Fréttablaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 82
Brasilíu hefur gengið frábærlega síðan Tite tók við þjálfun liðsins fyrir tveimur árum. Brassar fóru örugglega í gegnum undankeppnina og eru til alls lík- legir. Brasilía er með tvo frábæra markverði, sterka vörn, kraft- mikla miðju og afgerandi leik- menn í framlínunni. Það setur þó strik í reikninginn að Dani Alves verður ekki með vegna meiðsla og Neymar er sömuleiðis að stíga upp úr meiðslum. Sviss vann níu af 10 leikjum sínum í undankeppninni en þurfti samt að fara í gegnum umspil til að komast til Rússland. Svissneska liðið er þétt fyrir og reynslumikið. Bakverðirnir eru mikilvægir í sóknarleiknum en í fremstu víglínu er mest ábyrgð á Xherdan Shaqiri. Sviss komst í 16- liða úrslit á HM fyrir fjórum árum. Svisslendingar gætu endurtekið þann leik en fara varla lengra. 5 mörk hefur Brasilía fengið á sig í 19 leikjum undir stjórn Tites. 1 af síðustu sjö HM-leikjum sínum hefur Serbía unnið. 64 ár eru síðan Sviss komst síðast í 8-liða úrslit á HM. 2 sinnum í 4 tilraunum hefur Kosta Ríka komist upp úr sínum riðli á HM. Kosta Ríka kom öllum á óvart með því að komast í 8-liða úrslit á HM í Brasilíu. Kosta Ríka vann riðil sem innihélt einnig England, Ítalíu og Úrúgvæ og sló svo Grikkland út í 16-liða úr- slitunum. Mikilvægasti leikmaður kostaríska liðsins er markvörður- inn Keylor Navas sem skaust fram á sjónarsviðið í Brasilíu. Það verður erfitt fyrir Kosta Ríka að ná viðlíka árangri og 2014 og árangurinn í síðustu leikjum gefur ekki góð fyrirheit. Serbíu hefur gengið illa á síðustu stór- mótum sem liðið hefur komist á og ekki farið upp úr sínum riðli á HM síðan 1998. Serbar gerðu vel í undan- keppninni og unnu sinn riðil en hafa síðan skipt um þjálfara. Serbneska miðjan er sterk með Nemanja Matic sem besta mann. Í framlínunni mæðir mest á hinum óstýriláta Aleksandar Mitrovic sem þarf að eiga gott mót. HM í Rússlandi E-Riðill Þægilegt fyrir Brassa Þótt aðeins sex leik-menn séu í hópnum frá Heimsmeistaramótinu í heimalandinu árið 2014 er pressa á brasilíska landsliðinu að fara alla leið og svara fyrir smánarlegt 1-7 tap fyrir Þjóðverjum í undanúrslitunum fyrir fjórum árum. Var það versta útreið í sögu brasilíska landsliðsins og fyrsta tap brasilíska landsliðsins í keppnisleik á heimavelli í 29 ár. Gerðist það á heimavelli þegar það átti að fara alla leið og krækja í sjötta heimsmeistaratitilinn. Með því átti að svara fyrir tap gegn Úrúgvæ í úrslitaleiknum árið 1950 þegar tæplega 200.000 manns á Maracana- vellinum horfðu á gullið renna úr greipum Brasilíumanna. Breytt landslag Aðeins fjórir leikmenn sem voru í leikmannahóp Brasilíu árið 2014 fara með til Rússlands. Thiago Silva og Neymar voru fjarverandi gegn Þýskalandi en Willian, Paulinho, Fernandinho og Marcelo tóku þátt í verstu stund brasilískrar knatt- spyrnu. Luiz Scolari var gerður að sökudólg og var honum sagt upp og Dunga fenginn inn til að stýra liðinu aftur. Entist hann í stutta stund en honum var sagt upp eftir hörmulega frammistöðu í Copa America og undan keppni Heimsmeistaramótsins og Tite ráðinn inn en hann hafði stýrt liði Corinthians með góðum árangri. Í nítján leikjum hefur aðeins einn tapast, æfingaleikur gegn Argent- ínu, en Tite hefur tekist að mynda sterkan kjarna sem reiðir sig ekki eingöngu á einstaklingshæfileika Neymars og er óhætt að segja að það muni reynast hausverkur fyrir hvern sem er að stöðva brasilísku sóknar- línuna í Rússlandi í sumar. Við ræddum við Carinu Ávila, brasilískan íþróttafréttamann fyrir TV Globo sem er stödd á Íslandi en hún var send til Íslands til að fjalla um undirbúning Íslands fyrir Heimsmeistaramótið. „Það er alltaf gerð krafa