Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017 ✝ Bragi Árnasonfæddist 10. mars 1935 í Reykja- vík. Hann lést á Ísa- fold í Garðabæ 8. september 2017. Foreldrar Braga voru Kristín Rós- veldur Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 30. okt. 1900 á Siglufirði, d. 12. maí 1977, og Árni Guðlaugsson prentari, f. 9. sept. 1904 í Gerðakoti í Ölfushr., Árn., d. 13. febr. 1976. Eiginkona Braga var Sólveig Rósa Jónsdóttir, f. 2. sept. 1937, d. 15. okt. 2009, frá Ein- arsstöðum í Reykdælahr., S.- Þing. Foreldrar hennar voru Þóra Sigfúsdóttir húsmóðir, f. 15. okt. 1893 á Bjarnastöðum í Skútustaðahr., S.-Þing., d. 14. apríl 1979, og Jón Haraldsson bóndi, f. 6. sept. 1888 á Einars- stöðum, d. 18. apríl 1958. Bragi og Rósa eignuðust fjórar dætur: 1a Lilja Kristín Bragadóttir, fulltrúi, f. 22. júlí 1959, gift Valdemar G. Valdemarssyni skólastjóra, f. 5. okt. 1958. Dæt- ur þeirra eru Sólveig Valde- marsdóttir viðskiptafræðingur, f. 25. júní 1986, í sambúð með Jökli Finnbogasyni og eiga þau ember 1999, og Árni Sigurjóns- son, f. 19. apríl 2013. Systir Braga er Guðrún Árnadóttir, f. 2. júní 1941, búsett í Garðabæ. Bragi nam efnafræði hjá Tec- hnische Hochschule í München 1961 og stundaði framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla og Kjarnorkurannsóknarstofn- unina í Risø í Danmörku 1962. Að loknu námi starfaði Bragi hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Doktorsritgerð Braga fjallaði um grunnvatnsrann- sóknir á Íslandi, Groundwater systems in Iceland traced by deuterium, 1976. Bragi skrifaði á annað hundrað greina í inn- lend og erlend fræðirit um rann- sóknir sínar. Hann hélt tugi fyrirlestra um þessi efni víða um heim. Bragi var félagi í Vísinda- félagi Íslendinga frá 1971. Hann hlaut Riddarakross Hinnar ís- lensku fálkaorðu 1999 og hon- um voru veitt alþjóðlegu tækni- verðlaunin á sviði umhverfismála 2001. Bragi var í stjórn International Association of Hydrogen Energy frá 2003. Honum hlotnaðist heiðursorða þýska lýðveldisins 2003 og hlaut Jules Verne-verðlaunin af hálfu International Association for Hydrogen Energy 2004. Hinn 22.2. 2002 var opnuð Bragastofa í Háskóla Íslands. Útför Braga fer fram frá Digraneskirkju í dag, 22. sept- ember, klukkan 13. Ísak Þór, f. 5. feb. 2014, og María Ósk Valdemarsdóttir, f. 7. feb. 1990, meist- aranemi í lyfja- fræði í Danmörku, í sambúð með Nicol- as Brøckner. 1b Guðrún Jóna Bragadóttir nær- ingarfræðingur, f. 10. júní 1965, gift Hilmari Þorvalds- syni húsasmíðameistara. Börn Guðrúnar Jónu og Erlings Smith eru Íris Una Smith, f. 21. maí 1996, sonur hennar og Kristjáns Vídalíns Kristjáns- sonar er Vilmar Fenrir, fæddur 17. okt. 2016. Jón Máni Smith, f. 3. ágúst 2000. 1c Anna Þóra Bragadóttir, verkefnastjóri hjá Staðlaráði, f. 10. júní 1965, gift Haraldi Kr. Ólasyni. Dætur þeirra eru Eygló Lilja Haralds- dóttir, f. 13. maí 1997, unnusti Sindri Freyr Jóhannesson, og Sóley Lind Haraldsdóttir, f. 27. september 2003. 1d Jóhanna Bragadóttir viðskiptafræð- ingur, f. 7. mars 1971, gift Sig- urjóni Hendrikssyni, aðstoð- arvarðstjóra hjá slökkviliðinu í Rvík. Börn þeirra eru Íris Sig- urjónsdóttir, f. 8. júlí 1996, Bragi Sigurjónsson, f. 28. nóv- Elsku pabbi minn er látinn. Þó svo að hann væri búinn að vera slappur og veikur vikuna á undan, átti enginn von á því að hann væri að fara kveðja okkur, andlát hans var því óvænt. Pabbi var töffari, mikill nagli og honum fannst oft við dætur hans vera með óþarfa mikið vesen og sagði gjarnan um okk- ur: „Af hverju ættu dætur mín- ar að velja auðveldu leiðina, þegar þær geta farið þá erfiðari og flóknu?