Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 NÝJAR OG SPENNANDI HAUSTVÖRUR Opið virka daga frá 10-18, laugardag 11-15. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Albert Þór Jónsson ritaði grein í Mbl. 23. sept. sl. þar sem hann reyndi að sýna fram á að íslenska krónan væri ekki vandamálið. Hann áleit að fyrir- tæki gætu varið sig gegn gengissveiflum með svokölluðum „fjármálaafurðum“, þar með væru engin vandkvæði með krónuna. Svo ein- falt var það. Vissa hans var þó ekki staðfastari en svo, að hann taldi það koma til álita að skoða bandaríska dalinn sem íslenskan gjaldmiðil. Ekki minntist hann á evruna, sem er þó langmest notaði og mikilvæg- asti gjaldmiðillinn okkar, að krón- unni frátalinni. Svona getur inn- múrað heilarugl hlaupið með menn í gönur. Hann þakkaði krónunni fyrir hve fljótt við unnum okkur uppúr kreppunni, en talaði minna um straumkast ferðamanna sem á okkur skall og færði ógrynni af gjaldeyri. Ekkert minntist hann á hvað fall krónunnar lék íslensk heimili grátt og hvílík skemmd- arverk hún vann á íslensku sam- félagi. Hvorugt hefur jafnað sig. Ekkert tæki hefur jafn mótandi áhrif á siðferði og samhygð eins samfélags sem gjaldmiðilinn. Það siðferðislega hrun sem við höfum orðið vitni að undanfarna áratugi má að nokkru rekja til hrunadans krónunnar, sem brenglaði huga okkar, gildismat og athafnir. Gerði suma ríka, kom öðrum á vonarvöl. Stöðugur gjaldmiðill er því dauðans alvara. Útlendingar taka yfir Á undraskömmum tíma hefur það gerst, að erlend fyrirtæki hafa náð stórri markaðshlutdeild hér. Auðvitað fagna flest heimili fjöl- breyttara vöruúrvali, aukinni sam- keppni og lægra vöruverði. Það vakti athygli hve margir útrásarvík- ingar sóttu auð sinn í smásöluversl- unina, ekki hvað síst matvæli. Það segir sína sögu. Skrítið að arðurinn skyldi svo oft enda í skúffu á Tort- ólu! En það er önnur hlið á þessu máli. Krónan er enn að valda usla í atvinnulífi okkar. Alþjóðleg fyrir- tæki koma hingað og leggja undir sig stóra hluta atvinnufyrirtækja, s.s. í byggingavöruverslun, kaupa hótelkeðju, taka stóra sneið af mat- vöruversluninni, eiga 80% af laxeld- inu, eiga stærstu verktakafyrir- tækin, eignast misstóra hluti í bönkunum o.s.frv. Ýmsir munu ef- laust segja að þetta sé allt í besta lagi og sýni að við séum orðin hluti af hnattvæðingunni. En þarna er vitlaust gefið. Erlendu stórfyr- irtækin eru hluti af fyrirtækjaneti um allan heim. Þau hafa öflugt bakland. Geta því boðið lágt verð. Hitt skiptir þó meira máli að að- gangur þeirra að ódýru fjármagni er óhindr- aður. Vaxtakjör þeirra gera það einnig að verkum að innlendir að- ilar með hávaxtakrónu í farteskinu eiga engan séns. Því mun eign- arhald innlendra fyrirtækja og bú- jarða áfram flytjast til útlanda með- an við ríghöldum í krónuna. Krónan er hagsmunatæki Bænartuggan um ágæti krón- unnar verður eflaust kyrjuð áfram af söfnuði hennar, því hún er mjög mikilvægt hagsmunaverkfæri fá- mennra hópa. Eitt meginhlutverk hennar hérlendis hefur verið að breyta fjárhagslegum skipti- hlutföllum milli útflutnings- atvinnuvega annars vegar og inn- lendra starfsstétta hins vegar. Þetta er ein meginástæða þess, að sumir stjórnmálaflokkar vilja ríg- halda í krónuna, þrátt fyrir aug- ljósa galla hennar, sem flestir vit- bornir menn sjá. Það er athyglisvert að bera saman þróun færeysks efnahagslífs, sem býr við gjaldmiðil sem það hefur engin