Fréttablaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 10
Tryggingastofnun Laugavegi 114 | 105 Reykjavík Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is P IPA R \TB W A - S ÍA Niðurstöður endurreiknings greiðslna ársins 2017 verða birtar á Mínum síðum 22. maí. Nánar á tr.is Endurreikningur greiðslna ársins 2017 NÝR VALKOSTUR Í MÚRVÖRUM. FRÁBÆR ÞJÓNUSTA, GOTT VERÐ. Litað Design flot á verslanir, skrifstofur og heimili. Varanlegt gólfefni, mikill styrkur. Litir: hvítt, svart, ljósgrátt, milligrátt. LAPIS Síðumúla 27a, Reykjavík Sími 540 6500 lapis@lapis.is www.lapis.is Bandaríkin Tíu eru látnir og tíu særðir eftir að byssumaður réðst á Santa Fe-framhaldsskólann í Texas í Bandaríkjunum í gær. Tveir hafa verið handteknir í kjölfar árasarinn- ar. Annar þeirra, árásarmaðurinn, er 17 ára nemandi við skólann. Hinn er 18 ára nemandi við skólann sem talinn er vera vitorðsmaður árásar- mannsins. Að sögn lögregluyfirvalda notaði árásarmaðurinn skotvopn sem höfðu verið keypt löglega af föður hans. Þetta er í 22. skipti sem skoti er hleypt af með þeim afleiðingum að einhver særist eða deyr í banda- rískum skóla það sem af er ári. Það gerir rúmlega eitt skipti í hverri viku. Skemmst er að minnast þess þegar sautján voru myrt í árás Nikolas Cruz á Marjory Stoneman Douglas-skóla í Parkland í Flórída þann 14. febrúar síðastliðinn. Sú árás vakti, líkt og fjölmargar aðrar fjöldaskotárásir í Bandaríkjunum, mikla reiði og heyrðust háværar raddir þar sem nýrra og strangari laga um skot- vopnaeign var krafist. Lítið var þó aðhafst. Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna, sagðist vera sorgmæddur vegna árásarinnar. „Þetta hefur fengið að gerast of lengi. Í of mörg ár, of marga áratugi. Við hörmum þennan skelfilega missi og sendum samúðarkveðjur til allra þeirra sem þessi hrottalega árás snerti,“ sagði forsetinn. Bætti hann því við að ríkis- stjórnin stæði með fórnarlömbum og að hún væri staðráðin í að vernda nemendur og halda skotvopnum frá þeim sem gætu skaðað sjálfa sig og aðra. „Allir þurfa að vinna saman, á öllum stigum stjórnmálanna, að því að vernda börnin okkar. Megi guð lækna hina særðu og hugga hina sáru. Megi guð vera með fórnar- lömbum og fjölskyldum þeirra. Þetta er sorgardagur,“ sagði Trump enn fremur. „Þetta er það sem ég hef óttast frá því 14. febrúar, að önnur svona skot- árás yrði gerð áður en við gerðum eitthvað í málinu. Nú eru átta börn til viðbótar dáin og yfirvöld í Wash- ington hafa haldið að sér höndum og ekkert gert. Það er engin þörf á bænum, þörf er á aðgerðum og það strax,“ sagði Fred Guttenberg, sem missti dóttur sína Jaime í árásinni í Parkland, í gær. thorgnyr@frettabladid. is gretarthor@frettabladid.is Enn ein skotárásin í bandarískum skóla Tíu eru látnir og aðrir tíu særðir eftir skotárás í skóla í Texas. Tuttugasta og önnur árásin á árinu. Skotvopnin voru keypt löglega af föður árásarmannsins. Enn er deilt um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og aðgerða krafist. austur-kongó Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðar- ástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. Því er ljóst að ekki verður ráðist í takmarkanir á ferðalögum til og frá ríkinu enn sem komið er. Þann 8. maí síðastliðinn, að því er kemur fram í fundargerðinni, var WHO gert viðvart um að tvö til- felli af ebólu hefðu greinst í Bikoro í Equateur-fylki. Nú hafi tilfelli einn- ig greinst í Iboko og Mbandaka, borg sem telur rúma milljón íbúa. Alls hafi 45 tilfelli greinst á undan- förnum rúmum mánuði og 25 hafa látist, flestir í Bikoro. Að mati WHO valda einkenni ebólufaraldursins áhyggjum og er talin hætta á hraðri útbreiðslu þar sem smitið hefur nú náð til stór- borgar. Afar líklegt þykir sömuleiðis að sjúkdómurinn smitist út fyrir landa- mærin þar sem Mband aka stendur nærri Kongóá. Erfitt sé að koma í veg fyrir að faraldurinn breiðist út til nágrannalanda vegna lélegra inn- viða. Hins vegar tók WHO fram í fund- argerðinni að viðbrögð ríkisstjórnar Austur-Kongó og annarra hefðu verið snör og góð. Viðbrögðin gæfu ástæðu til þess að vona að fljótlega takist að ná stjórn á aðstæðum og þá boði gott að verið sé að undirbúa bólusetningu. – þea Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ebóla er hættuleg veirusýking. Nordicphotos/AFp ísrael Óhóflegu afli var beitt þegar Ísraelar réðust gegn mótmæl- endum á Gasasvæðinu með þeim afleiðingum að yfir hundrað Pal- estínumenn fórust. Þetta sagði Zeid Ra’ad al-Hussein, mannréttinda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær. Hussein sagði enn fremur að íbúar á Gasasvæðinu væru „hlekkjaðir við baneitrað skuggahverfi“ og að her- námi Ísraela á svæðinu yrði að ljúka. Samkvæmt BBC íhuga SÞ nú að kalla eftir óháðri rannsókn á því hvað fram fór á Gasasvæðinu. Greint hefur verið frá því að ísra- elskir hermenn drápu um sextíu Palestínumenn á mánudaginn en Palestínumenn hafa mótmælt við landamæravegg Ísraela á Gasa- svæðinu í sjö vikur. Um var að ræða mesta mannfall á einum degi á Gasasvæðinu frá stríðinu árið 2014. Mótmælin, kölluð „heimkomu- marsinn mikli“, snúast um að lýsa því yfir að Palestínumenn eigi rétt á því að snúa heim til landsins sem forfeður þeirra þurftu að flýja frá eftir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Það vilja Ísraelar ekki, hafa reyndar lengi útilokað slíka heimkomu, og telja að hryðjuverkamenn myndu nýta sér mótmælin til að komast til Ísraels og ráðast þar á almenna borgara. – þea Hernáminu verði að ljúka Samkvæmt BBC íhuga SÞ nú að kalla eftir óháðri rannsókn á því hvað fram fór á Gasasvæðinu. ted cruz ávarpaði viðstadda á blaðamannafundi í kjölfar árásarinnar. Nordicphotos/GEtty 1 9 . m a í 2 0 1 8 l a u g a r d a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D A -0 A 4 8 1 F D A -0 9 0 C 1 F D A -0 7 D 0 1 F D A -0 6 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.