Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.9. 2017 VIÐTAL M arta Magnúsdóttir brennur fyrir skátastarfi en hún tók við sem skátahöfðingi Ís- lands í vor. Hún er aðeins 23 ára gömul sem er óvenjulegt í slíku leiðtogastarfi. „Markmiðið er alltaf að skapa betri heim, það er útgangspunkturinn. Fólk heldur stundum að við séum bara að gera einhverja hnúta en það er ekki rétt,“ segir Marta sem er á svipinn eins og hún sé alltaf brosandi, sem er eflaust afleiðing af allri já- kvæðninni og kraftinum sem verður greini- legur í samtali við hana. „Þú upplifir að þú tilheyrir stærri heild sem er um allan heim. Þegar þú hittir annan skáta veistu strax hvaða gildi hann hefur. Þið hittist á sameiginlegum grundvelli óháð menningarbak- grunni og trúarbrögðum. Fyrir mér er það eitt það flottasta í þessu. Uppruni, stjórnmálaskoð- anir, trúarbrögð og fleira skiptir ekki máli, allir sameinast um sömu gildin,“ segir hún og bend- ir á að á heimsmóti skáta, sem fram fór hér- lendis í sumar hafi þetta verið raungert. „Þarna eru allir saman og það gengur vel. Við fundum einhvern stað í miðjunni til að mætast á og það er skátaheitið,“ segir hún og útskýrir að í skátastarfi með börnum og ungmennum sé reynt að mæta öllum á þeirra forsendum. Alltaf að leggja þér lífsreglurnar Hún segir að mikið sé unnið með samskipti, hópavinnu og siðfræði „Þú ert alltaf að fara með skátaheitið og læra um það. Þannig ertu alltaf að leggja þér lífsreglurnar.“ Hún segir að frasinn „eitt sinn skáti, ávallt skáti“ komi til vegna þessa því siðfræðiboðskapurinn fylgi fólki út lífið og þetta sé því gott veganesti. Hún minnir á rannsókn, sem leiddi í ljós að þeir sem hafi tekið þátt í skátastarfi í æsku séu við betri andlega heilsu á fullorðinsárum en greint var frá þessu m.a. hér í Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins. Hún segir að efling þrautseigj- unnar hafi áhrif. Hún rifjar upp að hún hafi fengið viðeigandi áskoranir þegar hún byrjaði. „Það er farið í eitthvert verkefni og allir fá að vera hluti af verkefninu á sínum forsendum. Þá eflist þraut- seigjan. Þú ert alltaf að takast á við verkefni við hæfi og þannig eflir maður sjálfstraustið í leið- inni. Þú ert ekki bara þarna til að hlusta á þann reynslumeiri heldur er þín skoðun og þitt hlut- verk mikilvægur hluti af heildinni.“ Kynntist skátastarfi fimmtán ára Það er auðvelt að ímynda sér að skátahöfðing- inn hafi byrjað í skátunum barnung en svo var ekki. „Ég kynntist skátunum þegar ég var fimmtán ára, þá byrjaði skátastarf heima hjá mér í Grundarfirði,“ segir Marta, sem segist á þessum tíma hafa fundist margt skemmtilegt en ekki hafa verið með brennandi ástríðu fyrir neinu. „Það var skáti sem flutti til Grundarfjarðar og endurvakti skátafélagið eftir langan dvala. Hann var með stuttan kynningarfund á starf- inu í skólanum og sagði að hann yrði með kynn- ingarfund síðar á skátamóti sem yrði um sum- arið. Mér fannst þetta hljóma spennandi en okkur í bekknum fannst þetta samt eitthvað púkalegt. Ímyndin sem ég hafði var neikvæð en mótið hljómaði of vel til að sleppa kynningunni þannig að við ákváðum nokkur að fara á kynn- inguna,“ segir Marta sem fór á fundinn, heill- aðist, borgaði fljótlega staðfestingargjaldið fyr- ir mótið og eftir það varð ekki aftur snúið. „Fyrst ætlaði ég að hætta strax eftir ferðina á mótið, ætlaði sko ekki að taka þátt í skáta- starfi, það var of hallærislegt fyrir mig, ætlaði bara í þessa flottu ferð,“ segir Marta sem fór þá um sumarið á Evrópumótið sem haldið var hérlendis árið 2009. „Ég mætti á mótið og þetta var það tjúll- aðasta sem ég hafði gert á ævinni, ég elskaði hverja einustu mínútu. Þegar við komum heim, sendi skátaforinginn okkar í gamni tengil á skátamót í Kenía árið eftir og við skráðum okk- ur strax daginn eftir. Ég var bara heilluð af þessu og fannst þetta alveg geggjað,“ segir hún en við tók fjáröflun og skipulagning. „Veturinn var undirlagður. Það var í okkar höndum að koma okkur þangað. Það voru ís- lenskir fararstjórar sem sáu um stóru prakt- ísku málin en eftir stóðu persónulegu málin,“ segir Marta og útskýrir að hún hafi sjálf þurft að setja upp fjárhagsplan, fara í bólusetningar og skipuleggja fjáröflun. „Áður hafði ég verið í fjáröflun þar sem einhver annar sá um að segja mér hvar og hvenær ég ætti að mæta og hvað ég ætti að gera.