Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 ✝ Helga Ósk Kúldfæddist 28. júní 1942 í Reykjavík. Hún lést 21. sept- ember 2017. Foreldrar henn- ar voru Arinbjörn S. E. Kúld frá Ökr- um á Mýrum, f. 1911, d. 2007, og Aðalbjörg Guðný Guðnadóttir Kúld frá Neskaupstað, f. 1918, d. 1979. Bræður Helgu eru Hilmar Jón, f. 1940, og Eyjólfur Heiðar, f. 1945. Fyrri maður Helgu var Ólafur Bergmann Ás- mundsson, f. 1940, d. 2010. Helga og Ólafur skildu 1968. Dætur þeirra eru þrjár, sú elsta Aðal- björg, f. 11. janúar 1959. Hennar 10. september 1998. Máni, f. 14. júní 1999, d. 14. júní 1999. Sú yngsta er Heiðrún, f. 16. nóv- ember 1963. Hennar börn eru Thelma Dögg, f. 5. febrúar 1991, og Andri Þór, f. 6. júní 2002. Helga átti síðar Guðlaugu Helgu Helgudóttir Kúld, f. 8. janúar 1975. Guðlaug á eitt barn, Arnar Frey, f. 28. júlí 1995. Helga var gift sínum besta vini, Stefáni Brynjólfssyni, f. 6.1 október 1942. Voru þau gift í rúm 40 ár. Hún ólst upp í Reykjavík og Miklaholti á Mýrum. Helga Ósk Kúld starf- aði sem saumakona hjá Lystadún og síðar til marga ára hjá föður sínum sem rak fatahreinsun, A- Kúld, að Vesturgötu 23, Reykja- vík. Á seinni árum lauk hún sjúkraliðanámi og starfaði lengi vel sem sjúkraliði á Landakoti. Útförin fer fram frá Neskirkju í dag, 2. október 2017, klukkan 13. börn eru Ólafur Bergmann, f. 14. janúar 1978, d. 10. apríl 1996. Sara Dögg, f. 5. febrúar 1982, d. 17. júlí 1996. Hörður Freyr, f. 31. júlí 1988. Arinbjörn, f. 28. ágúst 1992. Ar- inbjörn á tvö börn, Ólaf Frey og Amalíu Dögg. Seinna áttu þau Halldóru, f. 13. nóvember 1961. Hennar börn eru Jóna Mjöll, f. 6. nóvember 1978. Jóna á þrjú börn, Sólon Alexand- er, Hjördísi Helmu og Jörgen Mikael. Lena Huld, f. 20. sept- ember 1980. Lena á eitt barn, Stefán Pál. Rúnar Sigurður, f. 31. október 1983. Gréta Málfríður, f. Elsku hjartans amma mín kvaddi okkur eftir langa baráttu við krabbamein. Sterkari konu er erfitt að finna, tvisvar sinnum sigraði hún krabbann. Hann tók sig aftur upp í vor og hafði þá bet- ur. Það var ótrúlegt hvað hún Helga amma mín var alltaf já- kvæð og staðráðin í því að ná tök- um á veikindum sínum. Styrkur hennar var gífurlegur og sýndi hún það í öll þessi þrjú skipti. Ef að styrkurinn týndist og efa- semdir komu þá ræddum við það líka, sem var mikilvægt. Hún var alltaf hreinskilin og talaði opin- skátt um það sem var. Ég er al- veg viss um að það hafi komið henni langt í sinni baráttu. Ég og amma vorum nánar og vorum við afskaplega góðar vinkonur. Það er alveg á hreinu að allt sem við kemur skvísulátum fékk ég frá henni og vorum við rosa- lega líkar á þeim sviðum. Þegar ég kíkti í heimsókn til ömmu og afa var ég varla komin inn úr dyr- unum, þegar hún var farin inn á bað að sækja snyrtivöru til að sýna mér sem hún hafði verið að kaupa. Við gátum talað endalaust í kringum það og prófað í eldhús- inu hjá ömmu. Hún var alltaf svo vel til höfð, hvort sem hún var heima eða á leið út. Það sem er mér svo minnisstætt er hversu vel hún ilmaði og það fann maður helst þegar hún tók utan um mann öllum