Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Herbergjum á Reykjavík Lights Hótel á Suðurlandsbraut 12 gæti fjölgað um nokkra tugi ef áform húseigenda um viðbyggingu ganga eftir. Húsið er áberandi í borginni. Hótelið var opnað sumarið 2013. Það er því með nýrri hótelum borg- arinnar. Þar eru 105 herbergi. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Suðurlandsbraut 12. Tillagan er nú í auglýsingar- og kynningarferli. Á vef borgarinnar segir að með breytingunni yrði húsið stækkað til suðurs. Hótelherbergi yrðu á efri hæðum viðbyggingarinnar en veit- ingastaður á jarðhæð. Hann yrði tengdur við nýtt útisvæði. Hótelið er leigutaki Reykjavík Lights Hótel er eitt af átta hótelum í eigu Keahótelanna. Páll Sigurjónsson, framkvæmda- stjóri Keahótela, sagði fyrirhugaðar framkvæmdir á hendi húseigenda. Þeir báðust undan viðtali þegar eftir því var leitað. Samkvæmt greinargerð arkitekta verður nýbyggingin um 1.600 fer- metrar. Þá verða byggðar þrjár hæðir, alls 320 fermetrar, ofan á millibyggingu vestan við Suður- landsbraut 12. Með þessu eykst byggingarmagnið úr um 4.200 fer- metrum í 6.100 fermetra. Það sam- svarar 46% aukningu. Út frá því má ætla að tugir herbergja geti bæst við hótelið þegar það er fullbyggt. Fram kom á mbl.is í febrúar 2013 að framkvæmdir við uppbyggingu hótels á Suðurlandsbraut 12 hefðu hafist í desember 2012. Þessi hluti Suðurlandsbrautar hefur breyst mikið síðustu ár. Suðurlandsbraut 8 hefur verið tekin í gegn og hýsir nú höfuðstöðvar Vodafone. Þar var áður Fálkinn til húsa. Þá er endurbygging Suður- landsbrautar 10 langt komin. Jafn- framt má geta þess að á Suður- landsbraut 18 undirbýr Festir nýtt hótel. Þá var nýtt 57 herbergja hót- el, City Park Hótel, opnað í Ármúla 5 í fyrra. Keahótelin eru nú átta. Fimm eru í Reykjavík; Hótel Borg, Apótek Hótel, Reykjavík Lights, Skuggi Hótel og Storm Hótel. Tvö eru á Akureyri; Hótel Kea og Hótel Norðurland. Loks er Hótel Gígur í Mývatnssveit. Teikning/T.ark arkitektar Suðurlandsbraut 12 Miklar breytingar yrðu á baklóð húseignarinnar. Þar yrðu græn svæði og veitingarými. Kynna hugmyndir um stækkun borgarhótels  Tugir herbergja gætu bæst við á Reykjavík Lights Hótel Teikning/T.ark arkitektar Framhliðin Viðbyggingin yrði til suðurs. Á baklóð verða áfram bílastæði. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framboð á lóðum undir atvinnu- húsnæði hefur sjaldan verið jafn mikið í Reykjavík. Fyrirtæki sem íhuga að flytja hafa því marga kosti. Þetta segir Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. „Reykjavíkurborg mun á næstu vikum auglýsa lóðir undir atvinnu- húsnæði á Lambhagavegi. Þá erum við t.d. að fara að auglýsa lóðir á Bú- staðavegi,“ segir Hrólfur og vísar til lóða norður af Sprengisandi. Tilefnið er samtal við Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, í Morgun- blaðinu. Þar sagði Ólafur að húsnæðisvandi margra fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu myndi að óbreyttu ágerast. Það yki vandann að fyrirtæki á þéttingarsvæðum, þar sem atvinnuhúsnæði á að víkja fyrir íbúðum, stæðu frammi fyrir litlu framboði á hentugu húsnæði á öðrum svæðum. Tók Ólafur undir sambærileg ummæli Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs, í Morgunblaðinu fyrr í liðinni viku. Fékk ekki lóð á hafnarsvæðinu Ólafur tók jafnframt dæmi af Vörubíla- og vinnuvélaverkstæðinu í Vogunum, einu af fyrirhuguðum þéttingarsvæðum borgarinnar. Það fyrirtæki hefði ekki fengið lóð í ná- grenni hafnarinnar. Fyrir vikið hefði fyrirtækið flutt í Mosfellsbæ. Taldi Ólafur þetta vitna um úrræðaleysi borgarinnar í þessum málum. Hrólfur kveðst ekki geta rætt um einstök fyrirtæki. Hins vegar sé ljóst að fyrirtæki með slíka starf- semi hefði væntanlega getað fært sig á einhverja þeirra lóða sem laus- ar eru í borginni. Þá til dæmis við Lambhaga, á Gylfaflöt, við Hestháls eða Hádegismóa. „Þá er borgin að skipuleggja lóðir á Esju- melum og á Hólmsheiði. Borgarráð gaf Mjólkur- samsölunni vil- yrði um lóð á Hólmsheiði í síð- ustu viku. Þannig reynir borgin að vinna með fyrir- tækjunum.“ Þá andmælir Hrólfur þeim um- mælum Ólafs að á þéttingarsvæðum sé verið að ýta burt fyrirtækjum sem þykja ekki nógu fín innan um ný íbúðahverfi. Til dæmis nefnir Hrólfur að fyrirtæki í Skeifunni og Vogabyggð geti verið þar áfram. Taka gagnrýni alvarlega Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagssviðs Reykja- víkurborgar, segir borgina taka gagnrýni Félags atvinnurekenda al- varlega. Hann hafni því þó að úr- ræðaleysi einkenni þessa vinnu. „Við vinnum eftir stefnu sem er meitluð í aðalskipulag Reykjavíkur. Þar er kveðið á um atvinnusvæði sem geta verið iðnaðarsvæði með mengandi starfsemi. Þá fyrst og fremst Álfsnesið og að einhverju leyti Gufunesið. Síðan eru það al- mennari atvinnusvæði, eins og Esju- melar og Hólmsheiði, fyrir landfreka en lítið mengandi starfsemi. Rauði þráðurinn er þó sá að hverfa frá algjörri aðgreiningu at- vinnusvæða og íbúðabyggðar. Það er arfleifð módernismans. Stefnan er tekin á miklu meiri blöndu íbúða- byggðar og atvinnuhúsnæðis. Skýrt dæmi um það er uppbyggingin sem er að hefjast í Vogabyggð. Þar er ekki aðeins gert ráð fyrir uppbygg- ingu allt að 1.300 íbúða heldur líka uppbyggingu verulegs atvinnu- húsnæðis meðfram Sæbraut.“ Teikning/Teiknistofan Tröð Þéttingarsvæði Fyrri drög að nýrri Vogabyggð í Reykjavík. Nóg af lóðum í boði í borginni  Gagnrýni á meint úrræðaleysi svarað Hrólfur Jónsson Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.