Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Sigurður Emil Pálsson, for-maður Netöryggisráðs, héltfyrirlestur um netöryggi fyr-ir Norðurlandaráð í Hörp-
unni í vikunni. Þar rakti hann net-
öryggi í sögulegu og félagslegu
samhengi og tók fram að það væri ekki
nýtt fyrir mannkynið að takast á við
nýja tækni. Íslendingar þurfi að taka
þessar nýju ógnir alvarlega eins og
aðrir. „Stundum er spurt hvort hlutir
séu ekki á frumstigi hér varðandi net-
öryggi. Mér finnst að við eins og aðrir
eigum töluvert langa vegferð fyrir
höndum og við þurfum að hugsa til
lengri tíma þegar við vinnum að því að
gera netið öruggara. Það er alveg eins
og var með öryggismál í umferðinni,“
segir Sigurður í samtali við Morgun-
blaðið. Aðspurður segir Sigurður að
jafn mikið sé reynt að komast inn í
gögn hjá stofnunum hérlendis og ann-
ars staðar. „Ég sé ekki um þessa hluti
hjá stjórnarráðinu en vitað er að gerð-
ar eru tilraunir til að komast inn í op-
inber kerfi hér eins og í öðrum lönd-
um.“
Við erum veikasti hlekkurinn
Í umræðunni um netöryggi er oft
talað um að veikasti hlekkurinn sé
manneskjan, sem smelli á hlekki og
geti þannig veitt þrjótum aðgang að
tölvubúnaði sínum. Sigurður segir að
starfsfólk stjórnarráðsins hljóti
fræðslu um slíkt. „Það er hugað að
þessu en það má alltaf gera betur.
Fólk er meðvitað um þetta en þessar
árásir geta verið mjög lúmskar. Ég
hef stundum líkt þessu annars vegar
við botnvörpuveiðar þar sem þeim
sem er að veiða er nokkuð sama hvað
hann fiskar, svo lengi sem hann nær
nægjanlega mörgum. Hins vegar eru
árásir sem beinast að sérvöldum fórn-
arlömbum og af mikilli þrautseigju.“
Hann segir nauðsynlegt að taka reglu-
lega afrit af gögnum og uppfæra hug-
búnað þegar í boði eru nýjar öryggis-
uppfærslur. „Það þarf að uppfæra
hugbúnað reglulega, vegna þess að
margar þessar árásir takast þó að þær
séu ekki tæknilega fullkomnar heldur
er þvert á móti verið að nýta galla í
hugbúnaði notandans sem eru orðnir
vel þekktir og jafnvel orðnir markaðs-
vara.“ Spurður um hvort internet allra
hluta ógni netöryggi einstaklinga og
stofnana, segir Sigurður að öryggis-
prófanir sýni fram á að það geti reynst
veikur hlekkur. „Það er verið að reyna
að ráða bót á þessu innan Evrópu og
þar er verið að móta tillögur um sam-
hæfðar vottanir innan svæðisins. Neyt-
endur ættu að geta gengið að kæliskáp
og fengið að vita hversu mikilli orku
hann eyðir og hversu öruggur ísskáp-
urinn er með tilliti til misnotkunar
gegnum netið.“
Íslenskan verndar okkur ekki
Hópur frá Oxford kom til Íslands í
sumar og gerði úttekt á netöryggi í
þjóðfélaginu.
Sigurður sagði að sérfræðingar
skólans hefðu haft orð á því að Íslend-
ingar þyrftu að efla vitund sína um net-
öryggi. „Þeir höfðu orð á því að það
endurspeglaðist ennþá þessi vitund hjá
Íslendingum að þeir væru í töluverðri
fjarlægð frá umheiminum og treystu
hver öðrum og væru ekki tortryggnir.
Þetta er eitthvað sem við viljum ekki
eyðileggja, við viljum halda í þetta en á
netinu erum við með allan umheiminn
liggur við í hverju einasta tæki okkar,
við erum ekkert fjær umheiminum en
nokkur annar. Íslendingar hefðu al-
mennt haldið því fram að tungumálið
gæti varið okkur gegn slíkum árásum.
Það er stundum sagt að íslenskan sé
vörn, ef póstur sé á íslensku sé hann
frá Íslendingi, en þessir þrjótar hafa
náð fínum tökum á íslensku. „Ég
heyrði einn mann sem er að vinna að
öryggismálum segja að sumir póst-
arnir væru á betri íslensku en hann
væri vanur að sjá frá Íslendingum.“
Þurfum að bæta
umgjörð í netöryggi
Norðurlandaráð Sigurður hélt fyrirlestur í Norðurlandaráði þar sem
rætt var um félagsleg og samfélagsleg vandamál netöryggis.
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þingkosningarfara fram íÞýskalandi
eftir aðeins tvo
daga. Það verður
ekki sagt að mikil
spenna ríki um úr-
slit þeirra.
Í byrjun árs voru
vísbendingar í
könnunum um það að kanslara-
skipti væru hugsanleg í Þýska-
landi. Innflytjenda- og flótta-
mannamál höfðu óneitanlega
farið úr böndum. Hin ofur-
varkára Merkel virtist hafa
hlaupið á sig í fljótfærniskasti.
