Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bob Corker, einn af atkvæðamestu þingmönnum repúblikana í öldunga- deild Bandaríkjaþings, hefur gagn- rýnt Donald Trump forseta og sagt að glannalegar hótanir hans við önn- ur ríki geti skapað hættu á „þriðju heimsstyrjöldinni“. Corker, sem er formaður utan- ríkismálanefndar öldungadeildar- innar, gagnrýndi framgöngu Trumps í Hvíta húsinu í viðtali við The New York Times og sagði að engu væri líkara en forsetinn teldi sig vera að stjórna raunveruleika- þætti í sjónvarpi. „Hann veldur mér áhyggjum,“ hefur blaðið eftir þing- manninum. „Hann hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir þá sem bera um- hyggju fyrir landi sínu.“ Mjög sjaldgæft er að svo atkvæða- mikill þingmaður Repúblikana- flokksins gagnrýni forseta úr röðum repúblikana svo harkalega í fjölmiðl- um. Sakar forsetann um ósannindi Orðasenna flokksbræðranna tveggja hófst á sunnudagsmorgun þegar Trump veittist að þingmann- inum með tísti á samskiptamiðlinum Twitter. Corker hafði ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í þingkosningunum á næsta ári og Trump tísti á Twitter að ástæðan væri sú að þingmaðurinn hefði ekki „hugrekki til að bjóða sig fram“ án stuðnings forsetans. „Bob Corker sárbað mig um að styðja sig til endurkjörs í Tennessee. Ég neitaði því og hann hætti við framboð (sagð- ist ekki geta sigrað án stuðnings míns).“ Forsetinn skrifaði einnig að Cork- er hefði sóst eftir því að verða utan- ríkisráðherra áður en ríkisstjórnin var mynduð en kvaðst hafa neitað að tilnefna hann í embættið. Trump sagðist þess vegna vera fyllilega viðbúinn því að þingmaðurinn hefði neikvæð viðhorf til stefnu stjórnar- innar. Corker svaraði þessu skömmu síð- ar á Twitter og sakaði forsetann um lygar. „Ég veit ekki hvers vegna for- setinn fer með ósannindi á Twitter,“ tísti Corker. „Það er synd að Hvíta húsið skuli vera orðið að fullorðins- dagheimili. Greinilegt er að einhver missti af vaktinni sinni,“ sagði þing- maðurinn og gaf til kynna að nán- ustu samstarfsmenn forsetans í Hvíta húsinu þyrftu að skiptast á um að gæta þess að hann gerði ekkert af sér. Áður hafði Corker látið í ljós stuðning við þrjá embættismenn sem hann telur að hafi komið í veg fyrir „glundroða“ í Bandaríkjunum í forsetatíð Trumps, þá Rex Tillerson utanríkisráðherra, James Mattis varnarmálaráðherra og John Kelly, skrifstofustjóra Hvíta hússins. Corker studdi Trump í kosninga- baráttunni á síðasta ári en hermt er að samskipti þeirra hafi tekið að versna í ágúst þegar þingmaðurinn gagnrýndi ummæli forsetans um of- beldi hvítra kynþáttahatara, þeirra á meðal nýnasista, í Charlottesville í Virginíuríki. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeild- inni og líklegt er að Trump þurfi á stuðningi Corkers að halda í vetur, einkum þegar tekist verður á um til- lögur repúblikana um skattalækkan- ir. Corker hefur sagt að hann greiði ekki atkvæði með neinum skatta- breytingum sem verði til þess að fjárlagahallinn aukist. Óttast að Trump valdi heimsstyrjöld  Atkvæðamikill repúblikani í öldunga- deildinni gagnrýnir forsetann harkalega Keppnisbíll Tokai-háskóla í Japan þeysist í áttina að Tennants Creek í Ástralíu í kappakstri bíla sem knúnir eru sólarorku. Bílunum er ekið alls 3.000 kílómetra í kappakstrinum sem hófst í borginni Darwin á sunnu- dag. Keppnin var fyrst haldin árið 1987 og síðast fyrir tveimur árum þegar bíll frá Hollandi sigraði. Alls tekur 41 bíll þátt í kappakstrinum að þessu sinni á vegum há- skóla og fyrirtækja víða um heim. AFP Sólarknúnir bílar í kappakstri Nathalie Loiseau, Evrópumálaráð- herra Frakklands, sagði í gær að landið myndi ekki viðurkenna sjálf- stæði Katalóníu ef héraðið lýsti yfir aðskilnaði frá Spáni. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, ræddi málið í síma við for- sætisráðherra Spánar, áréttaði stuðning sinn við einingu landsins og hvatti til samningaviðræðna sem samræmdust spænsku stjórnar- skránni. Carles Puigdemont, forseti hér- aðsstjórnar Katalóníu, áréttaði að niðurstaða atkvæðagreiðslu, sem fram fór 1. okóber, réttlætti yfirlýs- ingu um sjálfstæði héraðsins þótt stjórnlagadómstóll Spánar hefði úr- skurðað að hún væri brot á stjórnar- skrá landsins. Puigdemont gaf til kynna á sunnudag að hann myndi lýsa yfir sjálfstæði héraðsins ef ríkis- stjórn Spánar hafnaði samningavið- ræðum við leiðtoga héraðsins. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað samningavið- ræðum nema leiðtogar Katalóníu falli frá kröfunni um sjálfstæði. Rajoy sagði á sunnudag að hann léði máls á því að svipta Katalóníu sjálf- stjórnarréttindum ef leiðtogar hér- aðsins lýstu yfir sjálfstæði. Aðskiln- aðarsinnar segja að það myndi auka stuðninginn meðal Katalóna við sjálfstæðisyfirlýsingu. Fréttaskýr- endur telja að ef spænska stjórnin leysir upp þing og héraðsstjórn Katalóníu leiði það til fjöldamótmæla og hugsanlega óeirða í héraðinu. Um 90% þeirra sem tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni studdu sjálfstæði og kjörsóknin var 43%. bogi@mbl.is Myndi ekki viðurkenna sjálfstæði Katalóníu  Frakkar og Þjóðverjar árétta stuðning við einingu Spánar Bandaríski hagfræðingurinn Richard Thaler, prófessor við Chicagoháskóla, hlýtur Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár fyrir framlag sitt til atferlishagfræði. Hann hefur verið brautryðjandi í greininni og skrifað fjölda bóka um efnið. Í tilkynningu á heimasíðu Nóbelsverðlaunanna segir að Thaler hafi gegnt mikilvægu hlutverki í því að brúa bilið milli hagfræði og sálfræði. „Með því að kanna afleiðingar takmarkaðrar skynsemi, félagslegrar mismununar og skorts á sjálfstjórn hefur hann sýnt fram á hvernig þessir eðlisþættir hafa áhrif á ákvarðanir einstaklinga og þróun- ina á mörkuðum,“ sagði í yfirlýsingu frá dómnefndinni. „Niðurstöður rannsókna hans og fræðilegar kenningar hans hafa átt ríkan þátt í að skapa hina nýju og sívaxandi grein atferlishagfræðinnar sem hefur haft djúpstæð áhrif á mörg svið hagfræðilegra rannsókna og efnahags- stefnu.“ BRAUTRYÐJANDI Í ATFERLISHAGFRÆÐI HEIÐRAÐUR Richard Thaler fær Nóbelinn í hagfræði Richard Thaler Saksóknarar í Tyrklandi hafa skipað tyrkneskum starfs- manni skrifstofu ræðismanns Bandaríkjanna í Istanbúl að mæta til yfirheyrslu vegna meintra tengsla hans við klerkinn Fethullah Gülen sem er í útlegð í Bandaríkj- unum. Tyrkir hafa krafist þess að Gülen verði fram- seldur til Tyrklands vegna ásakana þeirra um að hann hafi staðið fyrir valdaránstilraun í landinu í fyrra. Tyrkneskir fjölmiðlar sögðu í gær að handtöku- tilskipun hefði verið gefin út á hendur starfsmanni ræðismannsins. Eiginkona og barn hans hefðu verið handtekin vegna gruns um að þau væru félagar í sam- tökum Gülens. Nokkrum dögum áður var annar tyrkneskur starfsmaður ræðismannsins dæmdur í gæsluvarðhald vegna ásakana um að hann tengd- ist Gülen. Handtaka hans varð til þess að bandaríska sendiráðið í Ankara hætti að gefa út vegabréfsáritanir um óákveðinn tíma til tyrkneskra ríkis- borgara sem vilja ferðast til Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Tyrklands svaraði með því að stöðva útgáfu vegabréfsáritana til bandarískra ríkisborgara. ÞJARMAÐ AÐ STARFSMÖNNUM RÆÐISMANNS Í ISTANBÚL Grunaðir um tengsl við Fethullah Gülen Fethullah Gülen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.