Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 48
Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkurn tíma framleitt og er með þremur sætaröðum. Í einu samsetningarverksmiðju Subaru utan Japans, sem stað-sett er í Lafayette í Indiana-ríki Bandaríkjanna, kom fyrsti Subaru Ascent jeppinn af færiböndunum fyrir skömmu. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkurn tíma framleitt, en hann er með þremur sætaröðum og kemur á markað með 7 sæta og 8 sæta útfærslum. Subaru hefur þegar gefið upp verð bílsins og í ódýrustu útgáfu hans kostar hann aðeins 32.970 dollara, eða um 3,3 milljónir króna. Munu fyrstu afhendingar á jeppanum hefjast í júní. Subaru framleiðir einnig Legacy og Outback bíla sína í verksmiðjunni í Lafa- yette og framleiddi 364.000 eintök af þeim þar í fyrra og selur grimmt af þeim vestanhafs. Það met verður væntanlega rækilega slegið með þessa viðbót Ascent jeppans í ár og áætlanir Subaru hljóða upp á fram- leiðslu á meira en 400.000 bílum í verksmiðjunni þetta árið. 680.000 bíla sala í Bandaríkjunum Subaru framleiddi Tribeca jeppa sinn einnig í Lafayette, en hætti framleiðslu hans snemma árs 2014. Subaru áætlar að selja 680.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og yrði það tíunda árið í röð sem Subaru eykur sölu sína í Bandaríkjunum. Þeir bílar sem Subaru selur í Bandaríkj- unum og eru ekki framleiddir í Lafa- yette eru innfluttir frá Japan. Sub- aru þurfti að bæta við 200 nýjum störfum í Lafayette með viðbót Ascent jeppans og þurfti að upp- færa verksmiðjuna með 140 milljón dollara fjárfestingu, eða sem nemur 14 milljörðum króna. Hætt er við því að Ascent jeppinn rati ekki að ströndum Íslands þar sem hann er í fyrstu eingöngu hugsaður til sölu í Bandaríkjunum. Fyrsti Subaru Ascent jeppinn af færiböndunum Fyrsti Ascent jeppi Subaru kominn af færiböndunum í Lafayette. Eitt af þeim efnum sem nauðsyn-leg eru til framleiðslu á lithium ion rafhlöðum, sem notaðar eru í rafmagnsbíla, er kóbalt. Ástæða er þó til að hafa áhyggjur af skorti á þessu efni því framleiðsla nú hefur vart undan eftirspurn og stórauknar áætlanir um framleiðslu rafmagns- bíla auka bara á þær áhyggjur. Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum og þarf verulega að slá í bikkjuna til að tryggja nægt framboð og er búist við skorti á kóbalti upp úr árinu 2020 ef ekki verður farið í stórtækan nýjan námugröft eftir kóbalti. Þetta ástand hefur leitt til mikilla verðhækkana á kóbalti og hefur verð þess nær þrefaldast á síðustu tveimur árum. Ríflega tveir þriðju framleiðslu kóbalts í heiminum eru í Afríkurík- inu Kongó. Því hefur verið spáð að verð rafmagnsbíla verði orðið jafn- lágt og á bílum með brunavélar um miðjan næsta áratug, en hækkandi verð á kóbalti og skortur gætu breytt þeirri spá. Góð sala rafmagnsbíla undanfarið í Kína, stærsta bílamark- aði heims, sem og víðar um heiminn hefur aukið á þessar áhyggjur. Kóbaltskortur gæti hamlað rafhlöðuframleiðslu Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum. Suður-Afríka er það land Afríku þar sem flestir bílar eru fram-leiddir en ársframleiðslan í fyrra nam 600.000 bílum og flestir þeirra voru fluttir út úr landinu. Toyota, Ford, Volkswagen, Nissan, BMW og Bejing Automotive eru með verk- smiðjur í landinu og eru yfirvöld í Suður-Afríku nú í viðræðum við sum þessara fyrirtækja með það markmið að tvöfalda framleiðslu bíla í landinu og hefur boðið þeim skattaafslætti í því augnamiði. Fyrirætlanir yfirvalda í landinu eru hástemmdar og stendur vilji til þess að meira en tvöfalda fram- leiðsluna til ársins 2035 og framleiða þá 1,5 milljónir bíla. Mikill vöxtur er nú í bílaframleiðslu í Surður-Afríku og er búist við því að hún muni verða 850.000 bílar árið 2020. Ef áætlanir yfirvalda í Suður-Afríku ganga eftir um tvöföldun framleiðsl- unnar verða starfsmenn sem vinna við bílaframleiðslu orðnir 225.000 og munar um minna í landi sem glímir við atvinnuleysi. Vandi bílaframleið- endanna sem framleiða bíla í Suður- Afríku er vegalengdin á sölumarkaði en að meðaltali þarf til dæmis að flytja þá bíla BMW sem framleiddir eru í landinu um 9.000 kílómetra leið. Því þarf að vera býsna hagkvæmt að framleiða BMW bíla í Suður-Afríku til að réttlæta mikinn flutningskostnað. Bílaframleiðslan skiptir efnahagslífið í landinu miklu máli en sjö prósent af virði allrar framleiðslu í landinu eru bílar. BMW hefur nýlega varið 49 milljörðum króna í nýja bílaverk- smiðju norður af Pretoríu og í síðasta mánuði hófst þar framleiðsla á BMW X3 jepplingnum. Uppbygging stendur einnig yfir hjá Volkswagen og Nissan og var tekin ákvörðun um aukna framleiðslu þeirra beggja í landinu árið 2015. Suður-Afríka vill tvöfalda bílaframleiðsluna Bílar settir saman í Suður-Afríku. HÆTT ER VIÐ ÞVÍ AÐ ASCENT JEPPINN RATI EKKI AÐ STRÖNDUM ÍSLANDS ÞAR SEM HANN ER Í FYRSTU EINGÖNGU HUGSAÐUR TIL SÖLU Í BANDA- RÍKJUNUM. WOLFSBURG LYON 2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R28 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR 2 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E 3 -3 6 1 0 1 F E 3 -3 4 D 4 1 F E 3 -3 3 9 8 1 F E 3 -3 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.