Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Samningur Kaupþings og Deutsche Bank, sem kynntur var eftir sölu Seðlabankans á bréfunum, kom að- ilum á þessum markaði á óvart, þar með talið Seðlabankanum. Sala bank- ans á Kaupþingsbréfunum var eðlileg og skynsamleg á grundvelli þeirra upplýsinga sem lágu fyrir þegar ákvörðun um hana var tekin,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í skriflegu svari við fyrirspurn Morg- unblaðsins. Eins og fjallað var um í Viðskipta- Mogganum í gær seldi Seðlabankinn 6% hlut í Kaupþingi nokkru eftir að þýski bankinn féllst á að greiða Kaupþingi 400 milljónir evra í sátta- greiðslu í byrjun október síðastliðins. Aftur á móti hafði Seðlabankinn ekki vitneskju um sáttina og því tók sölu- verðmæti hlutarins ekki mið af sátta- greiðslunni. Greint var frá því í Markaði Fréttablaðsins í vor að Seðlabankinn hefði orðið af milljörð- um króna við sölu á bréfum í Kaup- þingi til vogunarsjóða, einkum Taconic Capital og Attestor Capital, sem eru meðal helstu eigenda Kaup- þings og hafa auk þess síðar orðið leiðandi fjárfestar í Arion banka. Þegar loksins var upplýst um við- skiptin við Deutsche Bank í janúar hækkaði gengi krafna á hendur Kaupþingi um liðlega 30% á eftir- markaði. Fyrir söluna var Seðla- bankinn sjötti stærsti eigandi Kaup- þings. Fram kemur í frétt Viðskipta- Moggans að sáttin hafi verið gerð hinn 7. október 2016 og samkvæmt svörum frá seðlabankastjóra seldi bankinn bréf sín hinn 18. sama mán- aðar. Már segir að bankinn hafi eignast hlutinn í Kaupþingi skömmu áður en salan gekk í gegn. Bankinn vildi nefnilega selja bréfin við fyrsta tæk- færi því þau uppfylltu ekki skilyrði sem gerð eru til gæða eigna bankans. Auk þess vildi Seðlabankinn fyrir- byggja hagsmunaárekstra þegar sala Kaupþings á Arion banka og tengdir þættir kæmu til umfjöllunar og eftir atvikum afgreiðslu í Seðlabankanum. Innherjaupplýsingar „Það var engin leið á þessum tíma fyrir Seðlabankann að vita hvernig máli Kaupþings og Deutsche Bank myndi lykta án þess að búa yfir inn- herjaupplýsingum sem Seðlabankinn hafði ekki. Hafi einhver haft slíkar upplýsingar hefur hann væntanlega ekki mátt taka þátt í viðskiptum með bréfin. Önnur viðskipti með sömu bréf áttu sér stað um líkt leyti á verði sem var ekki í ósamræmi við það sem Seðlabankinn fékk. Reyndar hefði fengist töluvert lægra verð ef bréfin hefðu verið seld nokkrum mánuðum fyrr,“ segir Már. - Hafði Seðlabankinn vitneskju um að ágreiningur væri á milli Kaup- þings og Deutsche Bank? „Engar upplýsingar lágu opinber- lega fyrir um samning Kaupþings við Deutsche Bank fyrr en eftir að samn- ingurinn hafði verið samþykktur í stjórn DB í janúar 2017,“ segir Már. „Seðlabankinn vissi í gegnum um- fjöllun fjölmiðla að rannsókn stóð yfir á viðskiptum Kaupþings og Deutsche Bank en sú rannsókn beindist jafn- framt að þætti Kaupþings í málinu. Seðlabankanum var ekki kunnugt um framvindu málsins gagnvart Deutsche Bank innan Kaupþings eft- ir að breska fjármálaeftirlitið, FSA, lét málið niður falla gagnvart Deutsche Bank.“ - Hvers vegna var ekki kveðið á um það í sölusamningi þegar Seðlabank- inn seldi bréfin í Kaupþingi, að bank- inn fengi hlutdeild í mögulegum ágóða ef deilan á milli Kaupþings og Deutsche Bank leysist með hagfelld- um hætti fyrir slitabúið? „Hér var ekki verið að selja skráð hlutabréf, eignarhlut, fyrirtæki eða fasteign. Þetta var óskráð skuldabréf og slíkir skilmálar tíðkast ekki í við- skiptum með þau. Engir fyrirvarar voru gerðir varðandi endurheimtur úr búinu enda hefðu slík ákvæði get- að haft umtalsverð neikvæð áhrif á söluverð bréfanna og jafnvel gert þau óseljanleg.“ Opið söluferli - Var um að ræða opið söluferli eða voru einungis stærstu eigendum Kaupþings boðin bréfin til kaups? „Þetta var opið söluferli og engin boð send til eigenda Kaupþings. Skuldabréfin voru seld í opnu ferli fyrir milligöngu alþjóðlega fjármála- fyrirtækisins Morgan Stanley og allir sem uppfylltu almenn skilyrði, svo sem Mifid, KYC og AML, gátu gert kauptilboð.