stundum. Hún var hreinskilin og lét mann alveg vita hvaða litir hentuðu manni í klæðnaði og hverjir alls ekki – þrátt fyrir að maður bæði ekki um það. Á móti var hún líka af- skaplega ljúf og hrósaði manni í bak og fyrir ef eitthvað fór manni vel að hennar mati. Þú gast alltaf gengið að hreinskilnu og einlægu svari hjá ömmu og það kunni ég alltaf virkilega að meta. Oftar en ekki áttum við eins flíkur og þegar ég kom í heim- sókn var hún ekki lengi að benda mér á hvað hana langaði í af þeim fötum sem ég klæddist. Hún verslaði gjarnan í sömu verslun- um og ég svo það var ósjaldan sem við stöllur áttum eitthvað eins. Mér fannst það yndislegt og dýrmætt þrátt fyrir aldursmun- inn á milli okkar. Síðustu tíu ár hjá ömmu voru mikil barátta og var hún mikið út og inn á spít- alanum á þeim tíma. Það stoppaði að sjálfsögðu ekki skvísulætin en hún sást sjaldan nema hún væri í blússu og vel til höfð. Ef hún átti góða daga á spítalanum þá skellti hún á sig varalit og smá farða. Fimmtudagskvöldið var virki- lega erfitt og sérstakt kvöld. Það mætti halda að hún hefði beðið eftir mér, þar sem hún kvaddi hálftíma eftir að ég kom. Við héldumst í hendur og ég náði að spjalla við hana. Þarna áttum við dýrmæta stund sem aldrei verð- ur tekin af okkur og er ég æv- inlega þakklát fyrir það. Amma mín var stór hluti af mínu lífi og mun ennþá vera það þar sem ég mun minnast hennar, tala um hana og heiðra minningu hennar. Á sama tíma og við kveðjum á erfiðum tímum þá lifa ávallt góð- ar og mikilvægar minningar um hana. Amma var einstök kona sem var gaman að, hún var líka hörku kona sem barðist þar til yf- ir lauk. Hún mun alltaf eiga sinn stað í hjarta mér og ég veit að hún heldur áfram að fylgjast með mér og horfa á mig dafna í lífinu, stolt af sinni ömmustelpu. Thelma Dögg Guðmundsen. Meira: mbl.is/minningar Helga Ósk Kúld ✝ Ólafur Ágústs-son fæddist 26. febrúar 1935 á Sól- hóli á Djúpavogi. Hann lést á heimili sínu 3. september 2017. Ólafur var sonur hjónanna Stefaníu Ólafsdóttur frá Við- borði á Mýrum, Hornafirði, f. 1. júlí 1910, d. 20. mars 1994, og Ágústar Lúðvíkssonar, verkstjóra á Djúpavogi, f. 18. febrúar 1901, d. 13. september 1971. Ólafur var þriðji í röð sex systkina: Auður, f. 31. júlí 1931, Sigrún Hjaltalín, f. 9. júní 1933, d. 10. apríl 2015, Lúðvík, f. 8. desember 1937, d. 25. mars 2015, Jón, f. 2. febrúar 1941, d. 1. októ- ber 1969, Hafsteinn, f. 19. ágúst 1945. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Magnea Hjálmarsdóttir, f. 18. júlí 1939, frá Nýjalandi í Garði. Foreldrar hennar voru Sólveig Sigrún Oddsdóttir frá Móhúsum, f. 11. október 1916, d. 30. janúar 2009, og Hjálmar Óskar Magnús- son frá Akurhúsum í Garði, f. 11. grunnskóla Djúpavogs. Að því loknu hóf hann nám í Lauga- skóla í Reykjadal í Þingeyjar- sýslu árið 1951 og lauk þaðan námi 1953. Árið 1954 útskrif- aðist hann frá Samvinnuskól- anum í Reykjavík. Að námi loknu hóf hann störf við Kaupfélag Suðurnesja í Keflavík. Hann var ráðinn til starfa hjá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna árið 1957 og