í Brasilíu um að liðið vinni mótið. Lífið er allt annað undir Tite, fólkið í landinu var farið að hata Dunga og óttaðist að við myndum missa af Heims- meistaramótinu í fyrsta sinn í sög- unni,“ sagði Carina en Brasilía hefur verið meðal þátttakenda í hverju móti, allt aftur til ársins 1930. Fólk talar enn þá um tapið „Hann gjörbreytti spilamennsk- unni og úrslitin voru mun betri og hann varð um leið dáður í Brasilíu. Það er óhætt að segja að fólk sé komið með miklar væntingar fyrir mótið,“ sagði Carina og bætti við: „Þegar Neymar meiddist óttaðist fólk það versta en undir stjórn Tite unnum við Þýskaland án Ney- mars og það gefur þjóðinni meira sjálfstraust fyrir mótið. Það hefur oft einkennt liðið að ef stjarnan dettur út þá missir fólk vonina, Neymar er von Brasilíu en hann er sem betur fer búinn að ná sér. Stuttu síðar datt Dani Alves út og fólk hefur núna smá áhyggjur af því hvernig Tite leysir það.“ Hún segir að það sé einstök stemming sem komi yfir þjóðina þegar Heimsmeistaramótið hefst. „Það er frábært að vera í Brasilíu yfir Heimsmeistaramótið, allt í landinu snýst um mótið og fólk vinnur varla vinnuna sína og krakkarnir þurfa ekki að læra. Þegar þú kíkir inn í borgir eru þær eins og eyðimörk, það eru allir að fylgjast með. Jafn- vel þeir sem hafa engan áhuga á fótbolta, mamma mín er gott dæmi. Henni finnst fótbolti leiðinlegur en hún fylgist alltaf með Heims- meistaramótinu,“ sagði Carina en hún man vel eftir 1-7 leiknum. „Það er draugur sem ásækir brasil- íska landsliðið fyrir þetta mót, fólk er enn þann dag í dag sorgmætt og talar reglulega um þetta neyðarlega tap. Fólk er nokkuð bjartsýnt um að við getum svarað fyrir það með því að vinna bikarinn í ár.“ Ísland í uppáhaldi í Brasilíu Carina dvelst hér á landi og hefur gert allt frá því í byrjun mars en það tók töluvert annað veður á móti henni hér heldur en hún hefur vanist. Að hennar sögn er íslenska landsliðið afar vinsælt í Brasilíu eftir Evrópumótið 2016. „Þið eruð annað lið brasilísku þjóðarinnar, þegar við erum ekki að spila munum við fylgjast með og hvetja Ísland áfram. Sérstaklega þegar þið spilið fyrsta leikinn á móti erkifjendum okkar í Argentínu,“ sagði Carina hlæjandi og bætti við: „Íslenska liðið hreif í raun allan heiminn á EM, komu inn sem nýliðar og töpuðu ekki fyrr en í átta liða úrslitunum og slógu út England í leiðinni. Það vakti mikla athygli þar sem þið eruð ekki nema 340.000 manns, það eru hverfi stærri en það í stórborgum Brasilíu. Þetta er eins og afar lítið þorp í Brasilíu myndi bara fara á Heimsmeistaramótið. Íslensku leikmennirnir eru hetjur í Brasilíu.“ Hún kann vel við lífið á Íslandi eftir tvo og hálfan mánuð. „Það er mun meira jafnrétti hér á Íslandi og virðingin sem er borin fyrir konum er aðdá- unarverð, ég finn fyrir miklum áhuga á íþróttum og umfjöllun. Í Brasilíu snýst allt um karla- íþróttir, sérstaklega þegar kemur að fótbolta,“ sagði Carina sem kann vel við íslensku náttúruna. „Náttúran er ótrúlega falleg þó að það sé yfirleitt svolítið kalt,“ sagði hún hlæjandi að lokum. Draugurinn sem ásækir brasilíska landsliðið Brasilíska landsliðið í knattspyrnu mætir fullt sjálfstrausts til Rússlands í sumar. Undir stjórn Tite hefur aðeins einn leikur af síðustu sautj- án tapast. Brasilíska þjóðin er enn særð eftir neyðarlegt tap fyrir Þjóðverjum árið 2014 en með því að vinna bikarinn getur næsta kynslóð eytt þeim minningum. Kristinn Páll Teitsson kristinnpall@frettabladid.is 1 9 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R34 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D 9 -D D D 8 1 F D 9 -D C 9 C 1 F D 9 -D B 6 0 1 F D 9 -D A 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.