Feykir


Feykir - 26.11.2015, Page 14

Feykir - 26.11.2015, Page 14
2 01 51 4 Erla Guðrún Hjartardóttir býr á Hólum í Hjaltadal ásamt níu ára syni sínum, HlynI Sævari, fjórum hundum og einni kisu. Hún á einnig nokkur hross en hún segist ekki taka þau inn fyrr en í janúar og því engin sérstök jólahefð í kring um þau. Hlynur Sævar elskar hunda og ætlar einn daginn að rækta þá. -Við eigum boxer hund hann Acer sem er sjö ára, hann hefur verið með okkur frá átta vikna aldri. Honum finnst best að sofa fram að hádegi, kúra og hafa það kósý, þannig að honum finnst jólin rosa góður tími því þá er mikið kúrað. Svo eigum við líka boxer tík, hana MoChuisle sem er fjögurra ára og hefur verið með okkur frá sex vikna aldri. Hún var tekin frá móður sinni allt of snemma og í samstarfi við dýralækni bjargaði ég henni. Um ellefu vikna var hún með líkamlegan þroska á við fóstur og óvíst hvort hún myndi nokkurn tíma ná sér. Hún var á hvolpamjólk með sérstöku fóðri þangað til hún var eins árs. Hún er mjög spræk í dag en helmingi minni en hún ætti í raun að vera. Hún er alger orkubolti en finnst líka voða gott að kúra með okkur. Svo er hann Bósi fimm ára, hann er blanda af Sheffer og English Springer Spaniel, hann er búinn að vera með okkur síðan Acer, MoChuisle, Bósi, Rúbín og Kalypsó þeirra Erlu Guðrúnar Hjartardóttur, nema við Hólaskóla, og Hlyns Sævars á Hólum í Hjaltadal Kalypsó fær rjóma og hundarnir gotterí UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir hann var átta vikna. Hann passar mjög vel uppá mig og vill helst ekki víkja frá mér, kemur iðulega með mér á klósettið bara til öryggis. Hann er ótrúlega vinnuglaður og skemmtilegur karakter. Svo er hún Rúbín þriggja ára sem er blanda af Rottweiler og Siberian Husky en við fengum hana tólf vikna þegar parið, sem hún fór til átta vikna, var búið að gefast upp á henni. Hún er rosalega mannelsk og yndisleg, finnst langskemmtilegast að leika sér úti þegar það er mikill snjór. Því eru jólin yfirleitt mjög skemmtilegur tími fyrir hana. Allir hundarnir eru samt mikil kúrudýr og finnst ekkert betra en að kúrast uppí sófa með mér og syni mínum. Svo er það kisan okkar hún Kalypsó sem er átta ára en henni var bjargað af hafnarsvæðinu á Sauðárkróki þegar hún fannst þar ásamt systur sinni þegar þær voru ennþá blindar, hin systkinin voru dáin og væntanlega móðirin líka sem fannst aldrei. En henni var gefinn peli og kom svo til okkar um sex vikna og var áfram á pela þangað til um sex mánaða aldur. Hún er mjög smávaxin og halda margir að hún sé kettlingur þó hún sé orðin átta ára. Hún heldur að hún sé maður eða hundur og henni semur ekki við neinar aðrar kisur. Hún er rosalega sérstakur og skemmtilegur karakter, en líkar vel að vera með okkur og hundunum. Fyrir mér eru jólin tími til að vera með þeim sem mér þykir vænt um og mér finnst afar mikilvægt að hafa dýrin mín hjá mér því þau eru hluti af mér. Þannig að ég hef verið um jólin hjá Rannveigu systur minni eða mömmu minni því þar eru dýrin mín velkomin. Ég gef Kalypsó rjóma á aðfangadag og hundunum eitthvað gotterí. Þau fá öll litla pakka frá þeim nánustu og Hlynur Sævar sonur minn hjálpar þeim að opna pakkana sem innihalda yfirleitt eitthvað gott dýranammi eða dýraleikföng. Mér finnst ekkert betra en að eyða aðfangadagskvöldinu með son minn og dýrin mín í fanginu. Mannskaðaveðursins 1935 minnst að 80 árum liðnum Margir áttu um sárt að binda á jólunum 1935 Þann 14. desember nk. eru 80 ár liðin frá einu mesta mannskaðaveðri í manna minnum. Þann dag árið 1935 gerði skyndilegt áhlaupsveður um allt land, nema á Austfjörðum, með skelfilegum afleiðingum; 25 manns lágu í valnum, mikið eignatjón varð, fé fennti víða og hrakti í sjó og vötn. Þrír sveitabæir brunnu til kaldra kola og eitt hús á Siglufirði. Átta manns fórust í Skagafirði og eftir var samfélag í sorg. Atburðir þessa dags, og dagana á eftir, eru raktir í Sögu Sauðárkróks. Í bókinni segir að það hafi verið sjaldgæft að hægt hafi verið að stunda róður frá Sauðárkróki í desember en 1935 gaf oft á sjó því stormadagar voru óvenju fáir miðað við árstíma. Föstudaginn 13. desember var frostleysa og veður mjög kyrrt, en dimmt yfir. Fram kemur að sjómönnum hafi þótt einstætt að róa þessa nótt því framundan voru líklega landlegur og