gegndi því til ársins 1973. Um áramótin 1964/1965 stofnaði hann útgerðarfélagið Ásgeir hf. ásamt konu sinni, tengdaforeldrum, mági og svil- konu, starfsemi þess lauk 1987. Félagið gerði út báta og starf- rækti fiskvinnslu í landi. Sam- hliða ráku þau hjónin fiskbúðina í Sörlaskjóli 42 til nokkurra ára. Ólafur gekk í oddfellowregl- una Þórstein árið 1977. Hann stofnaði veiðifélagið Strauma ásamt góðum hópi manna árið 1982. Á árunum 1986-2004 ráku þau hjónin ásamt dóttur sinni Sigrúnu og Lárusi Íshöllina Mel- haga 2. Á haustmánuðum 2002 stofn- aði hann ásamt syni sínum Jóni Ágústi Rakkaberg ehf., Smára- torgi 1. Þar lauk Ólafur sinni starfsævi. Ólafur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 2. október 2017, og hefst athöfn- in kl. 13. október 1913, d. 31. júlí 1984. Ólafur kvæntist Magneu eiginkonu sinni 21. apríl 1957 í Út- skálakirkju í Garði. Börn þeirra eru: 1) Stefanía Sigrún, f. 14. des. 1957, gift Kristni Jóni Krist- inssyni, f. 18. feb. 1953. Börn þeirra eru Kristinn Ólafur, Páll Ágúst, f. 23.12. 1981, d. 23.12. 1981, Stefán Freyr og Sús- anna María. 2) Jórunn Sigríður, f. 8. sept 1959, gift Ingimari Tómasi Ísakssyni, f. 22. júní 1962. Dætur þeirra eru Margrét Óda, Eva Dögg, Heiða Björk og Íris Una. 3) Kolbrún, f. 28. apríl 1963. Börn hennar eru Matt- hildur, Magnea Rut og Ólafur Ingi. 4) Sigrún, f. 16. sept. 1965, gift Lárusi Petersen, f. 23. mars 1962. Synir þeirra eru Guðjón og Ólafur Ágúst. 5) Jón Ágúst, f. 8. ágúst 1972. Langafabörnin eru 13. Ólafur ólst upp á Sólhóli, einu fallegasta bæjarstæði Djúpa- vogs. Hann lauk skólaskyldu frá Elsku besti pabbi minn, nú ertu farinn frá okkur og þín er og verður sárt saknað. Bannsettur krabbinn hafði betur eftir snarpa, alltof snarpa viðureign, þú varst nú búinn að berjast lengi áður en það kom í ljós að þú varst með krabba, þú varst svo mikill harð- jaxl, kvartaðir sjaldan. Þú varst mín fyrirmynd í lífinu og kenndir mér svo margt og varst svo sterk- ur bæði andlega og líkamlega. Til eru margar sögur af því hvað þú varst líkamlega sterkur. Húmor- isti varstu, svolítið svartur í bland við aulahúmor. Sagan segir að daginn sem ég fæddist hafir þú gengið á sólinni, svo stoltur varstu. Ég kynntist þér ekki al- mennilega fyrr en á unglings- árunum, þú varst alltaf að vinna, og ekki veitti af, því á stórt heimili þurfti að skaffa vel. Þegar við kynntumst þá kynntumst við vel, við meira að segja stofnuðum far- sælt fyrirtæki saman og vorum afar stoltir hvor af öðrum. Mér er afskaplega minnisstæð feðgaferð okkar á æskustöðvar þínar á Djúpavogi sumarið 2009. Það var rigning á leiðinni en þegar við rétt vorum að renna í hlað á Djúpa- vogi braust sólin fram og brosti við okkur þá tvo dýrlegu daga sem við stoppuðum, guðirnir brostu við okkur. Við lifðum eins og kóngar og þú ljómaðir eins og ég hef aldrei séð fyrr eða síðar. Við gátum stundum verið ósam- mála og jafnvel rifist, það entist aldrei lengi. Þú varst svo góð og gegnheil sál þrátt fyrir alla þína bresti að ég mun aldrei kynnast eins góðri mannveru og þér, elsku besti