Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú mátt ekki láta starfið heltaka þig svo að þú gleymir algerlega að sinna sjálfum þér. Eina stjórnunin sem vit er í er sú þar sem aldrei þarf að beita valdi. 20. apríl - 20. maí  Naut Það sem ruglar aðra í ríminu verður ekki flókið fyrir þig ef þú fylgist vel með núna. En gleymdu þó ekki að halda utan um þína nánustu; það eru þeir sem gefa þér kraftinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getur verið þreytandi þegar all- ir vilja stjórna manni og skipanirnar ganga sitt á hvað. Reyndu að gefa eftir og bíða með mikilvægar ákvarðanir fram á þriðjudag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hafðu sanngirnina að leiðarljósi þeg- ar þú ferð fyrir vinnufélögum þínum. Ef þú talar við aðra verða þær samræður á alvar- legum nótum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Stundum liggja réttu svörin í augum uppi en stundum þarf að leita vandlega til að finna réttu rökin til áframhalds. Hafðu þína hluti á hreinu og láttu aðra vita um afstöðu þína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Rifrildi um fjármuni og eignir er lík- legra en ekki í dag. Manneskja sem þú hittir í fyrsta skipti hefur djúpstæð áhrif á þig, til góðs eða ills. Líka á morgun. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert ekki í góðu jafnvægi og kemur ekki auga á ástæðuna. Ekki berjast á móti heldur láttu berast með straumnum með bros á vör. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Tímanum er ætlað að breyta ástandi. En lífið snýst ekki bara um öryggi heldur líka óundirbúna skemmtun. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú skalt ekki bregða út af van- anum nema þú hafir það á hreinu að slíkt sé þér til framdráttar. Gefðu þér tíma til að hugsa málið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú þarft að taka ákvörðun fyrir fleiri en sjálfan þig verðurðu að hugsa um allra hag en ekki bara þinn eigin. Fegurðar- skyn þitt er vakið auk þess sem þú ert í skapi til að eyða peningum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Að þurfa að standa við allt sem þú sagðir í gær og í síðustu viku jafngildir því að vera lokaður inni. Ekki fara aftur á bak þegar þú getur farið fram á við. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er meiriháttar áætlun í gangi í vinnunni og þú þarft ekki að stjórna öllu svo hún gangi upp. Taktu þér tíma í að gera hana endanlega upp. Sigurlín Hermannsdóttir skrifaðiá Leir á þriðjudag að sér þætti gaman að máta sig við hætti sem ekki sæjust oft: „Hér er stakhenda (blank verse) um einstæða móður og örlög hennar: – Móðir“: Svo einstæð er hún, sú hin mikla móðir er myrkur gistir bjarta sumardaga með bústinn kvið og ótal lítil augu þótt ekki sjái neitt í þessu myrkri. Frá henni liggja sterkir naflastrengir, með stolti reynir kröfugerð að sinna; að fjölga sér og fylla allan garðinn því fæðu hungrað mannkyn sífellt þarfnast. Hún kann þá list sem Bakkabræður reyndu er birtu vildu safna og nýta í myrkri því upp úr moldu grænar sólarsellur hún sendir til að fanga geisla röðuls og nýtir þá sem næring sínum börnum. Ei neins hún þarfnast sjálf í myrku bóli. Er haustar að og kuldi kveður dyra er kyrkir grös svo þau að moldu falla þá fara menn á stjá og stinga upp garðinn í stígvélum þeir velta moldarkögglum og uppskerunni kátir safna saman því sumarið var vissulega