Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver er tilbúin/n til að aðstoða þig við að gera breytingar á heimilinu eða innan fjölskyldunnar. Gefðu þér tíma til að rækta líkama og sál því allt veltur á jafnvægi þar í milli. 20. apríl - 20. maí  Naut Samskipti við systkini og aðra fjöl- skyldumeðlimi gætu orðið stirð í dag. Loks- ins spyr fólk þig álits – og tekur loks mark á því eins og það hefði fyrir löngu átt að gera. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki fyrtast við þótt einhver segi þér til syndanna. Með hverri setningu sem þú mælir af munni fram er önnur ósögð, sem þeir skilja einir sem þekkja þig náið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhverjar breytingar standa fyrir dyrum sem gefa þér tækifæri til að sýna hvers þú ert megnugur. Vertu hæverskur þangað til. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það eru mörg tilboðin sem streyma að okkur úr öllum áttum og það þarf sterk bein til þess að láta flest þeirra lönd og leið. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga góða vini, svo leggðu þig fram um að halda þeim. Stórhuga ráðagerðir krefjast allra heilafrumna sem þú hefur yfir að ráða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhverja óvænta gesti ber að garði og í þeim hópi er maður sem mun reynast ykkur vinur ef þið ræktið vináttuna. Taktu frá tíma til þess að vera einn og njóttu útivistar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Notaðu daginn til að slappa af í kyrrð og einveru, bæði andlega og líkamlega. Um leið og þú ræktar þinn eigin garð skaltu gefa þér tíma til að sinna fjölskyldu og vin- um. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Flýttu þér hægt, því flas er sjaldnast til fagnaðar. Reyndu að einbeita þér að þeim verkefnum sem þú þarft að leysa. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ákvörðunin um hver eigi að biðjast afsökunar fyrst er risavaxin. Dragðu þig í hlé ef það er eina lausnin til að bjarga geðheils- unni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef þú ert ekki viss hverju trúa skuli ertu í góðri stöðu. Láttu ekki smáatriðin vefjast fyrir þér heldur einbeittu þér að aðal- atriðunum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fólk mun standa undir væntingum þínum. Næstu vikurnar eru líka sérlega góður tími til að biðja um lán eða fjárhagsstuðning. Glappaskotin?“ spyr Helgi R.Einarsson og svarar sér sjálf- ur: Margt gerist með höppum og glöppum hjá greindustu stjórnmálaköppum sem að sér ei gá og því gagnrýni fá í kosningadansinum kröppum. „Ljós í myrkri fýlupúkans“: Þegar ég fallinn verð frá og fjölunum liggja mun á ég loksins verð laus við lygar og raus því mér enginn mun eiga neitt hjá. Jón Arnljótsson vill að við „gerum gott úr“: Eins og súpa úr ausu kál, eða hamra moðvolgt stál, Wintris er hið versta mál og vonsmátt það að leysa. Má þó kannski miðflokk á því reisa. Á laugardaginn hafði Hólmfríður Bjartmarsdóttir orð á því á Boðn- armiði að „loksins hélaði og líklega búið með krækiberin“. Og bætti við, að einhvern tíma hefði hún ort þetta á svona degi: Í speglum vatnanna spegla sig hvítir hnjúkar og spekingslegir svanir í morgunljóma. Á rauðri jörð liggja klassískir kirkjudúkar krækiberjanna útför var gerð með sóma. Pétur Stefánsson rifjar upp að 4. okt. síðastliðinn voru 150 ár liðin frá fæðingu langafa síns Björns Péturs- sonar frá Sléttu í Fljótum. – „Hann var ölkær nokkuð og bera sumar vísur hans keim af því,“ segir Pétur og nefnir að vínlaus hafi hann ort: Nú er ég í huga hljóður, hættur karlaraupinu. Hvenær skyldi guð minn góður gefa mér í staupinu. Eitt sinn kom Björn til Aage R. Schiöth lyfsala á Siglufirði og orti: Nú er fátt sem fjörgar mann, flý ég á náðir þínar. Gef mér einhvern andskotann að ylja kverkar mínar. Maður nokkur dáðist að rithönd Björns: Ellin skæð með afglöp sín örmum vill mig spenna. Hálfáttræða höndin mín heldur illa á penna. Pétur lætur þess getið að meira af kveðskap Björns sé í vísnasafni Skagfirðinga og svarar játandi þeirri athugasemd Hreins Guðvarð- arsonar að þetta sé sá Björn Pét- ursson sem fór til Vesturheims, kom aftur og var síðast í Móskógum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kosningadans, Wintris og útför krækiberjanna ÞAÐ STÓÐ 90, EN ÞEGAR VINDKÓLNUNIN VAR TEKIN MEÐ Í REIKNINGINN VAR TIL- FINNINGIN MEIRA EINS OG 120 KÍLÓ. „HANN HEFUR LÍMT FÆTURNA AFTUR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... slektið okkar! VOFF! VOFF! VOFF! SJÁÐU? ÉG GET TALAÐ „HUNDAMÁL“! ÞÚ VARST AÐ SEGJA „OLNBOGINN MINN ER KARTAFLA“ ÉG VILDI SPARA HONUM FERÐINA AF HVERJU GAFSTU HONUM EKKI PENING? ÁTTU KLINK? GLÚG G GLÚ GG GLÚGG SKOÐUNAR- HERBERGI Bók George Orwell, 1984, er tilumræðu á ný um þessar mund- ir. Sala á bókinni tók mikinn kipp í fyrra þegar Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna og nú hefur leikverk byggt á henni verið tekið til sýninga í Borgarleik- húsinu. 1984 kom út árið 1949. Or- well lauk við bókina milli þess sem hann lá á sjúkrahúsi vegna berkla, sem drógu hann til dauða í janúar 1950. x x x Í 1984 dregur Orwell upp mynd afsamfélagi þar sem alræði er við lýði. Orwell hafði barist gegn fas- isma í borgarastyrjöldinni á Spáni og má lesa lýsingar hans á því í bókinni Óður til Katalóníu. Þar kynntist hann líka sviksemi sov- éskra kommúnista. Sovétmenn áttu sér hins vegar marga viðhlæjendur, ekki síst vegna þáttar þeirra í að sigrast á herjum Hitlers. Honum fannst að margir gerðu sér ekki grein fyrir hinu sanna eðli komm- únismans og vildi með 1984 leiða almenningi það fyrir sjónir. x x x Í huga Orwells var þegar skollið ástríð á þessum tíma, stríð í skugga ógnar af gereyðingu, sem fylgdi kjarnorkuvopnum. Orwell talaði um pattstöðu „tveggja eða þriggja risavaxinna ofurríkja, sem hvert um sig býr yfir vopni sem getur þurrkað út milljónir manna á nokkrum sekúndum“. Orwell kall- aði það „kalt stríð“ og var fyrstur til að nota það orðalag á ensku. Sá merkmiði festist við þá rimmu, sem í vændum var milli austurs og vest- urs og lyktaði með falli Berlínar- múrsins árið 1989. x x x Sýningin á 1984 í Borgarleikhús-inu er sterk og fara Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Valur Freyr Einarsson á kostum. Víkverji var sérstaklega hrifinn af sviðsmynd- inni þar sem leitað er í smiðju M.S. Eschers, sem er þekktur fyrir myndir þar sem stigar liggja í allar áttir, jafnvel á hlið og á hvolfi, og það er sama hvert ferðinni er heit- ið, alltaf endar hún á sama stað. vikverji@mbl.is Víkverji Verið fullkomnir eins og faðir yðar himneskur er fullkominn. (Matt. 5:48) www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.