Feykir


Feykir - 26.11.2015, Page 37

Feykir - 26.11.2015, Page 37
3 72 01 5 Óskar Aron Stefánsson leikur á trompet, Björg Ingólfsdóttir spilar á harmóniku, Lilja Diljá Ómarsdóttir leikur á fiðlu og Davíð Einarsson spilar á saxafón. Áður en haldið var af stað sá Anna Lilja Guðmundsdóttir hársnyrtimeistari til þess að ungmennin væru fagurlega greidd. Það var síðan Gunnhildur Gísladóttir ljósmyndari frá Álftagerði sem stillti krökkunum upp og fangaði hvert augnablik af mikilli list. Ungmennin klæddust fötum frá Lindex. Feykir þakkar öllum hluteigandi kærlega fyrir hjálpina og ánægjulega stund í skóginum. Eitt lítið jólalag UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Tónlistarkrakkar í Jólablaði Feykis Í hugum flestra er tónlistin ómissandi hluti af jólahaldinu og þótti því vel við hæfi að fá ungt tónlistarfólk til að prýða forsíðu Jólablaðs Feykis í ár. Fjögur ungmenni voru fengin til að skella sér í skógræktina í Varmahlíð í síðustu viku og leika nokkur lög innan um iðagræn grenitrén. Davíð er 13 ára nemandi við Varmahlíðarskóla, sonur Einars Gunnarssonar og Írisar Olgu Lúðvíksdóttur í Flatatungu. Davíð hefur spilað á saxafón í fjögur ár og segir hann hafa orðið fyrir valinu því honum þykir saxafónn flottastur af öllum hljóðfærum. Skemmtilegast við hann sé hávaðinn og lætin sem hann gefur frá sér. Björg verður 12 ára í desember og er nemandi við Varmahlíðarskóla, dóttir Unnar Erlu Sveinbjörnsdóttur og Ingólfs Helgasonar á Dýrfinnustöðum. Björg hefur leikið á harmóniku í þrjú ár og valdi hana vegna þess að henni fannst það spennandi og svo líkar henni vel við tónlistarkennarann, Stefán R. Gíslason. Lilja Diljá er 10 ára nemandi við Varmahlíðarskóla, dóttir Ómars Bragasonar og Guðbjargar S. Sigfúsdóttur í Varmahlíð. Lilja Diljá hefur leikið á fiðlu frá fjögurra ára aldri og finnst það alltaf jafn gaman. Hún segir kennara sinn, Kristínu Höllu Bergsdóttur, vera frábæran kennara og alltaf skemmtilegt í spilatímum og á hljómsveitaræfingum. Óskar er 11 ára nemandi við Varmahlíðar- skóla, sonur Birgittu Sveinsdóttur og Stefáns G. Indriðasonar í Álfheimum. Óskar hefur leikið á kornett frá því í 1. bekk en þetta er annar veturinn sem hann leikur á trompet. Honum finnst gaman að spila á trompet en hann segir mikla tækni á bak við það og honum finnst gaman að glíma við hluti sem reyna á. Þá þykir honum hljóðfærið fallegt sem og hljómurinn.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.