áhrif á. Þeir hafa þurft að ganga í gegnum aflasamdrátt og efnahags- kreppur án þess að byrðum þeirra hafi verið velt yfir á almenning með því að fella gengið. Þeir hafa ekki búið við meira atvinnuleysi en við. Það eru einkum sjávarútvegur og landbúnaður – gömlu auðlinda- atvinnuvegirnir – sem halda fast í krónuna og þeir stjórnmálaflokkar sem miða stefnu sína við sérhags- muni þeirra. Við þurfum að komast út úr iðukastinu og stefna að upp- töku annars gjaldmiðils. Með því gerum við innlend lífskjör og at- vinnulíf samkeppnisfær við útlönd. Evran er þar nærtækust. Krónan hefur mörg andlit Eftir Þröst Ólafsson Þröstur Ólafsson » Því mun eignarhald innlendra fyrirtækja og bújarða áfram flytj- ast til útlanda meðan við ríghöldum í krónuna. Höfundur er hagfræðingur. Þær stundir koma að mér finnst líf mitt vera slíkt sem ég væri villt- ur á þokuslungnu fjalli. Þannig var mér innan- brjósts einn föstudags- morgun er ég las ný- prentað Morgunblaðið með öðru auganu en veffréttir blaðsins með hinu auganu. Allt var eðlilegt að kvöldi þegar blaðið fór í prentun en að því loknu var haldinn fundur í Ráði Bjartrar framtíðar þar sem líf ríkisstjórnar var vegið létt- vægt. Umræðulaust var stjórnar- samstarfi slitið og á stað fór ferli sem leiðir til nýrra kosninga, innan við ári eftir að síðast voru haldnar kosningar. Sagan endurtekur sig; það er einn af eiginleikum lífsins að hinar ólík- legustu tilviljanir geta ráðið nætur- stað manna, fremur en eðlilegustu fyrirætlanir, grundvall- aðar á nákvæmum út- reikningi. Þegar allt gengur vel þá er það ekki lausn á smávægilegum sam- skiptavandamálum að „kjósa“. Og um hvað snúast svo kosning- arnar? Um það hefur enginn getað frætt mig. Er ég þó innmúraður á Alþingi nú um stund. Lífskjör þjóðar ráð- ast af staðfestu og stöð- ugleika í stjórnarfari. Það er ábyrgð stjórnmálaflokka að sýna staðfestu í stjórnarfari. Eilífur aldur og smáblóm Það er ekki lögmál að stjórnmála- flokkar eigi sér eilífan aldur. Það er heldur ekki lögmál að nýjar stjórn- málahreyfingar verði aldrei annað en smáblóm með sjálfseyðinguna í farangrinum. Því er það sorglegt fyrir lýðræðið að nýir stjórnmálaflokkar sem fá tækifæri lífs síns til að sanna til- verurétt sinn skuli falla á fyrsta prófi, í efni sem kemur stjórnarsam- starfi ekki við en má ræða með því að gera athugasemdir, eins og gerist í samskiptum upplýsts fólks. Í þeirri atburðarás sem hófst um miðnætti 15. september sýndu þing- menn Sjálfstæðisflokksins yfirvegun en smáflokkar féllu og misstu frá sér tækifæri lífs síns. Það er aðeins sterkur Sjálfstæðisflokkur sem get- ur staðið vörð um stöðugleika í land- stjórninni en það er forsenda fram- fara og lífskjara Tækifæri lífsins eða sjálfseyðingin Eftir Vilhjálm Bjarnason » Lífskjör þjóðar ráð- ast af staðfestu og stöðugleika í stjórnar- fari. Það er ábyrgð stjórnmálaflokka að sýna staðfestu í stjórn- arfari. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um almannatryggingar. Því verður ekki móti mælt að með nýjum lögum fylgdu veru- legar kjarabætur til þeirra sem búa einir og hafa lágar tekjur. Þessu ber að fagna. En það þarf að gera betur fyrir þann stóra hóp eldri borgara sem er með lágar greiðslur eða miðlungsgreiðslur frá Trygg- ingastofnun. Eitt það versta í stöð- unni í dag er að eldra fólki sem hef- ur getu og vilja til að vinna er refsað grimmilega með sköttum og skerð- ingum. Það er lítill