Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 Hausthefti Þjóðmála, tíma- rits um stjórnmál og menn- ingu, er komið út. Meðal efn- is er grein þar sem Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri SI, fjallar um sam- keppnishæfni Íslands, mik- ilvægi þess að stjórnvöld setji sér skýr markmið og fylgi þeim eftir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, alþingismaður og varaformaður Framsóknarflokksins, fjallar um hugmynd sína að stofnun Stöðugleikasjóðs á Íslandi. Björn Bjarnason, fv. ráðherra, skrifar Af vettvangi stjórnmálanna líkt og hann hefur gert frá upphafi útgáf- unnar. Í grein sinni fjallar Björn um aðdraganda og eftirmál stjórnarslit- anna. Björn Jón Bragason, doktors- nemi í lögfræði og sagnfræði, fjallar um þýsku þingkosningarnar, stefnu Kristilegra demókrata og hvað Sjálfstæðisflokkurinn getur lært af starfi flokks- ins. Magnús Þór Hafsteins- son ritstjóri fjallar um niðurstöðu norsku kosninganna og stöðu Ernu Solberg sem for- sætisráðherra. Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Þjóð- mála, fjallar um háa skattheimtu og hinn kæfandi faðm ríkisins. Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur og uppgraftarstjóri á Landssím- areitnum, fjallar um þær minjar sem þar hafa fundist og staðreyndir um rannsóknina, rannsóknarsvæðið og Víkurkirkjugarð. Gunnar Björns- son, forseti Skáksambands Íslands, fjallar um heimsbikarmótið í skák. Að venju er einnig fjallað nokkuð um bækur í ritinu. Hausthefti Þjóð- mála er komið út Einn valdamesti maður Hollywood, kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein, hefur verið rekinn frá fyrirtækinu The Weinstein Company, sem hann stofnaði ásamt bróður sínum, Bob Weinstein. Mun upp- sögnin hafi borist honum í tölvupósti. Ákvörðun stjórnar fyrirtækisins kemur í kjölfar fréttaumfjöllunar The New York Times í síðustu viku, en þar var greint frá áratuga langri ósæmilegri hegðun Harvey Wein- stein í garð samstarfskvenna (m.a. hjá Miramax sem áður var í eigu Weinstein-bræðra) og ungra kvenna í kvikmyndabransanum. Leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan voru meðal þeirra sem lýstu samskiptum sínum við Weinstein sem bauðst á sínum tíma til að hjálpa þeim í bransanum ef þær nudduðu hann eða samþykktu að horfa á hann í sturtu. Meðal þess sem kom fram var að hann hefði samið við átta konur til að koma í veg fyrir lögsókn gegn sér. Á síðustu dögum hafa fleiri konur stigið fram, þeirra á meðal fyrrverandi frétta- kona, sem lýsti því hvernig Wein- stein hefði króað sig af á veitinga- húsi og fróað sér fyrir framan hana. Fyrstu viðbrögð Weinstein við fréttaumfjölluninni voru að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínu, sagðist ætla að leita sér aðstoðar og taka leyfi frá störfum meðan verið væri að rannsaka ásakanirnar. Örfá- um klukkutímum síðar var komið annað hljóð í strokkinn, en þá til- kynnti Lisa Bloom, lögfræðingur hans, að hann hygðist fara í mál við The New York Times vegna umfjöll- unar blaðsins og hótaði því einnig að birta ljósmyndir af nokkrum þeirra kvenna, sem borið hefðu hann sök- um, í vinalegum stellingum með Weinstein eftir að kynferðislega áreitið hefði átt að eiga sér stað. Lance Maerov, einn stjórnar- manna The Weinstein Company, gagnrýndi Bloom harðlega fyrir framgöngu hennar og stuttu síðar hætti hún störfum sem lögfræð- ingur Weinstein. Weinstein á 42% hlut í The Weinstein Company og hefur The New York Times eftir Maerov að enn sé óljóst hvað verði um hlut hans. Að sögn Maerov komst stjórnin að því