Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
✝ Sigurður IngvarJónsson fæddist
á Sæbóli í Aðalvík 23.
janúar 1927. Hann
andaðist 12. sept-
ember 2017.
Foreldrar hans
voru Elinóra Guð-
bjartsdóttir hús-
móðir, f. 1. sept-
ember 1898, d. 4.
ágúst 1971, og Jón
Sigfús Hermannsson,
bóndi á Sæbóli og Læk, með-
hjálpari í Staðarkirkju, f. 29. júní
1894, d. 29. desember 1991.
Sigurður Ingvar var fimmti í
röðinni af níu systkinum: Her-
mann, f. 1919, d. 1989, kvæntur
Þórunni Finnbjarnardóttur, d.
2011. Ásgeir, f. 1920, d. 2010,
kvæntur Guðríði Jónsdóttur, f.
1924. Ásta, f. 1922, d. 2014, gift
Sigurði Svanbergssyni, d. 2010.
Bæring, f. 1924, d. 2015, kvæntur
Guðrúnu Häsler, d. 2008. Guð-
rún, f. 1929, gift Héðni Jónssyni,
d. 2005. Jóhannes Páll, f. 1930, d.
2008, kvæntur Sólveigu Björg-
vinsdóttur, d. 2017. Sólveig, f.
1932, d. 2002, gift Ingva R. Jó-
hannssyni, f. 1930. Inga Jóhanna,
f. 1934, gift Jóni Ó. Álfssyni, f.
1929.
H. Sigurjónsdóttur, f. 29. júlí
1970. Fyrrverandi eiginkona
Guðrún B. Gylfadóttir. 8) Sigrún,
f. 6. júlí 1969. Maki Kristófer A.
Tómasson, f. 6. ágúst 1965.
Barna- og barnabarnabörn eru
alls 54.
Sigurður ólst upp á Sæbóli til
ársins 1947 að fjölskyldan flutti
til Reykjavíkur þegar byggðin
lagðist af fyrir norðan. Hann hóf
þá störf við Trésmiðjuna Víði þar
sem Jón faðir hans gerðist hús-
vörður og því starfi fylgdi lítil
risíbúð. Jón og Sigurður hófust
fljótlega handa við að byggja hús
úr borðviði sem þeir fluttu með
sér suður. Húsið reis við Sogaveg
194 og árið 1954 fluttu fjölskyld-
urnar þangað, það er enn í eigu
fjölskyldunnar.
Sigurður starfaði í Víði til árs-
ins 1966 en þá tók hann sér hlé til
að byggja hús í Hraunbæ 75 og
þangað flutti fjölskyldan árið
1967. Eftir það vann hann tíma-
bundið hjá Sveini Guðmundssyni
húsgagnameistara uns hann hóf
starf í Þvottahúsinu Fönn. Þar
vann hann samfellt uns hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir árið
1997.
Árið 1971 hófst Sigurður
handa, ásamt systkinum sínum
og föður, við að byggja Jónshús
svo fjölskyldurnar gætu átt þar
samastað.
Hinn 19. september 2017 fór
útför Sigurðar Ingvars fram frá
Bústaðakirkju í kyrrþey, að ósk
hins látna.
Sigurður
kvæntist eig-
inkonu sinni, Dýr-
finnu Helgu K.
Sigurjónsdóttur,
hinn 12. júní 1954.
Hún fæddist 5. júlí
1931 og ólst upp á
Seljalandi í
Reykjavík. For-
eldrar hennar
voru Elinborg
Tómasdóttir, f.
1906, d. 1995, og Sigurjón Jóns-
son, f. 1907, d. 1992. Dýrfinna
starfaði sem ljósmóðir í Reykja-
vík frá árinu 1952 uns hún lét af
störfum fyrir aldurs sakir árið
2001. Börn: 1) Stúlka, f. 12. júlí
1952, andvana. 2) Elinborg, f. 27.
október 1953. Maki Guðmundur
Ingólfsson, f. 25. október 1947. 3)
Elinóra Inga, f. 20. desember
1954. Maki Júlíus Valsson, f. 23.
október 1953. 4) Magnús, f. 27.
mars 1957. Maki Margarita Ray-
mondsdóttir, f. 9. nóvember
1955. 5) Þórey, f. 17. júlí 1961.
Fyrrverandi eiginmaður Gunnar
Þ. Hjaltason. 6) Sigríður Helga,
f. 14. apríl 1963. Maki Guð-
mundur Vernharðsson, f. 17.
september 1962. 7) Jón Helgi, f.