atvinnuleysi, eins og venjan var yfir vetrarmánuðina. Nokkrar skipsáhafnir bjuggust til róðra og héldu vélbátarnir Aldan, Baldur, Björgvin, Leiftur og Njörður út á milli klukkan 1 og 4 þessa nótt. Veðurspáin var slæm; vax- andi norðaustanátt með snjókomu en menn uggðu ekki að sér og þegar lagt var frá landi var lognið mikið, UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir svikalogn, eins og sagt var. Í frásögn Sveins Sölvasonar formanns á Baldri segir: „Við héldum svo af stað í land og ætluðum venju- lega leið grunnt inn með Reykjaströnd, en er við komum rétt inn fyrir Ing veldarstaðahólma, byrgir hann glennuna yfir Skagann, og þar sjáum við sjóina koma eins og risaháa garða norðan fjörðinn og stórhríð um leið með norðan hvassviðri. Ég hef aldrei fyrr né síðar vitað norðanveður koma svo snöggt. Það voru ekki tíu mínútur frá því sjór var ládauður, þar til kominn var stórsjór, hvassviðri og hríð.“ Veðrið skall á laust fyrir hádegi. Á Sauðárkróki var sagt að stórhríð hefði brostið á af norðri með geysilegum sjógangi í skjótri svipan, og þeyttist brimlöðrið upp um fremstu húsin. Þær fregnir tóku að berast um þorpið að trillubátar hefðu farið út um nóttina og hófst þegar mikill viðbúnaður við bryggjuna að taka á móti þeim. Baldur kom fljótlega Acer, MoChuisle, Hlynur Sævar og Bósi. MYND: ÚR EINKASAFNI að bryggju, um kl. 13:30, og gekk fljótt og vel að hífa bátinn upp á bryggjuna. Svo hófst ömurleg bið eftir hinum bátunum, mönnum skipað í vörð og rýnt út í sortann. Brimið og veðurofsinn jókst enn. Um þrjúleytið sást til báts úti fyrir sem hafði uppi segl, var það Leiftrið, bátur Pálma Sighvats. Hann hafði fengið á sig sjó og orðið vélarvana og var honum komið slysalaust upp á bryggju. Enn vantaði tvo báta, Ölduna og Njörð, og degi mjög tekið að halla. Veðrið færðist enn í aukana, raflínur slitnuðu niður svo að bærinn varð ljóslaus með öllu. Þegar ógerlegt var að halda ljósum lifandi á bryggjunni og innsiglingarljósum úti á Eyrinni var brugðið á það ráð að fara með tvo bíla á Borgarsand og látið ljós lifa á þeim. Þegar öðrum bílnum var snúið upp í veðrið gekk framrúðan inn. Alla nóttina stóðu menn á verði og gengu fjörur, fáir, ef nokkur, svaf þessa örlaganótt. Um eða laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnu- dagsins 15. desember geis- aði óveðrið enn og fór þá hópur manna niður að Vesturósi. Þar fannst fyrsti sjórekni hluturinn úr Nirði, kassi utan um áttavita, en næstu daga rak fleiri hluti úr bátnum en engan mann. Ljóst var að báturinn hafði farist. Veðrinu hafði slotað á mánudeginum. Eftir mikla leit fannst Aldan á svonefndu Hólmatagli, rifi norðaustur af Elínarhólma við Kolkuós. Hún hafði brotnað og sat aftasti hluti hennar þar en framhlutinn rekinn í Brimnesgili, ásamt líki hásetans Ásgríms Guðmundssonar frá Fagranesi. Lík hinna þriggja fundust í fjörunni niður undan Kolkuósi. Lík bátsverjanna var flutt til Sauðárkróks, nema Björns Sigmundssonar sem var flutt til ættingja á Hofsósi. Báturinn Blíðfari var sendur á eftir þeim og beið þeirra fjölmenni á bryggjunni á Sauðárkróki. Auk fyrrnefndra Ásgríms og Björns, fórust með Öldunni Magnús Hálf- dánarson frá Hólkoti á Reykjaströnd og Bjarni Sigurðsson formaður. Með Nirði fórust Sigur- jón Pétursson formaður, Margeir Benediktsson og Sveinn Þorvaldsson hásetar, Sveinn fór þennan túr í forföllum annars. Áður en óljóst var um afdrif Öldunnar, barst sú fregn, að Helgi Gunnarsson bóndi á Fagranesi, mágur Ásgríms, hefði orðið úti á leiðinni heim til sín óveðursnóttina. Um mennina er sagt að þeir hafi allir verið hinir vöskustu og á besta aldri, að undanskildum Ásgrími sem var liðlega fimmtugur. Ljóst er að óvenjumargir hafi átt um sárt að binda á jólunum 1935. Á gaml- árskvöld 1935 orti Ísleifur Gíslason: Þetta árið margir muna, mjöll og bárur ollu grandi, flakir í sárum fólk af bruna, falla tárin óstöðvandi. Blessaðu árin – bið eg hljóður – bægðu fári elds og hranna, þerraðu tárin, Guð minn góður, græddu sárin þjáðra manna. - - - - - Þann 13. desember nk. verður slyssins minnst í messu í Sauðárkrókskirkju. Heimild: Kristmundur Bjarnason (1973). Saga Sauðárkróks. Síðari hluti II. 1922-1948. Sauðárkrókur: Sauðárkrókskaupstaður Sauðárkrókur um 1930. MYND: HSK

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.