“ Svona var pabbi, hann dæmdi engan og leyfði hverjum og einum að vera eins og hann var, hlustaði á skoðanir annarra og virti þær, þó svo að hann væri ekkert alltaf sam- mála en það var ekki í hans verkahring að dæma. Síðustu vikur hef ég verið að fá kveðjur frá fólki, sem ég bæði þekki vel og líka fólki sem ég hef sjaldan eða aldrei séð, en þekkti pabba á einhverju æviskeiði hans. Orðin í þessum kveðjum lýsa pabba svo vel, heiðarleiki, með mikla réttlætiskennd, einstakur maður, góður vinur, stórmenni, vísindamaður sem var langt á undan sinni samtíð, nægjusam- ur, hestamaður, náttúruunn- andi, greiðvikinn, hrókur alls fagnaðar og mikill söngmaður. En pabbi var auðvitað ekki gallalaus, langt frá því og hann gat oft reynt mjög á þolinmæði okkar systra og tengdasona. Síðustu átta ár voru pabba sér- staklega erfið. Hann saknaði mömmu mjög mikið og það reyndist honum mjög erfitt að vera án hennar. Mamma var hans stoð og stytta í störfum hans og í lífinu. En pabbi helgaði líf sitt rannsókn- um á möguleikum vetnis sem orkubera fyrir bíla og skip. Pabbi fékk fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, heið- ursorðu Sambandslýðveldisins Þýskalands o.fl. Rannsóknir hans vöktu heimsathygli og við- töl við hann í sjónvarpi og tíma- ritum voru úti um allan heim. Pabbi var stoltur af ævistarfi sínu en það var ekki hans stíll að hafa hátt og hreykja sér af verkum sínum. En pabbi vissi samt að rannsóknir hans og störf yrðu metin löngu eftir að hann hefði yfirgefið þessa jarð- vist og það dugði honum. Pabbi var ofurstoltur af af- komendum sínum, fylgdist vel með barnabörnunum sínum og vissi alveg hvað þau voru að gera í lífinu. Hringdi reglulega í þau, spjallaði og spurði frétta. Merkilegast fannst honum samt að bera titilinn langafi. Svona var pabbi, veraldleg auðæfi eða heimsfrægð skipti hann ekki máli í lífinu. Síðustu dagar eru búnir að vera erfiðir, söknuður- inn mikill og tárin hætta ekki að streyma. En ég er sannfærð um að nú eru þau sameinuð á ný hann og mamma (Rósin hans). Takk fyrir samfylgdina í lífinu, elsku pabbi minn. Þín dóttir Jóhanna. Elsku pabbi minn, nú ertu farinn, þráðir hvíldina og að komast til „Rósu minnar“, óskin þín rættist í dag. Elsku pabbi minn, þið mamma sameinuð á ný, þess fullviss að „Rósin mín“ tók á móti þér. Elsku pabbi minn, þú varst einstakur, heimurinn fékk að njóta hugsjóna þinna og visku. Heimurinn mun gráta þig nú þegar svo mikill frumkvöðull og vísindamaður er fallinn frá. Ég er stolt að þú ert pabbinn minn. Ég er stolt að þú ert afi dætra minna. Elsku pabbi minn, þótt tárin laumi sér niður kinnarnar og ekkinn og kökkurinn fari ekki veit ég að þú ert glaður núna, röddin þín komin aftur, hugsjónir þínar hafa fengið líf, þið mamma sameinuð á ný. Elsku pabbi minn, takk fyrir að vera eins og þú varst, pabbinn minn, söngglaður, heiðarleg- astur allra, skapstirður, snillingur, frumkvöðull, ljúfur, vísindamaður, ákveðinn og á stundum frekur, dýra- vinur, mannvinur. Við sjáumst, þótt þú hafir trúað því að þú yrðir að geimryki þegar þú færir héðan. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mér. Fallega sálin þín hefur nú fengið að sameinast mömmu. Elsku pabbi minn, elska þig að eilífu, sakna þín að eilífu, virði þig að eilífu. Þín dóttir að eilífu, Anna Þóra. Elsku pabbi minn er látinn, saddur lífdaga. Hann saknaði mömmu á hverjum degi og þráði að þau fengju að samein- ast á ný. Í hjarta mínu er mikill söknuður en mest þakklæti vegna þess að ég átti svo góðan pabba. Ég er afskaplega stolt af því að Bragi Árnason var pabbi minn og endalaust þakklát að hafa átt hann að sem vin. Við pabbi vorum góðir vinir og hann stóð eins og klettur með mér og studdi mig þegar ég þarfnaðist þess. Pabbi var mjög fróður