Slík uppákoma var svo ólík
kanslaranum að vangaveltur
hlutu að vakna um það hvort
hún væri bæði að missa tökin og
þá tilfinningu sem hún hafði
jafnan haft fyrir vilja þjóðar
sinnar.
Nýr leiðtogi þýskra jafn-
aðarmanna, Martin Schulz, virt-
ist vera að fá góðan byr. En
vindurinn í seglin hans stóð
stutt. Síðustu mánuði hafa 15
prósentustig að meðaltali skilið
á milli stóru flokkanna sem nú
sitja saman í ríkisstjórn. Verði
sú niðurstaðan í helgarlok hefur
Schulz formaður brotlent illa og
þýskir kratar þurfa að hefja leit
að nýjum leiðtoga.
Þótt spennan um kanslara-
embættið virðist þannig úr sög-
unni vegna sjálfkjörs Angelu
Merkel gæti sú staða komið upp
að minni stjórnarflokkurinn
teldi óhjákvæmilegt að segja sig
úr vistinni hjá frúnni, þar sem
ómögulegt væri fyrir hann að ná
sér á strik á meðan hann væri
aðeins doría aftan í
móðurskipi þýskra
stjórnmála. Færi
svo gæti þurft að
leita óvæntra kosta.
Í síðustu þing-
kosningum náði nýr
flokkur, AfD (Nýr
kostur fyrir Þýska-
land), ekki lág-
markinu til að fá þingmann á
ríkisþingið í Berlín. Flokkurinn
fékk mikinn byr í kjölfar mis-
taka kanslarans varðandi inn-
flytjendamál og skaust upp í
könnunum. Síðan hefur flokk-
urinn komist víða að á fylk-
isþingum, en þó ekki með þeim
styrk sem honum var áður spáð.
Síðustu mánuði hefur flokk-
urinn lengst af virst vera með í
kringum 8% fylgi. Það myndi
þýða að hann væri öruggur inn á
þingið og fengi tugi þingmanna
kjörna. Kannanir síðustu vikna
benda til að ekki sé útlokað að
AfD verði með nokkru meira
fylgi en þetta, jafnvel allt að
12% fylgi og þá vera orðinn
þriðji stærsti flokkur Þýska-
lands, sem væri allsögulegt. En
gert er ráð fyrir að sex flokkar
fái menn á þing en aðrir falli
fyrir lágmarkinu. Engar líkur
standa þó til að AfD fái sæti við
ríkisstjórnarborð.
Kristilegir demókratar,
flokkur kanslarans, lægju þá
með nálægt 35% fylgi og jafn-
aðarmenn með nærri 23%.
Smærri flokkarnir fjórir, það er
Nýr kostur, Frjálslyndir,
Vinstri og Grænir, væru þá með
frá 11-12% fylgi niður í 7-8%
fylgi.
Kratar virðast fara
illa út úr þýsku
kosningunum. AfD
fær heldur meira en
vænst hefur verið
síðustu vikur}
Ekki spennandi, en
kannski athyglisvert
Enginn veit afhverju við er-
um komin aftur í
kosningar eftir að
hafa flýtt þeim
seinustu af ástæð-
um sem enn hafa
ekki verið gefnar upp með
skiljanlegum hætti. Þó er vitað
að það hittist fámennur hópur
heima hjá Proppé, sat þar í
hring og eftir að hver hafði tal-
að í eina mínútu um eitthvað
sem gerðist í tíð ríkisstjórn-
arinnar á undan þessari sem nú
sat þá var ákveðið að fella rík-
isstjórnina.
Píratar og Ríkisútvarpið fóru
svo í það að útskýra fyrir út-
lendingum að ríkisstjórnin
hefði fallið vegna þess að hún
gat sig hvergi hreyft, kirfilega
flækt í net barnaníðinga. Út úr
þeirri upplýsingagjöf komu
brjálæðislegar fréttir um Ís-
land, sem önnur heimildin, Rík-
isútvarp þjóðarinnar, sagði svo
frá himinlifandi yfir þeirri fyr-
irlitningu sem erlendir hefðu á
íslenskri þjóð. Þeir
„útlendu“ vissu það
eitt sem rógberar
„RÚV“ og pírata
sköffuðu þeim.
Og nú eru menn
byrjaðir að tala um
að breyta þurfi stjórnar-
skránni!!! Rétt eins og þeir séu
enn staddir í ruglinu vorið 2009
þegar reynt var að telja fólki
trú um að bankar og peninga-
oflátungar hefðu farið offari
vegna þess að stjórnarskráin
væri ekki ný.
Og helsti stjórnlagafræð-
ingur landsins, píratinn Birg-
itta Jónsdóttir, er aftur tekin
að upplýsa að einhver „Fen-
eyjanefnd um lýðræði“ vilji
hafa íslensku stjórnarskrána
öðruvísu en hún er. Hefur
Birgitta brugðið sér í gondól-
inn og spurt þá þar syðra hvað
þeim þyki um að Evrópuþjóðin
Bretar hafi ekki fært sína
stjórnarskrá í letur og Ítalir
meðhöndli stjórnarskrána sem
ólesið plagg?
