Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Page 22
MATUR Spínat er meinhollt og tilvalið að byrja daginn á grænum þeytingi seminniheldur þetta járnríka laufmeti. Spínat er hægt að kaupa ferskt og
frosið. Það getur verið þægilegt að eiga poka í frystinum til að grípa í.
Spínat í morgunþeytinginn
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.9. 2017
Ingibjörg Ragnheiður segist vera mikill fag-urkeri og að útlitið sé í genunum, þegarblaðamaður dáist að heimili hennar og ung-
legu yfirbragði. Fallegir munir prýða heimilið
og hún vel tilhöfð og smekkleg en þannig hefur
hún víst alltaf verið að sögn dætra hennar. Hún
er 91 árs og er enn við ágæta heilsu. Þegar
blaðamaður spyr hvað geri hana svona unglega
er fátt um svör, en hún segist alltaf hafa borðað
mikið grænmeti, aldrei reykt og svo hafi hún
erft góða húðgerð. „Ég má vera ánægð með
húðina. Ég er afskaplega lítið hrukkótt en það
er eins og húðin sé bara mátulega sniðin yfir
höfuðið og hefur lítið slappast í gegnum árin,“
segir Ingibjörg og hlær.
Eldaði fyrir lækni kóngsins
Þegar Ingibjörg er spurð um matarhefðir í fjöl-
skyldunni er hún fljót að telja upp ýmsa rétti
sem haldist hafa í fjölskyldunni í meira en öld.
Þar efstur á lista er gamall hefðbundinn réttur
ættaður frá Danmörku sem kallast frikkasé og
nefnir Ingibjörg hann hollusturétt. Mörg til-
brigði eru til af honum en uppistaðan er nýtt
lambakjöt, haustgrænmeti og hvít sósa búin til
úr kjötsoðinu. Hann var fyrst eldaður af ömmu
Ingibjargar, henni Ingibjörgu Benjamínsdóttur
Björnsson sem dvaldi í Danmörku sem ung
kona og kom svo með hefðina heim. Guðríður
dóttir hennar eldaði hann svo fyrir sína fjöl-
skyldu og svo Ingibjörg sjálf og nú er fjórða
kynslóðin tekin við, þær Ragnheiður og Jó-
hanna, dætur Ingibjargar.
Það var í kringum 1890 sem Ingibjörg amma
hennar sigldi til Danmerkur til þess að læra að
verða klæðskeri eða skreðari eins og það var
nefnt að sögn Ingibjargar. En til þess að fá að
nefna sig skreðara þurfti sérstakt leyfi frá sjálfri
drottningunni. „Hún var kvenmaður, þess vegna
þurfti hún leyfi. Amma Ingibjörg var stressuð og
kveið svo fyrir að hitta drottn-
inguna að hún kastaði upp og
fór svo að gráta fyrir framan
hana. Kannski hefur Alex-
andrína drottning vorkennt
ömmu en hún stóð upp, gekk
til ömmu, faðmaði hana og
veitti henni leyfið. Hún var
fyrst íslenskra kvenna eftir því sem ég best veit til
að læra að vera klæðskeri og saumaði og sneið
karlmannsföt af mikilli snilld eftir það,“ segir
Ingibjörg. En það var ekki það eina sem amma
hennar gerði meðan á Danmerkurdvölinni stóð
því hún sá líka um að elda mat fyrir lækni kóngs-
ins. Ingibjörg veit ekki hvernig á því stóð en segir
að kannski hafi drottningin komist að hæfileikum
hennar í matseld því hún hafi verið mikill lista-
kokkur.
Fékk verðlaun fyrir kálgarðinn
Ingibjörg fæddist á Ásum í Skaftártungu 14.
september árið 1925 og var elst fimm systkina.
Foreldrar hennar voru prestshjónin Björn O.
Björnsson og Guðríður Vigfúsdóttir. Þegar hún
var 7 ára gömul fluttist fjölskyldan á bæinn
Brjánslæk á Barðaströnd þar sem faðir hennar
var prestur í 3 ár. Árið 1935 fluttist fjölskyldan
á Höskuldsstaði á Skagaströnd og þar var faðir
hennar með stærðar kálgarð og stundaði ýmiss
konar ræktun ásamt prests- og ritstörfunum.