6. júlí 1969. Í sambúð með Ingu
Þegar gróður jarðar sölnar og
fögur litadýrð haustsins birtist
okkur lagði faðir minn af stað í
ferðalagið sem bíður okkar allra.
Ég sé hann nú fyrir mér í eilífð-
inni, í fagurri blómabreiðu þegar
sumarnóttin er björt og sólarlagið
gyllir háu fjöllin í paradísinni okk-
ar, Aðalvík, þótt þar ríki nú „þögn
í djúpum dal“. Í Aðalvík lágu ræt-
ur forfeðranna og þar var alltaf
hans „heima“ þótt liðin væru 70 ár
frá því að fjölskyldan flutti þaðan
þegar byggðin lagðist af fyrir
norðan. Þangað var farið á hverju
sumri og dvalið í fjölskylduhúsinu
okkar, Jónshúsi á Sæbóli.
Söguna sem ég heyrði sem
barn tengi ég ætíð í huga mér við
ljóðlínuna „þrautgóðir á rauna-
stund“. Þegar Elinóra amma mín
tók léttasóttina að fæðingu föður
míns í byrjun þorra árið 1927 var
mikið óveður norður í Aðalvík.
Tveir menn lögðu af stað út í sort-
ann til að sækja ljósmóðurina, sem
bjó í Miðvík. Þeir þurftu að feta
einstigi utan í Núpnum til að kom-
ast þangað. Svo mikill var veður-
hamurinn að þeir sáu ekki handa
sinna skil. Ljósmóðirin taldi það
skyldu sína að fylgja þeim þótt
hún bæri sjálf barn undir belti.
Þrátt fyrir mikinn baráttuvilja
þeirra þriggja var faðir minn
fæddur með aðstoð nágrannakonu
þegar þau komu aftur að Sæbóli.
Hann komst á legg í Aðalvík
ásamt níu systkinum sínum í
faðmi hárra fjalla. Umhverfið
mótaði íbúana. Það þurfti að
draga björg í bú, sýna vinnusemi
og dugnað til að komast af. Allir
þurftu að hjálpast að við verkin.
Pabbi minn hlaut í vöggugjöf
mikla þrautseigju og hann var
trygglyndur með eindæmum, þol-
inmóður og bóngóður. Hann var
fámáll og flíkaði ekki tilfinningum
sínum en hafði kærleiksríka nær-
veru og bar mikla umhyggju fyrir
fjölskyldu sinni. Formleg skóla-
ganga hans var ekki löng en öll
smíðavinna lék í höndum hans. Því
bera vitni húsin sem hann byggði
og innréttaði fyrir sig og aðra,
leikföngin sem hann bjó til fyrir
barnabörnin og nú síðast litlu jóla-
trén sem hann smíðaði og gaf okk-
ur systkinunum fyrir nokkrum ár-
um.
Þegar nú leiðir skilur er mér
efst í huga mikið þakklæti fyrir að
hafa átt þennan hógværa mann
sem föður og að leiðir hans og
mömmu lágu saman. Þakklæti
fyrir lífið sem þau gáfu mér og
uppeldið. Einnig er ég óendanlega
þakklát fyrir hve þau voru dugleg
að koma í heimsóknir hingað aust-
ur til okkar og að börnin mín og
eiginmaður hafi fengið að njóta
með honum samveru í Aðalvík.
Guðmundur og Ingvar sonur minn
vilja þakka honum sérstaklega
fyrir „sögustundirnar“ í vinnu-
ferðinni góðu um árið!
Handartakið slitnar, sem þakkaði kynni
samvistir allar og síðasta fund.
Sálirnar tengjast við tillitið hinsta
taug, sem að slítur ei fjarlægðin blá.
Brenna í hjartnanna helgidóm innsta
hugljúfar minningar samverustund-
unum frá.
(Erla)
Ég bið Guð á sorgarstundu að
vera með elsku mömmu og fjöl-
skyldunni allri og blessa minning-
arnar okkar. Við skulum öll minn-
ast þess að Jesús sagði:
Ég er upprisan og lífið. Hver sem trúir á
mig mun lifa þótt hann deyi: (Jóh.
11,25)
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
…
(Valdimar Briem)
Þín dóttir,
Elinborg Sigurðardóttir.
Elsku pabbi, og tengdapabbi nú
ert þú farinn inn í eilífa ljósið.
