Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 ✝ Margrét Sigur-jónsdóttir fædd- ist á Norðfirði 20. október 1927. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. sept- ember 2017. For- eldrar hennar voru Sigurjón Jónsson frá Minni-Ólafsvöllum á Skeiðum, f. 3.9. 1901, d. 29.3. 1984, og Vilborg Páls- dóttir frá Borg í Njarðvík, Borg- arfirði eystri, f. 1.9. 1907, d. 31.10. 1999. Systkini Margrétar eru: Guð- rún, f. 30.5. 1925, d. 19.12. 2013, Geir, f. 19.6. 1930, Páll, f. 3.3. 1935, d. 15.1. 2014, Sigurjóna, f. 13.8. 1940, og Sigurður, f. 25.4. 1945, d. 1.7. 2003. Hinn 7. febrúar 1953 giftist Margrét Jóhanni P. Koch Vigfús- syni múrarameistara, f. 19.1. 1924 á Reykjanesvita, d. 7.9. 1996. Foreldrar hans voru Vig- fús Sigurðsson, f. 16.7. 1875 á Gilsbakka í Öxarfirði, d. 26.5. 1950, og kona hans Guðbjörg Árnadóttir, f. 9.6. 1884 í Simba- koti á Eyrarbakka, d. 26.12. 1966. Börn Margrétar og Jó- hanns eru fjögur: 1) Vilborg, lektor við HÍ, f. 25.5. 1953. Börn hennar og Randvers Flecken- stein eru: a) Jóhanna Margrét, f. 1941, og á hann einn son, Gunnar Þór, f. 1979. Margrét ólst upp á Norðfirði og lauk gagnfræðaprófi þar. Hún flytur til Hafnarfjarðar átján ára gömul og fer þá í vist til Emils Jónssonar ráðherra og Guðfinnu Sigurðardóttur konu hans. Eftir það starfar Margrét við Hress- ingarskálann í Reykjavík og Hót- el Valhöll á Þingvöllum. Margrét stundaði nám við Húsmæðraskól- ann á Laugalandi í Eyjafirði vet- urinn 1946-1947. Fljótlega eftir það heldur hún til Svíþjóðar þar sem hún starfar og sækir nám í umönnun nýbura. Þegar heim er komið starfaði Margrét á fæðing- ardeild Landspítalans og á þeim tíma kynnist hún Jóhanni og þau stofna sitt heimili. Margrét var heimavinnandi meðan börnin voru að alast upp og fram til árs- ins 1972 en þá hefur hún störf hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga. Þar starfar hún þar til hún lætur af störfum sökum ald- urs. Margrét var virk í ýmsum félagsstörfum, s.s. í Norðfirð- ingafélaginu og í Thorvaldsen- félaginu. Margrét og Jóhann bjuggu lengst af á Tómasarhaga 14 í Reykjavík. Jafnframt byggðu þau sér sumarhús við Þingvallavatn þar sem fjöl- skyldan dvaldi flest sumur. Nokkrum árum eftir lát Jóhanns flytur Margrét á Snorrabraut 56b þar sem hún bjó meðan heils- an leyfði. Síðustu þrjú árin dvaldi hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Margrétar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. október 2017, klukkan 13. 9.2. 1977. Börn hennar: Emil Freyr, f. 1996, Eygló Ylfa, f. 2002, og Ármann Logi, f. 2005. b) Lára Marta, f. 21.11. 1979. Synir hennar: Dagur Leó, f. 2006, og Helgi Jóhann, f. 2012. c) Andrea María, f. 13.6. 1990. d) Jóhann Pétur, f. 17.6. 1994. 2) Vigfús, líffræð- ingur, f. 3.3. 1955, d. 22.3. 2006, kvæntur Þórdísi Sveinsdóttur. Börn þeirra eru: a) Heiða Björk, f. 1.5. 1982. Dóttir hennar er Em- ilíana Ósk, f. 2017. b) Hannes Bjarki, f. 14.5. 1987. Synir hans eru: Matthías Orri, f. 2012, Ísólf- ur Kári, f. 2015, og Baldur Ari, f. 2017. c) Hanna Björk, f. 26.3. 1989. d) Helga Björk, f. 3.7. 1993. e) Hilmar Bjarki, f. 16.5. 1997. 3) Pétur, kennari, f. 13.6. 1958, kvæntur Ewu M. Sandgren og eiga þau dótturina Grétu, f. 5.5. 1995. 4) Hafdís, hjúkrunarfræð- ingur, f. 10.1. 1960, gift Jóni Valdimarssyni og eiga þau syn- ina Valdimar, f. 2.2. 1994, og Martein, f. 11.5. 