gjöfult. En rekist þeir á hráblautt hylki í moldu þeir hrylla sig og sparka óðar frá sér. Úr móðurinni mergur allur soginn er mella nefnd og lendir beint í úrgang. Viðbrögð urðu góð við þessu snjalla og myndríka ljóði. Árni Björnsson segir að „vestur í Dölum var kartöflumóðirin, það sem eftir var af henni þegar kartöflur voru teknar upp á haustin, stundum köll- uð mella“. – Sú merking er raunar gefin í orðabókum. Á Boðnarmiði brá Hólmfríður Bjartmarsdóttir upp þessari fallegu haustmynd: Nú lýsa haustlitir, logandi rauðir og lífið hvíslar: Ég dey. Hnjúkarnir monta sig, hrjúfir og auðir í heiðríkju og sunnan þey. Mig langaði í gær til að lita bandið úr litum sem jörðin gaf og vefa úr bandinu ljóð um landið. en lá bara heima og svaf. Vel fer á því að þessi staka Sig- rúnar Haraldsdóttur fylgi: Á mínum leiðum margt eitt sé er magnar glóð í æðum. Hér regnvott stendur reynitré á rauðum spariklæðum. Þunglyndið var víða. Sigurbjörn á Fótaskinni orti: Líf mitt þreytir byrði böls, brags er þögull strengur hvorki víf né áhrif öls andann vekja lengur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kartöflumóðir og litir sem jörðin gaf Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞÚ ÞARFT AÐ HNERRA GETURÐU GERT ÞAÐ Í HÁDEGISHLÉNU ÞÍNU“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að heyra röddina þína þegar ég get ekki verið með þér. TÍMI TIL ÞESS AÐ KÍKJA Á NÁGRANNANA ÞAÐ ER SAGA Á BAK VIÐ ÞETTA ÞESSI MAÐUR VILL GANGA TIL LIÐS VIÐ ÁHÖFNINA! EN HANN ER FJÁR- HIRÐIR!! HANN ER ENGINN VENJU- LEGUR FJÁRHIRÐIR! ÞÚ VAR ST AÐ SA NN A AÐ AUG - LÝS IN GA R VIR KA Víkverji getur ekki betur séð enað Mathöllin á Hlemmi komi vel út og að fólk sé að nýta sér þjónustuna. Hefur Víkverji farið þar framhjá mörgum sinnum og stundum litið inn á leið sinni í gula vagninn. x x x Yfirleitt hefur Víkverja virst semþar séu ferðamenn og heima- menn í bland að fá sér að borða eða ná sér í kaffi. Víkverji hefur heyrt í nokkrum sem hafa komið við á Hlemmi og láta vel af því sem þar er í boði. Einhverjir eru pirraðir á verðlaginu en það á þó alls ekki við alla staðina sem þar er að finna. x x x Mathöllin er opin til kl. 23 ákvöldin eftir því sem Vík- verja skilst. Einn af kostunum við höllina er sá að fólk sem þarf að bíða eftir vagni getur þá skotist inn fyrir og hlýjað sér á meðan beðið er. Slíkt var ekki í boði seinni part vetrar á meðan breyt- ingarnar stóðu yfir á húsnæðinu og var heldur nöturlegt fyrir við- skiptavini Strætó. Sérstaklega þar sem fólk hefur vanist því að bið- stöð sé á þessum stað. x x x Víkverji hefur enn ekki prófaðað fá sér að borða í Mathöll- inni. Hefur einfaldlega ekki gefið sér tíma til þess að stoppa og njóta veitinganna. En það mun fljótlega breytast. Þar er að finna nokkra staði sem áhugavert gæti verið að prófa. Auk þess sér Vík- verji fyrir sér að grípa annað slag- ið með sér mat á leið heim úr vinnu þegar hann þarf hvort sem er að bíða eftir vagni. x x x Víkverji hefur ekki sett sig inn íhvar Strætó gæti verið með aðstöðu eins og þá sem fyrirtækið var með á Hlemmi. Varðandi upp- lýsingar og sölu en einnig aðsetur fyrir starfsfólk. En sjálfsagt er BSÍ inni í myndinni. Þar er um- ferðarmiðstöð hvort sem er auk aðstöðunnar sem fyrirtækið hefur í Mjóddinni. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. (Sálm. 100:5)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.