pabbi minn. Ég trúi því að þú sért kominn á góðan stað, laus við alla þjáningu og puð og farir að tvista þá og þegar, því þú varst hörkudansari. Þú varst veiðimað- ur af Guðs náð. Einu sinni í Álft- ánni kom ég að þér í einum hyln- um og þú varst að landa fallegum laxi og sagðir við mig: Ég ætla að ná í annan og í næsta kasti kom annar, svo sagðir þú mér að renna í farið þitt, og viti menn, ég fékk einn líka, en ekki hvað? Svona varstu ótrúlega lunkinn og gjaf- mildur um leið. Ég gæti sagt hundrað svona sögur í viðbót en læt þessa duga. Þú varst svo góð- hjartaður og máttir ekkert aumt sjá. Dýravinur mikill og kettirnir á Tjarnarstígnum voru sérlegir vinir þínir, sérstaklega læða sem hét Nala, þið voruð miklir vinir, þú jarðaðir hana í kálgarðinum, manstu? Þú hafðir græna fingur, upphafið má líklega rekja til stofnunar skógræktarinnar á Djúpavogi þegar þú varst að fermast, en þáverandi prestur hafði veg og vanda af henni ásamt ykkur krökkunum. Þér var svo margt til lista lagt elsku dreng- urinn. Þú varst mikill áhugamaður um fótbolta og hélst með KR og Manchester United. Þú varst hagleikssmiður og smíðaðir með- al annars glæsilegt lítið sumarhús heima á Tjarnó. Jæja, elsku besti pabbi minn, ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna en ég bið góðan Guð að vernda þig. Ég mun aldrei komast með tærnar þar sem þú hafðir hælana á svo mörgum svið- um. Ég á eftir að sakna þín afar sárt, en við munum sameinast á ný þegar mínum tíma hér á jörð- inni lýkur. Þú getur verið afar stoltur af arfleifð þinni, elsku pabbi minn, þú skilaðir góðu búi. Jón Ágúst Ólafsson. Elsku besti pabbi minn. Við Kiddi og börnin okkar þakka þér samfylgdina. Það er sárt að sakna en það er fjársjóður að eiga góðar minningar. Þegar ég er sest til að skrifa til þín er mér þakklæti efst í huga fyrir að hafa átt þig að öll þessi ár og góðu minningarnar sem ég geymi í hjarta mínu. Það er margs að minnast, ég man þegar við vorum að fara á völlinn að horfa á fótbolta, ég man þegar þú varst að svæfa mig, hvernig þú vafðir mig inn í sæng- ina og ég fann fyrir öryggi og væntumþykju þinni, hlýju faðm- lagi. Ég man þegar við fórum í berjamó og tókum upp kartöfl- urnar á haustin, þegar við fórum í ferðalag í hvítu tjaldi með engum botni svo ég fann lyktina af gras- inu og ilminn frá jörðinni. Þú og mamma svo falleg. Mamma eins og fegurðardís og þú svo fjall- myndarlegur, eins og Tony Curt- is, sögðu margir á leið á ball á Hótel Sögu þar sem þið dönsuðuð og tjúttuðuð. Ég man þegar við fórum suður í Garð, þú til að borga fólkinu launin hjá Ásgeiri hf. á meðan fór mamma í heim- sóknir til vina og vandamanna, við systurnar alltaf svo fínar í fötum sem mamma hafði saumað eða prjónað. Svo var borðað í Nýja- landi hjá ömmu og afa. Tjarnarstígur 11, afi Gútti og amma Stefa. Það var yndislegt að alast upp með þeim frá því ég var tveggja ára. Allar stundirnar sem við áttum, þar var oft glatt á hjalla og árum saman komum við öll systkinin ásamt fjölskyldum á laugardögum og snæddum dýr- indis mat sem mamma eldaði af miklum