Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 7.900 Str: M-XXXL Fleiri litir og gerðir Mussur Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af þessum þætti sem fjallar m.a. um árangurslausar rannsóknir og kærur Seðlabankans á hendur Samherja hf. og viðtölum við fjölda málsmetandi aðila. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.30 • Seðlabankinn kærði Samherja fyrir 80 milljarða meint svik en kærurnar skiluðu engu • Seðlabankinn stakk áliti Ríkissaksóknara undir stól og hélt áfram að sekta • Hljóðbrot úr samtölum Seðlabankastjóra og Þorsteins Más Baldvinssonar • Ábyrgðin er hjá Má Guðmunds- syni að sögnmálsmetandi aðila Rannsóknir hjá Gjaldeyriseftirliti Seðlabankans Þorvaldur Þor- valdsson tré- smiður verður í fyrsta sæti á framboðslista Al- þýðufylking- arinnar í Reykja- víkurkjördæmi suður. Listinn var gerður op- inber í gær. Í öðru sæti listans verður Tamila Gamez Gar- cell kennari, í því þriðja verður Val- týr Kári Daníelsson nemi, í fjórða sæti Sólveig Hauksdóttir hjúkr- unarfræðingur, í fimmta sæti Skúli Jón Unnarsson Kristinsson nemi og í sjötta sæti verður Ragnar Sverr- isson vélstjóri. Samtals eru 22 á listanum og níu þeirra eru ekki með lögheimili í Reykjavík og 13 frambjóðendanna eru 55 ára og eldri. agnes@mbl.is Þorvaldur í 1. sæti í Reykjavík suður Þorvaldur Þorvaldsson Pálmey Gísladótt- ir, formaður fram- kvæmdaráðs Dög- unar, segir að það skýrist á föstudag- inn, hinn 13. októ- ber, hvort og þá hversu marga lista Dögun mun bjóða fram í alþingis- kosningunum 28. október nk. Hinn 13. október kl. 12 á hádegi rennur framboðsfrestur út og 18. október auglýsir landskjörstjórn framboðslistana. Dögun hefur áður sagt að hún bjóði ekki fram á lands- vísu. Skýrist með lista Dögunar á föstudag Pálmey Gísladóttir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ef einhver vill að ég verði ráðherra mun ég auðvitað hugsa málið en ég er samt ekki að sækjast eftir því,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta býður sig ekki fram í komandi alþingiskosningum. Hins vegar hefur því verið fleygt að hún gæti tekið sæti í ríkisstjórn, enda sé það stefna Pírata að sækja sér ráð- herra út fyrir þingið. Þetta var til að mynda fullyrt í dálkinum Hugin og Munin í Viðskiptablaðinu í liðinni viku. Þar sagði að Birgitta hefði rætt við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri-grænna, og lýst því yfir hvaða ráðuneyti hún hefði hug á. Í samtali við Morgunblaðið segir Birgitta að ekkert sé hæft í þessum fregnum. „Eini stóllinn sem ég er að máta mig í er nýr skrifborðsstóll sem ég ætla að sitja í þegar ég skrifa bók um mömmu mína, sem hefði orðið sjötug á næsta ári,“ segir Birgitta. Erla Hlynsdóttir, framkvæmda- stjóri hjá Pírötum, staðfestir að það sé stefna Pírata að þingmenn séu ekki ráðherrar. „Að því sögðu erum við ekki farin að útfæra það hverjir væru möguleg ráðherraefni fyrir hönd Pírata. Enda er það ekki tímabært á nokkurn hátt,“ segir hún. Hún kannast heldur ekki við frétt- ir um að Birgitta Jónsdóttir ætli sér ráðherrastól í ríkisstjórn með VG. „Það er ekkert sem hefur verið rætt á okkar vegum.“ Birgitta segist ekki sækj- ast eftir ráðherrastól  Stefna Pírata að ráðherrar flokksins séu ekki þingmenn Morgunblaðið/Árni Sæberg Á útleið Birgitta Jónsdóttir kveðst ekki ætla sér ráðherrastól. Birgir Þórarinsson, sérfræðingur í alþjóðasamskiptum og guðfræð- ingur, mun leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþing- iskosningum. Í öðru sæti er Elvar Eyvindsson, viðskiptafræðingur og bóndi á Skíðbakka í Austur- Landeyjum, en Elvar gegndi um tíma starfi sveitarstjóra Rangár- þings eystra og leiddi lista Sjálf- stæðisflokksins í sveitarstjórn. Birgir starfaði við yfirstjórn UNRWA, flóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna fyrir Palestínu- menn, í Mið-Austurlöndum. Hann hefur sinnt verkefnum á vegum ut- anríkisráðuneytisins, var varaþing- maður fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi 2009-2013 og sat í sveitarstjórn sveitarfélagsins Voga. Auk þess hefur hann rekið ferða- þjónustu um árabil. Einnig hefur Birgir BA-próf í guðfræði frá Háskóla Íslands og próf í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá EHÍ. Í þriðja sæti á lita Miðflokksins er Sólveig Guðjónsdóttir, bæjarstarfs- maður í Árborg, Ásdís Bjarnadótt- ir, garðyrkjubóndi í Hrunamanna- hreppi, er í fjórða sæti og Bjarni Gunnólfsson, hótel- og rekstrar- fræðingur í Reykjanesbæ, í fimmta. Birgir og Elvar leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi Birgir Þórarinsson Elvar Eyvindsson KOSNINGAR 2017 Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.