Morgunblaðið - 02.10.2017, Page 21

Morgunblaðið - 02.10.2017, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Tilkynningar Yfirkjörstjórn Norðaustur- kjördæmis tilkynnir: Framboðsfrestur til alþingiskosninga 28. október 2017 rennur út föstudaginn 13. október 2017, kl. 12:00 á hádegi. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis tek- ur á móti framboðslistum miðvikudaginn 11. október 2017, kl. 10:00-13:00 í Set- bergi, sal á 2. hæð í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Á framboðslistum skulu vera nöfn 20 fram- bjóðenda, hvorki fleiri né færri.Tilgreina skal skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili. Listanum skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra frambjóðenda um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Þá skal fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann, og fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er borinn fram og við hvaða kosningar frá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera að lágmarki 300 en 400 að hámarki. Við nöfn meðmælenda skal greina kennitölu og heimili. Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmæl- endalista, á tölusettum blaðsíðum í framhald- andi röð. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á www.island.is áður en þeim er skilað til yfir- kjörstjórnar. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynn- ing frá frambjóðendum listans, hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans í kjördæminu. Framboðslistar verða úrskurðaðir á fundi yfirkjörstjórnar sem haldinn verður í Set- bergi, Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, laugardaginn 14. október 2017, kl. 16:00. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 28. október 2017, verður aðsetur yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis í Verkmenntaskólanum á Akureyri en talning atkvæða fer fram í sal Brekkuskóla við Skólastíg á Akureyri að loknum kjörfundi. Símanúmer yfirkjörstjórnar Norð- austurkjördæmis er 837-2300, sími á talningar- stað verður 857-1479. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis 28. september 2017 Ólafur Rúnar Ólafsson oddviti Gestur Jónsson Eva Dís Pálmadóttir Ólafur Arnar Pálsson Valtýr Hreiðarsson Félagsstarf eldri borgara 10.30. Qigong kl. 10.30, framhaldsþættir kl. 13.40-14.30, opið kaffihús kl. 14.30-15.30. Minnum á haustferðina á Þingvöll á fimmtudaginn, verð 4500 kr., ennþá laus pláss hjá okkur, nánari upplýsingar í síma 535-2760. Furugerði 1 Morgunverður frá kl. 8.10-9.10 í borðsal, fjöliðjan í kjall- ara opin frá kl. 10, heitt kaffi á könnunni, stólaleikfimi kl. 11 í innri borðsal, hádegisverður kl. 11.30-12.30 í borðsal, ganga kl. 13 ef veður leyfir, botsía í innri borðsal kl. 14, síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30 í borð- sal. Qi gong kl. 16.30 í innri borðsal. Kvöldverður kl. 18. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, útskurður með leið- beinanda kl. 9-16, línudans kl. 13-14, kóræfing kl. 14.30-16.30. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta, kl.13.30 spjallhópur. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10 handavinna / brids kl. 13, jóga kl. 18. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, léttar erobikæf- ingar kl. 9 með Milan, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur frá kl. 11.30. Frjáls spilamennska kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Allir vel- komnir í félagsmiðstöðina óháð aldri og búsetu. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, ganga kl. 10, línudansnámskeið kl. 10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13, félags- vist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30, allir velkomnir óháð aldri, nánari upplýsingar í síma 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla og jóga kl. 9 í Borgum, postulínsnámskeið Ástu Lilju kl. 9 fullbókað, ganga frá Borgum og Grafarvogskirkju kl. 10 og inni í Egilshöll, línudans með Eddu hefst í dag kl. 11, allir velkomnir í hópinn. Félagsvist í Borgum kl. 12.30 og skartgripagerð með Sesselju kl. 13 í Borgum, tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í umsjón Gylfa. Norðurbrún 1 Kl. 9.45 morgunleikfimi, kl. 10.15 lesið upp úr dag- blöðum, kl. 11 bókmenntahópur, kl. 13-16 tréútskurður, kl. 15.30 bíó. Seltjarnarnes Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffispjall í króknum kl. 10.30, jóga salnum kl. 11, handavinna saln- um kl. 13, vatnsleikfimi sundlauginni kl. 18.30. Ath. nk. miðvikudag verður snyrtivörukynning Avon í salnum á Skólabraut kl. 13. Stangarhylur 4, Zumba námskeið kl. 10.30, leiðbeinandiTanya. Skapandi skrif; námskeið kl. 14, leiðbeinandi Þórður Helgason. Vesturgata 7 Nýtt námskeið í glerskurði hefst þriðjudaginn 3. októ- ber, kennt er frá kl. 13-16, leiðbeinandi er Vigdís Hansen. Uppl. í síma 535-2740. Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnustofa í dag frá kl. 9, leikfimi í KR frá kl. 10.30, harmonikuball frá kl. 13.30 (500 krónur inn) og útskurður og myndlist í hreyfisalnum frá kl. 13, jóga kl. 18. Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16, botsía með Þóreyju kl. 9.30. Ganga um nágrennið kl. 11, handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30- 16. Félagsvist með vinningum kl. 13, myndlist með Elsu kl. 16-20, opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45, kaffisala kl. 15-15.45, heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Leikfimi kl. 10.30, félagsvist kl. 13, myndlist kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16, morgunkaffi kl. 10- Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is VAÐNES-sumarbústaðalóðir Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Vaxtalaus lán í allt að eitt ár. Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu. 7.9 00. - 6.5 00. - 9.5 00. - 9.5 00. - Frú Sigurlaug Fylgstu með á facebook Sundbolir • Tankini Bikini • Strandfatnaður Undirföt • Náttföt Sloppar • Undirkjólar Inniskór • Aðhaldsföt Mjódd s. 774-7377 www.frusigurlaug.is Frí póstsending Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílar Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir með hraðhleðslu. Verð aðeins 1.990.000 staðgreitt eða lánað. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á september síðastliðinn, eftir glímu við erfið veikindi. Það eru 35 ár síðan ég kynntist Óla en þá var ég að kynnast Jórunni minni. Hann tók mér vel frá fyrstu byrj- un og ég fann að ég var ávallt vel- kominn á heimili tengdaforeldr- anna. Óli var fámáll maður en sagði kannski bara það sem þurfti, var rólegur í fasi og hafði góða nærveru. Hann var með ríka réttlætiskennd sem hann sýndi í verki. Hann var mjög barngóður og þótti dætrum mínum ætíð mjög vænt um afa sinn. Þegar ég var að kynnast Jórunni rak tengdapabbi ásamt öðrum úr fjöl- skyldunni útgerð og fiskvinnslu í Garði. Á þessum tíma ráku tengdaforeldrar mínir einnig fisk- búð í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem ég starfaði um tíma og lærði meðhöndlun á fiski sem hefur allt- af komið sér vel. Ég var heppinn að Óli var KR-ingur og áttum við þess vegna samleið í boltanum. Eftir að starfsferli Óla lauk hafði hann gaman af því að fylgjast með og horfa á enska boltann sem var mikil dægrastytting fyrir hann. Þrátt fyrir heilsubrest síðustu ár og erfiðleika sem fylgdu kveink- aði hann sér aldrei og var ávallt stutt í brosið. Síðustu daga ævinnar var hann umlukinn fjöl- skyldunni á heimili sínu og var gott að geta tekið þátt í aðhlynn- ingu ásamt fjölskyldunni með tryggri aðstoð teymis Heima- hlynningar Landspítalans. Hann kvaddi svo friðsamlega. Blessuð sé minning tengdapabba. Ingimar Tómas Ísaksson. Nú er hann Óli tengdapabbi fallinn frá eftir skammvinn veik- indi. Óli, það er með söknuði sem ég kveð þig og þakka fyrir allt það góða sem við áttum og gerðum saman. Alltaf sýnduð þú og Maddý mér og okkur tengdason- unum öllum mikinn hlýhug og vel- vilja. Það verður t.d. seint metið til fjár að við skyldum öll hvert á fætur öðru fá að hefja búskap okkar í kjallaranum á Tjarnó og þannig ná að koma undir okkur fótunum. Við byrjuðum að vinna saman þegar ég hóf störf sem fisksali hjá ykkur í Sörlaskjólinu og var það mér lærdómsríkur tími. Svo kaupum við saman Víd- eóturninn sem síðan varð Íshöllin og rákuð þið Sigrún og Maddý hana saman í 18 ár með mig á hliðarlínunni á milli vakta. Dag- arnir voru langir og reksturinn ekki alltaf dans á rósum, en ekki hafði það áhrif á húmorinn og dugnaðinn. Fyrir mér var sam- band ykkar Sigrúnar sérstakt og náið alla tíð, samstarf ykkar með eindæmum gott og stólaðir þú á hana í ýmsum málum. Við vorum þeirrar ánægju aðnjótandi að fara með ykkur eða heimsækja í nokkra af þeim mörgu veiðitúrum sem þið fóruð í og aldrei stóð á því að leyfa okkur eða strákunum okkar, Guðjóni og Ólafi Ágústi, að renna fyrir fisk. Margar góðar stundirnar áttum við stórfjöl- skyldan á Tjarnó þar sem þið vor- uð ótrúlega ötul að fá okkur öll t.d. á jólum og áramótum, og allt- af sýndir þú sama æðruleysið þrátt fyrir ærslagang og læti þar sem barnabörnin hlupu upp og niður stigann og hring eftir hring milli stofanna. En þú fannst leið út úr þessu og byggðir lítinn sumó, þessa líka völundarsmíð í garðinum og hafðir þar afdrep sem við tengdasynirnir vorum svo heppnir að fá að flýja í til þín þeg- ar mest gekk á. Það var okkur strákunum líka ánægjuleg hefð sem þú komst á með að bjóða okk- ur á áramótum út í koníaksstof- una eins og þú kallaðir hana, upp á öllara, eðalkoníak eða viskí. Elsku Óli, ég trúi að þú sért á góðum stað í dag og vakir yfir okkur, það var okkur huggun harmi gegn að geta verið með þér, sinnt þér með aðstoð heimahlynn- ingar og séð til þess að þú þjáðist ekki á lokakafla þessa lífs. Minn- ing þín lifir með okkur, hvíldu í friði, Lárus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.