Morgunblaðið - 02.10.2017, Síða 27

Morgunblaðið - 02.10.2017, Síða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 vera svona eða hinsegin á litinn, og þá skelli ég því fram. Eins og með kuflakarlana, ég var ekkert að hugsa um að gera arabaádeilu, en mig vantaði þannig form, og þá er allt í einu kominn merking í þetta. Ég veit alveg af því, þetta er ekki óvart, en hugmyndafræðin er öll í óreiðu.“ - Eru verkin ný? „Já, þetta eru allt ný verk, nema ég var að draga upp eldri skúlptúra bara af því að ég þurfti annan lit. Skipti nýjum skúlptúrum út og setti þessa eldri inn í staðinn. Málverkin sem ég sýni eru mjög svipuð klippimyndunum, bara stærri. Þetta er annar miðill og það kemur annað út úr honum. Mál- verkin eru í sömu litapallettu og klippimyndirnar, í sama formi og sömu mótíf. Í skúlptúrunum, sem eru leir- gripir, eru litirnir líka eins. Fyrst geri ég fót sem ég renni í rennibekk, og hann er fallegur og reglulegur. Svo hnoða ég saman einhverju tröllsandliti, einhverjum agalegum klessum og klessum ofan á það. Þetta verða einshvers konar karla- eða tröllsandlit, með bjúgnef sem líkjast tittlingum. Svo renni ég lok ofan á hausinn á þeim. Þetta er svo- lítið leikur að andstæðum þess fína og groddalega. Upphaflega voru gripirnir hugsaðir sem verðlaun- gripir fyrir þessa sömu karla. Þeir eru með verðlaunagrip uppi á hillu fyrir alls konar asnaleg verk sem þeir hafa afrekað,“ segir Guð- mundur. „Annars hugsa ég nú orðið ég svo lítið um konseptið þegar ég er að vinna verkin mín. Þá er ég bara í augblikinu að hnoða. Maður verður að fá að vera frjáls undan konseptinu, það verður að fá að flæða. Ég hef reynslu af því að gera mjög ljót verk ef ég ætla að reyna að fylla nákvæmlega upp í konseptið.“ Yfirhalning Yfirhalning/ Make-Over, verk eftir Guðmund frá þessu ári. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 6/10 kl. 20:00 17. s Fös 10/11 kl. 20:00 25. s Mið 29/11 kl. 20:00 32. s Lau 7/10 kl. 20:00 18. s Sun 12/11 kl. 20:00 26. s Fös 1/12 kl. 20:00 33. s Sun 8/10 kl. 20:00 auk. Þri 14/11 kl. 20:00 auk. Sun 3/12 kl. 20:00 34. s Fös 13/10 kl. 20:00 19. s Fim 16/11 kl. 20:00 auk. Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Sun 15/10 kl. 20:00 20. s Lau 18/11 kl. 20:00 27. s Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Lau 21/10 kl. 20:00 21. s Sun 19/11 kl. 20:00 28. s Sun 10/12 kl. 20:00 37. s Sun 22/10 kl. 20:00 22. s Mið 22/11 kl. 20:00 29. s Fim 14/12 kl. 20:00 38. sýn Sun 29/10 kl. 20:00 23. s Fim 23/11 kl. 20:00 30. s Lau 4/11 kl. 20:00 24. s Fös 24/11 kl. 20:00 31. s Sýningin sem sló í gegn síðasta vor snýr aftur. 1984 (Nýja svið) Mið 4/10 kl. 20:00 10. sýn Lau 7/10 kl. 20:00 12. sýn Fim 12/10 kl. 20:00 14. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 11. sýn Sun 8/10 kl. 20:00 13. sýn Fös 13/10 kl. 20:00 15. sýn Stóri bróðir fylgist með þér Úti að aka (Stóra svið) Lau 14/10 kl. 20:00 4. sýn Lau 28/10 kl. 20:00 5. sýn Sprenghlægilegur farsi! Kartöfluæturnar (Litla svið) Fös 6/10 kl. 20:00 5. sýn Fös 13/10 kl. 20:00 7. sýn Sun 22/10 kl. 20:00 10. sýn Sun 8/10 kl. 20:00 6. sýn Sun 15/10 kl. 20:00 8. sýn Þri 10/10 kl. 20:00 aukas. Fös 20/10 kl. 20:00 9. sýn Fjölskyldukeppni í meðvirkni! Brot úr hjónabandi (Litli salur) Fös 10/11 kl. 20:00 1. sýn Sun 19/11 kl. 20:00 6. sýn Fim 30/11 kl. 20:00 11. sýn Lau 11/11 kl. 20:00 2. sýn Mið 22/11 kl. 20:00 7. sýn Fös 1/12 kl. 20:00 12. sýn Sun 12/11 kl. 20:00 3. sýn Fim 23/11 kl. 20:00 8. sýn Lau 2/12 kl. 20:00 13. sýn Mið 15/11 kl. 20:00 4. sýn Fös 24/11 kl. 20:00 9. sýn Sun 3/12 kl. 20:00 14. sýn Lau 18/11 kl. 20:00 5. sýn Mið 29/11 kl. 20:00 10. sýn Fös 8/12 kl. 20:00 15. sýn Þú í mér og ég í þér Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 29/10 kl. 13:00 48. sýn Sun 5/11 kl. 13:00 49. sýn Sun 12/11 kl. 13:00 50. sýn Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 8/10 kl. 13:00 Sun 22/10 kl. 13:00 Sun 15/10 kl. 13:00 Sun 29/10 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Tímaþjófurinn (Kassinn) Sun 8/10 kl. 19:30 Mið 18/10 kl. 19:30 Fös 20/10 kl. 19:30 Sun 15/10 kl. 19:30 Fim 19/10 kl. 19:30 Sun 22/10 kl. 19:30 Lokasýning Fimm Grímutilnefningar! Eniga Meniga (Stóra sviðið) Lau 28/10 kl. 13:00 Lau 28/10 kl. 16:00 Fjölskyldutónleikar í Þjóðleikhúsinu með lögum Ólafs Hauks. Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 20/10 kl. 19:30 Frumsýning Fös 10/11 kl. 19:30 5.sýning Fim 23/11 kl. 19:30 9.sýning Fim 26/10 kl. 19:30 2.sýning Lau 11/11 kl. 19:30 6.sýning Fös 24/11 kl. 19:30 10.sýning Fös 27/10 kl. 19:30 3.sýning Fös 17/11 kl. 19:30 7.sýning Fös 3/11 kl. 19:30 4.sýning Lau 18/11 kl. 19:30 8.sýning Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Óvinur fólksins (Stóra sviðið) Fös 6/10 kl. 19:30 5.sýning Lau 7/10 kl. 19:30 6.sýning Fös 13/10 kl. 19:30 7.sýning Eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð Faðirinn (Kassinn) Fim 12/10 kl. 19:30 Frumsýning Fös 27/10 kl. 19:30 6.sýning Fös 24/11 kl. 19:30 11.sýning Fös 13/10 kl. 19:30 2.sýning Sun 29/10 kl. 19:30 7.sýning Lau 25/11 kl. 19:30 12.sýning Lau 14/10 kl. 19:30 3.sýning Fös 3/11 kl. 19:30 8.sýning Fim 30/11 kl. 19:30 13.sýning Lau 21/10 kl. 19:30 5.sýning Lau 4/11 kl. 19:30 9.sýning Fös 1/12 kl. 19:30 14.sýning Fim 26/10 kl. 19:30 4.sýning Fim 23/11 kl. 19:30 10.sýning Óvenjulegt og áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Smán (Kúlan) Fös 6/10 kl. 20:00 7.sýning Lau 7/10 kl. 19:30 8.sýning Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 4/10 kl. 20:00 Mið 25/10 kl. 20:00 Mið 15/11 kl. 20:00 Mið 11/10 kl. 20:00 Mið 1/11 kl. 20:00 Mið 22/11 kl. 20:00 Mið 18/10 kl. 20:00 Mið 8/11 kl. 20:00 Mið 29/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Landsbyggðin) Þri 3/10 kl. 0:00 Ísafjörður Fim 12/10 kl. 0:00 Húsavík Mán 23/10 kl. 0:00 Ólafsfjörður Fim 5/10 kl. 0:00 Hólmavík Fös 13/10 kl. 0:00 Raufarhöfn Þri 31/10 kl. 0:00 Blönduósi Fös 6/10 kl. 0:00 Patreksfjörður Mán 16/10 kl. 0:00 Vopnafjörður Mið 1/11 kl. 0:00 Skagafjörður Mán 9/10 kl. 0:00 Akureyri Þri 17/10 kl. 0:00 Eskifjörður Mið 11/10 kl. 0:00 Mývatnssveit Mið 18/10 kl. 0:00 Egilsstaðir Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 14/10 kl. 13:00 Lau 21/10 kl. 15:00 Lau 4/11 kl. 15:00 Lau 14/10 kl. 15:00 Sun 29/10 kl. 16:00 Lau 21/10 kl. 13:00 Lau 4/11 kl. 13:00 Brúðusýning leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 fyrir löngu síðan þar sem morð er framið á golfvelli, að ég endaði á því að hringja í Golfsamband Íslands til að fá að vita hvaða orð væru notuð yfir ákveðin hugtök á golfvellinum. Erindinu var vel tekið, og við nánari athugun kom í ljós að engin íslensk orð reyndust til fyrir það sem ég var að spyrja um. Golfsambandið afréð því að einfaldlega smíða þessi orð, og eru þau núna í notkun í íþróttinni. Aðrir þýðendur hafa örugglega svip- aðar sögur að segja.“ Það hversu erfitt er að þýða texta getur líka farið eftir því hversu vel þýðandinn þekkir efnið. „Ef stíll höf- undarins er nálægt stíl þýðandans, og umfjöllunarefnið eitthvað sem þýðandinn er vel kunnugur, þá er vinnan yfirleitt léttari,“ segir hún og bætir við að það sé ekki endilega texti með miklu málskrúði sem er erfiðastur: „Sjálfri þykir mér ein- faldur textur oft erfiðari en texti með stórum og þungum orðum. Það getur verið mjög vandasamt að láta látleysi textans komast til skila í þýðingu.