atvinnulífsins og Samtök
iðnaðarins hafa um nokkurt skeið
unnið að því í samvinnu við mennta-
málaráðuneytið og atvinnuvega-
ráðuneytið að gera róttækar breyt-
ingar á gildandi mennta- og
réttindakerfi iðnnáms, iðnlöggjöf-
inni og lögvernduðum réttindum
iðnmeistara,“ segja Helgi Steinar og
Sigurður Már. Þeir segja að margt á
þessu sviði hafi verið gert án vitn-
eskju og samráðs við félög iðnmeist-
ara eða einstaka félagsmenn þeirra.
Í Hvítbók menntamálaráðuneytis-
ins í tíð Illuga Gunnarsonar árið
2014 var sú stefna mörkuð að endur-
skipuleggja allt nám á starfsmennta-
brautum framhaldsskólanna með
einfaldara grunnnám að leiðarljósi,
þrepaskiptingu, hæfnikröfum og
styttingu námstímans. Um sama
leyti birtu SA og Viðskiptaráð
menntastefnu sína og rímaði hún við
stefnu ráðherrans. Í menntastefnu
Samtaka iðnaðarins er tekið í sama
streng en að auki talað um að fyrir-
tæki ættu að geta látið þjálfa og
fengið viðurkenndan „iðnmentor“
eins og það heitir, í stað iðnmeistara.
Fúsk í stað fagmennsku
Helgi Steinar og Sigurður Már
telja hugmyndina um þrepaskipt
nám í stað hefðbundins iðnnáms sér-
staklega varhugaverða því líkur séu
á því að útskrifaðir verði nemendur
með takmarkaða þekkingu og getu á
þröngum sviðum.
Helgi Steinar og Sigurður Már
óttast að verði hin nýja mennta-
stefna ofan á leiði það til þess að fúsk
komi í stað fagmennsku í hand-
iðnum. „Menntun iðnaðarmanna er
mál sem varðar okkur öll og þjóðin á
allt sitt undir traustum og vel
menntuðum fagmönnum. Samtök
iðnaðarins og heildarsamtök at-
vinnulífsins leggja megináhersu á að
koma á breytingum til að flýta fyrir
að ungt fólk komist út á vinnumark-
aðinn án þess að hafa fullnægjandi
þekkingu á verkefnunum sem nú-
gildandi námskrár iðnskólanna sáu
um og hafa reynst þjóðinni vel,“
segja þeir,
„Þau stefna líka að afnámi hins
aldagamla meistarakerfis sem
tryggt hefur fagmennsku og gæði
um aldir. Það blasir við ungu fólki,
sem leggur fyrir sig þrepaskipt
starfsnám að áeggjan SI, að útskrif-
ast með próf til starfsréttinda með
skert fagréttindi. Þrepaskipt starfs-
nám í stað raunverulegs iðnnáms á
afar illa við í okkar litla landi en get-
ur mögulega gengið hjá stórþjóðum.
Stefna hagsmunasamtakanna í
Borgartúni 35 miðar illu heilli að því
að útskrifa ungt fólk sem nýja kyn-
slóð iðjufólks á lágum launum með
próf til starfsréttinda. Þjóðin má
ekki við að hefðbundið iðnnám sé
sett niður frá því sem nú er, ófull-
nægjandi fagþekking og frágangur
verka kemur í bakið á almenningi og
getur valdið samfélaginu gríðarlegu
tjóni,“ segja þeir.
Herferð gegn lögverndun
Helgi Steinar og Sigurður Már
benda á að í Borgartúni 35 séu nær
allar helstu viðskiptablokkir at-
vinnulífsins undir sama þaki. Þar
sýni menn algjört virðingarleysi við
lögvernduð störf iðnaðarmanna inn-
an sem utan Samtaka iðnaðarins.
„Það er komin af stað herferð gegn
lögverndun iðngreina sem á upphaf í
húsi Samtaka atvinnulífsins, hjá
Samtökum iðnaðarins og Við-
skiptaráði Íslands,“ segja þeir.
Þeir segjast hafa rætt málin ný-
lega við Kristján Þór Júlíusson
menntamálaráðherra og að það hafi
vakið þeim bjartsýni að hann hafi
sýnt skilning á sjónarmiðum þeirra.
Nú séu hins vegar kosningar fram-
undan og óljóst hvaða stefna verði
ofan á í málefnum iðnmenntunar.
Iðnnám er að stefna í ógöngur
Reyndir iðnmeistarar vara við stefnumörkun menntamálaráðuneytisins og Samtaka atvinnulífsins
Segja áframhaldandi lögverndun afar mikilvæga Hafna tillögu um „mentora“ í stað iðnmeistara
Ljósmynd/Skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsmenntun á framhaldsskólastigi
Iðnmennt Góð starfsmenntun byggð á öflugum grunni er lykilatriði fyrir
atvinnulífið og öryggi samfélagsins.
Morgunblaðið/RAX
Ósáttir Helgi Steinar Karlsson (t.v.) og Sigurður Már Guðjónsson telja að
stefna stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins sé vanhugsuð og skaðleg.
Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi
afhenti í fyrrakvöld Ljósinu styrk að
upphæð 1,5 milljónir króna. Pening-
arnir eru afrakstur góðgerðar-
golfmóts Eldeyjar og Kiwanisbrunna
í Kringlunni og Elko í Kópavogi. Kiw-
anisklúbburinn Eldey er 45 ára um
þessar mundir og var styrkurinn af-
hentur af því tilefni.
Ljósið er endurhæfingar- og stuðn-
ingsmiðstöð fyrir krabbameins-
greinda og aðstandendur þeirra.
Markmið Ljóssins er að efla lífsgæði
fólks á erfiðum tímum með því að
styrkja andlegan, félagslegan og lík-
amlegan þrótt og draga þannig úr
hliðarverkunum sem sjúkdómurinn
hefur í för með sér. Ljósið er til húsa
að Langholtsvegi 43 og er það opið
alla virka daga frá kl. 8.30-16 og á
kvöldin og um helgar eftir þörfum.
Allar nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu Ljóssins, www.ljosid.is.
Kiwanisklúbburinn Eldey væntir
þess að styrkurinn komi að góðum
notum fyrir þá sem njóta aðstoðar
Ljóssins og aðstandendur þeirra, að
því er segir í tilkynningu.
Ljósmynd/Konráð Konráðsson
Styrkur afhentur Sævar Hlöðversson, formaður Kiwanisklúbbsins Eld-
eyjar, afhenti Ernu Magnúsdóttur, forstöðumanni Ljóssins, styrkinn.
Lögðu Ljósinu lið
Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópa-
vogi gaf 1,5 milljónir í tilefni afmælis
Aðgerðir stjórnvalda á undan-
förnum árum til að efla starfs-
menntun á framhaldsskólastigi
hafa ekki skilað árangri, sagði
Ríkisendurskoðun í skýrslu
sem birt var í vor. Stofnunin
sagði að ómarkviss stefnu-
mörkun og ófullnægjandi að-
gerðir stjórnvalda ættu um-
talsverðan þátt í því að
starfsnám stæði enn höllum
fæti.
Samstaða hefur verið um
það í þjóðfélaginu að fjölga
nemendum í iðnnámi, en frá
því að framhaldsskólalögin
sem áttu að tryggja það voru
sett 2008 hefur þróunin orðið
þveröfug. Iðnnemum hefur
fækkað umtalsvert.
Gagnrýnir
stefnumótun
RÍKISENDURSKOÐUN