Feykir


Feykir - 26.11.2015, Side 21

Feykir - 26.11.2015, Side 21
2 12 01 5 Smakkendur fengu ekki að vita hvað var í glösunum og gerði það leitina að jólabragðinu erfiðari og skemmtilegri. Óhemju mikil vinna var lögð í að finna jólabragðið 2015, en það fannst ekki í þetta skiptið. Hérnefndir bjórar skoruðu hæst í smökkuninni, þó lítið hafi farið fyrir jólabragðinu. UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Jólabjórinn kom í verslanir Vínbúðarinnar þann 13. nóvember sl. en jafnan er mikil eftirvænting hjá landanum að bragða á ölinu sem íslensku brugghúsin reiða fram í tilefni hátíðanna. Hin árlega jólabjórssmökkun Bjórseturs Íslands fór fram á Hólum seinni part nóvembermánaðar. Því miður voru ekki allir íslenskir jólabjórar komnir til „byggða“, þ.e.a.s. heim á Hóla, þegar smökkunin fór fram. Kom það þó ekki að sök, því smakkaðir voru tíu jólabjórar. Feykir fylgdist með „hávísindalegri“ smökkun dómnefndarinnar í Bjórsetrinu. Giljagaur (Borg) Bragð- og lyktarmikill með mikinn karakter. Passar á Þorláksmessu. 7,6/10 Einstök Doppelbock (Einstök/Viking) Bragðmesti maltbjórinn. Kara- mella. Litlu jólin. 7,3/10 Jólakaldi (Kaldi) Dökkur Kaldi er klassískur. 6,6/10 Smakkarar voru Guðmundur Björn Eyþórsson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Broddi Reyr Hansen og Þórhildur M. Jónsdóttir. MYNDIR: BÞ Fer lítið fyrir jólabragðinu þetta árið Bragðað á jólabjórum ársins 2015 Hátíðin gengur í garð með Gouden Carolus Christmas Leynisgestur kvöldsins var svo belgíski jólabjórinn Gouden Carolus Christmas. Bragðmikill bjór, kryddaður og sætur. Mikill anís, karamella og lakkrís. Það má kannski segja að hátíðin hafi gengið í garð.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.