Morgunblaðið - 02.10.2017, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.10.2017, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 275. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Alvarlegt reiðhjólaslys í Kópavogi 2. Eftirlýstur hjá Interpol fyrir … 3. Farþegaþota varð vélarvana … 4. Ekki sá Vilhjálmur Bjarnason »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sunna Gunnlaugsdóttir heldur ferna tónleika með hinum hollenska Maarten Ornstein, en þeir fyrstu verða í Vinaminni á Akranesi kl. 20 í kvöld. Sunna og Ornstein kynntust á Twitter árið 2013 og spiluðu fyrst saman á Jazzhátíð Reykjavíkur 2014. Á morgun, þriðjudag, verða þau á Freyjujazz kl. 12.15 og á Kex kl. 20.30. Hinn 4. október spila þau á Bryggj- unni í Grindavík kl. 21. Sunna og Ornstein á fernum tónleikum  Huglekur Dagsson mun hefja mán- aðarlegar sýningar á best/verstu kvikmyndum sögunnar í Bíó Paradís 12. október. Sýningaröðin ber heitið Prump í paradís er tileinkuð kvik- myndum sem eru svo slæmar að þær eru eiginlega frábærar, eins og segir í tilkynningu. Eftir hverja sýn- ingu spjallar Hugleikur, ásamt sér- stökum gestum, við áhorfendur um myndina. Fyrsta sýningin verður 12. október kl. 20, en þá verður á dagskrá rapp- dramakvikmyndin Cool as Ice með Vanilla Ice í aðalhlutverki, en sér- stakur gestur Hugleiks á sýningunni verður rapparinn Emmsjé Gauti. Meðal kvikmynda sem verða á dagskrá Prumps í paradís næstu mánuði eru Double Agent 72, White Chicks, Battlefield Earth og Hard Ticket to Hawaii. Hugleikur býður upp á prump í Bíó Paradís Á þriðjudag Vestlæg eða breytileg átt 5-13 og rigning með köflum, en þurrt A-lands. Hiti 5 til 10 stig. Á miðvikudag Norðvestan 10-18 og rigning eða slydda, en þurrt að kalla S-til á landinu. Hiti 1 til 10 stig, svalast nyrst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 5-15, hvassast austantil. Bjartviðri SA-lands og úrkomulítið á Suðurlandi. Hiti 7 til 12 stig. VEÐUR Karlalandsliðið í knatt- spyrnu kemur saman í Tyrklandi í dag en á föstu- dagskvöldið mætast Tyrk- land og Ísland í afar mik- ilvægum leik í næst- síðustu umferð í undan- keppni HM. Flestir af landsliðsmönnunum voru á ferðinni með félags- liðum sínum um nýliðna helgi en miðjumenn liðs- ins spiluðu þó áberandi minnst. »1 Miðjumennirnir spiluðu minnst Íslandsmeistarar UMFK Esju stimpl- uðu sig út úr fyrstu Evrópukeppni ís- lensks félagsliðs í íshokkíi með hörkugóðri frammistöðu gegn Tyrk- landsmeisturum Zeytinburnu í Bel- grad í gær. Fáliðaðir, þreyttir og lurk- um lamdir eftir stífa dagskrá í þessari frumraun áttu Esju- menn sinn besta leik í gær en urðu að sætta sig við tap í vítakeppni eftir að staðan var 2:2 að lokn- um venjulegum leiktíma og framleng- ingu. »2 Esjumenn enduðu á besta leiknum í Belgrad Danska kvennalandsliðið í handknatt- leik var of stór biti fyrir íslenska liðið er þau mættust í Laugardalshöll í gær. Sjálfsagt eðlilegt og viðbúið þar sem Danir eru með eitt allra sterkasta landslið í heimi. Leikurinn var í undan- keppni EM og lauk með yfirburðasigri Dana 29:14 en samt var margt í leik ís- lenska liðsins sem var jákvætt og lof- aði góðu fyrir framhaldið. »6 Margt jákvætt í stóru tapi gegn