Feykir


Feykir - 26.11.2015, Side 33

Feykir - 26.11.2015, Side 33
3 32 01 5 Af hvaða tegund er gæludýrið þitt og hvað heitir það? -Í dag eigum við einn hund. Hann er af tegundinni Dachshund (langhundur). Hann er síðhærður og heitir Týr. Ertu búin að eiga Tý lengi? -Týr er búinn að vera hjá okkur frá fæðingu svo það eru kominn fimm ár. Hann er sonur hundanna okkar Hómers og Nóru. Nóra býr núna hjá góðum vini okkar og Hómer, þessi elska, fór yfir regnbogabrúna fyrir ári síðan. Hafa skapast einhverjar sérstakar jólahefðir í kringum Tý, t.d. sér- stakur matur eða eitthvað sérstakt dekur? -Oftast er eldaður kjúklingur í matinn og jólabaðið er á sínum stað svo allir verði í sínu fínasta pússi þegar klukkan slær sex. Hvernig myndir þú lýsa aðfanga- degi hjá hundinum? -Týr elskar morgungönguna sína og byrjar sína aðfangadaga á morgungöngu, eins og aðra daga, enda er hún eitthvað sem bætir, hressir og kætir hvern hund og eiganda. Eina röskun fyrripart aðfangadags er að oftast koma jólasveinar í heimsókn. Týr er lítið hrifinn af því þegar þeir banka upp á með tilheyrandi gauragangi og söng sem okkur mannfólkinu finnst svo skemmtilegt. Týr tekur því svo rólega meðan mannfólkið í fjölskyldunni er að pússa sig upp fyrir kvöldið og slakur fram að jólaboði sem yfirleitt hefur verið hjá ömmu og afa. Flest undanfarin jól hafa verið fimm til sex hundar í jólaboðunum en í ár verða þeir líklega þrír til fjórir. Tý finnst spennandi að skoða pakkana undir jólatrénu og grafa aðeins í þeim, jólabangsar eru einnig spennandi og jólakjúklingurinn slær alltaf í gegn hjá mínum „manni“. Í lok aðfangadags endar hann oft undir „mjúkupakkahrúgunni“ enda elskar hann alla mjúku pakkana sem fjölskyldan fær. Hvernig kann hann að meta þessa fyrirhöfn? -Týr er nú lítið að kippa sér upp við nokkra fyrirhöfn sem við stöndum í yfir jólin svo framarlega sem að hann fær að taka þátt í þeim eins mikið og hann má. Hvað finnst fjölskyldumeðlimum um jólahefðir dýrsins? -Það er nú ótrúlega lítil fyrirhöfn fyrir jólahefðum Týs enda afspyrnu indæll hundur og þægilegur. Enginn í fjölskyldunni kippir sér upp við jólahefðir eða stúss í kringum hundana í fjölskyldunni enda allir vanir því að þeir fylgi og taki þátt í jólahaldinu með okkur. Flestir vita að við erum á kafi í hundunum, líka á jólunum. Eitthvað að lokum? -Við óskum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og munum að vera góð hvert við annað og dýrin líka. Út er komin barna- bókin Sokkaskrímslið en það er Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir sem er höfundur bókarinnar. Sagan er byggð á fjölskyldunni hennar, þar sem Adam Baltasar sonur hennar, er sögumaðurinn. „Hann býr í litlu krúttlegu húsi á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni þar sem einn daginn fara undarlegir hlutir að gerast - sokkarnir byrja að hverfa á svo undarlegan hátt. Þá kviknar spurningin um hvort það sé Sokka- skrímsli í húsinu,“ segir Íris um söguþráð bókarinnar. Íris er uppalin á Sauðárkróki, dóttir Sveinbjörns Ragnars- sonar, varðstjóra í lög- reglunni á höfuðborg- arsvæðinu og Maríu Lóu Friðjónsdóttur, rekstrarstjóra hjá Menn- ingarfélagi Akureyrar. Íris er búsett í Flórens á Ítalíu, ásamt eigin- manni sínum Friðrik Arilíussyni og tveim börnum af fimm. „Þrjú á ég sjálf og tvö fékk ég í „bónus“ með eiginmanninum, svo eigum við hundinn Trygg,“ segir hún glöð í