Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. O K T Ó B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  238. tölublað  105. árgangur  „ÞAÐ VERÐA SVO MARGIR 100 ÁRA“ LISTSÝNINGIN INNLJÓS Í KAP- ELLU OG LÍKHÚSI TVÍTEKIÐ AFSLAPPAÐ JÓLASTRESS SIGURÐUR GUÐJÓNSSON 31 DANÍEL GEIR MORITZ 12GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR 6 Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla vann í gærkvöldi eitt allra mesta íþróttaafrek Ís- lendinga þegar það tryggði sér keppnisrétt á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn. Heims- meistaramótið fer fram í Rússlandi að þessu sinni og hefst 14. júní. Með 2:0 sigri á Kós- óvó í lokaleiknum tryggði Ísland sér sigur í I-riðli undankeppninnar með 22 stig. Alls taka lið frá 32 þjóðum þátt í heims- meistaramótinu, þar af verða 14 frá Evrópu. Gríðarlegur fögnuður braust út innan jafnt sem utan Laugardalsvallar þegar flaut- að var til leiksloka og ljóst að Ísland sendir í fyrsta sinn keppnislið á stærstu knatt- spyrnuhátíð heims. Hátíð sem haldin er á fjögurra ára fresti og fylgst með af millj- örðum manna í hvert sinn. Ísland er langfámennasta þjóð sem hefur nokkru sinni öðlast keppnisrétt á heims- meistaramóti karla í knattspyrnu. „Gleði og stolt fylgir því að verða hér vitni að þessu ótrúlega íþróttaafreki. Þetta gerir þessari þjóð svo gott. Það er svo margt sem við getum deilt um og það er svo margt sem við getum verið ósammála um. Þess vegna er svo yndislegt að hafa þetta lið sem sam- einar okkur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við Morgunblaðið eftir að flautað var til leiksloka á Laug- ardalsvelli. Þúsundir söfnuðust saman á Ingólfstorgi í gærkvöldi að leiknum loknum, á tónleikum sem þar voru haldnir. Leikmenn og þjálf- arar landsliðsins komu á Ingólfstorg og voru hylltir sem þjóðhetjur af mannfjöldanum. Gengu sumir svo langt að fullyrða að um mesta íþróttaafrek Íslandssögunnar væri að ræða. Morgunblaðið/Eggert STÓRBROTIÐ ÍÞRÓTTAAFREK  Ísland verður með á stærsta knattspyrnuviðburði heims  Fámennasta þjóð sem nokkru sinni hefur tekið þátt í HM  Gleði og stolt og gerir þjóð- inni gott, segir forseti Íslands M Ísland á HM í Rússlandi »4, 18 og Íþróttir Heimsmeistaramótið í Rússlandi bíður karlalandsliðsins í knattspyrnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.