1996. Sonur Jóns er Sveinn Atli, f. 1985, og á hann eina dóttur, Aríu Írisi, f. 2014. Fyrir átti Jóhann Sigþór Ívar Koch endurskoðanda, f. 7.2. Elsku amma Magga, meðan ég sit og skrifa upplifi ég gleði og sorg. Gleði vegna alls sem við átt- um saman og sorg yfir því að þú sért farin. Minningarnar eru margar og yndislegar og munum við varðveita þær vel. Það sem ég horfði á þig og dáð- ist að þér og hugsaði hvað ég ætti fallega, fíngerða og glæsilega ömmu. Ég skoðaði myndir og dáð- ist að ömmu ungu sem var eins og fegurðardrottning á hælum, hárið upp á 10, fullkomið naglalakk og í nýjustu tísku. Amma Magga mín alltaf að, hvort sem það var í vinnunni, heima eða í heimsókn- um hjá okkur. Settist ekki oft og vildi að allir væru saddir og eng- um mátti verða kalt. Ég var oft að spá í hvort þú yrðir aldrei þreytt, amma mín, þú hugsaðir svo mikið um aðra. Alltaf þakklát og nægju- söm og sama hvað gekk á hélstu áfram af dugnaði og krafti. Við bjuggum í Ameríku í nokk- ur ár og þótti mér skrítið að geta ekki bara kíkt til ömmu og afa í pönnsur eða smásteik. Við Lára systir vorum svo spenntar að sjá ömmu Möggu og afa Jóa þegar við komum til Íslands frá Ameríku eða að fá ömmu Möggu til Am- eríku í heimsókn. Við hlógum mik- ið saman að sögunni þegar ég var skírð í Ameríku og þú komst ein út til að vera viðstödd. Í athöfninni voruð þið mamma beðnar að gefa tóninn og þú vissir ekki hvaðan á þig stóð veðrið því þið voruð alveg vita laglausar. Við hlógum að því hversu heppnir skírnargestirnir voru að pabbi bjargaði ykkur og þeim frá því að þið mæðgur tækj- uð einsöng. Við Lára systir eigum ófáar minningar af næturgistingu hjá ykkur afa á Tómasarhaganum. Þá fengum við stelpurnar að gista með þér í hjónarúminu og hafa kósí. Afi Jói var settur í vinnuher- bergið því það var stelpugisting. Við systur dönsuðum og settum upp leikrit og elskuðum að fá að vera í hælaskónum, kjólum og slæðum sem þú lánaðir okkur til að leika með. Ég man hversu svangar við vorum alltaf hjá ömmu enda allt best sem þú eld- aðir eða bakaðir, amma mín. Í huganum sé ég þig skjótast milli herbergja rösklega með svuntuna og klára alls kyns verk hratt og örugglega ásamt því að tryggja að þínir nánustu væru vel haldnir og fengju ást og athygli. Ég elska allar sögurnar sem þú sagðir mér, allar þær stundir sem við áttum saman og hverja ein- ustu minningu sem ég varðveiti. Ég elska allar þær stundir allt frá því við sáumst fyrst í Ameríku og þú hélst á mér fram að því ég hélt utan um þig og þú kvaddir þennan heim. Á þessum 40 árum fékk ég að kynnast konunni Margréti líka, en ekki bara ömmu Möggu. Þvílík kona. Falleg, góð, þrautseig, vinnusöm, fyndin, ákveðin, dug- leg, hlý, hógvær og sanngjörn. Margrét Sigurjónsdóttir, minning þín lifir að eilífu í hópnum þínum og sú gjöf sem þú gafst okkur með lífi þínu mun lýsa okk- ur leiðina áfram. Elsku amma mín, ég hef verið svo heppin og lánsöm að eiga þig að og börnin mín að eiga þig sem langömmu. Þín verður sárt sakn- að. Við þökkum þér fyrir allt fal- lega sál. Hvíldu í friði. Kærleikskveðjur, þín Hanna Gréta. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Ég hef notið þeirrar gæfu í líf- inu að hafa fengið að verja miklum tíma með ömmu minni. Amma Magga, eins og hún var ávallt köll- uð, passaði mig og Hönnu systur oft þegar við vorum litlar og feng- um við að njóta þess að spranga um á fallegu spariskónum hennar, máta gömlu ballkjólana og setja á okkur slæðurnar og Parísarhúf- urnar. Ég elskaði að gista hjá ömmu á Tómasarhaganum. Þetta var algjör ævintýraheimur, þar sem hægt var að leika niðri í kjall- ara og finna ýmsa dýrgripi, kíkja með ömmu út á leikvöll og í mið- bæjarferðir eða fá aur í buddu og skottast út í Árnabúð eða Björns- bakarí. Amma var líka snilldar kokkur og enn þann dag í dag hef ég ekki fengið betri steiktan fisk en fiskinn hennar ömmu. Ekki var baksturinn heldur af verri endan- um, en dýrindis