kærleik. Djúpsteikti humarinn og allar krásirnar sem mamma er svo mikill snillingur í. Alltaf vorum við velkomin og þið mamma umvöfðuð okkur og barnabörnin ást og umhyggju. Það voru 55 ár sem þið mamma bjugguð á Tjarnó. Þar byrjuðum við Kiddi minn að búa í kjallaranum. Ég man þegar þú leiddir mig upp að alt- arinu í Neskirkju, þú gast stund- um verið svolítið hvatvís. Við lögðum of snemma af stað svo við þurftum að keyra nokkra hringi á hringtorginu sem er við kirkjuna til að koma ekki allt of snemma. Það var ógleymanlegt að vera með þér á Djúpavogi, það voru eins og töfrar að sjá hvað þú elsk- aðir þann stað og hvernig þú varðst eins og ungur drengur með stjörnur í augunum. Þú náðir að smita þessu til okkar þannig að börnin okkar vildu alls ekki fara, svo að við vorum lengur á Djúpa- vogi en við ætluðum. Allt sem þú gerðir gerðir þú vel. Þú varst svo handlaginn og svo sterkur. Þegar þú svo fórst að sinna því að rækta rósir og allt mögulegt annað var gaman að kíkja til þín og fá hluta af uppskerunni heim. Það var hátíðleg athöfn þegar Mikael fékk að smakka fyrsta epl- ið sem kom. Laxveiðin fangaði þig og þú deildir þeirri ánægju til okkar barna og barnabarna. Þú kvaddir á 40 ára brúðkaups- afmæli okkar Kidda, þannig tókst þér að gera þann dag ennþá eft- irminnilegri. Elsku pabbi, ég læt þessi minn- ingabrot nægja um leið og ég þakka þér fyrir allt, þú varst góð- ur pabbi, tengdapabbi, afi og langafi. Kiddi minn, börnin okkar, tengdabörn og barnabörn senda þér ást og kærleika og við munum varðveita fjársjóðinn sem þú hef- ur gefið okkur um aldur og ævi. Þín elskandi dóttir, Stefanía og fjölskylda. Tengdafaðir minn, Ólafur Ágústsson, lést á heimili sínu 3. Ólafur Ágústsson ✝ Kristján JóhannÞórarinsson fæddist í Reykjavík 4. september 1942. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Höfða á Akranesi 17. september 2017 eftir erfið veikindi. Hann var sonur Maríu Jóhanns- dóttur og Þórarins Kristinssonar, eru þau bæði látin. Hann var einka- sonur móður sinnar en samfeðra bræður hans eru Skúli, Kristinn, Jóhann og Ingi Þórarinssynir. Kristján giftist Pálheiði Ein- arsdóttur, f. 20. mars 1936, d. 24. maí 2015, og eignuðust þau þrjú börn: 1) Hafdís Ósk, f. 13. febrúar 1962, gift Eggerti Friðrikssyni og eiga þau þrjú börn; Heiðu Kristínu, Unu Matthildi og Frið- rik Hermann. Einnig eiga þau fimm barnabörn. 2) Einar, f. 28. desember 1963, giftur Önnu Mar- íu Ríkharðsdóttur, og saman eiga þau Sigmar Pál. Fyrir átti Einar Elm- ar Má, móðir Lúcía Guðmundsdóttir, og Friðrik, móðir Olga Gísladóttir. Fyrir átti Anna María Heimi Ingimarsson. Einnig eiga þau sex barna- börn. 3) Anna María, f. 3. apríl 1972, gift Sigurði Guðmunds- syni og börn þeirra eru Guðmundur Kristján og Katr- ín María. Kristján vann lengstan hluta ævi sinnar sem fiskeftirlitsmaður, fyrst hjá Sjávarafurðadeild Sam- bandsins og síðan hjá Íslenskum sjávarafurðum, fyrir utan fimm ár sem hann vann sem fram- kvæmdastjóri Fiskiðjuvers KASK á Hornafirði. Síðustu 10 árin á vinnumarkaði söðlaði hann um og vann sem verkstjóri á