Það er stórt tómarúm sem þú
skilur eftir þig, en við yljum okkur
við minningarnar. Minningar um
margar góðar samverustundir.
Það sem kemur fyrst í huga
okkar eru samverur í Aðalvík. Af
öllum stöðum í veröldinni var sá
staður þér kærastur.
Fyrir 70 árum fluttir þú frá
Aðalvík gegn vilja þínum. Þú hafð-
ir á orði að þú hefðir verið flótta-
maður í eigin landi.
Eftir að þið systkinin komuð
ykkur upp sumarbústað í Aðalvík
notaðir þú hvert tækifæri til að
dvelja þar. Varst með hugann við
staðinn meira og minna allt árið.
Þér var mjög umhugað um að öll-
um liði vel í bústaðnum sem heitir
Jónshús í höfuðið á föður þínum.
Ef einhver í stórfjölskyldunni
minntist á að eitthvað mætti betur
fara þá brást þú við og bættir úr.
Jónshús sem er timburklæddur
A-bústaður hefur alveg sérstakan
sjarma, sína eigin sál sem þú hefur
svo sannarlega lagt þitt af mörk-
um til að skapa. Olíukynta eldavél-
in, hún Sóla, sem mallar þar allan
sólahringinn með potti fullum af
heitu vatni.
Þú varst alltaf fyrstur á fætur á
morgnana, kveiktir á Gömlu guf-
unni, rás eitt á, sem var það eina
sem náðist á útvarpið. Síðan settir
þú yfir hafragraut.
Þegar grauturinn var farinn að
malla á Sólu þá skyldi íslenski fán-
inn vera dreginn að húni. Þegar
gengið var til náða að kveldi þá
dróst þú niður rúllugardínurnar
og sagðist vera að búa til nótt. En
gamla gufan sem var í gangi meira
og minna allan daginn, var höfð á
líka eftir háttatíma meðan þú
varst að sofna síðastur allra. Það
var helst að það væri slökkt á út-
varpinu ef það kom í það eitthvert
„sultarsarg“ eins og þú kallaðir
það. En þá var átt við einhverja
framúrstefnu popptónlist.
Í gegnum árin varst þú ásamt
fleirum óspar á krafta þína við að
viðhalda þeim byggingum sem
eftir stóðu í Aðalvík og tilheyra
samfélaginu þar. Þetta eru kirkj-
an, prestsbústaðurinn og skólinn.
Einn af föstu liðunum þegar við
dvöldum í Aðalvík var að fara í
kirkjuna fram við vatnið að Stað í
Aðalvík. Þú varst mjög umhyggju-
samur við okkur, sérstaklega voru
börnin okkar þér kær, þú tengdist
þeim sterkum böndum í gegnum
samveru okkar í Aðalvíkinni. Þú
hafðir alla tíð áhuga á því sem þau
voru að gera.
Þú varst alla tíð frekar fámáll,
þegar þú sagðir eitthvað þá var vel
hlustað og tekið mark á því sem þú
sagðir. Nærvera þín hafði mikil
áhrif á okkur sem í kringum þig
voru.
Þú lagðir mikla alúð við allt við-
hald og umhirðu í umhverfi þínu,
sérstaklega húsið í Hraunbæ,
Jónshús í Aðalvík og bílinn. Þú
varst mikið snyrtimenni og varst
alltaf snyrtilegur til fara og
smekklegur.
Allur viður lék í höndunum á
þér, og eru ófáir smíðagripir sem
liggja eftir þig. Þú varst hagleiks-
smiður af Guðs náð. Trygglyndi
og trú gagnvart fjölskyldu, Aðal-
vík og vinnu voru alveg einstök.
Takk fyrir allt sem að ofan er upp-
talið. Takk fyrir allar samveru-
stundirnar okkar saman. Allan
kærleikann sem þú gafst okkur
með návist þinni.
Guð blessi þig á ljóssins vegi.
Þín dóttir og tengdasonur,
Sigríður Helga
Sigurðardóttir,
Guðmundur Vernharðsson.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún.)
