Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Golli
Sveppatínsla Guðríður Gyða sveppafræðingur nýtur sín við að tína spennandi sveppi í litríku haustinu.
lifandi rör og flytja vatn og næring-
arefni langar leiðir. Tré treysta því á
samlífi við sveppi,“ segir Guðríður
Gyða.
Stærsta lífvera heims er svepp-
ur, en menn komust að því að sami
sveppurinn er með þráðakerfi sitt
úti um heilan skóg. Það er líklegt að
það hafi tekið hundruð ef ekki þús-
undir ára, en sýnatökur um allan
skóginn með genarannsóknum
leiddu í ljós að um sama einstakling-
inn var að ræða.
„Sveppir eru oft eins og
kóngulóarvefur neðanjarðar, þeir
vaxa eins og þræðir út frá grói og
mynda hring eða bolta neðanjarðar
og það sem er okkur sýnilegt er það
sem kallað er sveppaldin, en í þeim
fer kynæxlunin fram. Sveppir eru
yfirleitt í löngu „trúlofunarástandi“,
karlkyns og kvenkyns kjarnar renna
saman í kólflaga frumum sem klæða
fanir eða pípur aldinsins og síðan
myndast gróin, afkomendurnir, þar
tilbúnir til dreifingar. Þess vegna
eru margir sveppir á staf, til að vind-
urinn nái að blása upp undir hattinn
og dreifa gróunum þegar þau losna
undan hattinum. Algengt er að sjá
sveppi kringum tré og eru það þá oft
aldin svepprótarsveppa sem eru í
samífi við rætur þeirra,“ segir Guð-
ríður Gyða.
Áhugasamir á Facebook
Guðríður Gyða heldur úti for-
vitnilegri Facebook-síðu, Funga Ís-
lands - sveppir ætir eður ei. Með-
limir hópsins eru duglegir að setja
inn myndir af sveppum og bera sam-
an bækur sínar.
„Þetta er mjög skemmtilegt, ég
fæ fréttir af sveppum úr öðrum
landshlutum og stundum setur fólk
inn spennandi sveppi sem eru sjald-
séðir eða hafa fundist á nýjum stöð-
um,“ segir Guðríður Gyða sem svar-
ar líka gjarnan fyrirspurnum frá
áhugasömum.
„Besti tíminn til að byrja að tína
sveppi er oft um verslunarmanna-
helgina, en það fer þó eftir árferði og
jafnvel því hvernig árið á undan var.
Ef sumarið er kalt eða þurrt þá get-
ur sveppunum seinkað. Upp úr
miðjum júlí getur maður farið að bú-
ast við sveppum. Kúalubbinn vex þó
jafnvel fyrr. Þegar fer að líða á ágúst
fer að verða hætta á næturfrostum
og skemmast þau aldin sem eru
komin upp. Ef maður ætlar að vera
viss um að ná matsveppum er gott
að byrja upp úr miðjum júlí,“ segir
Guðríður Gyða og bætir við að sér
sjálfri finnist furusveppur og lerki-
sveppur bestir til matar.
Guðríður Gyða mælir með að ef
fólk ætlar að skoða sveppi þá sé best
að stinga hníf undir stafinn og lyfta
sveppnum varlega upp, taka mynd
ofan á hann, af stafnum og upp undir
fanirnar, því það auðveldi grein-
inguna en oft getur verið erfitt að
tegundargreina sveppi og stundum
sé það jafnvel ekki hægt nema með
smásjá.
Aðspurð hvað Guðríður Gyða
hafi að segja ungu fólki sem langar
að læra sveppafræði: „Drífa í því, í
þessu fagi er eitthvað nýtt og spenn-
andi á hverjum degi, stöðugur lær-
dómur og vitað er að mjög margir
sveppir hafa enn ekki verið uppgötv-
aðir þannig að sviðið er óplægður
akur um langa framtíð. Sveppir
framleiða allskonar efni, t.d. er hægt
að nota suma þeirra við að eyða
mengun og til að bæta tjón sem orð-
ið hefur á náttúrunni, nú er verið að
gera gervileður úr ákveðnum svepp,
múrsteina, stóla og ótrúlegustu
hluti. Svo eru sveppir notaðir í skóg-
rækt, við framleiðslu lyfja og flók-
inna efnasambanda fyrir iðnað og
matvæli. Það eru mörg tækifæri
tengd sveppafræði. Sveppabókin
hans Helga Hallgrímssonar sem
hann gaf út 2010 um sitt ævistarf á
sviði sveppafræði, er ómetanleg fyr-
ir alla sem hafa áhuga á sveppum.
Sveppir eru fjölbreyttir að lit, áferð,
lykt, formi og á bragðið þannig að
þeir eru margslungið og skemmti-
legt viðfangsefni. Sveppir koma sí-
fellt á óvart!“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017
Ármúli 40 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is // e-mail: alparnir@alparnir.is
Úlpur 50% afsl. Skór 50% afsl.Merino ull, Tilboð 3.000
Bakpokar 50% afsl. Fatnaður 50% - 70% afsl.
Slá á 5.995
Quest Oringin 39.995 og nú á 19.995
50% afsláttur
HREINSUN
af ákveðnum vörum. 28. sept. til og með 3. okt.
50 70-% %afsláttur
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Lager-
Takmarkað
magn
Hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri er sveppabókasafn og
sveppasafn. „Safnið er vísindasafn og sýnunum er raðað í kassa á
stærð við skókassa svo þau klessist ekki. Þau eru skráð í alþjóðlegan
sveppagagnagrunn á netinu, www.gbif.org, þar er hægt að nálgast upp-
lýsingar um sveppi úti um allan heim. Grunnurinn að safninu er frá upp
úr 1960 þegar Helgi byrjaði að safna sveppum.
Um 16.000 skráð sýni eru til í safninu á Akureyri, en sum sýni á enn
eftir að greina betur og skrá,“ segir Guðríður Gyða, sem segir jafnframt
að þurrkuð sýni geti geymst lengi, jafnvel áratugum saman og nýst við
sameindarannsóknir. Safnið inniheldur fyrst og fremst sveppi sem hafa
fundist hérlendis þó eitthvað sé til af erlendum sýnum sem hafa borist
safninu að gjöf.
Arfur Helga Hallgrímssonar
SVEPPASAFNIÐ Á AKUREYRI