maður, víðsýnn og víð- förull. Hann þekkti landið sitt eins og lófann á sér. Hann ferð- aðist um allt hálendið á hestum og dvaldi langtímum saman uppi á Vatnajökli við rannsókn- arstörf. Hann var frumkvöðull og langt á undan sinni samtíð. Hann sýndi því umburðarlyndi að hugmyndir hans um notkun innlends eldsneytis sem orku- gjafa, einkum vetnis, féllu ekki öllum í geð. Pabbi minn var söngelskur, lífsglaður og gat verið hrókur alls fagnaðar á ár- um áður. Hann var mikill dýra- vinur. Hann sinnti hrossunum sínum vel, kom fram við þau af mikilli nærgætni og virðingu og uppskar hollustu og vináttu þessara málleysingja. Pabbi minn hafði mikla rétt- lætiskennd og kom eins fram við alla óháð stétt og stöðu. Hann var vinur vina sinna, stoltur af öllum afkomendum sínum og þótti mikið til þess koma að verða langafi. Hann kallaði okkur dætur sínar „skutlur“ þó að við séum allar komnar á miðjan aldur og það var svo ljúft þegar hann kallaði okkur „ljósið mitt“. Takk, elsku pabbi minn, fyrir allt. Takk fyrir vináttuna. Takk fyrir að vera til fyrir mig. Ég kveð þig að sinni með þessu fallega kveðjuljóði móð- urafa míns Jóns Haraldssonar, þess fullviss að við sameinumst á ný þegar minn tími kemur. Ferjan hefur festar losað. Farþegi er einn um borð. Mér er ljúft – af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, Þakkir fyrir þúsund hlátra, Þakkir fyrir liðinn dag. (J.Har.) Þín dóttir, Guðrún Jóna. Ég kynntist Braga ungur að árum þegar ég var að eltast við dóttur hans sem síðar varð eig- inkona mín. Ég man eftir Braga þegar ég kom á heimili þeirra hjóna fyrst. Bragi var kankvís og Rósa umhyggjusöm. Ég reyndi eins og ég gat að koma vel fyrir. Ég vissi ekkert um þennan merkilega mann en rifj- aðist þó fljótt upp fyrir mér að hann hafði skrifað grein í Morg- unblaðið um orkumál. Hann vildi að Íslendingar væru sjálf- bjarga með orku og þyrftu ekki að flytja inn jarðefnaeldsneyti. Á tímum eins og í dag þegar fárviðri ganga yfir suðurhluta Bandaríkjanna verður manni hugsað til orða Braga um hnatt- ræna hlýnun og nauðsyn þess að hætta brennslu jarðefnaelds- neytis. Hann sá fyrir sér að bílar myndu geta ekið um á vetni sem framleitt væri með innlendum og endurnýjanlegum orkugjöfum. Skip og flugvélar myndu geta nýtt sama hráefnið og við myndum losna við meng- un sem hlýst af bruna jarð- efnaeldsneytis. Hann fór mik- inn, skrifaði fjölda vísindagreina og flutti oft á tíð- um inngangsræðuna á ráð- stefnum um umhverfis- og orkumál. Hann hafði sjaldnast hátt um það heima. Þegar hann kom heim af einni slíkri ráð- stefnu kom hann með geisladisk handa dóttur minni með Fado- tónlist frá Portúgal. Þetta var gjöf frá eiginkonu Al Gore og fannst honum skemmtilegra að ræða þetta en þingið sjálft og gerði ekki mikið úr sínu hlut- verki þar. Það var þó bersýni- legt að hann var stórt númer í alþjóðlegum orkumálum og allri umræðu um endurnýjanlega orkugjafa. Hann hitti mikils- metna ráðamenn og alls konar karla, eins og hann orðaði það. Á sínum yngri árum var hann að gera tilraunir með að keyra Wolkswagen-vél á amm- oníaki. Sú tilraun heppnaðist vel og vakti nokkra athygli. Einn daginn kom hann til mat- ráðskonu hjá Raunvísindastofn- un Háskólans og bað hana að hafa til kaffi um fjögurleytið því það væru nokkrir „gaukar“ að heimsækja hann. Ráðskonan tíndi eitthvað til en fékk áfall þegar hún sá að einn af þessum „gaukum“ var Kristján Eldjárn, forseti Íslands. Bragi var alltaf lítillátur og hógvær og hrósaði sér aldrei en við ræddum stund- um um vinnu hans. Hann var alþýðlegur og gerði ekki grein- armun á forseta eða förumanni. Margir hann bestu vina voru iðnaðarmenn eða bændur ekki síður en vísindamenn eða