Pabbi minn, eða afi Siggi eins
og hann hét á mínu heimili, er dá-
inn. Eigingirni mín vildi hafa hann
alltaf hér. Minningarnar streyma
fram. Pabbi var fallegur maður
bæði að utan sem innan. Hann
sagði ekki mikið og lærði það fljótt
að láta fara lítið fyrir sér. Hann
var bæði les- og skrifblindur og
þegar hann var að alast upp var
enginn skilningur á því. Hann
gekk því ekki menntaveginn, en
betri og vandvirkari smið var ekki
að finna. Pabbi er fæddur og upp-
alinn í Aðalvík en fluttist þaðan
tvítugur ásamt foreldrum og
systkinum til Reykjavíkur. Aðal-
víkin var þá að fara í eyði og
þurftu þau að byrja líf sitt upp á
nýtt, sem ekki hefur verið auðvelt.
Afi og pabbi byggðu saman hús á
Sogaveginum en margir Aðal-
víkingar fengu að byggja í Smá-
íbúðahverfinu.
Pabbi og mamma kynntust í
trésmiðjunni Víði þar sem hann
vann á smíðaverkstæðinu og hún
sem einkabílstjóri forstjórans.
Þau voru skemmtilega ólík, pabbi
feiminn og hlédrægur og hún opin
og félagslynd. Þau vógu hvort
annað upp og hafa alla tíð unnið
vel saman. Þeim varð átta barna
auðið en urðu fyrir þeirri sáru
reynslu að missa sitt fyrsta barn
sem var fullburða stúlka. Á þeim
tíma var engin sálgæsla og aldrei
unnið úr þessu. Þegar pabbi lá á
sjúkrahúsi í sumar þá tjáði hann
sig mikið um þessa lífsreynslu við
mig og fann ég hvað þetta hefur
alla tíð legið á honum. En þetta
bara gerðist og saman héldu þau
áfram á hörkunni og hafa verið
góðir foreldrar.
Pabbi tók virkan þátt í uppeld-
inu á okkur því mamma var ljós-
móðir og þurfti að sinna konum í
heimafæðingum dag og nótt. Þeg-
ar þau fengu lóð í Hraunbænum
var ákveðið að mamma ynni fyrir
heimilinu og pabbi sæi um að
byggja.
Pabbi var einstaklega handlag-
inn og hjálpsamur og var alltaf
boðinn og búinn að taka til hend-
inni. Honum þótti vænt um þegar
við hjónin keyptum húsið á Soga-
vegi og hann tók virkan þátt í að
dytta að því og gefa góð ráð. Fyrir
tveim árum var hann að aðstoða
mig við að smíða hurð í garðskúr-
inn og þegar verkinu var lokið þá
furðaði hann sig á því hvers vegna
ég væri ekki smiður. Pabbi var
ekkert að hrósa okkur að óþörfu
en þetta er besta hrós sem ég hef
fengið frá pabba og fyrir það er ég
þakklát.
Far þú í friði, elsku pabbi, og
friður Guðs þig blessi.
Elinóra Inga Sigurðardóttir.
Milli Rits og Straumness norð-
an Ísafjarðardjúps skerst Aðalvík.
Nafn sitt ber víkin með rentu því
Aðalvík var löngum eitt fiskisæl-
asta pláss landsins og hægt þaðan
til sjósóknar bæði norður og vest-
ur, enda hafa löngum verið þar
duglegir sjósóknarar og dregið
mikla björg í búið þegar matarfátt
var annars staðar. Mikil fiskihlaup
komu árlega í Aðalvík, einkum
fyrri hluta sumars og að haustinu,
og gat það verið mikilfengleg sjón.
Best var búið að Sæbóli en þar
voru Halla og Fjalla-Eyvindur
pússuð saman um miðja 18. öldina
og þar fæddist Sigurður Ingvar
hinn 23. janúar 1927. Þeim fer ört
fækkandi, sem ólust upp í Aðalvík
en Sigurður Ingvar flutti þaðan til
Reykjavíkur árið 1947 þar sem
hann fékk starf hjá trésmiðjunni
Víði en Sigurður var afburða lag-
hentur smiður. Segja má, að Að-
alvík og trésmíðar hafi ávallt átt
hug hans allan en hann byggði
sjálfur tvö einbýlishús, fyrst við
Sogaveg og síðar í Hraunbænum í
Reykjavík. Ófá voru þó handtökin,
sem hann átti við að aðstoða börn
sín og barnabörn við þeirra hús-
byggingar og viðgerðir. Sigurður
Ingvar var óvenju hæfileikaríkur
maður þó svo hann flíkaði ógjarn-
an sjálfur kostum sínum því hann
var fremur dulur. Hæfileikar hans
og lund komu fyrst og fremst fram
í rólyndi, góðmennsku, næmi,
trausti og heiðarleika. Hann var
dverghagur, afar útsjónarsamur
og hagsýnn. Ráðagóður var hann
með afbrigðum og bóngóður og
hafa börn hans og ættingjar ávallt
notið traustrar leiðsagnar hans og
hjálpsemi, einkum við smíðar og
aðrar verklegar framkvæmdir.