að Weinstein hefði brotið siðareglur fyrirtækisins á síðustu vikum, en vildi ekki nefna hvernig. Rekinn vegna frétta um kynferðislegt áreiti Harvey Weinstein Hin háleynilega (og einka-rekna) leyniþjónustaKingsman hefur haldiðheiminum öruggum frá árinu 1848. Á sléttu og felldu yfir- borðinu lítur út fyrir að fyrirtækið sé eingöngu skraddaraþjónusta, en allir starfsmenn hennar eru hins vegar þrautþjálfaðir og tilbúnir til þess að bjarga heiminum hvar sem er og hvenær sem er. Kingsman: The Golden Circle tek- ur upp þráðinn þar sem fyrri mynd- inni, Kingsman: The Secret Service, lauk. Þeirra besti maður, „Eggsy“ Unwin (Taron Egerton), er á leiðinni heim til sín eftir erfiðan vinnudag, þegar honum er rænt af Charlie He- sketh, fyrrverandi lærlingi Kingsman sem ekki komst í gegnum nálaraugað. Eggsy sleppur við illan leik, en Char- lie nær hins vegar að koma höndum yfir upplýsingar sem tefla allri starf- semi Kingsman í bráða hættu. Fyrri myndin í seríunni var sem ferskur, ofbeldisfullur andblær þegar hún kom út sumarið 2015. Hún setti upp þennan fáránlega söguheim, þar sem njósnarar í fullkomnum jakkaföt- um bjarga heiminum og sofa hjá prinsessum. Framhaldið nær því mið- ur ekki sama flugi, en ætti þó að geta verið ágætis afþreying þeim sem vilja dýfa aftur fæti í þennan söguheim. Helsti gallinn við myndina er að söguþráðurinn, sem vissulega var næfurþunnur í fyrri myndinni, er jafnvel enn losaralegri í þessari mynd. Myndin virkar jafnvel á köfl- um eins og biðleikur fram að næstu framhaldskvikmynd, þar sem nýir karakterar eru kynntir til sögunnar, en eru síðan settir, nánast bók- staflega, á ís. Þá vantar tilfinnanlega að ofbeldis- atriðin standi upp úr eins og þau gerðu í fyrri myndinni. Það er ekk- ert atriði hér sem vekur sömu gæsahúð til dæmis og „kirkju- atriðið“. Það er einna helst lokabar- daginn sem kemst næst þessum „ofbeldisballett“ sem leikstjórinn Matthew Vaughn gerir svo vel. Leikararnir komast flestir vel frá sínu, og þar má meðal annars sjá poppgoðið Elton John leika á alls oddi. Channing Tatum, Pedro Pasc- al, Halle Berry og Jeff Bridges standa sig vel sem fulltrúar Sta- tesman, bandarískra systursam- taka Kingsman. Þá er Julianne Moore ágæt sem illmennið Poppy, yfirmaður Golden Circle-samtak- anna sem myndin heitir eftir. Helsta gleðin er þó í endurkomu Colin Firth, en þó set ég stórt spurningarmerki við þá ákvörðun að setja hann á plakat og í stiklur úr myndinni. Kingsman: The Golden Circle verður að teljast nokkur vonbrigði miðað við þær væntingar sem fyrri myndin bjó til. Hún mun líklega ekki lifa jafnlengi í minningunni, en gerir þó nóg til þess að réttlæta það að þriðja myndin í bálknum verði gerð. Bundnir Kóngsmenn lenda oft í kröppum dansi eins og Eggsy (Taron Egerton) og Merlin (Mark Strong) fá að reyna. Nær ekki sama flugi Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka og Borgarbíó Akureyri Kingsman: The Golden Circle bbbnn Leikstjóri: Matthew Vaughn. Handrits- höfundar: Jane Goldman, Matthew Vaughn. Aðalhlutverk: Taron Egerton, Colin Firth, Julianne Moore, Mark Strong, Halle Berry, Hanna Alström, Channing Tatum, Pedro Pascal, Jeff Bridges og Elton John. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 6SÝND KL. 6, 9.10, 10 SÝND KL. 9 SÝND KL. 6, 8 30% afsláttur af rafdrifnum skrifborðum Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Verð frá 68.947 kr. Hæðarstillanleg rafdrifin borð stuðla að betri líkamsstöðu og bættri líðan í vinnunni. STOFNAÐ 1956

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.