“ Hún segir það hafa verið þroskandi að þurfa að kljást við þetta sjálf ásamt jafnöldrum en þau skipulögðu til dæmis bíósýningar í sam- vinnu við Sambíóin auk þess að taka að sér hin ýmsu verkefni og selja hitt og þetta. „Þetta var heilmikið verkefni þennan vet- urinn en við fórum líka í útilegur og sóttum við- burði á landsvísu þar sem maður kynntist öðr- um krökkum. Þetta voru helgarútilegur og líka vikulegir fundir,“ segir Marta en þetta var fyrsta vetur hennar í framhaldsskóla en hún gekk í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grund- arfirði. Missti af því að byrja að drekka Hún segir að margir á hennar aldri hafi á þess- um tíma byrjað að drekka áfengi og en hún hafi verið með hugann við Keníaferðina en ekki partístand og fannst hún ekki getað tekið þátt í þessu. „Og enn þann dag í dag er ég ekki byrj- uð að drekka. Ég var á þessum aldri oft spurð að því af hverju ég drykki ekki og ég svaraði bara að ég hefði eiginlega misst af því, ég var upptekin við annað. Það var ekki hægt að eyða krónu í eitthvert rugl og heldur ekki hægt að hlaupa á eftir tískustraumum. Ég var búin að ákveða að peningurinn færi í þessa ferð. Þó það kæmi nýr sími á markaðinn var ekkert hægt að eltast við það. Ég er ánægð með mig þegar ég hugsa um þetta núna, að ég hafi staðið með sjálfri mér og ákveðið að taka þátt í skátastarf- inu af fullum krafti þó ég vissi það mætavel að mörgum þætti það hallærislegt enda fannst mér það sjálfri áður en ég kynntist starfinu,“ segir Marta sem hefur farið á hverju sumri síð- an til útlanda með skátunum þannig að skáta- starfið hefur leitt hana á margar spennandi slóðir innan- og utanlands. „Það sem við erum að gera í dag og síðustu hundrað árin er það sem er í tísku í þjóðfélag- inu, náungakærleikur, að vera trúr sjálfum sér, vera virkur í samfélaginu, vilja skapa betri heim, hugsa um náttúruna og náungann,“ segir hún að ógleymdri útivistinni. „Við erum mikið í útivistinni og allskonar ferðum, í tjöldum eða skálum en það eru skáta- skálar hér og þar um landið. Maður er oft í varnarstöðu gagnvart því að það sé litið niður á þetta starf. Þetta er svo mikið skotmark, það er orðið frekar þreytt en við höldum okkar striki og þeir sem vilja dæma án þess að vita um hvað þetta snýst, það er þeirra mál.“ Varla hefur farið framhjá neinum að stórt skátamót var haldið hérlendis í sumar. „Þetta er stærsta skátamót sem hefur verið haldið á Íslandi og líklegast fjölþjóðlegasti viðburður sem hefur verið haldinn hér. Þetta voru um hundrað þátttökulönd,“ segir hún en þátttak- endur voru á aldrinum 18-25 ára sem samein- uðust allir í dagskrá á Úlfljótsvatni, um 5.000 manns. Mætast í miðjunni með skátaheitinu Marta sjálf var því þátttakandi og játar að sumir hafi verið hissa á því að þarna hafi skáta- höfðingi landsins verið mættur sem þátttak- andi. Hún segir að upplifunin hafi verið sterk og það hafi verið gaman að því að vera hluti af þessu fjölþjóðlega samfélagi. „Við sam- þykkjum fjölbreytileikann og vitum að við er- um að mætast í miðjunni með skátaheitinu og þessum gildum. Það er enginn að reyna að vera eins og einhver annar. Mér finnst alltaf gaman að svara spurningunni: Hvað gerið þið í skát- unum? Maður fær bara að vera maður sjálfur, fyrir mér eru það bestu meðmælin.“ Eins og greint var frá í fjölmiðlum kom nóró- vírus upp á Úlfljótsvatni í sumar og svarar Marta því aðspurð að hún hafi sloppið. „Ég slapp en þetta var skelfilegt. Þarna voru er- lendir hópar á ferð og vírusinn kom með þeim. Þátttakendur á heimsmótinu sluppu, þetta var hvorki tengt þeim né staðnum. Núna er búið að mæla allt og taka Úlfljótsvatn alveg út og til að gulltryggja sig var staðnum lokað alveg í þrjár vikur til að taka af allan vafa.“ Þarna hefur væntanlega þurft skátahæfni til að leysa úr málum. „Já, það þurfti rosa mikið að redda og treysta á góðvild náungans. Þetta var bara verkefni sem þurfti að sinna. Það er margt gott fólk sem hleypur í verkin, þetta eru allt sjálfboðaliðar, með skátagildin á hreinu og láta gott af sér leiða,“ segir Marta og játar því að það sé mjög gott að vera í slíkum félagsskap þegar eitthvað bjáti á. Vetrarstarfið framundan leggst vel í hana. „Krakkarnir eru að byrja að mæta á fundi í skátaheimilunum. Þetta er svo hentugur fé- lagsskapur, þú þarft ekki að vera snillingur í neinu sérstöku, bara í að vera þú sjálfur. Það eru engin inntökuskilyrði önnur en þau að þú verður að vilja bæta heiminn, og taka þátt í þessu hugsjónastarfi sem skátastarfið gengur útá og vera hluti af þessu alheimsbandalagi. Þetta verður lífsstíll, skátar eru ekki bara skát- Lífsstíll að vera í skátunum Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára gamli skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grund- arfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’Maður er oft í varnarstöðugagnvart því að það sé litiðniður á þetta starf. Þetta er svomikið skotmark, það er orðið frekar þreytt en við höldum okk- ar striki og þeir sem vilja dæma án þess að vita um hvað þetta snýst, það er þeirra mál

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.