Hann kom sér upp ágætis smíða-
aðstöðu í kjallaraholunni sinni þar
sem hann smíðaði óteljandi fallega
og nytsama hluti. Þegar sjóninni
hrakaði það mjög að hann sá ekki
lengur til smíða ákvað hann að
fara sína síðustu ferð á æsku-
stöðvarnar í Aðalvík síðastliðið
sumar.
Sigurður var á margan hátt
mótaður af æskustöðvum sínum í
Aðalvík; hreinn og beinn, kom til
dyranna eins og hann var klædd-
ur. Þannig kvaddi hann æsku-
stöðvarnar með hlýhug, ættingja
sína, vini og venslamenn með
reisn og væntumþykju. Sigurður
Ingvar reyndist samferðafólki
sínu frábærlega og það var ávallt
þægilegt og nærandi að vera í ná-
vist hans. Það geislaði af honum
hlýja og væntumþykja líkt og af
náttúrunni á góðviðrisdegi í Aðal-
vík. Það var einmitt nálægð hans
við náttúru Íslands og aðdáun,
ásamt heilbrigðri lífsspeki og stó-
ískri rósemd sem heillaði alla,
jafnt unga sem aldna. Ég er afar
þakklátur fyrir að hafa kynnst
slíkum heiðursmanni og votta
Dýrfinnu Helgu eiginkonu hans
og stórfjölskyldu innilega samúð
mína vegna fráfalls hans.
Júlíus Valsson.
Hann Sigurður tengdafaðir
minn var ekki maður margra orða.
En orð hans stóðu eins og stafur á
bók. Hann sótti hvorki í sviðsljós
né athygli. Hann var maður hand-
verksins, vinnuseminnar og um-
fram allt var hann maður síns
fólks. Fastur fyrir og átti sinn
skammt af vestfirskri þrjósku.
Það var um aldamótaleytið sem
við hittumst fyrst. Það var á heim-
ili hans, hann lét fara vel um sig í
Heilsubælinu sínu. Hann tók mér
vel og nærveran varð strax nota-
leg, en hann var heldur fámáll,
jaðraði við að mér þætti erfitt að
ná upp samræðum. Úr því rættist
mjög þegar ég minntist á átthag-
ana hans í Aðalvík, sem þá voru
mér ókunnar slóðir. Allar götur
síðan voru okkar samskipti einkar
notaleg. Sætum við tveir einir náð-
um við gjarnan að komast í djúpar
umræður og þagnirnar milli okkar
skiluðu líka sínu. Það er dýrmætt
að eiga góða tengdaforeldra, ekki
síst þegar foreldrar manns eru
fallnir frá og finnst mér að Siggi
hafi ásamt Distu átt sinn þátt í að
fylla í það skarð hjá mér.
Af Guðs náð var Sigurður hag-
ur á tré svo af bar og vandvirkur
eftir því, þó ekki hefði hann próf
upp á vasann í þeirri iðngrein.
Varð mér ljóst að sveinspróf mitt
var létt í vasa í samanburði við þá
hæfileika sem hann bjó yfir á því
sviði. Handbragðið hans var til
fyrirmyndar, um það báru smíð-
isgripir svo sem leikföng og hús-
gögn sem urðu til í hans höndum
fagurt vitni. Verkfærin voru ávallt
vel með farin og snyrtileg var um-
gengnin. Meðan heilsan leyfði var
Siggi iðinn og kom miklu í verk þó
aldrei virtist hann flýta sér. Hann
hafði ekkert fyrir því að laða börn-
in að sér, þau skynjuðu hlýjuna,
væntumþykjuna og góðlátlegu
stríðnina.
Hugur Sigurðar var ævinlega við
Aðalvíkina, þangað sótti hann öll
sumur. Hann sagðist ekkert skilja í
því að klárinn sækti þangað sem
hann var kvaldastur. Ekki mun æsk-
an hafa verið dans á rósum og var
lífsbaráttan hörð. Þegar hann var
tvítugur lagðist byggð af á þeim
slóðum.
