Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017
✝ Pálmi KristinnGuðnason
fæddist 10. nóv-
ember 1958 í
Grundarfirði. Hann
andaðist á Sjúkra-
húsinu í Keflavík
27. september 2017
eftir erfið veikindi.
Foreldrar Pálma
voru Guðni Guð-
mundsson, f. 1921,
d. 1974, og Þórunn
Kristín Pálmadóttir, f. 1932, d.
1977. Alsystur Pálma eru Ingi-
björg Ágústa Guðnadóttir, maki
Magnús Óskar Ingvarsson, þau
eiga tvö börn og þrjú barnabörn;
Særós Guðnadóttir, maki Baldur
Elías Hannesson, þau eiga þrjú
börn og þrjú barnabörn. Hálf-
systur hans eru Sigrún Að-
alsteinsdóttir, maki Gísli Harð-
arson, þau eiga tvö börn og eitt
barnabarn, og Guðný Jóna
Guðnadóttir, maki Ólafur Geir
Magnússon, þau eiga þrjú börn
og fjögur barnabörn.
Pálmi kvæntist
Áshildi Eygló
Björnsdóttur og
bjuggu þau saman í
Keflavík og síðar í
Grindavík, en skildu
þau eftir nokkurra
ára hjónaband. Son-
ur þeirra er Guðni
Freyr, f. 2. ágúst
1986.
Pálmi ólst upp að
mestu leyti í
Reykjavík. Hann fór mjög ungur
á sjó og var sjómennska hans að-
alævistarf. Hann vann í landi um
nokkurra ára skeið en kunni ekki
vel við sig og fór aftur á sjóinn og
var á bátum frá Grindavík. Hann
bjó í Keflavík og á Tálknafirði
um skeið seinni árin, en fluttist
aftur til Keflavíkur eftir að hann
veiktist og bjó hjá syni sínum síð-
ustu mánuði ævinnar.
Útför Pálma Kristins fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag, 10.
október 2017, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elskulegur bróðir er fallinn
frá, langt fyrir aldur fram. Það
er svo sár tilfinning að missa ein-
hvern svona nákominn. Einhvern
sem hefur fylgt þér alla ævi en er
svo skyndilega horfinn fyrir fullt
og allt.
Pálmi var eini bróðirinn í
systkinahópnum. Hann naut
þeirra forréttinda á allan hátt og
hafði gaman af að segja öllum
sem heyra vildu að hann væri
uppáhaldsbróðir allra fjögurra
systra sinna.
Og sennilega hefur hann haft
rétt fyrir sér því það var ekki
annað hægt en að láta sér þykja
ofur vænt um þennan strák.
Hann var einstaklega skemmti-
legur og vel gefinn, hugmynda-
ríkur, stríðinn en jafnframt ótrú-
lega þrjóskur.
Hann var ekki gamall þegar í
ljós kom að lestur var ekki hans
sterkasta hlið þrátt fyrir mjög
góða greind en eins og hjá mörg-
um öðrum átti lesblindan eftir að
hafa áhrif á alla hans framtíð.
Hann fór aðeins 14 ára á sjó
og þar fann hann sinn farveg í líf-
inu. Pálmi gat ekki hugsað sér
annað starf og vann að mestu
leyti við sjómennsku alla tíð.
Hann hafði sterkar skoðanir á
réttindum sjómanna og hikaði
ekki við að halda þeim á lofti við
hvert tækifæri. Honum fannst
vinna sjómanna vanmetin og
þrátt fyrir há meðallaun væri
ekki tekið tillit til erfiðra og
hættulegra vinnuskilyrða, langs
vinnutíma og fjarveru frá fjöl-
skyldu og vinum.
Pálmi var lengst af einstæður
faðir en lagði sig fram við að
halda góðu sambandi við son
sinn, Guðna Frey. Ósjaldan
komu þeir feðgar í heimsókn og
þá mátti maður eiga von á að
heyra kallað úr forstofunni háum
rómi: „Hvar er kaffið mitt“ og þá
var eins gott að hafa hraðar
hendur.
Hann hafði líka einstakt lag á
systrabörnum sínum og á sinn
dálitla stórkarlahátt varð hann
besti frændinn sem alltaf var
skemmtilegur og gaman að hitta
alveg sama á hvaða aldri þau
voru.
