Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Nánar á www.BILO.is Ford Transit Double Cab 350 - Nýir bílar hendingar strax Verð frá 4.490.000 +vsk Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á stjóra. Fjármálaeftirlitið kann hins vegar að fara öðrum höndum um mál- ið. Kaupaukareglur FME og skatta- leg meðferð þurfa ekki endilega að fara saman,“ segir Bjarni Þór í sam- tali við Morgunblaðið. Afhending skattskyld? Aftur á móti komi til skoðunar þeg- ar starfsmenn fái afhent hlutabréf í félögum, án tillits til þess hvaða hluta- flokki hlutabréfin tilheyra, hvort telja beri afhendinguna sem slíka til skatt- skyldra hlunninda. Það ráðist af því hvort mismunur sé á kaupverði og gangverði viðkomandi hlutabréfa. Sé gangverðið hærra en kaupverðið telj- ist mismunurinn til skattskyldra hlunninda, en alla jafna þurfi að greiða skatt af hlunnindum. Það geti hins vegar verið snúið hvernig verð- meta eigi B-hlutabréf þar sem skil- málar slíkra hlutabréfa geti verið frá- brugðnir því sem almennt gildir. „Það getur verið snúið að beita hefðbundn- um verðmatsaðferðum þegar eignin er ekki hefðbundin. En B-hlutabréf geta ýmist verið án atkvæðaréttar, með takmarkaðan rétt til arðs eða jafnvel forgang til arðs o.s.frv. Þannig getur verið að arðgreiðsla sé einungis innt af hendi ef félagið nær tilteknum árangri í rekstrinum,“ segir Bjarni Þór. Ríkisskattstjóri Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri benti á tvo úrskurði þegar Morgunblaðið spurði hvort önnur fyrirtæki en fjármálafyrirtæki gætu þurft að umbuna starfsfólki með öðr- um hætti en arðgreiðslum á B-bréf- um. Hann tjáði sig ekki nánar um málið. Annars vegar benti Skúli Egg- ert á bindandi álit frá Ríkisskatts- stjóra nr. 16/15. Málið fjallar um fyr- irtæki þar sem lykilstarfsmenn eru jafnframt eigendur og byggðist starf- semin á útseldri þjónustu lykilstarfs- manna. Vilji var til þess að skipta hagnaði af rekstri félagsins með öðr- um hætti en einvörðungu á grundvelli eignarhluta og byggja þess í stað í ríkari mæli á þátttöku hluthafa til að skapa hagnaðinn. Af þeim sökum var stefnt á að skipta eignarhlutunum í tvo flokka, A- og B-flokk. Ríkisskatt- stjóri komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða afkastahvetjandi kaupauka sem skattleggja bæri sem staðgreiðsluskyld laun. Hins vegar benti hann á úrskurð yfirskattanefndar nr. 95/2016 þar sem koma átti á svipuðu fyrirkomulagi og rakið var í téðu bindandi áliti Ríkis- skattstjóra. Yfirskattanefnd kvað upp að greiðslur B-bréfanna hefðu mun „ríkari einkenni starfstengds og af- kastahvetjandi kaupauka, þ.e. launa- tekna, heldur en tekna af hlutareign í félaginu, þ.e. arðstekna. Var kröfu kæranda um breytingu á bindandi áliti Ríkisskattstjóra hafnað“. Geti enn nýtt B-hlutabréf Morgunblaðið/Golli Skattur Deilt er um hvernig eigi að skattleggja kaupauka í formi B-bréfa.  Lögfræðingur segir að fyrirtæki geti umbunað starfsmönnum með greiðslu arðs af B-hlutabréfum  FME segir að tvö fjármálafyrirtæki hafi brotið reglur með því Nýtt til að keppa við stóru bankana » Sum minni fjármálafyrirtæki hafa keppt við stóru bankana með því að laða starfsmenn að með B-bréfum. » Þau geta þá greitt lægri föst laun en umbunað starfs- mönnum þegar vel árar. BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Fyrirtæki sem ekki sæta eftirliti Fjármálaeftirlitsins munu áfram geta umbunað starfsmönnum með því að greiða þeim arð með svokölluðum B- hlutabréfum sem byggjast á því hvernig rekstrinum vegnar hverju sinni. Þetta er mat Bjarna Þórs Bjarnasonar, sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Fjármálaeftirlitið telur að Arctica Finance og Kvika hafi brotið gegn reglum um kaupauka, samkvæmt lög- um um fjármálafyrirtæki, með því að greiða starfsmönnum, sem áttu B- bréf í viðkomandi fyrirtæki, arð. Í kjölfarið lagði Kvika niður kaupauka- kerfi sitt. Af þeim sökum vaknaði sú spurning hvort önnur fyrirtæki sem umbuna starfsmönnum með sam- bærilegum hætti kynnu að þurfa að endurskoða sín mál. Yfirskattanefnd úrskurðaði „Samkvæmt úrskurði Yfirskatta- nefndar á liðnu ári, nr. 200/2016, er um að ræða arðgreiðslur en ekki kaupauka í skattalegu tilliti. Af arð- greiðslum er greiddur