þjóð- höfðingjar. Hann þoldi hins vegar ekki hroka eða yfirlæti. Bragi var húmoristi og gam- an að spjalla við hann á góðri stund. Hann hafði á sínum yngri árum ort mikið og hafði hann mest gaman af hringhend- um og sléttuböndum. Hans helsta yndi var að fara á hest- bak og fór hann nokkrar ferðir ásamt félaga sínum ríðandi norður í land. Á þessum ferðum svaf hann gjarnan undir berum himni og baðaði sig í ísköldum ám og lækjum. Hann unni nátt- úrunni og útiveru og voru þeir Gráni gamli miklir félagar. Eft- ir að Rósa dó var hann oft ein- mana og talaði um að hans helsta þrá væri að hvíla við hlið Rósu sinnar. Kvöldið áður en hann dó sagði hann við dóttur sína: „Ég bara nenni þessu ekki lengur!“ Morguninn eftir var hann allur. Við vitum fyrir víst að Rósa tekur á móti honum handan móðunnar miklu. Valdemar Gísli Valdemarsson. Elsku afi, loksins fékkstu að fara til ömmu. Ég er svo heppin að ég á margar góðar minn- ingar. Sú sem kom fyrst upp í hugann var þegar ég fór norður í sveitina með þér, ömmu og Alla, 10 ára gömul. Þú, eins og svo margir aðrir, skildir ekkert í því hvernig ég nennti að vera alein í sveitinni með þremur gamlingjum. En staðreyndin var bara sú að mér leið alltaf svo vel hjá ykkur. Eftir að ég fór út í nám fann ég alltaf fyrir svo miklum stuðningi og miklu stolti frá þér. Þú sagðir mér svo oft að sagan væri að endurtaka sig, og fékk ég að heyra margar sögur frá því þegar þú varst úti í námi. Þú fékkst ekki að sjá mig klára námið, sennilega því ég er búin að vera frekar lengi að því. En eins og þú sagðir alltaf, það er ekkert gott að vera of mikill proffi, miklu betra að vera bara meðalnámsmaður eins og ég og að ég muni ná langt því að ég hafi svo margt annað til að bera. Elsku afi, loksins færðu að liggja hjá ömmu og hvílast. María Ósk Valdemarsdóttir. Elsku yndislegi afi minn var ljúfasti maður sem ég hef kynnst á ævinni. Afi var öllum góður, bæði dýrum og mönnum, og laðaði hann að sér bæði menn og dýr. Ég og afi höfum alltaf verið góðir vinir og þá sérstaklega núna á seinni árum. Hann var alltaf að segja mér frá ferðalögum sínum og hvaða borgir og lönd ég þyrfti að heimsækja. Hann sagði mér til dæmis að ég ætti að fara að sjá Prag og Búdapest. Ég fór þang- að í sumar og varð ekki fyrir vonbrigðum, hann hafði haft rétt fyrir sér, eins og svo oft áð- ur, þær voru fallegar. Hann afi var líka eldklár og hafði áhrif á marga, meðal annars mig. Þó að ég viti að hann er hjá ömmu núna, eins og hann hafði viljað í svo langan tíma, þá sakna ég hans ótrúlega og mun alltaf gera. Hann var einn af mínum mikilvægustu manneskj- um og það verður tómt að hafa hann ekki. Ég mun sakna þess að heyra hann fara með ljóð sem hann samdi sjálfur og heyra sögurnar hans en honum líður betur núna og ég fæ bara að heyra þær seinna. Ég elska þig, afi minn. Þín Íris. Nú er komið að kveðjustund, elsku afi. Það gleður að þú sért kominn til rósarinnar þinnar sem þú þráðir svo heitt að fá að liggja aftur við hlið en á sama tíma er svo erfitt að kveðja. Eftir standa óteljandi góðar minningar og sögur um ynd- islegan og einstakan afa og langafa. Það var alltaf svo skemmti- legt að hlusta á þig segja frá ferðalögum þínum og því fólki sem þú hittir á þeim. Það var einnig aldrei langt í vísu frá þér þegar tilefni var til og læt ég því fylgja með smá bút úr þul- unni sem þú kenndir mér, úr bókinni sem þú gafst mér þegar ég var barn. Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um það. „Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja.“ Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. Mun þar vera margt að sjá, mörgu hefurðu sagt mér frá, þegar þú leiðst um loftin blá og leizt til mín um rifinn skjá. Komdu, litla Lipurtá! langi þig að heyra, hvað mig dreymdi, hvað eg sá og kannske sitthvað fleira. Ljáðu mér eyra. (Theodora Thoroddsen) Elsku afi, þar til næst. Þín Sólveig (Solla). Við Bragi Árnason kynnt- umst þegar hann kom til náms í efnafræði við Tækniháskólann í München. Bragi féll fljótt og vel í íslensku stúdentanýlenduna í München, sem var allfjölmenn. Hann bjó í Schwabing-hverfinu ásamt okkur hinum, en það var hverfi stúdenta, listamanna og gleðikvenna. Bragi stundaði námið af kappi og stóðst strangar kröfur skólans. Leiðir skildust þegar ég lauk námi og fór heim til starfa og svo til Bandaríkjanna til frekari starfa. Árið 1970 lágu leiðir okkar saman á ný þegar ég kom til starfa við Háskóla Íslands, en Bragi var þá þegar starfandi við Eðlisfræðistofu Raunvís- indastofnunar. Við Bragi feng- um það verkefni að byggja upp kennslu til BS-prófs í efnafræði við Háskólann. Við Bragi vorum einu kennararnir í byrjun og það vantaði alveg aðstöðu til verklegrar kennslu, húsnæði og tækjabúnað, það vantaði tæki og tól, glervöruna og þau efni sem þurfti til kennslunnar. Bragi var laginn í mannlegum samskiptum og tókst honum að fá afnot af kennsluaðstöðu Tækniskólans, sem var með kennslu í eðlisfræði í Sjómanna- skólanum. Hafa ber í huga að þetta var skömmu eftir „síld- arhrunið“ og var þá kreppa sem var mjög raunveruleg fyrir illa launaða kennara og erfið fyrir alla uppbyggingu. Við pöntuð- um nú allt sem til þurfti, stórt og smátt, glervöru, efni og tæki. Það var verið að undirbúa byggingu á VR-1, þ.e. húsnæði fyrir efnafræði- og eðlisfræði- kennslu, en sú aðstaða varð ekki tilbúin fyrr en um tveimur árum síðar. Loks hönnuðum við Bragi innréttingar í kennslu- stofurnar en innréttingarnar voru smíðaðar á Selfossi. Þess- ar kreppuinnréttingar entust í 40 ár en nú eru nýjar og glæsi- legar innréttingar komnar í stað þeirra eldri. Við kenndum mikið og oft stórum hópum nemenda. Bragi stundaði rannsóknir í Eðlis- fræðistofu Raunvísindastofnun- ar og hafði byggt upp ágæta rannsóknaraðstöðu. Við fengum Steingrím Baldursson, prófess- or við læknadeild, til að kenna eðlisefnafræði. Á þriðja ári kom svo Jónas Bjarnason, en hann hafði einnig stundað nám við Tækniháskólann í München, til að kenna lífræna efnafræði. Ár- ið 1973 kom Ingvar Árnason og svo Sigurjón Norberg Ólafsson árið 1974 til liðs við okkur. Þeir voru báðir menntaðir í þýskum háskólum. Þessi frásögn er saga braut- ryðjenda sem voru knúnir áfram af eldmóði og lýsir bar- áttu sem leiddi til uppbygging- ar fleiri fræðigreina við Há- skóla Íslands. Bragi Árnason var mikilvægur þátttakandi í uppbyggingu efnafræðikennslu á Íslandi en framlag hans til vísindarannsókna vakti athygli um veröld víða og verður lýst af öðrum samstarfsmönnum. Votta ég dætrum Braga og öðrum ættingjum innilega samúð. Sigmundur Guðbjarnason. Það var haustið 1955 að fund- um okkar Braga Árnasonar bar fyrst saman, þá kom hann til München í Þýskalandi til þess að hefja nám í efnafræði. Um þetta leyti voru allmargir Ís- lendingar við nám þar í borg og héldu hópinn, hittust þeir oft og borðuðu saman á kvöldin á litlum veitingastað í háskóla- hverfinu. Bragi var glaðsinna ungur maður og varð brátt hrókur alls fagnaðar. Hann eignaðist einnig góða vini meðal þýskra kollega og tók þátt í fé- lagsskap þeirra. Að námi loknu fór Bragi að vinna við Eðlis- fræðistofnun Háskóla Íslands, þar sem hann varð dósent og síðan prófessor í efnafræði. Upp úr 1970 stórhækkaði heimsverð á olíu. Bragi, sem þá var dósent við Háskólann, fór þá að leita að innlendum orku- gjafa í hennar stað fyrir bíla- og Bragi Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.