Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 48
Ascent er stærsti
bíll sem Subaru
hefur nokkurn tíma
framleitt og er með
þremur sætaröðum.
Í einu samsetningarverksmiðju Subaru utan Japans, sem stað-sett er í Lafayette í Indiana-ríki Bandaríkjanna, kom fyrsti Subaru Ascent jeppinn
af færiböndunum fyrir skömmu.
Ascent er stærsti bíll sem Subaru
hefur nokkurn tíma framleitt, en
hann er með þremur sætaröðum
og kemur á markað með 7 sæta og 8
sæta útfærslum. Subaru hefur þegar
gefið upp verð bílsins og í ódýrustu
útgáfu hans kostar hann aðeins
32.970 dollara, eða um 3,3 milljónir
króna. Munu fyrstu afhendingar
á jeppanum hefjast í júní. Subaru
framleiðir einnig Legacy og Outback
bíla sína í verksmiðjunni í Lafa-
yette og framleiddi 364.000 eintök
af þeim þar í fyrra og selur grimmt
af þeim vestanhafs. Það met verður
væntanlega rækilega slegið með
þessa viðbót Ascent jeppans í ár og
áætlanir Subaru hljóða upp á fram-
leiðslu á meira en 400.000 bílum í
verksmiðjunni þetta árið.
680.000 bíla sala
í Bandaríkjunum
Subaru framleiddi Tribeca jeppa
sinn einnig í Lafayette, en hætti
framleiðslu hans snemma árs 2014.
Subaru áætlar að selja 680.000 bíla
í Bandaríkjunum í ár og yrði það
tíunda árið í röð sem Subaru eykur
sölu sína í Bandaríkjunum. Þeir
bílar sem Subaru selur í Bandaríkj-
unum og eru ekki framleiddir í Lafa-
yette eru innfluttir frá Japan. Sub-
aru þurfti að bæta við 200 nýjum
störfum í Lafayette með viðbót
Ascent jeppans og þurfti að upp-
færa verksmiðjuna með 140 milljón
dollara fjárfestingu, eða sem nemur
14 milljörðum króna. Hætt er við
því að Ascent jeppinn rati ekki að
ströndum Íslands þar sem hann er
í fyrstu eingöngu hugsaður til sölu í
Bandaríkjunum.
Fyrsti Subaru Ascent
jeppinn af færiböndunum
Fyrsti Ascent jeppi Subaru kominn af færiböndunum í Lafayette.
Eitt af þeim efnum sem nauðsyn-leg eru til framleiðslu á lithium ion rafhlöðum, sem notaðar
eru í rafmagnsbíla, er kóbalt. Ástæða
er þó til að hafa áhyggjur af skorti á
þessu efni því framleiðsla nú hefur
vart undan eftirspurn og stórauknar
áætlanir um framleiðslu rafmagns-
bíla auka bara á þær áhyggjur. Of
fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið
til skjalanna á síðustu árum og þarf
verulega að slá í bikkjuna til að
tryggja nægt framboð og er búist við
skorti á kóbalti upp úr árinu 2020 ef
ekki verður farið í stórtækan nýjan
námugröft eftir kóbalti.
Þetta ástand hefur leitt til mikilla
verðhækkana á kóbalti og hefur verð
þess nær þrefaldast á síðustu tveimur
árum. Ríflega tveir þriðju framleiðslu
kóbalts í heiminum eru í Afríkurík-
inu Kongó. Því hefur verið spáð að
verð rafmagnsbíla verði orðið jafn-
lágt og á bílum með brunavélar um
miðjan næsta áratug, en hækkandi
verð á kóbalti og skortur gætu breytt
þeirri spá. Góð sala rafmagnsbíla
undanfarið í Kína, stærsta bílamark-
aði heims, sem og víðar um heiminn
hefur aukið á þessar áhyggjur.
Kóbaltskortur gæti hamlað
rafhlöðuframleiðslu
Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum.
Suður-Afríka er það land Afríku þar sem flestir bílar eru fram-leiddir en ársframleiðslan í fyrra
nam 600.000 bílum og flestir þeirra
voru fluttir út úr landinu. Toyota,
Ford, Volkswagen, Nissan, BMW og
Bejing Automotive eru með verk-
smiðjur í landinu og eru yfirvöld í
Suður-Afríku nú í viðræðum við sum
þessara fyrirtækja með það markmið
að tvöfalda framleiðslu bíla í landinu
og hefur boðið þeim skattaafslætti í
því augnamiði. Fyrirætlanir yfirvalda
í landinu eru hástemmdar og stendur
vilji til þess að meira en tvöfalda fram-
leiðsluna til ársins 2035 og framleiða
þá 1,5 milljónir bíla. Mikill vöxtur er
nú í bílaframleiðslu í Surður-Afríku
og er búist við því að hún muni verða
850.000 bílar árið 2020.
Ef áætlanir yfirvalda í Suður-Afríku
ganga eftir um tvöföldun framleiðsl-
unnar verða starfsmenn sem vinna
við bílaframleiðslu orðnir 225.000 og
munar um minna í landi sem glímir
við atvinnuleysi. Vandi bílaframleið-
endanna sem framleiða bíla í Suður-
Afríku er vegalengdin á sölumarkaði
en að meðaltali þarf til dæmis að
flytja þá bíla BMW sem framleiddir
eru í landinu um 9.000 kílómetra leið.
Því þarf að vera býsna hagkvæmt að
framleiða BMW bíla í Suður-Afríku til
að réttlæta mikinn flutningskostnað.
Bílaframleiðslan skiptir efnahagslífið
í landinu miklu máli en sjö prósent
af virði allrar framleiðslu í landinu
eru bílar. BMW hefur nýlega varið
49 milljörðum króna í nýja bílaverk-
smiðju norður af Pretoríu og í síðasta
mánuði hófst þar framleiðsla á BMW
X3 jepplingnum. Uppbygging stendur
einnig yfir hjá Volkswagen og Nissan
og var tekin ákvörðun um aukna
framleiðslu þeirra beggja í landinu
árið 2015.
Suður-Afríka vill tvöfalda
bílaframleiðsluna
Bílar settir saman í Suður-Afríku.
HÆTT ER VIÐ ÞVÍ AÐ
ASCENT JEPPINN RATI EKKI AÐ
STRÖNDUM ÍSLANDS ÞAR SEM
HANN ER Í FYRSTU EINGÖNGU
HUGSAÐUR TIL SÖLU Í BANDA-
RÍKJUNUM.
WOLFSBURG LYON
2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R28 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR
2
4
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
E
3
-3
6
1
0
1
F
E
3
-3
4
D
4
1
F
E
3
-3
3
9
8
1
F
E
3
-3
2
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K