Fréttablaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 84
Fyrir rúmri viku voru þing-kosningar í Írak. Kosið var í öll 328 sætin á löggjafar-samkomunni, þar sem fjöldi stjórnmálaflokka var í boði. Framboð eins manns vakti þó meiri athygli en flestra annarra. Tæplega fertugur sjónvarpsfréttamaður, Munt adhar al-Zaidi, tilkynnti á síðustu stundu að hann gæfi kost á sér og lét þess í leiðinni getið að hann stefndi að því að verða síðar forseti Íraks. Al-Zaidi hefur á liðnum árum starfað sem fréttamaður hjá sjón- varpsstöð í Líbanon og er þokka- lega kunnur í Miðausturlöndum fyrir störf sín á þeim vettvangi. Hann öðlaðist hins vegar heims- frægð í desember árið 2008, fyrir að vera maðurinn sem reyndi að kasta skónum sínum í George W. Bush Bandaríkjaforseta. Atvikið átti sér stað á blaðamannafundi og upp- tökur af því voru margendursýndar út um allan heim. Skókastarinn al-Zaidi fæddist og ólst upp í Sadr, úthverfi Bagdað, sem á þeim tíma var kennt við einræðis- herrann Saddam Hussein. Fátækt var mikil í hverfinu eða borgarhlut- anum og voru kommúnistar og aðrir stjórnarandstæðingar þar löngum áhrifamiklir. Foreldrar al-Zaidis voru pólitísk og máttu þau bæði sæta pyntingum af hálfu öryggislögreglu Saddams. Að loknu háskólanámi í blaða- mennsku hóf al-Zaidi árið 2005 störf fyrir fréttastöðina Al-Baghdadia, sem er í egypskri eigu en sendir út um allan arabaheiminn. Meginvið- fangsefni hans voru fréttir af óöld- inni í Írak í kjölfar hernáms Banda- ríkjamanna og bandalagsríkja þeirra árið 2003. Þar á meðal fjallaði hann um blóðug átök Bandaríkjahers í uppeldishverfinu Sadr, sem var um tíma ein helsta miðstöð andspyrnu- hreyfingarinnar. Í þeim átökum var Sadr lögð í rúst og miklar þjáningar leiddar yfir íbúana. Fréttamaður verður pólitískur Starf fréttamannsins á dögum óald- arinnar var háskalegt. Árið 2007 var al-Zaidi rænt af hópi stigamanna, sem héldu honum föngnum og hótuðu lífláti. Honum var þó sleppt eftir misþyrmingar, en fjölmargir starfsbræður hans sluppu ekki svo vel. Fullljóst má telja að ástæða mannránsins hafi verið áhrifamikl- ar fréttir al-Zaidi af fórnarlömbum borgarastríðsins og gagnrýni á fram- göngu hernámsliðsins. Eftir því sem fréttamaðurinn fékk gleggri mynd af stöðunni í heimalandi sínu, því andsnúnari varð hann innrásinni og bandarísku hersetunni. Síðla árs 2008 gafst honum svo óvænt tæki- færi til að tjá þá afstöðu sína með beinum hætti. George W. Bush heimsótti Írak um miðjan desember til að funda með Nouri al-Maliki þáverandi for- sætisráðherra landsins, sem gegnir nú um stundir embætti varaforseta. Þeir Bush og al-Maliki sátu fyrir svörum á blaðamannafundinum, þegar al-Zaidi, sem sat innan um aðra fréttamenn, snaraði sér úr öðrum skónum. Hann stóð upp og hrópaði á arabísku: „Þetta er kveðjukoss írösku þjóðarinnar til þín, hundurinn þinn!