pönnukökur, sjónvarpskökur og randalínur voru oftar en ekki á boðstólum, barnabörnunum til mikillar gleði. Á kvöldin fyrir svefninn var amma dugleg að segja sögur og söngla kvæði. Ég elskaði sérstaklega sögurnar af Pésa frænda og prakkarastrikunum hans, sem voru víst vel skreyttar eins og ég hef komist að í seinni tíð. Við fórum líka oft í sveitina til ömmu og afa, þar sem þau höfðu byggt sér bústað við Hestvík í Grafningnum. Þar var dásamlegt að vera, hvort sem var við að tína bláber, fara í langar ævintýra- göngur eða gefa kindunum brauð. Þegar ég var komin á mennta- skólaárin mín og þurfti að fá frið frá yngri systkinum á prófatímum var flúið í dekrið til ömmu. Þar var bara svo gott að vera, enda pass- aði amma alltaf upp á að manni liði sem best. Amma var aldrei nein dýrakona og sagði okkur oft sögur af því þegar hún sem unglings- stúlka var beðin um að mjólka kú og var fljót að flýja af vettvangi af hræðslu þegar kýrin fór að sveifla halanum, eða þegar hún orgaði hástöfum á póstberann, sem hélt að eitthvað hroðalegt hefði gerst en þá lá köttur sofandi í rúminu hennar sem hún þurfti að fá að- stoð við að bera út. Þrátt fyrir þennan ótta sem hún hafði af dýr- um lagði hún það nú samt á sig að sýna öllum gæludýrum mínum áhuga og virðingu, þannig amma var hún bara. Ég er svo þakklát fyrir allar þær dýrmætu minning- ar sem ég á með ömmu minni og að báðir synir mínir fengu að njóta þess að kynnast yndislegu langömmu sinni. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín Lára Marta. Elsku besta amma mín, það er erfitt að trúa því að þú sért búin að kveðja þennan heim en á sama tíma er ég svo þakklát fyrir að hafa átt ömmu eins og þig. Ömmu sem var alltaf til staðar og alltaf svo kærleiksrík og góð. Ég brosi þegar ég hugsa um allar minningarnar um þig á Tóm- asarhaganum, Grafningnum, Snorrabrautinni og svo síðustu árin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þetta voru allt mínir uppáhalds- staðir til þess að heimsækja, það var alltaf skemmtilegast að vera hjá ömmu. Ég man vel eftir því hversu spennt ég var alltaf að fara í gistingu til ömmu í Reykjavík þegar ég var lítil. Þá var alltaf svo spennandi að fara í strætóferð í miðbæinn að gefa öndunum brauð, labba í Björnsbakarí að kaupa rúnstykki sem mér fannst alltaf vera þau bestu sem ég hafði smakkað, spila kasínu, borðvist og veiðimann ásamt því að fá alltaf bestu pönnukökur og mat heims- ins. Elsku amma, það var margt sem við brölluðum saman og gafstu mér svo dýrmætar æsku- minningar sem ég verð þér alltaf þakklát fyrir. Þegar ég fór síðar að vinna á Laugaveginum var svo gaman að geta heimsótt þig nán- ast daglega annaðhvort fyrir eða eftir vinnu. Þá kom ég alltaf með bakarísmat fyrir okkur og við spil- uðum eða spjölluðum um öll heimsins mál. Þessar stundir eru mér virkilega dýrmætar í dag. Síðustu árin dvaldir þú á Hrafnistu í Hafnarfirði. Það var mikil gjöf að þú komst til okkar í Hafnarfjörðinn þar sem ég og aðrir fjölskyldumeðlimir vorum tíðir gestir. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við að geta ekki leng- ur heimsótt þig þegar ég er búin að vinna, á kvöldin áður en þú ferð að sofa eða um helgar. Koma með Esju í heimsókn til þín, sækja rjómaís í ísbúðina handa þér, fara í leikfimi saman, skoða gamlar myndir og rifja upp gamla tíma, fá okkur kökusneið á kaffistofunni eða sitja og hlusta á tónleika sam- an þar sem Raggi Bjarna var allt- af í uppáhaldi. Þær voru svo ynd- islegar, dýrmætar og góðar stundirnar okkar saman. Þú gafst þér alltaf allan þinn tíma í að hugsa um okkur barna- börnin þín, þú varst svo stolt af okkur, kenndir okkur svo margt og gafst okkur svo margar æsku- minningar sem við munum alltaf varðveita. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér og þakka ég þér allt sem þú hefur gert fyrir mig. Það er dýrmætt að hafa átt ömmu eins og þig sem tók alltaf glöð á móti manni og hafði alltaf áhuga á öllu því sem var að gerast í mínu lífi. Allar minningarnar um þig eru dýrmætar og þær mun ég eiga alla tíð. Dagur fyrir bí, kvöldar á ný. Og þegar sólin sest, þú til hvílu leggst. Það gerðist allt svo fljótt. Mitt um bjartan dag kom sólarlag. En sólin rís á ný. Þú færð loksins frí. Leggur upp í ferðalag, veist bara ekki hvenær þú nærð endastað. Við sólarrás við hittumst þar. Sitjum saman horfum á öldur falla að. Og við kveðjumst nú. Þinn tími runninn er á enda hér. Nú ferðu á nýjan stað. Finnur friðinn þar. Og þó það reynist sárt að skilja við þig hér, ég þakka vil þér. Ljúflingslundina, gleðistundirnar. (Ásgeir Aðalsteinsson) Guð geymi þig, elsku amma Magga. Þín ömmustelpa, Andrea María. Elsku amma Magga mín. Það var frábært að fá að kynn- ast þér og hafa þig í lífi mínu. Mér fannst alltaf svo gaman að fara til þín á Snorrabraut og Hrafnistu að skoða gamlar myndir og heyra sögur af þér. Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi og hugsa um skemmtilegu minningarnar okk- ar. Eins og þegar við sungum saman og horfðum á tónleikana hans Ragga Bjarna. Takk fyrir stuðninginn, hvatninguna, kær- leikann og vináttuna. Ég elska þig, amma Magga mín. Elsku besta amma, nú hvílir þú, að sjá þig fella úr landi, er nú rosa sárt. ég sit og hugsa, hve margt við gerðum saman, hugur minn stöðvar aldrei, það hefði verið svo gaman. Kannski er gott að þú fórst, ég veit að guð er góður, þú varst orðin veik, ég er samt alveg óður. Ég græt og læt, fella niður tár, ég er voða sár, mig langar til þín. Þegar ég er orðinn gamall, og hverf út úr heimi, kannski sé ég þig, ef þú verður ekki komin aftur, í heiminn. Það er ekki hægt að eiga góða ömmu, góða ömmu eins og þig, margar ömmur veit ég elskaði þær, af öllum reit míns hjarta, „og þú ert ein af þeim“. (Úlfar Viktor Björnsson) Takk fyrir allar góðu stundirn- ar saman, ég mun varðveita þær að eilífu. Kveðja, ömmustelpan þín, Eygló. Margrét Sigurjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Takk fyrir að vera frá- bær langamma. Það var gaman með þér því þú varst svo góð og fyndin. Ég elsk- aði pönnukökurnar þínar og líka að spila með þér á jólunum. Ég mun alltaf hugsa um þig, amma. Ég elska þig. Kveðja, Ármann Logi. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ HELGADÓTTIR handavinnukennari, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést fimmtudaginn 5. október á Landspítalanum við Hringbraut. Rannveig Gunnarsdóttir Björn H. Jóhannesson Ásta Gunnarsdóttir Guðmundur R. Bragason Kristín Gunnarsdóttir Haraldur Þ. Gunnarsson barnabörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÍS BERGÞÓRSDÓTTIR, Langholti 14, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 6. október. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ásgerður Kormáksdóttir Jón Jóhannsson Jórunn Tómasdóttir Skúli Thoroddsen Halla Tómasdóttir Pálmi Einarsson Bergþóra Tómasdóttir Stefán Eyjólfsson Tómas Tómasson Svala B. Reynisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær frændi okkar, STEINAR BALDURSSON, Aðalgötu 32b, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar laugardaginn 7. október. Útför fer fram laugardaginn 14. október klukkan 11 frá Siglufjarðarkirkju. Baldur Bernharðsson Vilmundur Bernharðsson Helga Oddrún Sævarsdóttir Bernharður G. Vilmundsson Hjörvar þór Sævarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.