hvati til að vinna ef þú missir 71% af tekjum þínum í skatta og skerðingar. Það er lágmarkskrafa að frítekju- markið verði hækkað úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur á mán- uði. Landssamband eldri borgara hef- ur vakið athygli á þessu bæði við þingmenn og ráðherra. Ég var einn af þeim fjölmörgu sem mætti á fund Sjálfstæðisflokks- ins á Nordica hótelinu, sem markaði upphaf kosningabaráttunnar. Það var mjög ánægju- legt að heyra Bjarna Benediktsson, for- sætisráðherra og for- mann Sjálfstæð- isflokksins, lýsa því yfir að frítekjumarkið ætti að hækka í 100 þúsund krónur. Þetta er það mikið réttlæt- ismál fyrir eldri borg- ara að full samstaða á að geta náðst um það milli allra stjórnmálaflokka. Laugardaginn 23. september sl. var haldinn aðalfundur Öldungaráðs Suðurnesja. Á fundinum var eftir- farandi tillaga samþykkt samhljóða. „Aðalfundur Öldungaráðs Suð- urnesja haldinn 23. september 2017 skorar á alla flokka sem bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október 2017 að setja málefni aldraðra í al- gjöran forgang á næsta kjörtímabili. Stefna þarf að því að afnema frí- tekjumark eldri borgara í áföngum. Fyrsta skrefið þarf að vera að hækka frítekjumarkið nú um ára- mótin úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur. Það stangast á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að beita sérstökum skatti á fólk sem náð hefur ákveðnum aldri. Skattar og skerðingar geta í dag numið allt að 71% á eldra fólk. Óbreytt staða stuðlar að því að hvatinn til vinna hverfur. Óbreytt staða hvetur til þess að launamenn færa sig inn í svarta hagkerfið. Það þarf því að vera algjört for- gangsmál að hækka frítekjumarkið í 100 þúsund krónur um næstu ára- mót.“ Aðalfundur Öldungaráðs Suður- nesja skorar einnig á alla stjórn- málaflokka að beita sér fyrir hækk- un á skattleysismörkum. Það getur ekki gengið að eldri borgarar sem hafa eingöngu 280 þúsund krónur á mánuði þurfi að greiða um 53 þús- und krónur í skatta af þeirri upp- hæð. Aðalfundur Öldungaráðs Suður- nesja tekur undir samþykkt Lands- sambands eldri borgara á Lands- fundi sínum í maí sl.: „ Í skýrslu um fjölþjóðlega rannsókn á vegum OECD kemur fram að íslenska líf- eyriskerfið sker sig úr með mikilli tekjutengingu lífeyris úr almanna- tryggingunum, jafnframt er Ísland eina landið þar sem lífeyrir frá Tryggingastofnun fellur niður ef tekjur frá lífeyrissjóðum fara yfir tiltekin mörk. Draga þarf úr þessum skerðingum hið fyrsta og taka upp eðlilegan grunnlífeyri fyrir alla. Fundurinn bendir á að Íslendingar sé einir þjóða í Evrópu sem er gert er að búa við skertan grunnlífeyri.“ Aldraðir eru mjög fjölmennur hópur í þjóðfélaginu eða um 40 þús- und einstaklingar. Framundan eru kosningar. Við eldri borgarar leggj- um mikla áherslu á að stjórnmála- menn allra flokka kynni sér baráttu- mál Landssambands eldri borgara og félaga innan þeirra raða. Málefni eldri borgara eiga og þurfa að vera forgangsmál. Ein af höfuðkröfum okkar er að frítekju- markið fari strax um áramótin í 100 þúsund krónur. Frítekjumarkið í 100 þúsund krónur um áramótin Eftir Sigurð Jónsson » Ánægjulegt að heyra Bjarna Benedikts- son, formann Sjálfstæð- isflokksins, lýsa því yfir að frítekjumarkið ætti að hækka í 100 þúsund krónur. Sigurður Jónsson Höfundur er varaformaður Lands- sambands eldri borgara. asta.ar@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.