“ Því næst grýtti hann skónum í átt að forsetanum, sem vék sér fim- lega undan. Mikið fát kom á fréttamenn og öryggisverði, svo al-Zaidi gafst tími til að klæða sig líka úr hinum skónum og kasta á sömu leið. Aftur tókst Bush að beygja sig undan aðvífandi fótabúnaði og í bæði skiptin gerði al-Maliki sig líklegan til að slá skóna í burtu. Göntuðust Írakar með það í kjölfarið að forsætisráðherrann væri álitlegur valkostur í markvarðarstöð- una í fótboltalandsliðinu, miðað við tilþrifin. Þegar hér var komið sögu höfðu öryggisverðirnir raknað úr rotinu. Þeir stukku á al-Zaidi, börðu hann og drógu svo alblóðugan út úr fundar- salnum. Bush reyndi að láta ekki á neinu bera og sló á létta strengi með því að upplýsa fréttamenn um skóstærð árásarvopnsins og sagðist alvanur því að ókunnugt fólk sendi honum tóninn. Lét hann að því liggja að uppákoman væri ekki til marks um óvinsældir bandarísku innrásar- innar, heldur fremur vitnisburður um það lýðræði og tjáningarfrelsi sem henni hefðu fylgt. Fréttamyndirnar flugu hins vegar um víða veröld og hvarvetna veltu menn því fyrir sér hvað yrði um skó- kastarann frá Bagdað. Fyrstu sólar- hringana var óljóst hvar hann væri niðurkominn. Samtökin Amnesty International kröfðust svara um afdrif hans og fjöldi fólks krafðist lausnar hans á götum úti í Írak. Loks var al-Zaidi dreginn fyrir dómara sem fyrirskipaði að hann skyldi hafður í haldi þar til búið væri að rétta í máli hans. Vægan hlaut hann dóm? Al-Zaidi lýsti sig þegar reiðubúinn til að biðja forsætisráðherrann afsök- unar á að hafa kastað skó í átt til hans, en harðneitaði að gefa Banda- ríkjaforseta sambærilega afsökunar- beiðni. Hann sagði viðbrögð sín eðli- leg í ljósi glæpa Bandaríkjahers og þess skaða sem innrásin hefði valdið. Margir reyndust honum sammála og stuðningsyfirlýsingunum tók að rigna inn hvaðanæva úr heiminum. Vinnuveitandi al-Zaidis, egypska sjónvarpsstöðin, sagðist styðja sinn mann og sæi enga ástæðu til að biðj- ast afsökunar á framferði hans. Skó- kastið varð listamönnum innblástur. Myndlistarmaður nokkur í Írak útbjó risavaxinn gullhúðaðan skó til minningar um atvikið, sem yfir- völd létu raunar taka niður fljótlega. Á Indlandi var sviðsett leikverk sem fjallaði um skókastið. Eftirlíkingu af skónum var komið fyrir á safni í Bagdað og tyrkneskur skóframleið- andi græddi á tá og fingri á að selja skó sem taldir voru sömu gerðar og sá sem ætlaður var enni forsetans. Málið gegn al-Zaidi var tekið fyrir nokkrum mánuðum síðar og vakti það mikla athygli. Ýmsir óttuðust að hann yrði kærður fyrir alvar- lega líkamsárás eða tilræði og hefði hörð refsing legið við slíku. Einnig kom til greina að kæra hann fyrir móðgun við erlendan þjóðhöfð- ingja. Hámarksrefsing fyrir slíkt brot var þriggja ára fangelsi (sem er ekki nema helmingurinn af því sem liggur við slíku broti hér á landi). Fljótlega varð ljóst að írösk stjórn- völd höfði lítinn áhuga á að búa til píslarvott. Al-Zaidi hlaut þriggja ára fangelsi, sem var fáeinum vikum síðar mildað niður í eitt ár. Í septem- ber 2009 var honum sleppt úr haldi eftir níu mánaða afplánun, vegna góðrar hegðunar. Hafði hann sætt illri meðferð meðan á fangavistinni stóð og höfðu bæði bein og tennur brotnað í varðhaldinu. Ekki þurfti hann þó að kvíða atvinnuleysi, því fjölmiðlar víðs vegar úr arabaheim- inum slógust um að ráða hann í vinnu. Skófár meðal mótmælenda Skókastið leiddi líka af sér tísku- bylgju meðal andófsfólks í heim- inum. Næstu árin urðu fjölmargir stjórnmálamenn fyrir því að skóm var kastað í átt að þeim og í sumum tilvikum reyndust kastararnir hittn- ari en