Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 283. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Ísland komið á HM 2. Nýburi lést úr listeríu 3. Ísland átti ekki að mæta Kósóvó 4. Allt annað áhættumat í kvöld »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tríó píanóleikarans Inga Bjarna Skúlasonar kemur fram á Kex hosteli í kvöld kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Tríóið skipa auk Inga Bjarna þeir Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Bárður Reinert Poulsen á bassa. Þeir spila blöndu af frum- sömdum lögum ásamt klassískum djassstandördum. Tríó Inga Bjarna á Kex hosteli í kvöld  Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fv. alþingismaður, hefur lengi helgað sig þjóðfræði- rannsóknum og ritstörfum. Við- fangsefnin hafa ekki síst verið menningararfur, þjóðtrú og sagnageymd. Í Hann- esarholti í kvöld kl. 20 kynnir hún nýjustu bók sína, Við Djúpið blátt, sem fjallar um töfra Ísafjarðardjúps, náttúru, sögu og mannlíf. Bókaspjall um Við Djúpið blátt í kvöld  Tríó Eddu Borg kemur fram á Freyjujazzi í Listasafni Íslands í dag kl. 12.15. Tríóið skipa Edda Borg, söngkona og píanó- leikari, Bjarni Svein- björnsson á kontra- bassa og Bjarni Már Ingólfsson á gít- ar. Á efnis- skránni eru þekktir djass- standardar og dægurlög frá ýmsum tímum. Tríó Eddu Borg á Freyjujazzi í dag Á miðvikudag Norðvestan 8-15 m/s austantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning austan- og síðar norðanlands, en úrkomu- lítið á Suður- og Vesturlandi. Hiti 3 til 9 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 5-13 m/s. Rigning, einkum suðaustantil, en úrkomulítið á Vestur- og Norðurlandi. Hiti 3 til 10 stig. Vaxandi norðaustanátt við SA-ströndina í kvöld. VEÐUR Haukar kipptu leikmönnum Fram niður á jörðina þegar liðin leiddu saman hesta sína í Olís-deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Fram- arar, sem felldu Hauka úr leik í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn í vor og unnu þar að auki öruggan sigur á Aftureldingu í síðustu umferð deildarkeppninnar, voru engin fyrirstaða fyrir fríska leikmenn Hauka í gær. Strax að loknum fyrri hálfleik var ljóst hvert stefndi með nið- urstöðu leiksins. Svo fór að Haukar unnu með níu marka mun. »4 Haukar kipptu Fram-liðinu niður á jörðina Fullveldisdagurinn 1. desember verður sér- staklega spennandi fyrir íslenskt knatt- spyrnuáhugafólk þetta árið. Þá verður dregið í riðla fyrir HM karla í Rússlandi sem fram fer 14. júní til 15. júlí á næsta ári. Í gærkvöld varð ljóst að Ísland mun í fyrsta sinn taka þátt í mótinu þar sem 32 bestu landslið heims koma saman. Dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið við hátíð- lega athöfn í Kreml í Moskvu. »1 Dregið í HM-riðlana í Kreml á fullveldisdeginum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun á næsta ári keppa í fyrsta sinn á HM og má því reikna með að margir stuðningsmenn liðsins vilji fylgja því til Rússlands þar sem keppnin fer fram. Eru ferðaskrifstofur þegar byrjaðar að huga að og undirbúa bæði flug og gistingu í Rússlandi, en forsvarsmenn þeirra telja að jóla- gjöfin í ár verði einmitt ferð á HM í Rússlandi. „Við erum búin að undirbúa allt sem hægt er á þessari stundu hjá flugfélögum og koma okkur inn á hótel,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, yf- irmaður hópadeildar Gamanferða. Hann býst við því að fleiri nýti sér þjónustu ferðaskrifstofa á HM í Rússlandi en gerðu á EM í Frakklandi. „Fólk þarf þá ekki að hafa áhyggjur af gæðum hótela, tungumáli og ferðum á milli borga.“ Gamanferðir voru búnar að undirbúa ferðir til Rússlands báða umspilsdagana „Nú þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því,“ segir Bragi Hinrik og bætir við að nú þegar geti fólk sem áhuga hafi á að fylgja íslenska landsliðinu á HM 2018 skráð sig á póstlista. Hjá flugfélaginu WOW air er líka í boði að skrá sig á póstlista. „Við munum verða með flug til Rússlands. Við bíðum eins og aðrir eftir 1. desember þegar í ljós kemur í hvaða borgum Ísland keppir,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Lúðvík Arnarsson, forsvarsmaður VITA sport, tekur í sama streng. „Við erum á leið til Rússlands það er bara svoleiðis. Undirbúningur er þegar hafinn,“ segir Lúðvík og bætir við að taka þurfi með í reikninginn að hugsanlega þurfi að fljúga á milli allra leikstaða. „Það blasir við að við munum þurfa að grípa til ráðstafana til að koma fólki til Rússlands. Við vitum af áhuganum og rennur blóðið til skyld- unnar sem aðalstyrktaraðili landsliðsins,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rússland fer í jólapakkann  Ferðaskrifstofurnar í startholunum  Kemur í ljós 1. desember hvar Ísland spilar  Skráning á póstlista hafin  Flókið ferðalag og langt á milli staða Sigur Flugeldar lýstu upp þjóðarleikvanginn þegar HM-draumurinn rættist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.