Dönum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í heimsókn okkar á vökudeild Barnaspítalans sáum við vel hvað tækin sem við höfum gefið þangað á síðustu árum koma í góðar þarfir. Þetta er okkur Hringskonum hvatning til að bretta upp ermar og gera enn betur, svo tryggja megi skjólstæðingum deildarinnar sem eru fyrirburar og aðrir veikir ný- burar allra bestu meðferð,“ segir Sonja Egilsdóttir, formaður Kven- félagsins Hringsins. Ómtæki og gjörgæslukerfi Á þessu ári hafa Hringskonur gefið Landspítalanum þrjú ómtæki sem samtals kosta um 28 milljónir króna. Fósturgreiningardeild kvennadeildar spítalans fékk tvö ný tæki. Þar eru gerðar 11 þúsund ómskoðanir á ári, en allar þungaðar konur koma í tvígang á meðgöngu- tíma í slíka skoðun. Þriðja tækið fór svo á bráðamóttökuna í Foss- vogi, en það getur skipt sköpum fyrir börn með innvortis lífsógn- andi áverka að réttur tækjabún- aður sé til staðar svo ógnina megi greina. Til viðbótar ómtækjunum hafa Hringskonur gefið öndunarvélar og gjörgæslukerfi á vökudeildina, lyftubaðkar á Rjóðrið sem er hvíld- ardvalarheimili fyrir langveik börn, tæki á skurðstofu og endurnýjað leikherbergi fyrir börn á slysa- deildinni í Fossvogi, fyrir um það bil 1,3 milljónir króna. Listinn er raunar enn lengri en mikið er leitað til Hringskvenna frá hinum ýmsu deildum Landspítalans vegna tækjakaupa. Í sumar, þegar haldið var upp á 60 ára afmæli Barnaspítala Hrings- ins, var tekið saman hvert væri samanlagt og framreiknað virði gjafa Hringskvenna til Landspítal- ans á síðastliðnum fimmtán árum. Summan reyndist vera einn millj- arður króna og í ár verður hún um 100 milljónir króna. Hringurinn er eitt af eldri félög- um landsins, stofnað 1904. Allt frá fyrstu tíð hafa líknar- og mann- úðarverkefni verið áherslumál í starfi félagsins og þá sérstaklega Barnaspítalinn. Til hans – og ann- arra velferðarmála í þágu veikra barna – er safnað fé, til dæmis með víðfrægum jólabasar félagsins, jólakaffi, jólahappdrætti, jólakort- um og baukar fyrir smámynt eru í Leifsstöð, apótekum og víðar. Þá er gjafahorn með ungbarnafatnaði í anddyri Barnaspítalans svo og veit- ingastofa sem félagið rekur. Hvetjandi að fylgjast með Barnaspítali Hringsins er til vitnis um það hverju samtaka- máttur getur áorkað. Hringskonur eru stoltar af framlagi sínu, þakk- látar starfsfólki spítalans fyrir starf þess og hlakka til þeirra verk- efna sem bíða, segir formaðurinn. „Starf Hringsins er öflugt, en alls eru 350 konur í félaginu og margar búnar að vera lengi. En sem betur fer er endurnýjun, 23 ungar konur ganga til liðs við okk- ur í haust – bæði til að vera með í góðum félagsskap, en einnig til þess að láta gott af sér leiða. Í starfi okkar Hringskvenna er líka ómetanleg hvatning að fá að fylgj- ast með starfinu á Barnaspítal- anum og halda tengslum við það frábæra fólk sem þar starfar. Gjafir fyrir einn milljarð  Hringurinn safnar með sam- takamættinum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hringskona Sáum hvað tækin sem við höfum gefið Barnaspítalanum koma í góðar þarfir, segir Sonja Egilsdóttir. Morgunblaðið/Golli Vökudeild Þar er veikum börnum og þeim sem fæðast fyrir tímann sinnt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.