Morgunblaðið - 22.09.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Sjáðu þetta!
Centro Style 56212
umgjörð kr. 16.800,-
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í dag má gera ráð fyrir því að nokkur
hátíðarbragur verði á samfélaginu í
Nuuk á Grænlandi, höfuðstað lands-
ins þar sem ríflega 17 þúsund af 57
þúsund íbúum landsins búa. Tilefnið
er sú staðreynd að í dag verður ný
stórskipahöfn vígð, Sikuki Nuuk-
höfnin eins og hún nefnist, en hún
stendur suðaustur af bænum og
nokkru austar en gamla höfnin sem
um áratugaskeið hefur þjónað sem
dyrnar að út- og innflutningi lands-
ins.
Uppbygging hafnarmannvirkj-
anna er stærsta fjárfesting í sögu
landsins og markar tímamót því hún
opnar möguleika fyrir Grænlendinga
til að tengjast inn á ný markaðs-
svæði. Þá losnar einnig um mik-
ilvægt athafnasvæði við gömlu höfn-
ina sem stendur nær mannlífinu í
Nuuk.
Hafist handa í árslok 2013
Haukur Óskarsson, tæknifræð-
ingur og eigandi ráðgjafarfyrirtæk-
isins Refskeggs, hefur setið í stjórn
verkefnisins allt frá því að því var
komið á laggirnar af grænlensku
landsstjórninni árið 2013. Hann segir
opnun hafnarinnar mikil tímamót.
„Það var lengi búið að ræða mikil-
vægi þess að byggja upp almennilega
höfn í Nuuk og samfélagið gerði sér
grein fyrir því að það gæti haft mikil
áhrif á framgang samfélagsins. Þessi
umræða var búin að standa alla vega
frá aldamótum en það var svo í des-
ember árið 2013 sem landsstjórnin
kom á laggirnar fyrirtækinu Sikuki
Nuuk harbour.“
Gríðarleg fjárfesting
Haukur segir fjárfestinguna í
höfninni gríðarlega á grænlenskan
mælikvarða. „Þetta er verkefni upp á
650 milljónir danskra króna, [jafn-
virði ríflega 11 milljarða íslenskra
króna]. Landsstjórnin lagði gömlu
hafnirnar inn í fyrirtækið, ásamt
hlutafé og þá veitti hún einnig víkj-
andi lán til framkvæmdarinnar.“
Haukur segir að um leið og ákveð-
ið hafi verið að ráðast í þessa miklu
framkvæmd hafi vinna farið af stað
við að móta lagaumgjörð um málefni
hafnanna í Grænlandi en mjög hafi
skort á skýrar línur í þeim efnum. Þá
hafi einnig reynst nauðsynlegt að
gera ráðstafanir sem tryggi höfninni
viðskipti á komandi árum.
„Landsstjórnin tók ákvörðun um
að allir gámar sem fluttir eru út úr
landinu og til þess næsta tuttugu og
eina og hálfa árið muni fara í gegnum
þessa höfn. Þá er hugsunin sú að bú-
ið verði að greiða upp fjárfest-
inguna.“
Hann segir að stjórn verkefnisins
hafi strax fengið skýr skilaboð um að
verkefnið þyrfti að standa undir sér
og að fyrirtækið utan um hafnirnar
þyrfti að skila ákveðnum arði til rík-
isins.
„Það er alveg skýr krafa um að
fyrirtæki undir forræði landsstjórn-
arinnar þurfa að skila tiltekinni arð-
semi og frá því hefur ekki verið hvik-
að í þessu verkefni,“ segir Haukur.
Flókið á marga mælikvarða
Það er ekki einfalt mál að ráðast í
umfangsmiklar hafnarframkvæmdir
á borð við þær sem nú eru orðnar að
veruleika í Nuuk. Hvað þá þegar
slíkar framkvæmdir eiga sér stað á
norðurheimskautssvæðinu, í órafjar-
lægð frá stórborgum þar sem sam-
göngum er hægt að taka sem sjálf-
sögðum hlut.
„Ákveðið var að reisa höfnina á
eyjum sem liggja suðaustur af bæn-
um og það þurfti að vinna niður mik-
ið grágrýti til að slétta land og sækja
efni í fyllingar. En það var fleira sem
gerði verkið flókið. Það þarf mikinn
sand í framkvæmd sem þessa og
hann er ekki auðfáanlegur þarna á
svæðinu. Það varð því að búa til
hluta af sandinum úr granítinu og
það er ekki létt verk,“ segir Haukur.
