Fréttablaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 2
Veður Í dag verður hvasst í öllum lands- hlutum og þá sýnu hvassast á suðvesturhorninu. Þurrt verður að mestu á Norðurlandi, en í öðrum landshlutum verður dagurinn frekar blautur og má reikna með úrhellis- rigningu á Suðausturlandi um tíma. sjá síðu 44 Blautt hanami í Hljómskálagarðinum Á vorin, þegar kirsuberjatré eru í blóma, er japanskur siður að safnast saman í almenningsgörðum og dást að fallegu, bleiku blómunum blómstra. Siðurinn kallast hanami á japönsku. Undanfarin ár hefur íslensk-japanska félagið haldið árlegan hitting í Hljómskálagarðinum, svokallaðan hanami- hitting, til að dást að kirsuberjatrjánum sem gróðursett voru þar 2011. Í ár voru regnhlífar og hlífðarfatnaður staðalbúnaður. Fréttablaðið/sigtryggur suðurland „Mér finnst þetta van- virðing við þessar eldri konur,“ segir Anna Kr. Ásmundsdóttir, gjaldkeri orlofsnefndar húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, um afstöðu bæjar- ráðs Hveragerðis og bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum til greiðslu sveitar- félaganna í orlofssjóð húsmæðra. Sveitarfélög eiga að greiða vissa upphæð á hvern íbúa til orlofs- nefnda húsmæðra. Upphæðin er nú um 111 krónur á íbúa. Tólf sveitar- félög er á starfssvæði orlofsnefndar- innar í Árnes- og Rangárvallasýslu og greiða þau öll til nefndarinnar að Vestmannaeyjabæ undanskildum. Samtals nam greiðslan rúmlega 2,1 milljón króna í fyrra. Að venju sendi orlofsnefndin nýlega sveitarfélögunum skýrslu um starfsemina á liðnu ári. Þar er sagt frá ferð 53 kvenna sem vörðu fimm dögum á Hótel Vestmannaeyjum í september. Og eins og jafnan er bæjarráði Hveragerðis ekki skemmt: „Bæjarráð þakkar orlofsnefnd skilmerkilega skýrslu um greini- lega góð og skemmtileg ferðalög kvenna. Um leið er ekki annað hægt en að ítreka fyrri bókanir bæjarráðs um þá undarlegu tímaskekkju sem orlofsferðir sem þessar eru.“ Aðspurð um þessi viðhorf segir Anna þau vera vanvirðingu. „Við erum með konur sem eru á áttæðis-, níræðis- og tíræðisaldri og hafa unnið alla sína starfsævi án þess að hafa fengið greidd laun fyrir vinnu sínu og án þess að geta greitt í orlofssjóð. Á meðan þær eru á lífi þá eigum við ekkert að breyta þessu. Þetta var sett í lög einmitt af því að þessar konur höfðu ekki tök á því að fara eitt eða neitt,“ segir hún. Það setti sinn svip á Vestmanna- eyjaferðina að vegna veðurs og sjólags þurfti að fljúga með allan hópinn í fimm manna skömmtum frá Landeyjum. Þessar flugferðir voru skipulagðar á síðustu stundu, meðal annars með dyggri aðstoð hótelstjórans á Hótel Vestmanna- eyjum sem á miklar þakkir skildar að sögn Önnu. „Þetta var algjört ævintýri. Ég hitti eina konu bara í síðustu viku sem knúsaði mig og sagði að þetta hefði verið skemmtilegasta ferð sem hún hefði farið í,“ segir Anna. Margt var brallað í Eyjum. „Þær eru svo þakklátar en svo eru þær með bull- andi samviskubit vegna þessarar umræðu – finnst þeim þær kannski ekkert eiga þetta inni. Mér finnst þetta ömurleg framkoma.“ Bæjarráð Hveragerðis segir að tregða Alþingis til að afnema orlof húsmæðra sé algjörlega óskiljanleg. „Slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar.“ gar@frettabladid.is Húsmæður þakklátar en sakbitnar í orlofinu Bæjarráð Hveragerðis gagnrýnir enn að sveitarfélög séu skylduð til að greiða til húsmæðraorlofs. Gjaldkeri orlofsnefndar í Árnes- og Rangárvallasýslu segir féð renna til orlofs kynslóða kvenna sem ekki hafi fengið greitt fyrir sína vinnu. Fimm klukkutíma tók að selflytja hópinn til Eyja með flugi frá bakkaflugvelli þar sem beðið var í rólegheitum í flugstöðinni. Mynd/anna Kr. ÁsMundsdóttir Þær eru svo þakk- látar en svo er þær með bullandi samviskubit vegna þessarar umræðu – finnst þeim þær kannski ekkert eiga þetta inni. Anna Kr. Ásmundsdóttir, gjaldkeri orlofsnefndar húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu Nánari upplýsingar á www.bsv.is eða bsv@bsv.is og í síma 571 4000 · Tengist símanum með Bluetooth. · HQ voice hljómgæði með „noice cancellation“ Handfrjáls búnaður í bílinn. Sekt fyrir að tala í símann undir stýri án handfrjáls búnaðar er 40.000 kr. kosningar Af átján sem skráðu lög- heimili sitt í Árneshreppi á tveimur vikum fyrir 5. maí hafa ellefu nú misst skráninguna eftir yfirferð Þjóðskrár. „Þessir einstaklingar eru ekki taldir hafa fasta búsetu í skilningi lögheim- ilis laga,“ segir Ástríður Jóhannes- dóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá. Einn til viðbótar dró skráninguna til baka. Sex mál sem eftir standa verða afgreidd eftir helgi. Búast má við að hrepps- nefnd ákveði samsvarandi fækkun á kjörskrá fyrir kosningarnar eftir viku. Að sögn Ástríðar er það ekki rétt sem haft var eftir varaoddvita Árnes- hrepps í blaðinu í gær að það hefði verið að kröfu Þjóðskrár sem hrepps- nefndin samþykkti kjörskrá með sér- stökum fyrirvara. Hafi menn athuga- semdir við kjörskrá sem nú liggur frammi eigi þær að berast sveitar- stjórn, ekki Þjóðskrá. – gar Tólf missa lögheimilið í hreppnum Kosningin fer fram í félagsheimilinu í trékyllisvík. Fréttablaðið/stEFÁn viðskipti Icelanda ir Group ætlar að hefja söluferli á hótelum undir merkj- um Icelandair og fasteignum sem til- heyra. Félagið sendi tilkynningu til Kauphallarinnar í gær. Icelandair Group rekur 13 hótel undir merkjum Icelandair hótela og Hótels Eddu. Um er að ræða 1.937 her bergi og stefnt er að opn un nýs hót els við Aust ur völl árið 2019. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að fé lagið ætli að skerpa frek ar á kjarn a starf semi fé- lags ins, alþjóðaflug starf sem inni. „Þar ætl um við að fjár festa í frek ari vexti fé lags ins, í sta f ræn um lausn um, auk- inni sjálf virkni og nýj um flug vél um.“ Samhliða þessu hefur verið ákveðið að dótt ur fé lög in Ice land Tra vel og VITA verði hluti af kjarn a starf semi Icelanda ir Group. – ósk Icelandair setur hótelin á sölu 1 9 . m a í 2 0 1 8 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 9 -D 3 F 8 1 F D 9 -D 2 B C 1 F D 9 -D 1 8 0 1 F D 9 -D 0 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.