Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 Solveig Hólmfríður Sigurð-ardóttir, framkvæmda-stjóri samskiptasviðs Ice- pharma, á 50 ára afmæli í dag. Hún er lyfjafræðingur að mennt og sinnir aðallega gæðamálum og starfsmannamálum, en hún er einnig starfsmannastjóri Ice- pharma. Hjá fyrirtækinu starfa 90 manns. „Við erum ört vaxandi fyr- irtæki og vinnum að heisluefl- ingu og heilbrigðum lífsstíl með okkar vörum. Við státum af því að vera með vörur sem spanna allan heilsuskalann; byrjum á forvörnum eins og vítamínum og hollum lífrænum mat, ef það dugar ekki til þá erum við með lyfin við sjúkdómum og svo allt upp í lækningatæki og ýmiss konar tækjabúnað. Þá erum við líka með íþróttavörur, erum með litla búð á Lynghálsi og seljum einn- ig til söluaðila. Við erum t.d. með NIKE-umboðið sem er okkar stærsta íþróttamerki. Eiginmaður Solveigar er Halldór G. Eyjólfsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá ÍSTAK, og börn þeirra eru Eyjólfur Ás- berg 19 ára, Ásdís Karen 17 ára og Steinunn Solveig 6 ára. „Áhugamálin snúast auðvitað að miklu leyti um fjölskylduna en tvö eldri börnin eru á kafi í íþróttum og fer mikill tími í að fylgj- ast með þeim, sonurinn í körfubolta og dóttirin í fótbolta.“ Sjálf hefur Solveig æft kraftlyftingar frá árinu 2011 og hefur unnið til nokkurra verðlauna í því sporti. „Talandi um forvarnir þá er ég sannfærð um að styrktarþjálfun af þessu tagi sé eitt besta öldrunarmeðalið. Þarna byggir maður upp vöðvastyrk og þrek en ekki síður andlegan styrk. Þetta reynir mikið á kjark og þor þannig að eftir góða æfingu líður manni eins og sigurvegara og sú tilfinning fylgir manni út í daginn. Svo náði ég mér í dóm- araréttindi í kraftlyftingum og er búin að dæma á tveimur mót- um. Það er ótrúlega gaman og veitir manni dýpri innsýn í íþrótt- ina, en líka gert til þess að hafa eitthvað krefjandi og skemmtilegt að gera í framtíðinni. Síðan erum við með sumar- bústað í landi Haga í Holtum, en maðurinn minn er ættaður það- an. Þangað reynum við að komast eins oft og við getum.“ Solveig tekur sér frí frá vinnu á afmælisdaginn en þau Halldór eiga jafnframt brúðkaupsafmæli í dag og ætla út að borða saman í hádeginu, en síðan ætlar Solveig að bjóða nokkrum vinkonum að skála við sig í kvöld í tilefni afmælisins. Kraftlyftingar eru góð forvörn Solveig H. Sigurðardóttir er fimmtug Afmælisbarnið Solveig. E inar fæddist í Vest- mannaeyjum 10. októ- ber 1957 en ólst upp í Kópavogi frá fimm ára aldri: „Ég var svo alltaf hjá afa og ömmu í Eyjum á sumrin. Það voru forréttindi að fá að kynnast vel öfum og ömmum í báðar ættir, en afi og amma í föðurætt bjuggu hjá okkur um skeið og amma kenndi mér að lesa. Vestmannaeyjadvölin gerði mig að eyjapeyja. Maður lærði að spranga, fékk að vísu gat á hausinn og nokkra marbletti en lærði þetta nú samt. Ég komst líka út í Surtsey á meðan hún gaus, þegar ég var sjö ára. Það var gaman að fá að kynnast Vestmannaeyjum fyrir gos og ég hef alltaf gaman af að koma í þennan kraftmikla bæ og rifja upp bernsku- árin þar.“ Einar lauk prófum frá málmiðn- aðardeild Iðnskólans í Reykjavík 1976, frá Vélskóla Íslands 1980 og sveinsprófi í vélvirkjun 1982. Hann stundaði síðan nám í verkefnastjórn- un og leiðtogaþjálfun, gæðastjórnun og rekstrar- og viðskiptanámi við Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri á Bíldudal – 60 ára Fjölskyldan Einar Sveinn og Hafdís, ásamt foreldrum hans, syni, dóttur, tengdasyni og dóttursyni, Hallberg Helga. Orðinn afi og verður ungur í annað sinn Samkomulag innsiglað Friðrik Friðriksson, Einar og Sturla Böðvarsson. Akureyri Emelía Dís Björgvinsdóttir fæddist 10. október 2016 kl. 10.43 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.985 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Inga Rún Ólafsdóttir og Björgvin Taylor Ómarsson. Nýr borgari Erla Rut Þorgrímsdóttir og Katla María Guðnadóttir héldu tombólu fyrir utan verslunina Salvíu á Húsavík. Þær söfnuðu 8.050 kr sem þær færðu Rauða krossinum á Íslandi. Á mynd- inni með þeim er Sigurbjörg Magnús- dóttir, fulltrúi Rauða krossins í Þingeyjarsýslu. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.