Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 Endurmenntun Háskóla Íslands og lauk því námi árið 2010. Einar starfaði á Vélaverkstæði Haraldar Böðvarssonar á Akranesi frá 1980 til 1982, var vélstjóri á bv. Sigurfara 1982-83, verksmiðjustjóri Fiskimjölsverksmiðju Grundar- fjarðar 1983-86, framleiðslustjóri Ís- tess hf. 1986-92, framleiðslustjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár 1992- 97, stöðvarstjóri hjá Olíudreifingu 1997-2010, fyrst á Norðurlandi 1997- 98 og síðan í Reykjavík 1998-2010. Hann var framkvæmdastjóri Þör- ungaverksmiðjunnar á Reykhólum 2010-13 og hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri Íslenska kalkþörunga- félagsins á Bíldudal frá 2013. Einar var stjórnarformaður Hafn- arsamlags Norðurlands, sat í hafn- arstjórn Akureyrar 1987-97 og stjórnarformaður 1994-97, hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir framsóknarfélögin á Akureyri og í Grundarfirði, sat í bygginganefnd Grundarfjarðar og í kjördæma- sambandi framsóknarfélaganna á Norðurlandi eystra, sat í stjórn Mjöl- verksmiðjunnar hf. á Hvammstanga, í stjórn íþróttafélagsins Þórs og Skíðafélags Grundarfjarðar, í stjórn Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu og starfaði í Lions- hreyfingunni um 20 ára skeið. Hann er nú formaður stjórnar Samtaka at- vinnurekenda á sunnanverðum Vest- fjörðum. Einar segist ekki hafa haft mikinn tíma fyrir áhugamál á umliðnum ár- um: „Ég var þó töluvert viðriðinn íþróttamálin á Akureyrarárunum. Ég hafði líka gaman af að renna fyrir lax en eftir að ég fékk 26 punda lax- inn hætti ég í laxveiðum og fór að stunda sjóstangaveiði. Ég átti meira að segja bát á tímabili. Menn afla miklu meira í sjóstangaveiðinni. Geta fengið allt upp í 900 kíló á tveimur dögum. Nú sé ég hins vegar ekkert annað en dóttursoninn sem er fyrsta barnabarnið. Maður yngist óneit- anlega upp við það að verða afi.“ Fjölskylda Eiginkona Einars er Hafdís Gísla- dóttir, f. 29.1. 1959, húsfreyja. Hún er dóttir Gísla Kristjánssonar, fyrrv. skipstjóra í Grundarfirði, og Lilju Finnbogadóttur húsfreyju. Börn Einars og Hafdísar eru tvö; Sigurhanna Ágústa, f. 30.11. 1989, starfsmaður við leikskóla í Grund- arfirði, en sambýlismaður hennar er Guðmundur Njáll Þórðarson mat- sveinn á línubát og er sonur þeirra Hallberg Helgi, f. 2016; og Guð- mundur Grétar, f. 20.3. 1990, starfs- maður hjá Olíudreifingu, búsettur í Kópavogi. Systkini Einars eru Sigríður Ólafs- dóttir, f. 7.3. 1959, grunnskólakenn- ari, búsett í Reykjavík; Bergsveinn Jens Ólafsson, f. 5.8. 1960, fast- eignasali, búsettur í Reykjavík; og Óskar Ólafsson, f. 8.9. 1963, verktaki, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Einars eru Ólafur Valdi- mar Oddsson, f. 8.9. 1935, fyrrv. framkvæmdastjóri, búsettur í Kópa- vogi, og k.h., Sigurhanna Ágústa Ein- arsdóttir, f. 10.2. 