Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 6
„Ég lifi bara þennan dag
og svo kemur næsti“
starfaði Guðrún við ræstingar,
þvotta og saumaskap yfir ævina.
Eftir að hún kom á Kirkjuhvol hef-
ur hún verið mjög iðin við að prjóna
og hekla og gerir enn.
Miklar breytingar hafa orðið í
þjóðfélaginu á ævi Guðrúnar. „Um-
breytingin á minni ævi er svo mikil
að það trúir því enginn. Það mátti
ýmislegt breytast en það hefur ekki
allt orðið til góðs, hraðinn er of
mikill.“
Guðrún fylgist vel með og þegar
hún er spurð hvort hún ætli að
kjósa í komandi alþingiskosningum
fussar hún og sveiar. „Nefndu ekki
kosningar. Þetta er reglulegur
ómyndarháttur, að vera að kjósa
tvisvar á ári, það nær ekki nokkurri
einustu átt. Þeir hafa allt annað
með peningana að gera en að eyða
þeim í þetta, og ekki meira um
það.“
Guðrún kveðst líta sátt yfir ævi-
veginn. „Ég lifi bara þennan dag og
svo kemur næsti. Ég er voðalega
kærulaus,“ segir hún kankvís að
lokum.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Þetta er nú ekkert orðið stór-
afmæli, það verða svo margir 100
ára nú orðið. Það kom bara rétt
fyrir að einn og einn varð hundrað
hérna í gamla daga,“ sagði Guðrún
Sveinsdóttir þegar blaðamaður
hringdi í hana og falaðist eftir við-
tali í tilefni af 100 ára afmæli henn-
ar í gær. Þó að Guðrúnu hafi ekki
þótt tilefnið stórmerkilegt lét hún
tilleiðast í viðtal enda hin hressasta
og á auðvelt með að tala í síma.
Guðrún fæddist 9. október 1917 á
Útverkum á Skeiðum en fór sem
kornabarn í Fljótshlíðina og ólst
upp í Hallskoti. Daginn sem hún
varð 18 ára giftist hún Guðmundi
Pálssyni. Þau kynntust í vinnu-
mennsku að Breiðabólstað en Guð-
mundur var uppalinn að Lambalæk.
Þau hófu búskap sinn að Hróarslæk
á Rangárvöllum en brugðu búi 1947
og fluttust að Hvolsvelli. Guð-
mundur lést árið 1974, tæplega sjö-
tugur. Guðrún flyst þá aftur í
Fljótshlíðina en þegar hún er rúm-
lega sjötug fær hún pláss á dval-
arheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli
og hefur búið þar síðan. Guðrún og
Guðmundur eignuðust einn son,
Leif, sem varð áttræður nýverið. Af-
komendur hans eru orðnir tíu.
Of mikill hraði í þjóðfélaginu
Spurð hverju hún þakki háan ald-
ur segist Guðrún ekki vita það.
„Ætli skaparinn hafi ekki gefið mér
þetta, ætli við ráðum nokkru í
þessu.“
Árið sem Guðrún varð 92 ára
gekk hún 44 sinnum um sumarið
upp á Hvolsfjall við Hvolsvöll og
sagði þá í viðtali við Skinfaxa að hún
hefði alltaf verið duglega að ganga
og hreyfingin hefði gert henni gott.
Í fyrrasumar, þegar hún var 98 ára,
fór hún síðast í göngu upp á Hvols-
fjall. „Hitt er annað mál að ef ég
hefði ekki orðið fyrir smá skráveif-
um þá hefði ég kannski getað haldið
þessu áfram,“ segir Guðrún sem fer
enn út í stutta göngutúra.
Auk þess að vera húsmóðir í sveit
Ljósmynd/Leifur Wilberg
Aldarafmæli Guðrúnu þykir nú ekki mikið til þess koma að ná 100 ára aldri.
