Feykir


Feykir - 26.11.2015, Side 15

Feykir - 26.11.2015, Side 15
1 52 01 5 Aðalgötu 14, Skr. S: 455 5544 Opið laugard. 28. nóv. frá kl. 10-17 Heitt súkkulaði og piparkökur Opið alla virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 10-16 Fyrsta sunnudag í aðventu kl. 13-15 Verið velkomin STÓRAR OG SMÁAR Gjafavara í miklu úrvali SOMPEX LED KERTI -MEÐ SJÁLFVIRKUM TÍMASTILLI LJÓSIÐ LIFIR Í KLUKKUSTUNDIR FREEMOVER -KERTASTJAKAR Gleðileg jól Óskum Skagstrendingum og nærsveitarfólki gleðilegra jóla, árs og friðar. Með þakklæti fyrir samskiptin á árinu. Sveitarfélagið Skagaströnd Túnbraut 1-3 • 545 Skagaströnd Sími: 455 2700 • www.skagastrond.is Sveitarfélagið Skagaströnd Við bjóðum uppá alhliða snyrtingu fyrir dömur og herra og fegrunarhúðflúrun. Sérbúnar gjafaöskjur fyrir dömur og herra á öllum aldri. Fallegt íslenskt handverk, klútar, herraslaufur, skartgripir og margt fleira. Dekraðu við þína nánustu og gefðu GJAFABRÉF í snyrtingu frá okkur. Sími: 571-4070 Aðalgata 4 550 Sauðárkrókurwww.facebook.com/Eftirlaeti Byrjaðu jólaundir- búninginn á sjálfum þér! Gísli Einarsson ritstjóri Landans og tengdasonur Skagafjarðar Tekur því illa ef aðrir þvælast fyrir í eldhúsinu -Eitt af því allra skemmtilegasta sem ég geri er að elda góðan mat. Skemmtilegast er það að sjálfsögðu þegar ég hef nógan tíma og get verið í eldhúsinu í nokkra klukkutíma að útbúa eina máltíð. Ég hef stundum sagt að þetta sé einskonar therapía því ég slappa hvergi betur af en í eldhúsinu. Það er ef ég fæ að vera í friði. Ég er nefnilega alræmdur fyrir það á mínu heimili að taka því mjög illa ef aðrir eru að þvælast fyrir mér, kíkja ofan í pottana eða yfirhöfuð að trufla einbeitinguna við eldamennskuna. – Tvískinnungurinn er sá að mér finnst stundum gaman að hafa félagsskap í eldhúsinu en það verður þá að vera á mínum forsendum! – Sjálfhverfara verður það ekki, það er nú bara þannig. Mikilvægara er samt að hafa góðan félagsskap við matarborðið og það er fátt sem jafnast á við að taka hálfan dag í að elda og nota svo allt kvöldið í að njóta matarins með góðu fólki. Ég er til dæmis í matarklúbbi sem í eru aðallega Skagfirðingar og svo Svarfdælingur og Húnvetningur til uppfyllingar. Það er ekki versti félagsskapur sem hægt er að hugsa sér. Ég ætla að koma með uppskriftir, að aðalrétti sem mér finnst nokkuð jólalegur þó öðrum finnist hann kannski skrítinn. Þetta er upphaflega áramótaréttur hjá mér. Grunnurinn í þessari uppskrift kemur reyndar úr gamalli uppskriftabók en ég tel mig vera búinn að gera þessa önd að minni. Í upphaflegu uppskriftinni þá átti að vera bláberjalíkjör sem ég átti ekki til. Ég átti hinsvegar bláberjasultu og síðan átti ég lögg af landa sem ég fékk senda frá manni sem ég þekki ekki neitt í ónefndri sveit á Austurlandi. Tilefnið var að ég var þá nýbyrjaður að stýra sjónvarpsþætti með sama nafni. Tekið skal fram að vodki gerir sama gagn. Önd í bláberjabruggi (FYRIR 4) Gísli í eldhúsinu heima í Borgarnesi. MYND: GUÐRÚN HULDA PÁLMADÓTTIR Hráefni: 4 andabringur salt og pipar 2 dl. timían vodki 4 dl bláberjasulta Aðferð: Vodka og bláberja- sultu blandað saman. Anda- bringurnar kryddaðar vel með salti, pipar og timían. Látnar liggja í bláberja- brugginu í 2-3 tíma við stofuhita. Brúnaðar á snarpheitri pönnu og síðan eldaðar í 15 mínútur í 180°C heitum ofni. Látnar standa í 5 mínútur og skornar í örþunnar sneiðar og bornar fram með klettasalati, feta- osti, bláberjasósu og sæt- kartöflumús. Sætkartöflumús: 4 sætar kartöflur 2 msk rjómaostur salt og pipar Aðferð: Karöflurnar afhýddar og soðnar. Stappaðar og kryddaðar með salti og pipar. Rjómaostinum bætt í og hitað í smástund. Sósa: ½ l lambasoð smjörbolla 1 msk balsamik edik 1 dl bláberjasulta salt, pipar og timían. þeyttur rjómi Aðferð: Sósan bökuð upp, ediki og bláberjasultu bætt við og í restina er slatta af þeyttum rjóma blandað varlega saman við. Verði ykkur að góðu. Uppskrift a la Gísli Einars Jólin koma... Sarah Holzem Húsey í Skagafirði Jólin byrja þegar ég er búin að fá pakka sendan frá mömmu minni í Þýskalandi með súkkulaðijólasveini, þýskum smákökum og stundum heimabökuðu Weihnachtsstollen. Svo finnst mér al- veg nauðsynlegt að hafa snjó um jólin. Stefán Ásgrímur Sverrisson Sauðárkróki Fyrir mér þarf tvennt til að jólin séu komin. Jólagjöfin handa frúnni þarf að vera komin í hús og svo fer maður í skötuveislu hjá björgunarsveitinni. Þá mega jólin koma fyrir mér. Annars er ég svo spes að ég get brostið í jólaskap og söng hvenær sem er ársins, það endist samt ekki lengi í einu sem betur fer.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.