Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Stemningin var rafmögnuð á stuðn- ingsmannasvæði KSÍ við hlið Laug- ardalsvallarins þar sem fjöldi fólks var saman kominn til að fylgjast með leik Íslands og Kósóvó á risa- skjá sem búið var að koma þar fyr- ir. „Það er stórkostlegt að vera hérna,“ segir Margeir Felix sem var mættur á stuðningsmannasvæð- ið ásamt félaga sínum Birgi Frey. Úlpulausir en klæddir íslensku landsliðstreyjunni létu þeir hvorki kulda né rigningu á sig fá. „Barátta og leikgleði landsliðsins heldur á okkur hita,“ segir Birgir, en í þann mund fær Kósóvó hættulegt færi og hjartað tekur örlítinn kipp. Skömmu síðar skorar Ísland, staðan 2:0 og það ætlar allt um koll að keyra. Stelpurnar í Tekonu- klúbbnum hoppa manna hæst og klúbbfélagarnir Lilja og Arndís segjast komnar hálfa leið til Rúss- lands í huganum. „Við erum á leið á HM í Rúss- landi, það er ekki spurning,“ segja þær og vinkonurnar taka undir. „Kvennalandsliðið, karlalandsliðið, það skiptir ekki máli: við erum frá- bær fótboltaþjóð – Áfram Ísland,“ öskra þær í rífandi stemningu á stuðningsmannasvæði KSÍ við Laugardalsvöll. Ísland er á leið á HM og ókunnugir fallast í faðma og syngja. Stuðningsmenn voru ekki hættir því von var á landsliðinu á Ingólfs- torg eftir leik og þar myndaðist sannkölluð þjóðhátíðarstemning. Torgið var troðfullt og hituðu þjóð- þekktir tónlistarmenn upp meðan beðið var eftir sjálfu landsliðinu. Þegar rúta landsliðsins mætti á svæðið og drengirnir stigu á svið lifnaði heldur betur yfir mann- skapnum sem þá hyllti hetjurnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Miðborgin Mikill fjöldi fólks safnaðist saman í miðborg Reykjavíkur eftir leikinn til að fagna sigri íslenska landsliðsins og myndaðist þar sannkölluð þjóðhátíðarstemning. Þjóðhátíðar- stemning í höfuðborginni Morgunblaðið/Eggert Áfram Ísland Bláklæddir stuðningsmenn skemmtu sér konunglega á leiknum í gær og ekki síst eftir leik. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Málning Stuðningsmenn undirbúa sig fyrir leikinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjölskylda Ungir sem aldnir mættu á völlinn í gær.  Stuðningsmenn fögnuðu með lands- liðinu í Laugardal og á Ingólfstorgi Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Íslendingar þurfa vegabréfsáritun til Rússlands, en við munum þegar í stað hefja vinnu við það í sam- starfi við rússnesk stjórnvöld að reyna að einfalda það ferli og gera það eins skilvirkt og mögulegt er,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson ut- anríkisráðherra í samtali við Morg- unblaðið er hann var spurður út í væntanleg ferðalög stuðnings- manna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, en líkt og alþjóð veit þá tryggði liðið sér sæti á heimsmeist- aramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rúss- landi næsta sum- ar. Guðlaugur Þór segir það ekki eiga að vera neitt vandamál fyrir Íslendinga að ferðast til Rússlands, það eru m.a. reglulegar áætl- unarferðir þangað frá Keflavík. „Íslenskir ferðamenn sækja reglu- lega Rússland heim. Þetta er bara spurning um að einfalda ferlið í kringum vegabréfsáritunina.“ Jafnframt bendir Guðlaugur Þór á að nú þegar standi yfir vinna að loftferðasamningsmálum við rúss- nesk stjórnvöld. Búast má við að tugir þúsunda Íslendinga sæki Rússland heim á næsta ári miðað við þann fjölda sem fylgdi íslenska karlalandslið- inu á EM í Frakklandi sumarið 2016 og þann fjölda sem fór til Hollands til að styðja íslenska kvennalandsliðið á Evrópumeist- aramóti kvennalandsliða síðastliðið sumar. Spurður um öryggi ferðamanna í Rússlandi segist Guðlaugur Þór ekki búast við öðru en að þarlend stjórnvöld gæti fyllsta öryggis meðan á heimsmeistaramótinu stendur. Utanríkisráðuneytið mun einfalda regluverkið Guðlaugur Þór Þórðarson  Íslendingar þurfa vegabréfs- áritun til Rússlands Ísland á HM í Rússlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.