Kosningaruglið
núna á erfitt með að
slá út það síðasta.
En það verður reynt}
Endursýnd mynd
F
ylgishrun Samfylkingarinnar á
liðnum árum má án mikils vafa að
verulegu leyti rekja til þess að
flokkurinn skyldi einblína á inn-
göngu Íslands í Evrópusam-
bandið í kjölfar þess að viðskiptabankarnir þrír
féllu haustið 2008 í stað þess að leggja áherzlu á
að róa öllum árum að því að koma þjóðfélaginu
aftur á réttan kjöl eftir áfallið.
Píratar eru í hliðstæðri stöðu núna þar sem
einblínt er á frumvarp svonefnds stjórnlaga-
ráðs að nýrri stjórnarskrá þrátt fyrir að fátt ef
nokkuð bendi til þess að sérstakur áhugi sé á
málinu á meðal þjóðarinnar. Það kemur að vísu
ekki í veg fyrir að reglulega sé því haldið fram
að þarna sé á ferðinni mál sem sé þjóðinni ofar í
huga en flest annað.
Þátttaka kjósenda í kosningum til stjórn-
lagaráðs árið 2010, stuðningur við frumvarpið í ráðgefandi
þjóðaratkvæði 2012 og ekki sízt stuðningur við stjórn-
málaflokka sem tóku málið sérstaklega upp á sína arma í
þingkosningunum 2013 sýnir vel hversu áhugalítil þjóðin
er í raun um málið. Fyrir kosningarnar sendi Birgitta
Jónsdóttir, þingmaður Pírata, frá sér ákall til þjóðarinnar
að mæta á Austurvöll og mótmæla því að frumvarpið yrði
ekki afgreitt en lítið varð hins vegar um að orðið yrði við
því.
Fróðlegt verður að sjá hvort Samfylkingin leggi enn á
ný áherzlu á Evrópusambandið fyrir þingkosningarnar
sem boðaðar hafa verið 28. október. Píratar hafa hins veg-
ar þegar gefið það út að það verði þeirra helzta
baráttumál fyrir kosningarnar eins og fyrri
daginn að koma stjórnarskrá lýðveldisins fyrir
kattarnef þrátt fyrir að enginn hafi sýnt fram á
það að hún eigi sök á falli viðskiptabankanna
eins og gjarnan hefur verið haldið fram. Þá
ekki sízt úr þeirra röðum.
Rétt er þó að taka það fram að hafi umrædd-
ir stjórnmálaflokkar sannfæringu fyrir þess-
um stefnumálum sínum er vitanlega sjálfsagt
og eðlilegt að þeir beiti sér fyrir þeim og reyni
að fá aðra til að styðja þau. Jafnvel þótt þau
séu sennilega ekki líkleg til þess að skila þeim
miklu fylgi. Það er einu sinni svo að stjórn-
málaflokkar gera alltof mikið af því að elta það
sem þeir halda að kjósendur vilji í stað þess að
bjóða upp á skýra framtíðarsýn og sannfæra
fólk um að þeirra stefna sé betri en aðrar.
Popúlisminn er nefnilega víðar en aðeins hjá þeim flokk-
um sem sérstaklega eru kenndir við hann.
Hins vegar er ekki skynsamlegt að einblína meira eða
minna á eitt mál eins og Samfylkingin í raun gerði í kjölfar
falls bankanna þegar kom að Evrópusambandinu og tala
um það eins og lausnina á öllum vandamálum þjóðarinnar.
Það er ekki sérlega sannfærandi. Þetta er hliðstætt og Pí-
ratar hafa gert varðandi stjórnarskrármálið. Varla kemur
upp það mál í þjóðfélaginu að þeir telji ekki að breytt
stjórnarskrá hefði verið lausnin. Kjósendur vita hins veg-
ar að veruleikinn er flóknari en svo að slíkar pakkalausnir
séu málið. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Pakkalausnir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í júní 2013 var starfshópur
um stefnumótun í net- og
upplýsingaöryggi settur á fót
á vegum innanríkisráðuneyt-
isins.
Aðalverkefni hópsins er að
móta stefnu stjórnvalda um
net- og upplýsingaöryggi og
vernd upplýsingainnviða sem
varða þjóðaröryggi, það er
upplýsingakerfa sem tengjast
mikilvægum innviðum sam-
félagsins. Þau kerfi eru þó
flest tengd öðrum upplýs-
ingakerfum samfélagsins
með einum eða öðrum hætti
á netinu. Til að hrinda stefn-
unni af stað var stofnað sér-
stakt netöryggisráð með
fulltrúum opinberra aðila
sem koma að framkvæmd
stefnunnar. Netöryggisráðið
samhæfir aðgerðir, sér-
staklega þær sem lúta að op-
inberum aðilum. Netörygg-
isráð skilar árlega skýrslu til
innanríkisráðherra um fram-
kvæmd stefnunnar.
Stefna Net-
öryggisráðs
NET- OG UPPLÝSINGA-
ÖRYGGI Á ÍSLANDI