Margir Íslendingar komu að
Hann bendir einnig á þá skemmti-
legu staðreynd að fjöldi Íslendinga
og íslenskra fyrirtækja hefur átt að-
komu að framkvæmdinni. Danska
verktakafyrirtækið Per Aarsleff
varð hlutskarpast í útboði en Ístak
er í eigu þess. Ístak hefur því haft
mjög virka aðkomu að verkefninu.
„En það eru fleiri fyrirtæki
sem þarna komu að. Mann-
virkin eru til dæmis
hönnuð af Eflu og þá
hefur Mannvit
haft menn í eft-
irlitsteyminu
með fram-
kvæmdinni
ásamt Orbicon
allan tímann,“ seg-
ir Haukur.
Hrein bylting fyrir Grænland
Ný stórskipahöfn verður vígð í Nuuk í dag Íslenskir sérfræðingar lykilmenn við uppbygginguna
Breytir miklu fyrir samfélagið á Grænlandi Tækifæri að skapast vegna siglinga skemmtiskipa
Bylting Höfnin er mikið mannvirki, reist á eyjum rétt utan við Nuuk. Þar geta stór flutningaskip lagst við bryggju án nokkurra vandkvæða og athafnað sig.
Búnaður Ásamt mannvirkjum státar höfnin af tveimur nýjum og mjög
öflugum krönum sem notaðir eru til að ferma og afferma flutningaskipin.
Með tilkomu nýju hafnarinnar
losnar um stórt athafnasvæði
á gömlu höfninni sem þjónað
hefur Nuuk síðustu áratugi.
Haukur Óskarsson segir að Si-
kuki Nuuk Harbour A/S, eig-
andi hafnarmannvirkjanna,
muni leita leiða til að hámarka
nýtingu gömlu hafnarinnar.
„Hún er vel staðsett og
nærri bænum þannig að það
er mikilvægt að fjárfestingin
sem liggur í henni nýtist fyr-
irtækinu og samfélaginu sem
best. Eitt af því sem við sjáum
gerast er að komur skemmti-
ferðaskipa hafa færst mjög
í aukana á síðustu árum
og það er flest sem
bendir til að það sé
þróun sem muni halda
áfram. Gamla höfnin
hentar mjög vel til
að þjónusta þessi
skip.“
Nýta gömlu
höfnina áfram
ÝMIS TÆKIFÆRI
Grænlenska skipafélagið Royal
Arctic Line er umsvifamikið í
flutningum til og frá landinu. Þá
hafa umsvif Eimskips einnig auk-
ist til muna. Fyrirtækin tvö hafa
einnig efnt til samstarfs sem m.a.
felst í samnýtingu skipa en nú
standa þau fyrir smíði þriggja
nýrra flutningaskipa í Kína. Er
þar um að ræða 180 m löng skip
og er kostnaður við hvert þeirra
áætlaður um 3,7 milljarðar króna.
Til að setja stærð skipanna í sam-
hengi eru þau mæld í 2.150 gáma-
einingum og munu það vera lang-
stærstu flutningaskip sem
þjónustað hafa Ísland og Græn-
land. Þá munu
flutningar frá
Grænlandi í
gegnum Ísland
aukast til muna.
Haukur Ósk-
arsson segir að
samstarf fyrir-
tækjanna skipti
miklu máli og að
það gefi ákveðið
fyrirheit um nýt-
ingu Sikuk-hafnarinnar í Nuuk.
„Þetta eru öflug fyrirtæki sem
hafa efnt til samstarfs og manni
finnst líklegt að þetta verði báðum
þjóðum til hagsbóta.“
Hingað til hafa allir skipaflutn-
ingar til og frá Grænlandi farið í
gegnum Álaborg en allt stefnir nú,
samkvæmt yfirlýsingum flutninga-
fyrirtækjanna, í að breyting verði
þar á. Með tilkomu nýju hafn-
arinnar verður siglt á stórar hafn-
ir í Århus og Rotterdam. Fjölga
mun möguleikum Grænlendinga til
að tengja inn á erlenda markaði
og m.a. er þar rætt um skipaleiðir
til Asíu. Í fyrra sagði Gylfi Sigfús-
son í viðtali við ViðskiptaMoggann
að þessar breyttu áherslur myndu
breyta bæði „kaup- og sölu-
mynstri“ Grænlendinga.
ses@mbl.is
Opnar nýja markaði og
nýjar viðskiptatengingar
Stefnt á siglingar á hafnirnar í Rotterdam og Århus
Haukur
Óskarsson