Alvarleg veikindi Pálma komu
eins og þruma úr heiðskíru lofti
en þá kom best í ljós hvaða mann
hann hafði að geyma. Mestar
áhyggjur hafði hann af öðrum og
vildi ekkert „kellingavæl“ við sig
eins og hann kallaði það.
Hann hélt kúlinu alla leið
hvort sem hann dvaldi heima hjá
sér með heimahjúkrun eða á
spítala og vildi hafa sitt eigið lag
á hlutunum.
Stundum spurði ég hann hvort
hann væri erfiður við hjúkrunar-
fólkið en þá horfði hann með
stríðnissvip á mig og sagði „nei,
þær elska mig allar“.
Og sennilega hafði hann rétt
fyrir sér. Það bara var ekki ann-
að hægt.
Ég þakka forsjóninni fyrir að
hafa haft þau forréttindi að vera
samferða manni sem Pálma og
votta Guðna Frey, bróðursyni
mínum, og fjölskyldu okkar inni-
lega samúð mína.
Særós, Baldur, börn og
barnabörn.
Pálmi Kristinn
Guðnason
✝ Guðbjörg Har-aldsdóttir,
Stella, fæddist 26.
mars 1927 í Kerl-
ingardal í Mýrdal.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
21. september
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Guðlaug
Stefanía Andr-
ésdóttir, f. 14.
mars 1892, d. 19. mars 1985, og
Haraldur Einarsson, bóndi og
síðar verkamaður, f. 10. júlí
1888, d. 20. september 1971.
Stella ólst upp í Kerlingardal.
Systkini hennar voru: Skarp-
héðinn, f. 1916, Tryggvi, f.
1918, Guðrún, f. 1927, Andrés,
f. 1925, þau eru öll látin.
Guðbjörg fékk fljótlega
gælunafnið Stella. Hún átti
móðursystur sem hét Guðbjörg
og var sú kölluð Gudda. Gudda
var ekki sátt við sitt gælunafn
og vildi alls ekki að litla nafna
hans er Helga Gísladóttir, f. 19.
maí 1957. Dóttir þeirra er
Stella Tong Haraldsdóttir. 3)
Guðlaug, f. 31. maí 1958. Sonur
hennar er Jónas Rafnsson. Eig-
inmaður Guðlaugar er Halldór
Randver Lárusson, f. 22. des-
ember 1957. Dóttir þeirra er
Ásdís Lovísa. 4) Þórey, f. 9. maí
1961. Eiginmaður hennar er
Þór Jóhannsson, f. 2. apríl
1957. Börn þeirra eru Auður
Hildigunnur, Bergþóra og
Kári. 5) Silja, f. 1. apríl 1972.
Sambýlismaður hennar er Ólaf-
ur Sigurður Eggertsson. Börn
þeirra eru Eggert Emil, Hauk-
ur Smári og Hugrún Harpa.
Stella og Jónas bjuggu á
Borðeyri í u.þ.b. 30 ár, þar sem
Jónas var kaupfélagsstjóri.
Hún kenndi handavinnu í
barnaskólanum um hríð, var
annars lengst af heimavinn-
andi. Hún skúraði kaupfélagið í
mörg ár. Síðustu árin sem þau
bjuggu í Hrútafirði vann hún í
Veitingaskálanum Brú á sumr-
in. Árið 1981 fluttu þau til
Reykjavíkur, á Kleppsveginn.
Stella vann í Goða hf. eftir að
þau hjónin fluttu til Reykjavík-
ur.
Útför Stellu hefur farið fram
í kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
hennar yrði kölluð
Gudda og valdi
hún því nafnið
Stella á stelpuna.
Sem ung kona bjó
hún um tíma í
Reykjavík, vann
þar m.a. sem
vinnukona, á
saumastofunni
Últíma, og á mat-
sölustað. Hún fór
svo á Húsmæðra-
skólann á Varmalandi árið
1947.