Múlalundi. Útför hans fer fram frá Selja- kirkju í dag, 2. október 2017, klukkan 13. Kristján Þórarinsson var giftur Pálheiði Einarsdóttur yngstu systur móður minnar. Stjáni hennar Heiðu eins og hann var kallaður á mínu heimili er sá síð- asti af þessari kynslóð í fjölskyld- unni sem kveður. Systkinin frá Nýjabæ undir Vestur-Eyjafjöll- um fundu sér öll maka og hlóðu niður börnum um miðja seinustu öld. Þessi barnahópur er nokkuð stór þó að aðeins hafi kvarnast úr honum. Stjáni er af kynslóðinni sem steig úr hinum frægu mold- arkofum og inn í nútímann, kannski nútímalegastur af þess- um hópi. Lengi framan af var mik- ill samgangur í fjölskyldunni og við krakkarnir nutum þess að hitt- ast og ærslast. Síðar trosnuðu þau bönd eins og gengur og ferðunum undir Fjöll fækkaði. Í minningunni komu Heiða og Stjáni oft í heimsókn til pabba og mömmu á Laufskálum 1 Hellu, á leið sinni austur í Nýjabæ til Leifs og Kollu og að Núpi þar sem Val- gerður og Ragnar bjuggu með flokkinn sinn. Iðulega höfðu þau þá komið við í Laugardælum í Flóa hjá Einar og Klöru. Stjáni var hluti af hópnum og alltaf jafn flottur og yfirvegaður. Reyndar voru Heiða og Stjáni allt- af glæsilegt par, svo af bar. Stína og Marteinn voru svolítið fjarlæg enda bjuggu þau í Vestmannaeyj- um, sem voru eins og í útlöndum á þeim tíma. Þá voru Inga og Ró- bert með stelpurnar í höfuðborg- inni, sem var svo óralangt í burtu, svo langt reyndar að ég kom ekki þangað fyrr en á ellefta aldursári ! Sumir mundu hlæja að því í dag. Svo breyttist allt þegar Stjáni og Heiða fóru austur á Höfn í Hornafirði. Stjáni var þá orðinn frystihússtjóri. Börnin fylgdu með auðvitað, Hafdís, Einar og Anna María og það var örlagaríkt fyrir þau, því á þessum mótunarárum festu tvö þeirra rætur á Höfn. Skilj- anlegt, enda fáir staðir á Íslandi fegurri. Hafdís aftur á móti valdi nálægðina við norðurpólinn frekar, og skaut rótum á Ólafsfirði þar sem hún er enn. Árið nítján hundruð sjötíu og níu fór ég á vertíð á Höfn og Stjáni reddaði mér vinnu í frysti- húsinu, áður en ég fékk pláss sem háseti á Þinganesinu. Stjáni hló að mér og minni sjó- mennsku enda var ég sjóveikur allan tímann, en ég prófaði eina netavertíð og sé ekki eftir því. Stjáni gerði mér kleift að prófa verbúðalífið sem Bubbi er að gera skil í nýju ljóðabókinni sinni, Hreistrið. Bubbi segir „Við erum af seinustu kynslóð manna og kvenna sem ferðuðumst um Ísland í margar aldir, úr verstöð í verstöð, til að vinna í fiski. Í dag er þessi heimur horfinn og margt fólk veit ekki að þetta hafi verið til.“ Ég er þakklátur Stjána fyrir að hafa opn- að fyrir mér glufu inn í þennan horfna heim. Stjáni og Heiða voru fyrir mér sem ein heild eins og er svo oft með samhent par sem nýtur samvista við hvort annað í gegnum þykkt og þunnt. Þau voru bæði svo elskuleg og hreint út sagt svo gott fólk. Það eru forréttindi að kynnast slíkum einstaklingum. Hafdís, Einar og Anna María, makar og börnin, njótið minninganna. Ást og friður. Sighvatur Lárusson. Kristján Jóhann Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.