“ - Hverjir keyptu bréfin? „Það vissi Seðlabankinn ekki. Hæsta tilboði var tekið.“ Morgunblaðið lagði fyrirspurn fyrir Kaupþing um hvort eignar- haldsfélagið hefði vitað að Seðla- bankinn hygðist selja sinn hlut. Í svari félagsins segir: „Nei. Kaupþing hefur þar að auki enga aðkomu að viðskiptum með skuldabréf eða hlutabréf félagsins.“ Sátt Kaupþings við DB kom Seðlabanka á óvart Morgunblaðið/Golli Sala Már Guðmundsson segir að ef hluturinn í Kaupþingi hefði verið seldur nokkrum mánuðum fyrr hefði fengist töluvert lægra verð fyrir hann.  Seðlabankastjóri segir að sala á 6% hlut í Kaupþingi hafi verið skynsamleg 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017 Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000 22. september 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.17 106.67 106.42 Sterlingspund 143.68 144.38 144.03 Kanadadalur 86.63 87.13 86.88 Dönsk króna 17.115 17.215 17.165 Norsk króna 13.634 13.714 13.674 Sænsk króna 13.365 13.443 13.404 Svissn. franki 110.43 111.05 110.74 Japanskt jen 0.9538 0.9594 0.9566 SDR 151.17 152.07 151.62 Evra 127.37 128.09 127.73 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 155.5439 Hrávöruverð Gull 1297.35 ($/únsa) Ál 2163.5 ($/tonn) LME Hráolía 55.35 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Íbúðarkaupandi sem tekur 24 milljóna króna lán greiðir 7 millj- ónum króna hærri heildarafborganir hjá einum af stóru bönkunum þremur, en hann borgar af hag- stæðasta lífeyr- issjóðsláninu. Mis- munurinn jafngildir 15 þúsund króna afborgun á mánuði. Þetta má reikna út á vefsíðunni Herborg.is, sem er ný samanburðarsíða sem sýnir vaxta- kjör á öllum húsnæðislánum á Ís- landi. Stofnandi vefsíðunnar er Björn Brynjúlfur Björnsson, fyrrverandi hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Í til- kynningu um opnun vefsíðunnar kem- ur fram að vextir á húsnæðislánum hjá stóru bönkunum þremur séu allt að 40% hærri en hjá lífeyrissjóðum. Allt að 40% munur á vaxtakjörum íbúðalána Lán Miklu munar á íbúðalánakjörum. STUTT Kostnaður við þingkosningar nemur mánaðarlaunum um 619 ríkisstarfs- manna, auk þess sem ætla má að vinna við ýmis þingmál frestist eða fari í súginn með ærnum tilkostnaði. Þá virðist sem stjórnarslitin hafi þurrkað út að minnsta kosti 35 millj- arða króna markaðsvirði á fjármála- mörkuðum og geti þar að auki stuðl- að að hærri vöxtum en ella. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sam- antekt í Markaðspunktum greining- ardeildar Arion banka, þar sem reynt er að varpa ljósi á hugsanlegan kostnað sem rekja má til stjórnar- slitanna. Beinn kostnaður vegna kosning- anna er um 350 milljónir króna, eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu, en auk þess má gera ráð fyr- ir kostnaði vegna biðlauna og nýrra þingmanna. Í fjáraukalögum í fyrra var gert ráð fyrir 121 milljón króna í biðlaun og annan kostnað vegna frá- farandi þingmanna og 47 milljónum í útgjöld vegna búnaðar nýrra þing- manna, standsetningar húsnæðis og annars. Arion banki bendir þó á að ætla megi að þessi kostnaður verði eitthvað lægri nú. Þá bendir bankinn á að ótalinn sé kostnaður ríkissjóðs vegna vinnu sem fer í súginn eða frestast á Alþingi, en rekstur þess kostar um 3,5 milljarða króna á ári. Eignir lífeyrissjóða rýrnuðu Á fjármálamörkuðum lækkaði markaðsvirði skráðra hlutabréfa, ríkisbréfa, íbúðabréfa og sér- tryggðra skuldabréfa um samtals rúma 32 milljarða króna á föstudag, í kjölfar stjórnarslita. Þar af virðast eignir lífeyrissjóðanna hafa rýrnað að lágmarki um 14 milljarða króna. Morgunblaðið/Eggert Þingrof Ýmis þingmál frestast eða fara í súginn með ærnum tilkostnaði. Kosningar á við 619 mánaðarlaun  Stjórnarslit rýrðu lífeyriseignir um 14 milljarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.