Morgunblaðið - 02.10.2017, Side 10

Morgunblaðið - 02.10.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 STARFSGETUMAT staða og næstu skref Morgunfundur VIRK starfsendurhæfingarsjóðs og Öryrkjabandalags Íslands Grand Hótel 4. október kl. 8.30-12.00 DAGSKRÁ F ÁVARP Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra F COMPARISON AND DEVELOPMENT OF WORKABILITY ASSESSMENT IN EUROPE (Þróun starfsgetumats í Evrópu) Gert Lindenger, forseti EUMASS F STARFSGETUMAT – REYNSLAN Í ÖÐRUM LÖNDUM Eiríkur Smith, fötlunarfræðingur F STARFSGETUMAT EÐA ÖRORKUMAT? Hans Jakob Beck, yfirlæknir VIRK F VIRKT SAMFÉLAG – tillögur ÖBÍ að heildstæðu kerfi starfsgetumats og framfærslu á grundvelli þess Ellen Calmon, formaður ÖBÍ F PALLBORÐSUMRÆÐUR FUNDARSTJÓRI Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐGANGUR ÓKEYPIS en skrá skal þátttöku á virk.is eða obi.is Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Það má nú segja að þarna hafi verið fátt sem kom á óvart,“ segir Jón Þór Ólason, hdl. og lektor í refsirétti við Háskóla Íslands, spurður álits um niðurstöðu og forsendur Héraðs- dóms Reykjaness sem dæmdi Thom- as Fredrik Møller Olsen í nítján ára fangelsi á föstudag. „Þetta vekur auðvitað eftirtekt enda eru mjög fáir dómar þar sem hin endanlega refs- ing hefur verið þyngri en sextán ára fangelsi.“ Brotunum steypt saman Spurður hvers vegna dómur Thomasar hafi verið jafn þungur og raun bar vitni, segir Jón Þór að í máli Thomasar hafi verið um brota- samsteypu að ræða enda hafi hann verið dæmdur fyrir manndráp ann- ars vegar og fíkniefnalagabrot hins vegar. „Meginreglan er í 34. gr. hegning- arlaga, þar segir að heimilt sé að dæma menn í ævilangt fangelsi eða um tiltekinn tíma, þá ekki skemur í þrjátíu daga og ekki lengur en sex- tán ár. Hins vegar kemur fram í 79. gr. hegningarlaga að ef lög heimili aukna refsingu við broti, þá skuli þau takmörk sem fram komi í 34. gr. ekki vera því til fyrirstöðu að dæma megi í fangelsi allt að tuttugu árum,“ segir Jón Þór. „Ástæðan fyrir því að þetta tilvik fellur innan þessa ramma er að um er að ræða brotasamsteypu. Þar sem hann hefur verið sakfelldur fyrir tvö hegningarlagabrot, þá koma þessar reglur til,“ segir hann. Reyndi að varpa sök á félaga Héraðsdómur tók mið af fimm af níu töluliðum 70. gr. almennra hegn- ingarlaga, sem segja til um atriði sem geta haft áhrif á refsihæð fyrir dómþola. „Hann brýtur gegn mik- ilvægum hagsmunum sem eru líf og limir þolandans. Annað atriði er hversu yfirgripsmiklu tjóni verkið hefur valdið, í þessu tilviki leiðir það til dauða. Þriðji töluliðurinn horfir til þess hve mikil hætta var búin af verkinu og þá vísar dómurinn til þess að árásin hafi verið „langvar- andi“ og „hrottafengin“. Í sjötta tölulið er vísað til þess hve sterkur og einbeittur vilji hans hefur verið og í áttunda töluliðnum er vísað til þess hvernig framferði hans hefur verið eftir að hann vann verkið. Þá vísar dómurinn til þess að hann hafi reynt að leyna verknaðinum og reynt að hylja hann og svo auðvitað að hann ber skipsfélaga sinn þessum sökum,“ segir Jón Þór og nefnir að dómstólar líti það einnig verulega al- varlegum augum og til refsiþynging- ar, reyni menn að koma sök á brota- þola. Þrír dæmdir í ævilangt fangelsi Fáir dómar hafa fallið í íslenskri réttarframkvæmd þar sem dæmt hefur verið innan áðurnefndra marka, þ.e. í 17 til 20 ára fangelsi. Hámarksrefsing líkt og áður sagði er ævilangt fangelsi, en enginn hefur afplánað dóm ævilangt hér á landi. Jón Þór segir að „ævilangt fangelsi“ beri að skilja eftir orðanna hljóðan. „Þá lýkur refsivistinni ekki