1937, fyrrv. for- stöðukona. Einar Sveinn Ólafsson Guðný Eyjólfsdóttir húsfr. í Eyjum Ólafur Sigurhansson sjóm. í Eyjum Sigríður Ólafsdóttir húsfr. í Eyjum Einar Sveinn Jóhannesson skipstj. í Vestmannaeyjum Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir fyrrv. forstöðum. Heimilishjálpar Kópavogs Elín Sveinsdóttir frá Rauðafelli undir Eyjafjöllum, af Presta- Högnaætt Jóhannes Sveinsson úrsmiður á Seyðisfirði Dr. Sigríður Klara Hannesdóttir fyrrv. landsbókavörður Guðmundur Guðmundsson sóknarpr. í Glerárkirkju Guðmundur Jóhannesson kvensjúkdómalæknir í Rvík Sigríður Jóhannesdóttir húsfr. á Seyðisfirði Ólafur Jóhannesson skipstj. á Hermóði sem fórst 1959 Katrín Jónsdóttir húsfr. á Vatni, systurdóttir Þórðar, langafa Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. alþm. og ráðherra Ólafur Brandsson b. á Vatni í Haukadal Valfríður Ólafsdóttir húsfr. í Sælingsdal Oddur Jensson b. í Sælingsdal í Dölum Elísabet Jónsdóttir húsfr. á Harrastöðum, dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstj., læknis og skálds á Hellu og Fellsströnd Jens Nikulásson b. á Harrastöðum í Dölum, systursonur Steinunnar, langömmu Gunnars, föður Árna, fyrrv. alþm. Úr frændgarði Einars Sveins Ólafssonar Ólafur Valdimar Oddsson fyrrv. framkv.stj. í Kópavogi 90 ára Svanfríður I. Arnkelsdóttir 85 ára Gunnar Egill Sigurðsson 80 ára Birna V. Jóhannesdóttir Erlendur Jóhannesson Grímhildur Bragadóttir Ingibjörg Perla Pálmadóttir Ingveldur Höskuldsdóttir Logi Magnússon Páll Albert Magnússon Sólver Hafsteinn Guðnason Una O. Guðmundsdóttir 75 ára Ásgerður Geirarðsdóttir Elva Ólafsdóttir Guðríður Bjarnadóttir Hermann K. Jóhannesson 70 ára Björn Guðjónsson Guðmundur B. Stefánsson Guðmundur Guðmundsson Guðrún Njálsdóttir Guðrún R. Jóhannsdóttir Gunnþóra Guðmundsdóttir Helga Guðjónsdóttir Jakob Hendriksson Lech Stanislaw Mital Sigurður Guðjónsson Sigurlaug Hermannsdóttir 60 ára Axel Þór Pálsson Danute Naruseviciene Einar Sveinn Ólafsson Ellert Ellertsson Freyja Valgeirsdóttir Guðmundur Björnsson Guðrún S. Bjarnadóttir Gunnar Rúnar Sverrisson Imants Klapers Ingvar Marinósson Jóna Guðrún Sigurðardóttir Kristín Sverrisdóttir Kristján Skarphéðinsson Magnús Þorkelsson Ólafur Árnason Rögnvaldur Helgi Helgason Vilhjálmur M. Manfreðsson Wladyslawa Z. Wlodarczyk Þorsteinn Ingólfsson Þorsteinn M. Jakobsson 50 ára Arnar Þorsteinsson Berglind Helgadóttir Dagbjört Lára Helgadóttir Elín Rósa Sigurðardóttir Eva Þórarinsdóttir Helga Skjóldal Helgi Esra Pétursson Herdís Bragadóttir Hólmgrímur E. Bragason Hrafnhildur Friðriksdóttir Kristrún Árnadóttir Kristrún Helga Ingólfsdóttir Magnea Gylfadóttir Ramuné Sarguniené Sigurður H. Erlendsson Snorri Þorgeir Ingvarsson Solveig H. Sigurðardóttir Sædís Hlöðversdóttir 40 ára Ananda G. Silva Sarmiento Emma Gail Holt Eydís Dögg Eiríksdóttir Grazyna Kulinska Helena K. Ragnarsdóttir Helen Mariel Dioli Perez Þórdís Edda Guðjónsdóttir 30 ára Bjarni Kristjánsson Ingibjörg J. Halldórsdóttir Joanna Anna Soszynska Kristín Elísabet Allison Pétur Magnús Birgisson Til hamingju með daginn 40 ára Anna Lísa býr í Hafnarfirði og starfar við dagdvöl á Ísafold. Maki: Emil Örn Víðisson, f. 1976, tölvusérfræðingur við Landsbankann. Börn: Bergdís Lea, f. 1996; Elín Birta, f. 2000; Brynjar Smári, f. 2006, og Hilmir Örn, f. 2012. Stjúpbörn: Alma, f. 1999, og Valdimar, f. 2001. Foreldrar: Benedikt Benediktsson, f. 1958, og Elín Björnsdóttir, f. 1959. Anna Lísa Benediktsdóttir 30 ára Andri ólst upp í Garðabæ, býr þar, lauk prófi í grasafræði í Skot- landi, hefur stundað nám í húsamálun og er húsa- málari í dag. Maki: Karen Ósk Finsen, f. 1990, MSc-nemi í fjár- málaverkfræði við Há- skólann í Reykjavík. Foreldrar: Sigurþór Haf- steinsson, f. 