al-Zaidi. Að skipuleggja tákn- rænt skókast til að lýsa vanþóknun sinni á valdsmönnum varð sömu- leiðis vinsæl mótmælaaðferð. Var slíkt skókast til dæmis skipulagt í tengslum við ræðuhöld háttsetts Nató-foringja við Háskóla Íslands um árið. En uppákoman á blaðamanna- fundinum 2008 hafði fleiri afleið- ingar í för með sér. Hún varð til að mynda kveikjan að fjölmörgum greinum í vestrænum fjölmiðlum þar sem menningarlegt hlutverk skóbúnaðar í hugarheimi múslima var rætt. Mátti þar lesa miklar útskýr- ingar á því að í arabískri menningu væri skórinn talinn óhreinn, enda næst jörðinni og tilheyrði fótunum – óvirðulegasta hluta mannslíkamans. Í ljósi þessa væri það sérlega lítils- virðandi að kasta skóm sínum í átt að öðru fólki eða að sýna því undir skósóla sína. Voru þessi sannindi meðal annars tengd við þá siðvenju múslima að fara úr skónum þegar gengið er inn í mosku. Ekki þótti aröbum sjálfum mikið til þessarar rassvasamannfræði koma og veltu því fyrir sér hvort það þætti sérstakur vottur um vináttu og ástúð á Vesturlöndum að henda skóm í aðrar manneskjur? Óþarft væri að leita djúpra menningarlegra ástæðna fyrir því að al-Zaidi hefði klætt sig úr skónum og látið vaða í átt til Bush forseta: hann hafi einfaldlega gripið það sem var hendi næst og sem hægt var að koma í gegnum vopnaleitina fyrir fundinn. Þrátt fyrir allar bollaleggingarnar um táknræna stöðu skæða, er erfitt að finna sérstök rök fyrir því að mús- limar líti öðru fólki fremur á skótau sem skítugt eða vanheilagt fyrirbæri. Vilji fólk finna sögulega ástæður fyrir skókasti til að tjá pólitíska afstöðu þarf ekki að líta margar aldir aftur í tímann. Nóg er að hverfa aftur um fáein ár. Árið 2000 heimsótti ísraelski stjórnmálamaðurinn Ariel Sharon Musterishæðina í Jerúsalem. Var þar um augljósa ögrun í garð Pal- estínumanna að ræða, enda gat heimsóknin af sér blóðuga uppreisn sem Ísraelsher barði niður af mikilli grimmd. Fyrstu mótmælin brut- ust út sama dag og Sharon mætti, með mörghundruð þungvopnaða öryggisverði með í för. Varnarlausir mótmælendurnir stóðu andspænis brynjuklæddum Ísraelsmönnum og gripu þá sumir til þess ráðs að kasta lauslegu drasli og að lokum skónum af fótum sér. Í hugum margra varð það ein af áhrifamestu svipmyndum uppreisnarinnar: lítilmagninn sem lætur ekki bugast heldur mætir ofur- eflinu með skókasti. Og já, meðan ég man: Muntadhar al-Zaidi var í framboði fyrir sérkenni- legt kosningabandalag klerksins Muqtada al-Sadr og kommúnista. Hreyfingin varð óvæntur sigurvegari kosninganna og al-Zaidi náði kjöri. Kannski endar hann sem forseti eftir allt saman? Skósólunum er kastað! Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um nýja stjórnmála- stjörnu.   Á IndlandI var SvIð- Sett leIkverk Sem fjallaðI um SkókaStIð. George W. Bush sér í hvað stefnir á blaðamannafundi með þáverandi forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki. Nordic PhotoS Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má fi nna á www.geosilica.is 1 9 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R36 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D 9 -F 1 9 8 1 F D 9 -F 0 5 C 1 F D 9 -E F 2 0 1 F D 9 -E D E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.