fyrr en við andlát dómþola nema til náðunar komi,“ segir hann. Tvisvar sinnum hefur héraðsdóm- ur dæmt í ævilangt fangelsi, en í báðum tilfellum mildaði Hæstiréttur refsingu og dæmdi til tímabundinn- ar refsingar. Annars vegar í Guð- mundar- og Geirfinnsmáli þegar tveir sakborningar voru dæmdir í sextán og sautján ára fangelsi í Hæstarétti. Hins vegar árið 1994 þegar maður var dæmdur fyrir manndráp sem hann framdi á reynslulausn vegna annars mann- dráps sem hann hafði framið. Í Hæstarétti var hann dæmdur til þyngstu refsingar sem dæmd hefur verið á Íslandi, fangelsisvistar í tutt- ugu ár. „Einn Hæstaréttardómari skilaði þó sératkvæði og vildi stað- festa niðurstöðu héraðsdóms um ævilangt fangelsi,“ segir Jón Þór. Í Stóragerðismálinu svonefnda frá árinu 1990 voru tveir menn dæmdir í átján og tuttugu ára fangelsi í saka- dómi Reykjavíkur og dómarnir svo mildaðir í sextán og sautján ár í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar sem féll árið 2001, var maður dæmdur í átján ára fangelsi fyrir nauðgun, stórfelldar líkamsmeiðingar og full- framið manndrápsbrot. Svipti mað- urinn vitni að nauðguninni lífi og réðist að kærasta hennar með hnífi. Meðal þyngstu refsinga sögunnar Morgunblaðið/Golli Dómþoli Thomas Fredrik Møller Olsen var á föstudag dæmdur í nítján ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness.  Lektor í refsirétti segir fátt koma á óvart í dómi í máli Birnu Brjánsdóttur  Brotum Thomasar steypt saman  Þyngsti endanlegi dómurinn 20 ár  Tvisvar sinnum verið dæmt í fangelsi ævilangt Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Leigubílaleyfum á höfuðborgarsvæð- inu verður fjölgað um 20 á næstunni en Jón Gunnarsson samgönguráð- herra undirritaði reglugerðarbreyt- ingu þess efnis á miðvikudag. Verða leyfin þá 580. Upphaflega stóð til að fjölga leyfunum um 90 á höfuðborgar- svæðinu og 10 annars staðar á landinu en eftir samráð við hags- munaaðila var ákveðið að hverfa frá því. Leyfum fjölgar því um 20, eða 3,5%, en þeim var síðast fjölgað árið 2003. Síðan þá hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað um 20% og fjöldi ferðamanna margfaldast. Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, segist ánægður með lendinguna. Hann seg- ir félagið hafa lagst gegn því að leyf- um yrði fjölgað um 90. „Það er bara enginn skortur á leigubílum. Það vita nú flestir.“ Hann segir einkabílum hafa fjölgað gífurlega samhliða fólks- fjölguninni. Þá hafi spurn ferða- manna eftir leigubílum ekki haldist í hendur við fjölgun þeirra. Færri komast að en vilja Samkeppni á leigubílamarkaði er einnig takmörkuð á Akureyri, þar sem leyfin eru 20, á Reykjanesi, 40 leyfi, og í Árborg, þar sem leyfin eru sjö. Samgöngustofa hefur auglýst laus til umsóknar 40 leyfi til leigubílaakst- urs á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Akureyri. Það eru hin 20 nýju leyfi á höfuðborgarsvæðinu auk leyfa sem nýverið hefur verið skilað inn. Að sögn Valdísar Ástu Aðalsteinsdóttur hjá Samgöngustofu, ber bílstjórum að skila inn leyfum sem ekki eru í notkun. Þau leyfi eru síðan endurút- gefin tvisvar á ári. Að jafnaði er meiri eftirspurn eftir leyfunum en framboð og þarf því að velja úr umsóknum. Flestir sem sækja um þau eru svonefndir „hark- arar“, sem hafa áður sinnt leigubíla- akstri í afleysingum. Leyfum er síðan úthlutað til þeirra sem mesta reynslu hafa af afleysingaakstri. Morgunblaðið/Þórður Fjölgun Leigubílum mun fjölga á götum höfuðborgarinnar á næstunni. Leigubílaleyfum fjölgað um 20  Átti upphaflega að fjölga um 90 Ástgeir Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.