Guðrún Sveinsdóttir á Hvolsvelli varð 100 ára í gær
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017
2024 SLT
L iðLé t t ingur
Verð kr
2.790.000
Verð með vsk. 3.459.600
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Þrír einstaklingar gefa kost á
sér í embætti formanns Kenn-
arasambands Íslands en frestur
til að skila inn framboði rann út
á miðnætti sl. laugardag. Þau
sem bjóða sig fram eru Guðríður
Arnardóttir, formaður Félags
framhaldsskólakennara (FF),
Ólafur Loftsson, formaður Fé-
lags grunnskólakennara (FG), og
Ragnar Þór Pétursson, grunn-
skólakennari í Norðlingaskóla.
Kjartan Ólafsson grunnskóla-
kennari hafði einnig lýst fram-
boði sínu til formanns en hann
dró það til baka þegar ljóst var
að Ragnar Þór byði sig fram.
Ákvað Kjartan þá að bjóða sig
fram til formanns FG en þær
kosningar fara fram í janúar.
Einnig þarf að kjósa um forystu
í öðrum aðildarfélögum KÍ í vet-
ur. Um næstu helgi verður kos-
inn nýr formaður Skólastjóra-
félags Íslands en Svanhildur
María Ólafsdóttir, núverandi for-
maður, gefur ekki kost á sér
áfram.
Rafræn allsherjaratkvæða-
greiðsla um formann KÍ fer fram
dagana 1. til 7. nóvember og nýr
formaður tekur við embætti á
þingi Kennarasambands Íslands í
apríl á næsta ári. omfr@mbl.is
Þrjú sækjast eftir
formennsku í KÍ
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Staðan á kragasjúkrahúsunum svo-
kölluðu gæti kallað á frekari skerð-
ingu á þjónustu eða uppsagnir ef
ekki verður úr bætt í fjárlögum.
„Grunnforsendan fyrir stöðunni
hjá okkur er fjölgun íbúa á svæðinu,
hún var 6,6% í fyrra og 4% fyrstu sex
mánuðina á þessu ári. Til viðbótar er
alþjóðaflugvöllurinn og aukningin
þar, bæði í starfsfólki og flugfarþeg-
um,“ segir Halldór Jónsson, forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í
Reykjanesbæ. „Við fengum 50 millj-
óna króna aukningu inn á fjárlög
þessa árs m.v. árið á undan en við
þurftum 100 milljónir til að laga
stöðuna okkar frá því í fyrra,“ segir
Halldór og gagnrýnir að ekki sé
sveigjanleiki í fjárlögum til að mæta
íbúafjölgun. „Í fjárlögum er hverri
heilbrigðisstofnun reiknuð 1%
magnaukning, alveg sama þótt íbú-
um hafi fækkað eða fjölgað, og svo á
móti þessu eina prósenti er sett hálfs
prósents hagræðingarkrafa. Þetta
veldur vandamálum og skilar sér
beint inn í heilsugæsluna, sem er
mjög stór hjá okkur, þar eru biðlist-
ar orðnir alltof langir.“
Halldór segir að ef ekki fáist
meira fjármagn verði ekki hægt að
mæta því með öðrum hætti en að
minnka eða taka út einhverja þjón-
ustu sem fólk á rétt á. „Við höfum
ekki verið að leggja til uppsagnir.
Það er hins vegar þannig að ef það
verða ekki settir meiri peningar í
þessa þjónustu þarf fyrr eða síðar að
skerða einhverja þætti.“
Heilbrigðisstofnanir setið eftir
Hjá Heilbrigðisstofnun Vestur-
lands á Akranesi (HVE) hefur rekst-
urinn verið að þyngjast síðastliðin
tvö ár, að sögn Jóhönnu F. Jóhann-
esdóttur, forstjóra HVE. „Rekstrar-
niðurstaða árins 2016 var neikvæð
um 40 milljónir. Hluti skýringarinn-
ar er sá að enn hefur ekki fengist við-
urkennd hækkun sem kom inn árið
2015 vegna launabóta til starfandi
verktakalækna á heilsugæslu eins og
fyrir lækna sem starfa sem launþeg-
ar. Árlegt frávik vegna þessa nemur
að lágmarki 45 m.kr,“ segir Jóhanna.