Tengdafaðir minn má vera stoltur
af lífshlaupinu, börnunum sjö og öll-
um afkomendahópnum. Að fá að lifa
svona langan dag við góða heilsu eru
forréttindi. Framlag hans til sam-
félagsins er gríðarlegt. Stóra gæfa
Sigurðar var að auðnast að fá Dýr-
finnu Sigurjónsdóttur, mikla mann-
kostakonu, fyrir lífsförunaut. Þeirra
sambúð var farsæl. Fullur þakklætis
horfi ég til liðinna stunda með þér,
Siggi minn, þeim hefði ég ekki viljað
missa af. Að fá að tilheyra fjölskyldu
þinni er ómetanlegt. Ljúft er að
minnast manna sem þín.
Dista mín, hugurinn er hjá þér og
þínum, ég bið almættið að veita þér
styrk í sorginni.
Kristófer A. Tómasson.
Elsku hjartans afi minn, Aðalvík-
ingurinn, er látinn.
Afi Siggi var fæddur og uppalinn
á Sæbóli í Aðalvík á Ströndum og
ólst þar upp meðal níu systkina á
þessum undurfagra, en hrjóstruga
stað. Þó að tilveran hafi ekki alltaf
verið auðveld í afskekktri Aðalvík-
inni, hefði afi Siggi líklega ekki kosið
að flytja þaðan er byggðin lagðist í
eyði rétt um miðja síðustu öld. Hug-
ur hans og hjarta voru alltaf fyrir
vestan, og þangað fór hann eins oft
og hann gat á hverju ári eftir að fjöl-
skyldan fluttist suður til Reykjavík-
ur – nú síðast í júlí á þessu ári, þá
orðinn níræður. Þau skipti sem ég
fór með honum og ömmu Distu vest-
ur í Aðalvík tók ég eftir því að það
var eins og afi yngdist allur upp þeg-
ar hann var kominn þangað, og til-
hlökkunin var strax auðsjáanleg í
bátsferðinni frá Ísafirði. Afi stóð þá
iðulega úti á dekki og virti fyrir sér
báruna og náttúrufegurðina sem
fyrir augu bar, og hann beið spennt-
ur eftir því að vera kominn fram fyr-
ir Ritinn. Brosti breitt, gantaðist, og
hló innilega þannig að móbrúnu aug-
un hans tindruðu. Afi Siggi var fjall-
myndarlegur, alltaf svo glæsilegur
til fara og sannkallað barn náttúr-
unnar. Hann ólst upp við þau gildi að
ekkert væri sjálfgefið í lífinu, að
virða bæri náttúruna og nýta það vel
sem hún gefur af sér. Afi Siggi var
einnig mjög vandvirkur og snjall
húsasmíðameistari, og það var alltaf
jafn-spennandi að heimsækja hann í
smíðakjallarann hans, sem ilmaði af
sagi.
Það eru margar minningar sem
koma í hugann, og söknuðurinn
sækir þegar sterkt á þó að einungis
sé liðin rúm vika frá því að afi
kvaddi.
Ég sagði honum hversu mikið ég
elskaði hann í hvert skipti sem ég
kvaddi hann þessa síðustu daga sem
við áttum með honum. Þó að sorgin
sé sár er þakklætið svo yfirgnæfandi
mikið. Þakklæti fyrir sterku og
traustu fjölskylduböndin sem afi og
amma ólu upp í okkur, þakklæti fyr-
ir kærleikann, nándina og sam-
veruna.
Afi var mikil tilfinningavera þó
svo að hann hafi sjaldan borið til-
finningar sínar á torg. En orð eru í
raun óþörf þegar hjartað skynjar
væntumþykjuna og kærleikann. Í
staðinn fyrir orð kom þétta hand-
artakið frá hrjúfum en afar hlýjum
höndum hans, sterka faðmlagið,
kossarnir og tárin sem læddust fram
í samverustundum með ömmu og
fjölskyldunni.
Afi bar einnig mjög sterkar til-
finningar til Aðalvíkur, svo mjög að
hann táraðist er lagið um Aðalvík
var sungið á samkomum heima-
manna.
Þar segir meðal annars:
Sól að hafi hnígur
hamra gyllir tind,
með söngvum svanur flýgur,
sunnan móti þýðum vind.
Króna hægt á blómum bærist,
brosa þau svo unaðsrík.
Kvölds þá yfir friður færist,
fegurst er í Aðalvík.
(Jón Pétursson.)
Sigurður Ingvar
Jónsson