bragði. Friðrik stundar nám í klassískum söng í Flórens og Íris er að ljúka BA námi í grafískri hönnun við háskóla þar í borg. S o k k a s k r í m s l i ð er fyrsta bók Írisar, alfarið unnin af henni, í sameiningu með Adam, en hugmyndin að henni kviknaði yfir notalegu „Mjög ýkt sannsöguleg saga“ VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Barnabókin Sokkaskrímslið er hugarfóstur mæðginanna Írisar Aspar Sveinbjörnsdóttur og Adams Baltasars Friðrikssonar Íris og Adam. MYND: ÚR EINKASAFNI kvöldspjalli fyrir svefn- inn. „Þegar Adam var að detta í fimm ára aldur vorum við að spjalla saman fyrir svefninn, sem maður gerir svo oft, og hann tekur mig með sér í sinn hugarheim. Umræðan fer í að ræða hversu undarlegt það sé að sokkarnir okkar hverfa alltaf annað slagið og uppúr þessu spjalli varð til þessi ýkta saga, byggð á sönnum heimildum sem ég skrifaði niður og ákvað að einhvern tímann myndi ég prenta hana út fyrir hann til að eiga. Svo verður hún einhvernvegin óvart að skúffufóðri,“ rifjar hún upp. Í fyrra var Íris í áfanga í skólanum þar sem hún átti að gera litla sögu frá A til Ö, þ.m.t. u p p s e t n i n g u , umbrot, teikningar, frágang og prentferli. „Þá sá ég tækifæri til að vinna hana alla leið, spýtti í lófana og kláraði 40 síðna söguna okkar Adams þar. Bókin fékk svo fínar undirtektir í skólanum af kennurum að ég fór að huga að því hvort hún ætti erindi inná fleiri krúttleg heimili…,“ segir hún. „Þetta er bók! Þetta er alvöru bók!“ Þar sem Adam er með- höfundur bókarinnar gegndi hann mikilvægu hlutverki við útgáfu hennar og hlaut titilinn listrænn stjórnandi bók- arinnar og teiknaði m.a. myndir í bókina. „Hann tók því starfi mjög alvar- lega. Ég held ég hafi teiknað hann fjórum sinnum í bókina áður en hann var sáttur við að þetta væri „nógu“ líkt sér. Honum fannst líka algjör fásinna að breyta nöfnunum okkar þótt við ætluðum að prenta hana fyrir almenning, svo það stóð, enda bókin byggð á fjölskyldunni okkar. Þetta er mjög ýkt- sannsöguleg saga,“ segir hún og hlær. Bókin er prentuð hjá Odda og kom út í nóvemberlok. Bókina er hægt að nálgast í gengum Írisi sjálfa en hún segist hafa tekið þá stóru ákvörðun að fara ekki með hana í gegnum forlögin þar sem það skilar litlu sem engu til höfunda. „Þar sem upplagið er ekki gígantískt þá verður hún seld í gegnum mig persónulega. Ég vinn nánast alla mína grafísku vinnu undir nafninu Punkland og er með heimasíðuna www.punkland.net, þar er hægt að senda inn skilaboð, eða á netfangið: punkland@ punkland.net. Nú eða finna mig persónulega eða Punkland á feis- bókinni“ Loks segir Íris standa upp úr að fylgjast með syni sínum sjá hvernig hugmynd geti orðið að veruleika. „Mér finnst skemmtilegast við allt ferlið að Adam sjái að fái maður hugmynd, þá er hægt að framkvæma hana og sjá hugmyndina fæðast. Þegar hann fékk fyrsta eintakið hélt hann á bókinni og sagði: „Þetta er bók! Þetta er alvöru bók!“ Það var mjög ánægjulegt.“ Týr þeirra Hönnu Þrúðar Þórðardóttur, eiganda Dýrakotsnammi, Guðmundar Guðmundssonar, Gunnþórs Tandra og Ísabellu Þrúðar á Sauðárkróki Lítið hrifinn af jólasveinum VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Týr elskar alla mjúku pakkana undir jólatrénu. Fjölskyldumynd við jólatréð. Frá vinstri: Gunnþór Tandri, Guðmmundur, Hanna Þrúður og Ísabella Þrúður sem heldur á Tý. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.