Morgunblaðið - 02.10.2017, Side 8

Morgunblaðið - 02.10.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag. OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkumætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Fæst í öllum helstu apótekum landsins. Það er ótrúlegt sem fólk leyfirsér á samfélagsmiðlum. Björn Bjarnason hafði skrifað færslu um RÚV og lýsir svo samskiptum sín- um við einn samfélagsskríbentinn með þessum orðum:    Skömmu eftir aðþetta birtist gerði mér ókunnug kona Pálína Helga Þórarinsdóttir þessa athugasemd: Björn þarf að læra hobbý fyrir gamalmenni.    Björn Bjarnason: Pálína HelgaÞórarinsdóttir, þakka þér um- hyggjuna og málefnaleg viðbrögð, er þetta hobby ekki eins gott og hvert annað? Er það bara fyrir ákveðinn aldursflokk?    Pálína Helga Þórarinsdóttir:Sæll Björn, ég var alveg með- vituð um að innlegg mitt var niðr- andi þegar ég setti það inn. Mín skoðun er sú að þú hafir fengið góðan tíma og svigrúm á op- inbera sviðinu til að tjá skoðanir þínar og nú sé mál að færa þær inn á einkasviðið og gefa öðrum orðið.    Björn Bjarnason: Er opinberasviðið aðeins fyrir ákveðna aldurshópa? Ný tegund ritskoð- unar? Eða má ég ekki fjalla um rík- isútvarpið? Hvaða aldurshópur á að ráða opinbera sviðinu? Í mínum huga er skoðun þín aðeins til marks um nauðsyn þess að herða sóknina í anda frjálslynds lýðræðis, ég þarf sem betur fer ekki leyfi þitt til þess.    Pálína Helga Þórarinsdóttir: Ein-mitt, þú vilt ekki skilja, ég skil það. Hefur ekkert með lífaldur að gera.“    Verst er svo að þessi dónahegðunsmitast óhjákvæmilega inn í raunheima. Björn Bjarnason Dónaskapur og þöggunartilburðir STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.10., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 8 skýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 9 rigning Ósló 12 rigning Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 12 léttskýjað Helsinki 8 skýjað Lúxemborg 14 þoka Brussel 15 rigning Dublin 15 skýjað Glasgow 14 skúrir London 16 súld París 15 alskýjað Amsterdam 16 alskýjað Hamborg 16 léttskýjað Berlín 14 skýjað Vín 15 heiðskírt Moskva 4 alskýjað Algarve 24 heiðskírt Madríd 19 heiðskírt Barcelona 21 skýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 19 þoka Aþena 17 léttskýjað Winnipeg 17 alskýjað Montreal 13 léttskýjað New York 17 heiðskírt Chicago 16 heiðskírt Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:41 18:54 ÍSAFJÖRÐUR 7:48 18:57 SIGLUFJÖRÐUR 7:31 18:39 DJÚPIVOGUR 7:11 18:23 Tónleikum rapparans Future, sem fara áttu fram í Laugardalshöll næsta sunnudag, hefur verið af- lýst. Þetta staðfestir Ísleifur Þórhallsson, tónleika- haldari hjá Senu, í samtali við Morgunblaðið. Miða- hafar hafa þegar fengið endurgreitt inn á kortið sitt. Ísleifur segir margt spila inn í ákvörðunina en viðurkennir að miðasalan hefði mátt ganga betur. „Ef miðasalan hefði verið frábær hefðum við lík- lega haldið tónleikana.“ Þó sé um sameiginlega ákvörðun Senu og umboðsmanna rapparans að ræða. Future er einn vinsælasti rappari heims um þessar mundir en hann hefur unnið með fjölda þekktra listamanna, svo sem Rihönnu og kanadíska hjartaknúsaranum Drake. Í febrúar gaf hann út tvær plötur, HNDRXX og Future, og vermdu þær báðar efsta sæti bandaríska Billboard-listans um stund. Hann er nú á tónleikaferðalagi um Vesturlönd og hugðist troða upp á Íslandi milli þess sem hann spilar í Bandaríkjunum og Evrópu. Til stóð að ein- valalið rappara hitaði upp fyrir kappann: Aron Can, Emmsjé Gauti, JóiPé og Króli. alexander@mbl.is Tónleikum Future á Íslandi aflýst  Rapparinn hugðist troða upp í Laugardal Ljósmynd/Sena Víðförull Future er á ferðalagi um Vesturlönd. Þrír umsækjendur eru um embætti prests heyrnarlausra en embættið var auglýst laust til umsóknar hinn 22. ágúst sl. Umsækjendur eru: Helga Kol- beinsdóttir guðfræðingur, séra Kristín Pálsdóttir og María Gunn- arsdóttir guðfræðingur. Umsóknarfrestur um embættið rann út 28. september sl. Biskup Ís- lands skipar í það frá 1. nóvember nk. til fimm ára. Umsóknir fara nú til umfjöllunar matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar mun biskup Íslands taka ákvörðun um hvern umsækjenda skuli skipa. sisi@mbl.is Þrjár sækja um embætti prests Morgunblaðið/Eggert Stefna Prestar ganga til presta- stefnu í Digraneskirkju í fyrra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.