Stella giftist Jónasi Ein-
arssyni 9. maí 1953. Jónas var
fæddur á Hvammstanga 25.
júní 1924. Hann ólst upp í
Hrútafirði, foreldrar hans voru
Einar Elíesersson og kona hans
Pálína Björnsdóttir. Jónas lést
19. ágúst 1995. Börn þeirra
Stellu og Jónasar eru: 1) Að-
alsteinn Þorkelsson, f. 26. jan-
úar 1955. Dóttir hans er Stella
Mjöll Aðalsteinsdóttir. 2) Har-
aldur, f. 1.apríl 1956. Kona
Ég sit hjá Stellu tengdamóð-
ur minni eins og ég hef gert oft
áður. En í þetta sinn er það
öðruvísi, það er vitað að hún er
að kveðja. Ég horfi á þessa
sterku konu og fyllist þakklæti
yfir að hafa átt hana að í lífi
mínu.
Frá fyrstu stundu fór vel á
með okkur. Stella var pólitísk,
alla tíð vinstrisinnuð, lifði eftir
hugsjóninni og var á árum áður
virk í Alþýðubandalaginu. Við
deildum sömu skoðunum í
flestu, það var helst að við vær-
um ósammála um ýmislegt sem
aflaga fór í framkvæmd komm-
únismans. En aldrei bar skugga
á vinskap okkar.
Í mörg ár var það fastur lið-
ur sumarsins að fara í ferðalag
með „ömmurnar“, móður mína
og tengdamóður. Þá var gjarna
dvalið í sumarhúsi og ferðast á
nálæga staði á daginn og setið í
rólegheitum á kvöldin og prjón-
að og spjallað. Þær voru góðir
ferðafélagar, fróðar um lands-
lag og bæi og oft með vitneskju
um hver hafði búið hvar hér áð-
ur fyrr og kunnu af því sögur.
En kannski naut Stella best
ferðanna á æskuslóðirnar í
Mýrdalnum. Þá var dvalið í fjöl-
skylduhúsinu í Vík og alltaf far-
ið í Kerlingardalinn þar sem
hún þekkti hvern stein og
hverja þúfu. Við ferðuðumst
líka saman til útlanda og minn-
ist ég sérstaklega ferðarinnar
til Kúbu. Stella var dugleg að
ferðast og trú sinni stjórnmála-
skoðun fór hún nokkrar ferðir
til Rússlands og annarra aust-
antjaldslanda.
Stella var mikil áhugamann-
eskja um ættfræði og hafsjór af
fróðleik um menn og málefni.
Hún var í mörg ár félagi í Ætt-
fræðifélaginu og sótti þar fundi
sér til ánægju. Fyrir nokkrum
árum tók hún sig til og flokkaði
gömul bréf sem móðir hennar
hafði fengið frá systur sinni og
öðrum ættingjum, meðal ann-
ars frá Vesturheimi.
Hverju bréfi lét hún síðan
fylgja skýringar á mönnum og
málefnum sem fjallað var um í
bréfunum. Þetta eru ómetan-
legar heimildir um liðinn tíma
og mikils virði fyrir afkomend-
ur hennar.
Stella fylgdist vel með barna-
börnunum og var stolt af þeim
þó að hún hefði sjaldnast mörg
orð um það. Það var ekki henn-
ar stíll að mikla sig, hvorki af
sjálfri sér né sínu fólki og ég
held að ég hafi aldrei þekkt
hógværari manneskju. Hún var
orðvör og talaði aldrei illa um
fólk, helst að hún notaði lág-
stemmd skammaryrði um mjög
hægrisinnaða stjórnmálamenn.
Í öllum sínum veikindum
undanfarin ár sýndi hún mikið
æðruleysi. Það hefur ekki verið
auðvelt fyrir þessa sjálfstæðu
konu að vera upp á aðra komin
en hún ákvað að gera það besta
úr stöðunni.
Hún las mikið, réð krossgát-
ur, prjónaði og heklaði og hlust-
aði á útvarp. Allt til síðasta
dags hélt hún sinni skörpu
hugsun og á fundi með lækni
tveimur dögum áður en hún
lést gerði hún sér grein fyrir
hvert stefndi og sagði að nú
væri best að þessu færi að
ljúka. Hún var tilbúin að fara.
Ég kveð tengdamóður mína
með þakklæti fyrir vináttuna.
Helga Gísladóttir.
Þó svo að hún elsku Stella
frænka væri komin á háan ald-
ur og ekki við bestu heilsu þá
brá mér engu að síður þegar ég
fékk þau skilaboð að nú væri
bara verið að bíða eftir að hún
yrði sótt yfir í hvíldina.