1956, tækni- fræðingur, og Valgerður Hildibrandsdóttir, f. 1957, næringarfræðingur. Andri Heiðar Sigurþórsson 40 ára Hafdís býr í Reykjavík og starfar við ferðaþjónustufyrirtæki. Maki: Gylfi Sævarsson, f. 1974, starfar við ferða- þjónustufyrirtæki. Börn: Róbert Már, f. 2003; Anna Lára, f. 2007, og Andrés Þór, f. 2011. Foreldrar: Anna María Hannesdóttir, f. 1955, starfar hjá Birtu lífeyr- issjóði, og Andrés Þór Bridde, f. 1953, starfs- maður hjá Vélaborg. Hafdís Bridde  Ásbjörg Ósk Snorradóttir hefur varið doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Há- skóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Meinafræði arfgengrar heilablæð- ingar (The Pathology of Hereditary Cystatin C Amyloid Angiopathy (HCCAA)). Umsjónarkennari og leið- beinandi var Ástríður Pálsdóttir, vís- indamaður við Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, og leiðbeinandi með henni var Birkir Þór Bragason, líffræðingur við Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Arfgeng heilablæðing er sér- íslenskur mýlildissjúkdómur, sem stafar af stökkbreytingu í cystatin C geninu. Í arfgengri heilablæðingu myndar stökkbreytt cystatin C mý- lildi í æðaveggjum heilaslagæða/ slagæðlinga sem leiðir til heilablæð- inga og dauða. Einnig sjást mýlildis útfellingar í öðrum líffærum, þó í minna mæli. Markmið rannsóknarinnar var að fá betri skilning á meinafræði sjúk- dómsins, sérstaklega innan æða- veggjarins, og rannsaka millistig at- burða í framvindu meingerðarinnar með því að skoða líffæri utan mið- taugakerfis. Í fyrri hluta rannsókn- arinnar var meingerð heilaæða í sjúk- lingum skoðuð. Niðurstöðurnar sýndu mikil, og alvarleg, frávik í byggingu æða- veggja slag- æða/slag- æðlinga miðað við eðlilegar æðar ásamt uppsöfnun á ut- anfrumupró- teinum. Athugun á dreifingu cystatin C útfellinga innan heilans sýndi að umfang útfellingarinnar í heilum allra sjúklinganna var undantekning- arlaust alvarleg óháð heilasvæðum. Í seinni hluta rannsóknarinnar færðist áherslan frá heila yfir á líffæri utan miðtaugakerfis. Rannsóknin leiddi í ljós cystatin C útfellingar í grunn- himnu ýmissa svæða í húð arfbera. Cystatin C útfellingin í arfberunum var í nánum tengslum við uppsöfnun á kollageni IV í grunnhimnunni. Niðurstöðurnar benda til þess að þykknun á grunnhimnu gerist snemma í framvindu meingerð- arinnar og sé mikilvægur hluti í fram- gangi hennar, sem stuðlað getur að útfellingu, og mýlildismyndun, stökk- breytts cystatin C. Ásbjörg Ósk Snorradóttir Ásbjörg Ósk Snorradóttir er fædd árið 1979. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund árið 1999 og B.Sc. prófi í lífeindafræði árið 2005 frá HÍ. Ás- björg er gift Bjarna Bjarnasyni og dætur þeirra eru Katla Steinunn, Jara Sóley og Júlía Ósk. Ásbjörg vinnur á meinafræðideild Landspítalans og er aðjúnkt við Háskóla Íslands. Doktor Ullarnærföt í útivistina Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 30ÁRA 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S – XXL Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri • Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Blómsturvellir, Hellissandi • Kaupfélag V-Húnvetninga • Eyjavík, Vestmannaeyjum Þinn dagur, þín áskorun OLYMPIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.