fjármagns- tekjuskattur en af starfstengdum kaupaukum er greiddur tekjuskattur líkt og af öðrum launum. Áður hafði ríkisskattstjóri gefið út bindandi álit um að slíkar arðgreiðslur gætu ekki talist vera arður í skattalegu tilliti heldur ætti að fara með slíkar tekjur sem starfstengdar greiðslur sem ætti að skattleggja eins og laun. Álitinu var í kjölfarið skotið til yfirskatta- nefndar sem sneri við áliti ríkisskatt- Hermann Jónasson, forstjóri Íbúða- lánasjóðs, segir í samtali við Morg- unblaðið að með byggingu rúmlega þrjú þúsund leiguíbúða fyrir tekju- lægri einstaklinga, sem samkvæmt lögum munu njóta svokallaðs stofn- framlags frá hinu opinbera, muni íbúðum fyrir tekjulægri hér á landi fjölga verulega, en til samanburðar eru félagslegar íbúðir sveitarfélaga um 5.000 talsins. Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um úthlutun 1.800 milljóna króna í stofnframlög til byggingar 370 leiguheimila, sem eru hagkvæmar leiguíbúðir, víða um land. Stærstur hluti stofnfjárins nú fer til byggingar námsmannaíbúða, eða til 244 íbúða. Áætlað er að úthluta næst um ára- mót. Þar með hefur þremur millj- örðum verið úthlutað á árinu, og 4,6 milljörðum á síðustu 12 mánuðum til byggingar 900 íbúða. Á næsta ári verður þremur milljörðum til við- bótar úthlutað. Hermann segir að framkvæmdir flestra byggingaráformanna séu að hefjast um þessar mundir. „Fyrstu íbúðirnar koma á markaðinn eftir 1-2 ár og svo reglulega eftir það.“ Nú búa um 70% í eigin húsnæði. „Þegar almenningur er spurður um húsnæðisöryggi segja 90% fólks í eigin húsnæði að það búi við hús- næðisöryggi, en einungis 45% þeirra sem leigja,“ segir Hermann. Íbúðum tekjulágra fjölgað  Framlög til 244 námsmannaíbúða 10. október 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.19 105.69 105.44 Sterlingspund 137.47 138.13 137.8 Kanadadalur 83.61 84.09 83.85 Dönsk króna 16.546 16.642 16.594 Norsk króna 13.139 13.217 13.178 Sænsk króna 12.911 12.987 12.949 Svissn. franki 107.37 107.97 107.67 Japanskt jen 0.9313 0.9367 0.934 SDR 147.82 148.7 148.26 Evra 123.16 123.84 123.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.163 Hrávöruverð Gull 1282.15 ($/únsa) Ál 2121.0 ($/tonn) LME Hráolía 56.99 ($/fatið) Brent Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Fjar- skipta, móðurfélags Vodafone, á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum einingum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Eru kaupin heimiluð á grundvelli sáttar milli stofnunarinnar og Fjarskipta. Er nú gert ráð fyrir að gengið verði frá kaupunum og að öll- um fyrirvörum varðandi þau verði aflétt með af- hendingu eignanna 1. desember næstkomandi. Fjarskipti hafa lýst því yfir við Samkeppniseft- irlitið að rekstur þess á starfandi fjölmiðlum, þ.á m. fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sé fyrirtækinu mikilvægur fyrir framtíðarstarfsemi félagsins. Þannig verði einnig stuðlað að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. Þá segir í tilkynningu frá Fjarskiptum að sáttin byggist að öðru leyti á fjórum meginforsendum. Í fyrsta lagi að neytendur njóti eðlilegrar hlut- deildar í þeim ábata sem samrunanum er ætlað að ná fram, m.a. í verði á þjónustu. Í öðru lagi að fyrirtækið skuldbindi sig til að bæta kjör og aðgang að dreifikerfum sínum fyrir sjónvarp og með því móti efla samkeppnisstöðu smærri innlendra sjónvarpsstöðva sem verða í samkeppni við ljósvakamiðla Fjarskipta. Í þriðja lagi að auðvelda minni fjarskiptafyr- irtækjum, sem uppfylla tiltekin skilyrði, að veita Fjarskiptum og Símanum hf. samkeppnislegt að- hald og vinna þar með gegn þeirri takmörkun sem að mati Samkeppniseftirlitsins felst í brott- hvarfi 365 miðla hf. sem sjálfstæðs keppinautar. Í fjórða lagi felur sáttin í sér að við undirritun hennar liggja fyrir samningar við Hringdu ehf. um endursölu á mikilvægum sjónvarpsrásum og endursöluaðgang að IP TV-kerfi Fjarskipta, og segir í tilkynningu frá Fjarskiptum að slík samn- ingsgerð hafi verið mikilvæg forsenda fyrir sam- þykki samrunans af hálfu Samkeppniseftirlitins. ses@mbl.is Heimila kaup Vodafone á 365  Samkeppniseftirlitið setur skilyrði fyrir samrunanum  Málinu lokið með sátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.