„Pabbi var mikill garð-
ræktarmaður og fékk
verðlaun fyrir kálgarðinn
sinn. Hann var með spínat,
hvítkál, rauðkál, salat og
ýmsar aðrar káltegundir í
garðinum og svo ræktaði
hann líka jarðarber sem
ekki var nú algengt í þá daga. Mamma var dug-
leg að elda úr öllu þessu káli. Hún bjó oft til sal-
at sem kallað var blaðsalat. Þá var sykri, rjóma
og sítrónusafa blandað saman og sett saman við
salatblöðin. Þetta þótti mér óskaplega gott. Ég
gerði þetta oft líka þegar ég fór að búa,“ segir
Ingibjörg.
Svo var það spínatmjólkin sem Ingibjörg hélt
mikið upp á. Þá var mjólkin soðin niður með
sykri, spínati og sítrónusafa og svo borðuð eins
og súpa. „Þetta var uppáhald okkar allra systk-
inanna. Þetta var gert til að fá okkur til að
borða meira grænmeti,“ segir Ingibjörg. Súr-
mjólk með kálblöðum ásamt sítrónusafa, rjóma
og ögn af sykri var líka minnisstæður réttur úr
barnæsku Ingibjargar.
Mamma hennar var alin upp í Skaftártung-
unni og þar var mjög mikið um silung í vötn-
unum og hann því notaður óspart. Því man Ingi-
björg mikið eftir soðnum silungi í sinni
barnæsku en fannst hann alltaf betri bakaður í
ofni eins og hún gerði hann sjálf seinna.
Fólk hætt að hafa sunnudagsmat
Á sunnudögum var alltaf betri matur eins og
tíðkaðist að sögn Ingibjargar. Þá var yfirleitt
lambakjöt í matinn, hryggur, læri, smásteik eða
svokallað kinda-ragú. „Allir fóru í betri fötin sín
á sunnudögum og farið var í kirkju. Þá hittist
fólk líka mikið og drakk saman kaffi. Þegar ég
byrjaði í mínum búskap var mikill gestagangur
á sunnudögum. Ég átti alltaf til eitthvert bakk-
elsi eins og sandkökur eða pönnukökur á
sunnudögum. Pönnukökur hafa alltaf verið í
fjölskyldunni. Aðalmálið er að hafa 4 egg í þeim
og hafa þær sem þynnstar,“ segir Ingibjörg.
Spurð um það hvort hún haldi að fólk í dag
haldi í sunnudagshefðina svarar Ingibjörg strax
neitandi. „Nú er sjónvarpið og alls konar hlutir
sem ekki voru til í þá daga. Ég held líka að fólk
heimsæki hvað annað minna í dag heldur en var
hér áður fyrr. Ég hef alla tíð klætt mig upp á á
sunnudögum og gert mig fína,“ segir Ingibjörg
brosandi.
Hélt hún myndi falla í
„frönskum vöfflum“
Ingibjörg fór í húsmæðraskóla eins og tíðkaðist
á þeim árum.
Hún segist hafa lært mikið í matseld þar en
einnig af móður sinni. Hún segir frá skemmtilegu
atviki frá húsmæðraskólavistinni sem situr alltaf
í henni. „Það vildi þannig til að ég var veik þegar
kennslan í frönskum vöfflum fór fram. Komið var
að prófum og við áttum að draga spjöld sem á
stóð hvaða rétti við áttum að elda eða baka. Ég
stóð í röðinni og hugsaði mér til skelfingar að ef
Morgunblaðið/Eggert
Fjórar kynslóðir eldað sama réttinn
Systurnar Jóhanna Guðríður og Ragnheiður Linnet með móður sinni Ingibjörgu Ragnheiði.
Ingibjörg Ragnheiður Björns-
dóttir er 91 árs og mikill mat-
gæðingur. Hún fór í hús-
mæðraskóla, borðaði mikið
grænmeti strax í barnæsku og
amma hennar eldaði fyrir
lækni kóngsins í Danmörku
rétt fyrir aldamótin 1900. Hún
og dætur hennar gefa upp-
skrift að aldargömlum rétti.
Bergþóra Jónsdóttir bej17@hi.is
’Amma var svo stress-uð og kveið svo fyrirað hitta drottninguna aðhún kastaði upp og fór svo
að gráta,“ segir Ingibjörg.
Kvenættleggur Ingibjargar samankominn til að boða danska frakkasé-réttinn. Frá vinstri: Auður
Katrín Björnsdóttir Linnet, Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ragnheiður
Linnet, Jóhanna Guðríður Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Ingibjörg Ragnheiður Björnsdóttir.