“ Skemmtilegast að þýða vel skrifuð verk Eins og getið var í byrjun grein- arinnar hefur Magnea komið víða við. Auk kennslu- og þýðingarstarf- anna hefur hún skrifað skáldsögur og ljóðabækur, fengist við prófarka- lestur fyrir Morgunblaðið og fleiri blöð, og vann meira að segja um tíma við heimasíðugerð. Þrátt fyrir öll þessi hliðarspor togar starf þýðand- ans í hana aftur og aftur, og for- vitnilegt að vita hvað það er við bókaþýðingar sem heillar hana svona: „Þýðingar virðast orðnar fasti í mínu lífi, og mér finnst gaman að þýða. Það er kannski ekki mjög mik- ið upp úr þýðingunum að hafa fjár- hagslega, en gefandi að glíma við ólíkan texta, og sérstaklega skemmtilegt að þýða vel skrifaðar bækur.“ Aðspurð hvort það sé nokkur hætta á að tölvurnar muni gera þýð- endur atvinnulausa segist Magnea ekki hafa af því áhyggjur að gervi- greindin geri einn daginn út af við stéttina. „Það er tilfinningin í text- anum sem nær til lesandans, og ég á eftir að sjá þá tölvu sem getur skilið mannsandann nægilega vel til að koma þessari tilfinningu til skila. Go- ogle hefur t.d. gert mjög áhugaverða þýðingu á íslenska þjóðsöngnum yfir á ensku, sem ég myndi seint kalla söngtæka útgáfu.“ Í doktorsrannsókn sinni skoðar Magnea sálmabókina frá 1886. „Um er að ræða afskaplega merkilega bók að mörgu leyti, og má segja að þarna séu íslensk sálmaskáld búin að ná fullum tök- um á sálmaforminu. Fyrstu ís- lensku sálmabækurnar voru al- gjörlega þýddar, en í útgáfunni frá 1886 eru frumsamdir sálmar komnir fram úr vönduðum þýð- ingum,“ segir hún og lýsir sálma- bókinni sem dásamlegu fyrirbæri. Rannsóknin beinist öðrum fremur að Matthíasi Jochumssyni, Helga Hálfdánarsyni og Valdi- mari Briem og segir Magnea að sálmar þeirra og annarra þýð- enda og skálda séu afskaplega gott rannsóknarefni: „Um er að ræða afmarkað svið innan bók- menntanna, og sálmarnir eru þýddir í þeim skýra tilgangi að skerpa á trúnni með því að miðla bæði sögum og boðskap Biblíunn- ar, mikið til á því máli sem Biblían notar.“ Bendir Magnea á að finna megi tengsl á milli þýddu sálmanna og þeirra frumsömdu, því með því að spreyta sig á þýðingum eða lesa þýðingar öðluðust íslensk skáld þekkingu á þessari nýju bók- menntagerð sem varla hafði verið til í íslenskri menningu fyrir siða- skipti. „Við sjáum það sama ger- ast með íslensku glæpasöguna sem haldið hefur verið fram að verði til vegna þýðinga, og sama máli gegnir um íslensku fantas- íuna sem einnig verður til eftir að þýðingar á erlendum verkum ruddu brautina, þótt vissulega eigi lestur á öðrum tungumálum – sérstaklega ensku – sinn þátt í því. Þegar fólk les vissar tegundir bókmennta þýddar á íslensku kemur alltaf að því á endanum að einhver fær þá flugu í höfuðið að hann geti skrifað svona verk á ís- lensku. Ágætis dæmi um þetta er Jón Thoroddsen sem segir bein- línis í eftirmála að Pilti og stúlku að hann hafi skrifað bókina til höfuðs þýddu sögunum sem þá voru svo vinsælar.“ Í sálmarannsóknunum segir Magnea að standi m.a. upp úr hvað skáldin þrjú, Matthías, Helgi og Valdimar, eru persónulegir í þeim sálmum sem þeir þýða, og hvernig þeir þurftu oft að þýða tiltölulega einfaldan texta yfir á flóknara form sem félli að íslensk- um bragreglum. „Persóna þýð- endanna kemur mjög sterkt fram í sálmunum, og þeir eru ekki endi- lega rígbundnir við frumtextann. Þeim er líka sniðinn þröngur strakkur að snara yfir á íslensku sálmi sem er kannski bara rímað- ur, og þurfa að bæta inn stuðlum og höfuðstöfum, auk þess sem lík- ingamál frumtextans gengur ekki endilega upp í íslensku sam- hengi.“ Með þýðingunum varð til ný tegund bókmennta Innblástur „Þegar fólk les vissar tegundir bókmennta þýddar á ís- lensku kemur alltaf að því á endanum að einhver fær þá flugu í höfuðið að hann geti skrifað svona verk á íslensku,“ segir Magnea. Morgunblaðið/Þórður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.