Stóra áhyggjuefnið sé samt mikil
þörf á fé til endurnýjunar á nauðsyn-
legum tækjabúnaði til að halda þjón-
ustunni gangandi. „Í mörgum tilvik-
um eru varahlutir hættir að fást og
blóðugt að þurfa að eyða fé í dýrar
viðgerðir til þess eins að lengja líf-
tíma tækja tímabundið. Landspítal-
inn og Sjúkrahúsið á Akureyri hafa
fengið viðbótarfjármagn til tækja-
kaupa á undanförnum árum en heil-
brigðisstofnanirnar hafa setið eftir.
Metin þörf fyrir endurnýjun tækja-
búnaðar á HVE í upphafi þessa árs
var hátt í 100 milljónir. Ef ekki kem-
ur til sérstakra fjárveitinga til
tækjakaupa hjá okkur fyrir árið 2017
og 2018 stefnir í mikinn vanda.“
Hjá Heilbrigðisstofnun Suður-
lands á Selfossi hefur komum á
bráðamóttökuna fjölgað um 34% á
tveggja ára tímabili, mikið til vegna
fjölgunar ferðamanna á svæðinu.
Fjárveitingar duga ekki lengur til
reksturs bráðamóttökunnar og vant-
ar nú 105 milljónir í reksturinn.
Reksturinn að þyngjast
Hraðri íbúafjölgun á Suðurnesjum ekki mætt með auknu fjármagni til HSS
Heilbrigðisstofnun Vesturlands vantar 100 m. kr. til að endurnýja tækjabúnað
Morgunblaðið/RAX
HSS Fólki hefur fjölgað mjög á Suðurnesjum síðustu ár.
Pálmi Jónsson, bóndi,
fyrrverandi alþing-
ismaður og ráðherra,
lést á Vífilsstöðum í
gær, 9. október, á 88.
aldursári. Pálmi
fæddist 11. nóvember
1929 á Akri, Austur-
Húnavatnssýslu. For-
eldrar hans voru
hjónin Jónína Ólafs-
dóttir húsfreyja á
Akri og Jón Pálma-
son, bóndi á Akri, al-
þingismaður, land-
búnaðarráðherra og
forseti sameinaðs þings.
Pálmi ólst upp á Akri í Torfa-
lækjarhreppi við öll almenn sveita-
störf. Hann lauk búfræðiprófi frá
Bændaskólanum að Hólum árið
1948. Pálmi tók við
búi á Akri 1953 og
var þar bóndi til
1997. Hann var kos-
inn á þing fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn á
Norðurlandi vestra
árið 1967 og sat á Al-
þingi til ársins 1995.
Pálmi var landbún-
aðarráðherra 1980-
1983, var lengi í fjár-
laganefnd Alþingis og
formaður samgöngu-
og allsherjarnefndar.
Pálmi var virkur í
félagsstörfum. Hann var formaður
Jörundar, FUS í Austur-Húna-
vatnssýslu, 1963-1964. Sat í hrepps-
nefnd Torfalækjarhrepps 1962-
1974. Í stjórn Rarik um áratuga-
skeið og sem formaður stjórnar
1978-1990. Sat í Hafnaráði 1984-
1987. Í ríkisfjármálanefnd 1984-
1987. Í stjórn Byggðastofnunar
1991-1993. Pálmi sat á allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna 1991.
Hann var yfirskoðunarmaður rík-
isreikninga 1992–1995. Formaður
bankaráðs Búnaðarbanka Íslands
frá 1994-2000.
Eftirlifandi eiginkona Pálma er
Helga Sigfúsdóttir. Börn þeirra eru
Jón, Jóhanna Erla og Nína Mar-
grét.
Minningarathöfn um Pálma
Jónsson fer fram í Dómkirkjunni í
Reykjavík laugardaginn 14. októ-
ber kl. 11. Útför fer fram frá
Blönduóskirkju mánudaginn 16.
október kl. 14. Jarðsett verður í
Þingeyraklausturskirkjugarði.
Andlát
Pálmi Jónsson, fv. ráðherra