Hún lést á afmælisdaginn
hennar mömmu heitinnar svo
væntanlega hefur verið tekið
vel á móti henni hinumegin með
kaffi og bakkelsi.
Stella var sérlega myndarleg
húsmóðir, einstaklega gestrisin
og sýndi mér alltaf kærleik og
hlýju í alla staði. Þegar ég var
að skríða í unglingsárin var ég
orðin heimalningur á Klepps-
veginum þar sem við Silja vor-
um góðar vinkonur.
Það var kært milli þeirra
systra Stellu og ömmu heitinn-
ar. Það var ótrúlega krúttlegt
að heyra þær tala saman þar
sem þær heilsuðust aldrei með
nafni heldur kölluðu hvor aðra
„systir mín“.
Þegar amma var orðin gömul
þá tókum við stundum símatíma
þegar ég kom í heimsókn frá
London og þá var hringt í flesta
úr símabókinni. Amma lá í rúm-
inu og ég hringdi og hélt svo
símtólinu við eyrað á henni.
Þegar kom að því að hringja í
Stellu kom kraftur í ömmu. Það
var mikið hlegið og gantast og
spjallað um heima og geima.
Okkur ömmu þótti svo vænt
um að í eitt skipti þegar amma
lenti á spítala þá lá Stella í her-
berginu við hliðina. Ég var akk-
úrat í heimsókn á Íslandi með
krakkana mína svo ég náði að
heilsa upp á hana þar.
Elsku Stella frænka, megi
Guð vernda sálina þína.
Minning þín lifir að eilífu,
amen.
Marlín Birna Haraldsdóttir.
Guðbjörg
Haraldsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar
Ástkær frændi okkar,
HEIMIR ÁSKELSSON,
Lynghaga 4, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
þriðjudaginn 3. október.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
11. október klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
Heimis er vinsamlega bent á að láta hjúkrunarheimilið Grund
njóta.
Hildigunnur, Ásrún og Kristín Davíðsdætur,
Oddrún Ásta og Guðrún Sverrisdætur,
Anna Wallace og makar
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
EINARS F. KRISTINSSONAR
fyrrverandi framkvæmdastjóra,
Urðarási 12, Garðabæ.
Sérstakar þakkir sendum við heimahlynningu og líknardeild
Landspítalans.
Ólöf Októsdóttir
Októ Einarsson
Erla Einarsdóttir Guðbjartur Jónsson
Anna Einarsdóttir
Einar Örn Einarsson Margrét Rós Sigurjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSTU G. ÞORKELSDÓTTUR
kjólameistara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks V-3
á Grund.
Kolbrún, Nathanael og Helgi Ágústsbörn og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BRAGI JÓNSSON
rafvirkjameistari,
lést fimmtudaginn 5. október á hjartadeild
Landspítalans. Útförin fer fram í Bústaða-
kirkju fimmtudaginn 12. október klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins,
kt. 640169-4949, reikningsnúmer 0101-26-054506.
Ingigerður Gottskálksdóttir
Ingibjörg Bragadóttir Magnús Strandberg
Örn Bragason Ágústa Sveinsdóttir
Ingveldur Bragadóttir Tryggvi Jónsson
Guðjón G. Bragason Irma M. Gunnarsdóttir
afa- og langafabörn
Okkar yndislegi pabbi, sonur, bróðir,
barnabarn, frændi og fyrrum sambýlis-
maður,
KRISTINN FREYR ÓLAFS
flugvirki,
Fífumóa 5d, Njarðvík,
lést á heimili sínu mánudaginn 2. október.
Yndið okkar verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mánudaginn
16. október klukkan 13.
Lilja Rún Ólafs
Kristinn Karl Ólafs Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir
Björgvin Haraldur Ólafs Sigríður Inga Eysteinsdóttir
Herdís Matthildur Ólafs
Sigurbjörn Þór Kristinsson Sædís Þorbjörnsdóttir
Vilborg Telma Kristinsdóttir
Róbert Aron Kristins. Ólafs Inga Valgarðsdóttir
Sigurbjörn Björnsson Þóra Þórhallsdóttir
systkinabörn hins látna og
Jóhanna Margrét Eggertsdóttir